Dagur - 17.12.1958, Blaðsíða 8

Dagur - 17.12.1958, Blaðsíða 8
8 \ Baguk Miðvikudaginn 17. des. 1958 Kjördóttirin á Bjarnarlæk Höf. Hafsieinn Sigurbjarn- arson. Útgefandi: Bókafor- lag Odds Björnssonar. Fátt er dásamlegra að kveldi dags, en halla sér á koddann með bók í hönd. Oft fer bað svo, að innan stundar hafa bókin og svefninn tekið höndum saman og boiið mann inn í draumalöndin. Eg tók Kjördótturina frá Bjarnarlæk í þeirri góðu trú, að hún héldi ekki fyrir mér vöku. Þetta fór á annan veg, því að loksins hafði maður spennandi reyfara úr íslenzku sveitalífi milli handanna. Sagt er frá því á kápu bókar- innar, að uppisPaða sögunnar séu sannsögulegir atburðir, sem hafi gerzt um 1920. Þeir eru gott bók- arefni. Hann séra Sigurður flyt- ur í sóknina og tekur sér kjör- dóttur sem heitir Sigrún. Hún rennur upp eins og fífill í túni og trúlofast pilti þar á heimilinu. Prestur verður óður og uppvæg- ur og er nú ekki alveg á því að samþykkja ráðahaginn. Dregur hann kjördóttur sína á hárinu, slær hana og síðubrýtur með meiru og sendir hana í stofu- fangelsi til tveggja kerlingar- norna, hvar hún fær að dúsa í 14 mánuði. Maður er nefndur Björn og er hreppstjóri. Hann er svo glæsi- legur, að allir hrífast af honum bæði menn og konur. Hann hef- ur tvær konur og er heimilislif- ið allt hið ágætasta. — Björn þessi bjargar fanganum og tekur hann heim til sín, prestur reiðist ákaflega og ætlar að sækja Sig- rúnu, en allt lendir í slagsmál- um, síðan málaferlum, og prestur missir hempuna. Ungur maður nær ástum kjördótturinnar á Bjarnarlæk, en Reykjavík gleyp- ir fyrri kærastann. Hafsteinn Sigurbjarnarson hefur mikið efni handa á milli. Þótt sumt af því renni óneitan- lega úr greipum hanskemurhann veigamiklum þáttum svo vel og smekklega fyrir, að bókin er, sérstaklega fyrri hluti hennar, „hörkuspennandi“ og bráð- skemmtileg. Það er óneitanlega mikill kostur sögubókar og oftast það, sem úrslitum ræður um fjölda kaupendanna. Trúað get eg því, að Kjördótt- irin frá Bjarnarlæk verði met- sölubók í ár. Efni hennar er nú þegar orðið hugleikið umræðu- efni og það eitt er nýju skáldi mikils virði. Fjölkvæni, eða að minnsta kosti tvíkvæni, virðist vera nokk urt áhugamál höfundar og hefur anargur stungið niður penna af minna efni.Margir koma við sögu í hinni nýju bók og sumar mann- lýsingar eru mjög vel dregnar upp og bera höfundi vitni um góða rithöfundahæfileika. Ástir manns og konu eru auðvitað grunntónn sögunnar og eru þær heitar á köflum og harmurinn djúpur þegar út af ber. Þótt ýmis atvik séu með ólíkindum, geta þau staðizt í reyfara, þegar frá- sagnargleðin bregzt ekki. Kjördóttii’in á Bjarnarlæk er eftirtektarverð frumsmíð. Hún hefur þann meginkost sögubóka, að vera spennandi og efnismikil og verður án efa mikið lesin. Hvort hún tryggir höfundi sess meðal hinna fremstu höfunda okkar á síðustu tímum, er mjög vafasamt. En hitt dylst engum, að Haf- steinn Sigurbjarnars. hefur hvatt sér hljóðs á skáldaþingi, svo að eftir því er tekið. Og enginn skyldi reyna að nota bókina hans fyrir svefn- meðal. — E. D. Glæsileg ferðabók „Að sitja kyrr á sama stað, en samt að vera að ferðast.