Dagur - 13.12.1958, Blaðsíða 4

Dagur - 13.12.1958, Blaðsíða 4
4 D A G U R Laug'ardaginn 13. desember 1958 £«555555555555555555555555555555555555555555555555« DAGUR Ritstjóri: ERLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsingastjóri: Þorkell Björnsson Skrifstofa í Hafnarstræti 90 — Sími 1166 Argangurinn kostar kr. 75.00 Blaðið kemur út á miðvikudögum og laugardögum, þegar efni standa til Gjalddagi er 1. júlí Prentverk Odds Björnssonar h.f. 455555555ÍÍ55Í555Í55555555Í555555555555555555555555Í Þrenningin og kapphlaupið ÁRIÐ 1956, eftir myndun vinstri stjórnarinnar, náðist samkomulag um það við bændur og launa- stéttirnar, að fallið væri frá 6 vísitölustigum á íullkomnum jafnréttisgrundvelli. Tæplega mun það úr minni liðið, hvernig íhaldið snerist við þessu máli. Morgunblaðið ætlaði að ærast og sagði við bændurna, að verið væri að féfletta þá. Málgögn og ræðumenn flokksins lögðu ríka áherzlu á þetta og sögðu á sama tíma við verkam. að bændum einum væri ætlað að fleyta rjómann af þessum ráðstöfunum á kostnað launastéttanna. Þessi falski söngur hljómaði ekki sem bezt hjá einum og sama stjórnmálaflokki, enda varð hann bæði höfundum og flytjendum til hinnar mestu háðungar og þagnaði von bráðar. Síðan hefur engin rödd dregið í efa réttmæti og heppilegar afleiðingar af ráðstöfun fyrrnefndra vísitölustiga. Nú var svo ástatt, þegar Alþýðusambandsþing- ið settist á rökstóla seint í nóvembermánuði, að verðbólgualda var á næstu grösum.Hagfræðilegar niðurstöður sýndu, að þessari öldu var hægt að bægja frá með því að falla frá nokkrum vísitölu- stigum, eins og gert var 1956 með góðum árangri, og á þann hátt var nú hægt að tryggja sama kaupmátt launa og var fyrsta okt. sl. Allir vita hvernig Alþýðusambandsþing tók á þessum mál- um. Þingfulltrúar þóttust ekki hafa umboð til að gefa ríkisstjórninni neinn frest til að stöðva verð- bólguna, tryggja kaupmátt launa og varðveita jafngóða lífsafkomu fólksins og hún var 1. okt. í haust. Þetta furðulega þing felldi tillöguna um frestinn og þar með þá fyrstu og einu ríkisstjórn á íslandi, sem hafði heitið því að hafa fullt sam- ráð við Alþýðusamband íslands, Stéttarfélag bænda og fleiri samtaka fólks, um ráðstafanir í efnahagsmálum. í þessu sambandi er vert að minna á, hvernig bændur snerust við efnahags- örðugleikum fyrir röskum áratug og lögðu nær tíunda hluta tekna sinna á borðið af þjóðlegri hollustu. Fulltrúar á Alþýðusambandsþingi þótt- ust ekki geta borið ábyrgð á því, að 17 kaupvísi- tölustig væru greidd mánuði seinna en vera bar. Dýrtíðaraldan er nú skollin á og sumir laun- þegar brostu í kampinn þegar þeir fengu fleiri krónur í lófann en áður, strax við fyrstu útborg- un í þessum mánuði. En sú launahækkun, sem menn fá nú, er ekki raunveruleg og alls engin kjarabót og kemur eng- um að gagni. Brosið stirðnaði líka fljótt á vörum hinna grunnhyggnu manna, sem gleðjast yfir há- um tölum, því að vöruverðið tók líka að hækka. Sumir eru furðu seinir að átta sig á því, að þjóðin bjó sér til merkilega jjrenningu, og hafði ekki heilagan anda með. Þessi þrenning er bundin sterkum böndum og allir hnútar innsiglaðir af stjórnarvöldunum og er því ávallt samferða. — Hana skipa vísitalan, kaupgjaldið og verðlagið. En svo einkennilega hefur farið, að þótt allir viti, að þetta jjrennt