Dagur - 17.12.1958, Blaðsíða 4

Dagur - 17.12.1958, Blaðsíða 4
4 D A G U K Miðvikudaginn 17. des. 1958 DAGUR Ritstjóri: ERLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsingast jóri: Þorkell Björnsson Skrifstofa í Hafnarstræti 90 — Sími 1166 Árgangurinn kostar kr. 75.00 Blaðið kemur út á miðvikudögum og laugardögum, þegar efni standa til Gjalddagi er 1. júlí Prentverk Odds Björnssonar h.f. Öfugmæli Morgunblaðsins MORGUNBLAÐIÐ slær öll met í öfugmælum, sérstaklega eftir að Sjálfstæðisflokkurinn komst í stjórnarandstöðu, tapaði ábyrgðartilfinningunni og gerðist kaupkröfuflokkur. Von er að ýmislegt gengi úr skorðum við slíka kollsteypu, enda hefur margt bent til þess, að þessi stóri og stefnulausi flokkur gangi ekki heill til skógar. Honum hefur farið eins og manni, sem veikist í höfði og tapar allri yfirsýn, en klifar sífellt á því sama. Forystu- grein Morgunblaðsins á laugardaginn ber öll ein- kenni þessa sjúkdóms. Þar er enn tagazt á því sama og í öllum öðrum tölublöðum blaðsins í hálft þriðja ár. Þar segir, að V.-stjórnin hafi leitt mikinn „ófarnað yfir þjóðina“, stjórnai-myndunin hafi verið „glapræði" og framkvæmdir hennar „óheillavænlegri fyrir þjóðina en nokkurn óraði fyrir“. Þetta er texti dagsins og alla daga síðan Sjálfstæðisflokkurinn hrökklaðist frá völdum og hafði enn einu sinni reynzt óhæfur til að hafa á hendi forystuhlutverk í íslenzkum þjóðmálum. — Athugum hann nú örlítið nánar þennan einhæfa söng. Skyldi það vera „ófarnaður“ að V.-stjórnin sam- einaði alla ísl. í baráttunni við Breta í land- helgisdeilunni og hefur haldið svo á málum undir einarðlegri og ábyrgri stjórn Hermanns Jónas- sonar, að ekkert óhapp af neinu tagi hefur átt sér stað og íslenzkur málstaður unnið sér vaxandi fylgi. Og þetta gerðist, þrátt fyrir andstöðu Sjálf- stæðisflokksins fram að 1. sept. Fram að þeim tíma áttu brezkir útgerðarmenn öruggan banda- mann, þar sem íslenzki Sjálfstæðisflokkurinn var, svo sem blöð flokksins vitna bezt um. Trúlegt er, að framkoma Sjálfstæðisflokksins, sérstaklega hinn tvíþætti rógur, að kommúnistar réðu mestu í ríkisstjórninni og að ríkisstjómin væri mjög ósammála í landhelgismálinu yfirleitt, eigi sinn þátt í þeirri ákvörðun Breta, að verja veiðiþjófn- að í íslenzkri landhelgi með vopnavaldi. Skyldi það vera „ófarnaður“, að V.-stjórnin þjappaði allri þjóðinni að baki sér í þessari tvísýnu bar- áttu, Sjálfstæðismönnum líka? Morgunblaðið segir, að myndun V.-stjórnar- innar hafi verið „glapræði“. Það hefur undanfar- in tvö og hálft ár talið það „glapræði“ af ábyrg- um stjórnmálamönnum, að hafa samvinnu við Al- þýðubandalagið. En í sama blaði og hér er vitnað til, er á öðrum stað sagt frá því með stærsta letri, að Ólafur Thors og Bjarni Ben. eigi nú viðræður, já, daglegar viðræður, við Einar Olgeirsson og fleiri framámenn kommúnista um stjórnarmynd- un. Aumingja íhaldið þarf að kingja stórum bita. Enn talar Morgunblaðið um að framkvæmdir V.- stjórnarinnar hafi leitt „ófarnað" yfir þjóðina.Hér felst enn ein íhaldsstunan yfir því að Sjálfstæðis- flokkurinn var settur hjá. Eða skyldi það vera „ófarnaður", að atvinnuvegirnir hafa verið tví- efldir og atvinna aldrei meiri í landinu, eða liggur kannski ófarnaður í því, að fiskiflotinn hefur aldrei stöðvazt síðan Ólafur Thors hætti að stjórna sjávarútvegsmálum? Telur Morgunblaðið það ófarnað að efla bátaflotann, til dæmis með því að láta byggja 12 togbáta, sem nú eru að koma til landsins? Var það „ófarnaður“ að V,- stjórninni tókst að útvega lán til sementsverk- smiðju, Sogsvirkjunar, ræktunar og skipakaupa? Var það „ófarnaður“ aðSjálfstæð ismönnum tókst ekki að eyði- leggja lánstraust þjóðarinnar út á við, eins og þeir reyndu? Var það „ófarnaður", að V.