“ Nýlega er út komin glæsileg ferðabók, Á ferð urn fjórar álfur eftir Guðna Þórðarson, blaða- mann. Bókaútgáfan Fróði gefur bókina út. í bókinni eru 100 úr- vals ljósmyndir eftir höfundinn. Margir hafa unun af að lesa ferðasögur, þar sem lýst er fjar- lægum löndum og siðum og venjum ólíkra þjóða. Fróðleiks- fús íslendingur hefur löngum haft yndi af „að sitja kyrr á sama stað, en samt að vera að ferðast.“ Þessi bók mun áreiðanlega veita mörgum ánægjustundir um þessi jól. Og þótt öll bókin sé forvitnileg og vel rituð, þá hef eg haft mestu ánægju af að lesa um hin fornu menningarlönd í austri. Þarna eru kaflar um Egyptaland — og fólkið, sem býr í Nílardaln- um, Líbanon — fornar byggðir Fönikíumanna, Betlehem — fæðingarborg frelsarans, Með Aröbum yfir eyðimörk, Bagdad — borg Þúsund og einnar næt- ur o. m. fl. Þá eru í bókinni ágætar lýsingar frá ítalíu og Grikklandi og flóðunum miklu í Hollandi. Höfundur bókarinnar hefur vtða farið, er athugull og kann vel að lýsa því, sem fyrir augu ber. Hér er ekki rúm til að birta tilvitnanir, þó skulu héi' tekin nokkur orð úr lýsingunni á leið- inni til Betlehem. „Á leiðinni til Betlehem verð- ui' jólaguðspjallið lifandi. Leiðin liggur í suður frá Jerúsalem. Um 18 km. löng leið er þaðan til Betlehem. — Leiðin liggur ut- an í hæðardrögum og eftir dal- verpum. Gróðurlendi er víðast hvar lítið, jörðin grýtt, en fall- egir akurblettir á stöku stað. — í austri rís Júdeueyðimörkin gróðurlaus og lág fjöll og hálsar. Sums staðar sézt Dauðahafið handan fjalla og hæða.“ Þetta er aðeins ein mynd af mörgum. Fróðleg bók, sem víkk- ar sjóndeildai-hring þeirra, er aldrei fá litið aðrar heimsálfur. Bókin er prentuð á úrvals- pappír og öll útgáfan mjög vönd- uo. Er auðséð, að ekkert hefur verið til sparað að hafa hana sem vandaðasta. Eiríkur Sigurðsson. Leikur örlaganna eftir Elinborgu Lárusdótt- ur. Stuttar sögur. Bókaút- gáfan Norðri. Prentsmiðj- an Edda h.f. 1958. Á síðastliðnu tveim áratugum hefur frú Elinborg Lárusdóttir skrifað um það bil eina bók á ári til jafnaðar. Er sumt af því mikl- ar skáldsögur, eins og t. d. Föru- menn, sem komu út í þrem bind- um á árunum 1939—40, en einnig eru þar á meðal ævisögur og bækur um dulræn efni, sem kostað hefur mikla vinnu að setja saman. Má það kallast undravert, að kona, sem stjórnað hefur stóru heimili með mikilli gestanauð, skuli um leið hafa getað fundið tíma til að skrifa svo margai' bækur á skömmum tíma í hjáverkum. En frú Elin- borgu er ekki fisjað saman. Þar sem áhuginn er og yndi af rit- störfum er furðulegt, hversu miklu má koma í verk, enda leikur penninn í höndum hennar. Þetta er tuttugasta og önnur bókin, sem frú Elinborg sendir frá sér, og hefur hún að mínum dómi aldrei skrifað betur. Eg hafði verulega ánægju af að lesa þessar smásögur hennar, og veit eg að svo muni fleirum fara, sem hafa þær með höndum. Sögurnar eru hver annarri