er saman hnýtt, hafa þessir aðilar hver um sig verið hvattir til þess mesta maraþonhlaups, sem um getur í sögunni og er ekki lokið. Eins og íþróttagarpar eiga sína aðdáendur, eiga bandingjaranir þá líka og hver eggjar sitt átrún- aðargoð. Einhvers staðar taka hinir víðu vellir enda og hlaupabrautin liggur fram af björgum. Þeir, sem hingað til hafa varað við hlaupunum, eru þaggaðir niður og áfram er haldið. Þegar Hermann Jónasson sagði: Hingað og ekki lengra, átti stöðvunin enn ekki hljómgrunn. Sá hópur manna er enn of stór, sem vill fá margar krónur handa á milli og trúir því ekki, að þær verði að ösku í höndum hans á hlaup- unum. Olafur Thors er þessa dagana að reyna að mynda ríkisstjórn með Alþýðubandalaginu og Al- þýðuflokknum. Sumir kommún- istar í Alþýðubandalaginu, svo sem Einar Olgeirsson, eru fúsir til að semja við Olaf. Þeir munu telja sig hafa góða aðstöðu til samninganna af því að Sjálf- stæðisflokkurinn er stefnulaus flokkur og fellir sig vel við brask. Heldur verr gengur Olafi að ná samkomulagi við Alþýðu- flokkinn. Þó að kratar hafi sjald- an flotinu neitað, munu þeir hugsa sig tvisvar um áður en þeir ganga úr samstarfi við bandalagsflokk sinn og leggjast með íhaldinu. Sumir þeirra voru beinlínis kosnir af Framsóknar- mönnum, eins og til dæmis Frið- jón Skarphéðinsson. En hér er hann því nefndur, að hann er manna ólíklegastur til þess að bregðast kjósendum sínum. Upplag bókarinnar ^ er á þrotum. £ Nokkur eintök (heft og bundin) eru nú til sölu í Bókabúð Rikku. TILKYNNING frá fjármálaráðimeytinu Skattur á stóreignir skv. lögum nr. -14/1957 féll í gjald- daga 16. ágúst 1958. Ber einstaklingum að greiða skattinn nú þegar í pen- ingurri til tollstjórans í Reykjavík og sýslumanna og bæjarfógeta utan Reykjavíkur. Til greiðslu á skattinum er gjaldendum, sem greiða eiga yfir 10.000,00 kr. í skatt á stóreignir, heimilt gegn því að greiða á gjalddaga fyrstu 10.000,00 kr. og a. m. k. 10% af eftirstöðvum, að greiða afganginn með eigin skuldabréfum, til allt að 10 ára eftir mati ráðuneytisins, tryggðuni mcð veði í hinum skattlögðu eignum. Skattstofa Reykjavíkur veitir upplýsingar um skulda- bréf og veð. Tilboðum um veð skal skila til skattstofu Revkjavík- ur, eða sýslumanna og bæjarfógeta eigi síðar en 31. des. næstkomandi. Eyðublcið fyrir veðtilboð munu innan skamms liggja frammi á skattstofu Reykjavíkur, skrifstofu tollstjóra og hjá sýslumönnum og bæjarfógetum. Fjármálaráðuneytið, 8. desember 1958. F. h. r. SIGTRYGGUR KLEMENZSON Jón Skajtason. Opið til kl. 22 næsta laugardag Verzlanir í Akureyrarkaupstað verða opnar til kl. 22 laugardaginn 20. þ. m. og til 24 á Þorláksdag. Á þriðja i jólum verða verzlanir opnaðar kl. 10 f. li. VERZLUNARMANNAFÉL. Á AKUREYRI KAUPFÉLAG EYFIRÐINGA. TIL JÓLAGJAFA! SKÍÐASKÓR SKAUTASKÓR KNATTSPYRNUSKÓR KULDASKÓR Þeir koma sér vel yfir veturinn. SKÓDEILD IÐUNN - CAPRI Nýjasta tízka! Hár og grannur hæR, mjó og mjúk tá. Þeir eru fallegir, traustir og þægilegir. Kosta aðeins kr. 268,50. Fást í SKÓDEILD <^> Dragið ekki að kaupa JÓLÁSKÓNA handa hörnunum. Rezta úrval bæjarins. SKÓDEILÐ GÓLFTEPPI NÝKOMIN. STÆRÐIR: 140x200 cm. 183x274 cm- 200x300 cm. ‘á 274x320 cm. s 274x366 cm. 300x400 cm. • Gólfd reglar 70 og 90 cm. Vefnaðarvömcleild

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.