-stjórn- inni tókst að sporna við dýrtíð- inni í tvö ár með undraverðum árangri. í því sambandi er vert að minna á, að á sama tíma gerð- ist Sjálfstæðisflokkurinn kaup- kröfuflokkur og hjálpaði dyggi- lega til við að setja af stað þá verðbólguöldu, sem nú er skollin yfir. Til dæmis lét hann at- vinnurekendur innan sinna vé- banda bjóða kauphækkun til að ýta undir kaupskrúfuna. Þannig mætti lengi telja upp öfugmæli Morgunblaðsins. Öll hafa þau þann tilgang að villa mönnum sýn og skapa öfug- hneigðir í viðhorfum manna til þjóðmálanna. Sá tilgangur er ljótari en svo, að nokkurt meðal helgi hann. Strákur á kúskinnsskóm eftir Gest Hannson. Bóka- forlag Odds Björnssonar. Akureyri 1958. — 115 bls. Skáld úti í stóra heiminum sagði þetta: Fólk er hvorki gott né vont. Það er annaðhvort leið- iinlegt eða skemmtilegt. Einnig sagði sá sami þetta: Bók er hvorki siðleg né ósiðleg. Um það er alls ekki að ræða — heldur hitt: Bókin er annaðhvort vel eða illa skrifuð — það er allt og sumt. Um bækur er svipað farið og fólk, skylt er skeggið hökunni og öfugt. Strákur á kúskinsskóm eftir Gest Hannson (álias Vigfús Björnsson, Akureyri) er skemmtileg bók, og þá er nokkuð sagt. Og hún er vel skrifuð barna bók, þar sem sitt hvað gerist, sem í frásögur er færandi. Hún er fjörlega samin og óþvingað víðast hvar; þættir, sem gætu verið sögur út af fyrir sig, en snúast allir um eina söguhetju; rituð í fyrstu persónu, erfiður frásagnarháttur, sem margir spreyta sig á: Kiljan, Greene, Maupassant sálugi, Hemingway. En frásagnarháttur Vigfúsar Björnssonar er ekki sóttur í kornhlöður annarra. Hann hefur raunai', að því er í fljótu bragði virðist, orðið fyrir geðslegum tónhrifum af lestri íslenzkra æv- intýra og þjóðsagna, sem nafn- lausir höfundar skx-áðu með hjartablóði og eilífu bleki inn í bókmenntir okkar. Og því er nú hér á ferð i-amís- lenzk barnabók, sem ber keim af bókmenntalegum vinnubrögðum, reist á grunni þjóðlegra erfða, en þó persónuleg. Það er einn meg- inkostur hennai'. Bókin er líka nútímaleg, lif- andi tákn nýrra tíma okkai’, t. a. m. kemur það gi-einilega fram í þættinum, „Sýslumannsfrúin", þar sem segir af bátsferðinni og afleiðingum hennar. Það er langt síðan eg hef í'ekizt á jafn- ómengaða fyndni í íslenzkri bók. Kaflinn sýnir, hve höfundur hef- ur gott auga fyrir kátbroslegum atvikum í hvei’sdagslífinu, sem alltaf eru að gei-ast og allt of fáir hlæja að. Lýsing höfundar á skringileg- um persónum, Sægi’ími, Gumma gamla, er glögg og talsvert hug- myndarík. Þáttui’inn, Draugur- inn í turninum, er faerður í svo ósvikinn kímnibúning, að lesandi verður að halda um magann við lestui’inn. Stráklingur eldar grátt silfur við Gumma gamla, en flestir strákar hafa átt sinn Gumma gamla til að glettast við, og kei’lingaforynjur að sjálfsögðu líka. Söguhetjan er góður prakk- ari, góður strákur engu að síður eins og all-flestir prakkarar eru, nema þeir séu þeim mun heimskari og óviðráðanlegri. Þeir ei’u „saltið“ í hjörðinni, sem oft er mest spunnið í,enda skemmti- legir. Bókin er myndum skreytt af bróður höfundar og fara vel við efnið. Myndin utan á kápunni er hins vegar Ijót, í engu samræmi við myndirnar í bókinni, enda sótt í annan heygarð, mætti segja mér, að hún sé endui’prentun úr dönsku heimilisblaði. Slíkt smekkleysi er erfitt að fyrirgefa margrómuðu útgáfufyi’irtæki hér á Akureyx’i, stofnsettu árið 1897. Og í hreinskilni sagt finnst méi’, að útgefendur hefðu átt að spai’a minna og verja meiru til útgáfunnai’. Bókinni hæfir mun beti’i búningur en raun er á, vegna inntaks. Það er langt síðan eg hef getað gefið litlum vinum frumsamda íslenzka barnabók með betri samvizku á jólum. Akureyri, 14. des. 1958. Steingrímur Sigurðsson. Pakki tapaður Síðastl. miðvikudag tapað- ist pakki í miðbænum, eða varð eftir í búð. í pakkan- um var lítill raflampi og annað stykki. — Þeir sem liefðu fundið pakkann eru vinsaml. beðnir að hringa í síma 2282. JÓLAHAIUR: HANGIKJÖT: frampartar beinl. lær beinlaus KJÖTBÚÐ K.E.A. JÓLAMATUR: MAGÁLL HÁKARL Kemur um næstu helgi. KJÖTBÚÐ K.E.A.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.