betri. Þær fjalla um margvísleg mannleg vandamál og hafa boðskap að flytja án þess að í þeim sé nokk- ur prédikunartónn, og víða bregður fyrir í þeim góðlátlegri kímni, sem gerir þær skemmti- legar. Skáldkonan lítur samúð- araugum á lífið, enda þótt henni dyljist ekki misfellurnar, sem óhamingju valda. Persónur eru yfirleitt skýrt mótaðar og eftir- minnilegar. Fyrsta sagan: Ástin er hégómi, komið árið 1956 út í smásagnasafni því, er New York Herald Tribune gaf út og nefndi: World Prize Stories. Vakti hún mikla athygli og hefur verið þýdd á mörg tungumál, enda er sagan ágætlega gerð, og slíkt hið sama má segja um fleiri sögur í þessu safni. Ekki skil eg, að nokkur muni gleyma síðustu sögunni: Leikur örlaganna, sem bókin dregur nafn af. Frú Elinborg hefur lagt mik- inn og góðan skerf til íslenzkra bókmennta og á sennilega enn eftir að auðga þær með miklum skáldverkum. Benjainín Kristjánsson. Þriðja ljóðabók Guðimind- ar Inga Kristjánssonar frá Kirkjubóli. — Bókaútgáfan Norðri gaf út. Guðmundur Ingi Kristjánsson, skáld og bóndi á Kirkjubóli er löngu þjóðkunnur maður sem Ijóðskáld. Fyrsta bók hans, Sól- stafir, sem út kom 1938, snertu hug og hjarta lesendanna sakir fegurðar og einfaldleika. Næst kom svo ljóðabókin Sólbráð, og liðu 7 ár á milli. Með þessum bókum hefur hinn vestfirzki bóndi greitt kyrrlátri fæðingar- sveit sinni ríkuleg fósturlaun. Og stéttarbræðrum sínum og þjóð- inni allri fært ástaróð um íslenzkar sveitir, mátt moldar- innar, blóm og björk, húsdýrin og fuglana. í þessum Ijóðabókum er yrkis- efnið nærtækt og sumum finnst það of nærtækt. En því skyldi skáldbóndinn ekki yrkja um feg- urð lífsins, eins og hún birtist honum í daglegri önn? Því að fullvíst er, að hann nýtur hennar af hjarta og dáir hana af heilum hug. Það er mikið lán fyrir ís- lenzkar sveitir og íslenzka menningu, að jafn djúpvitur maðui' og drenglundaður skyldi snúa skáldfáki sínum að blóma- brekkum í stað þess að elta þann sorta öfughneigða og andlyndis, sem virðist hafa meira aðdrátt- arafl á suma skáldhneigða menn en fag'urt mannlíf. Og nú er þriðja ljóðabókin hans Guðmundar Inga Krist- jánssonar komin út og heitir hún Sóldögg. Skáldið hefur náð fimmtugsaldrinum og skyggnist víðar um, bæði í nútíð og fortíð. Ljóðafegurðin er enn meiri og bragsnilldin bregst ekki. Sums staðar er dulrænn blær og les- andanum bent miklu lengra en orðin ná. Ljóðabókin Sóldögg skipar Guðmundi Inga meðal góðskáld- anna, án alls efa. „Sóldögg“ munu ljóðavinir lesa. En hún á brýnt erindi til alirar þjóðarinnar vegna þess að hún er, auk þess að vera mjög góður skáldskapur, sprottin af trúnni á landið. Sú lífstrú hefur verið kjölfesta genginna kyn- slóða í þessu landi á þúsund ára vegferð. — E. D. Bækur „Æskunnar“ Barnablaðið Æskan sendir frá sér þrjár barnabækur að þessu sinni. Tvær þeirra eru frum- samdar en ein þýdd. Glaðheimakvöld eftir Ragn- heiði Jónsdóttur er framhald af sögum hennar um Hörð og Helgu, sem kunn eru af fyrri bókum hennar. Þeir atburðir gerast í þessari bók, að þau verða að kveðja Glaðheim méð sárum söknuði. Þetta er falleg barnasaga. Snjallir snáðar eftir Jennu og Hreiðar Stefánsson er skemmti- leg saga fyrir yngri börnin. Átta ára telpa las hana í einni lotu. Það segir sína sögu. Óhætt mun að fullyrða, að ævintýri þau, sem þeir Jón Elías og Halldór vinur hans komast í, munu skemmta mörgum börnum um þessi jól. Kibba kiðlingur er þriðja út- gáfa af þessari vinsælu barnabók. Hún er einnig fyrir yngri les- endur og með sérstaklega falleg- um myndum. Frágangur á þessum bókum Æskunnar er góður eins og jafn- an áður. — E. S. Örnefni í Saurbæjar- hreppi Ilufundar og útgefendur: Angantýr H. Hjálmarsson og Pálnii Kristjánsson kennarar. Bókin Örnefni í Saurbæjar- hreppi kom út í fyrra og hefur verið fremur hljótt um hana. f búðargluggum sést hún ekki og hennar hefur lítt verið getið. Hún var gefin út í litlu upplagi og mun, þegar tímar líða, verða í fárra höndum og þá þykja hin girnilegasta til fróðleiks. Eins og nafnið bendir til, eru í bók þess- ari upptalning og lýsing á ör- nefnum í Saurbæjarhreppi. Lýs- ingin er svo nákvæm, að ókunn- ugir geta áttað sig á þeim, ef þeir koma á staðinn. Inn í lesmálið er fléttað yngri og eldri sögnum, sem snerta örnefnin o. fl. í sveit- inni. Án þess að dæma af kunn- ugleika, er tæmandi örnefna- söfnun óvinnandi verk. Þess vegna munu ekki öll kurl til grafar komin. Þrátt fyrir það geymir bókin mjög mikinn fróð- leik um þennan hluta héraðsins, og verður mikils virði er tímar líða. Myndir eru af bæjunum og umhverfi þeirra. Þótt þær séu misgóðar, auka þær mjög gildi bókarinnar. Sennilega fást „Ör- nefni í Saurbæjarhreppi“ aðeins í Bókaverzlun Jóhanns Valde- marssonar á Akureyri. Tvær af jólábókum Setbergs Bók um svaðilfarir á sjó og landi. — Síðasta bók Dod Os- bornes, hins fræga ævintýra- manns, er komin út á íslenzku og nefnist „t dauðans greipum". — Allar fyrri bækur Osbornes hafa komið út á íslenzku og not- ið vinsælda: „Skipstjórinn á Girl Pat“, „Svaðilför Sigurfara“ og „Hættan heillar". Osborne var mikill ævintýramaður og lézt á voveiflegan hátt í febrúarmán- uði þessa árs. í þessari nýju bók, „í dauðans greipum“, segir hann frá ferðum sínum á skútunum Argosy og Mirage, en þær sökkva báðar og Osborne er tekinn höndum, sleppur þó nær dauða en lifi eftir miklar þreng- ingar og fangelsisvist. Osborne ritar frásagnir sínar af mikilli frásagnargleði og karlmannleg- um þrótti. Hersteinn Pálsson rit- stjóri hefur þýtt bókina. Heiða og Pétur. — Mörg ís- lenzk börn hafa séð kvikmynd- irnar um Heiðu og Pétur. Nú er bókin komin út í þýðingu frú Laufeyjar Vilhjálmsdóttur. Þetta er sagan af Heiðu litlu, sem fer til afa gamla á heiðinni og kynn- ist þar Geita-Pétri. Síðar er Heiða send til borgarinnar, til Klöru, bæklaðrar stúlku, og ger- ist margt ævintýrið með börnun- um. Barnasögur Jóhönnu Spyri hafa hlotið öndvegissess og vin- sældir barna með flestum þjóð- um. „Heiða og Pétur“ er falleg bók að efni og myndum.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.