Dagur - 07.01.1959, Blaðsíða 4

Dagur - 07.01.1959, Blaðsíða 4
4 D A G U R Miðvikudaginn 7. janúar 1959 Dagur RITSTjÓKt: E R I I N (; U R D A V í I) S S « N A i: 1-0 R K t U. I! J O II N SSO N stiií.Mofd i llifnantrxli iM) ~ Simi llfitr Árgangurinn kíKstar kr. 75.00 Blaöið ki'initl út .) raiðvikudógum ot; laugafritimtro. }xj;ar cfnt ntantUt lil Gjaldriagi cr I. julí l’RENTVF.KK OI>DS liJÖKVSSOWK H.F. Þáttaskil í stjórnmálum landsins ÞÁTTASKIL hafa enn orðið í stjórnmálum landsins, ný stjórn tekin við völdum og framund- an hatröm átök í tvennum alþingiskosningum í sumar vegna þeirra breytinga á kjördæmaskipun landsins, sem hin nýja stjórn Emils Jónssonar forsætisráðherra hefur boðað. Orsakiinar til stjórnarslita og fráfarar vinstri stjórnarinnar má fyrst og fremst rekja til tveggja andstöðuflokka ríkisstjórnarinnar sjálfrar, þar sem voru íhalds- sinnaðir Alþýðuflokksmenn og Moskvukommún- istar. Þessir flokkar báðir sveigðust æ meira til andstöðu við ríkisstjórnina og til samstarfs við Sjálfstæðisflokkinn um að koma henni frá vöhl- um. Alþýðusambandsþingið rak svo smiðshöggið á verkið, sem kunnugt er, þegar það neitaði þá- verandi forsætisráðherra um frest til að stöðva verðbólguna. Sömu andstæðingar fyrrverandi stjórnar og áður voru nefndir unnu markvisst að því í sumar, að knýja fram grunnkaupshækkanir og tókst það, sem nam 6—9%, og settu verðbólg- una af stað af nýju. Eftir fall vinstri stjórnarinnar reyndi Olafur Thors að mynda stjórn með kommúnistum, en mistókst. í þeim tilraunum var Sjálfslæðisflokk- urinn neyddur til að gefa út stefnu sína í efna- hagsmálum og kom hún mönnum undarlega fyrir sjónir. Meðal annars taldi hann nauðsynlegt að LÆKKA kaupið og þurftu sumir að lcsa tvisvar, því að síðan sá flokkur varð stjórnarandstæðingur gckkzt hann bæði leynt og ljóst fyrir kauphækk- unum, Iét mcira að segja flokksmenn sína í hópi atvinnurekenda bjóða kauphækkanir til að ögra launastéttunum. Þegar kom til kasta Emils Jónssonar um stjórnarmyndun, reyndist Alþýðuflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn hafa eitt mál sameiginlegt, og byggðu þeir samstarf sitt á því. Það var kjör- dæmamálið. Þeir sömdu svo um, að Alþýðuflokk- urinn skyldi mynda minnihlutastjórn með fullum stuðningi og í nánu samstarfi við Sjálfstæðis- flokkinn fram að kosningum í vor. En þá mun Sjálfstæðisflokkurinn segja: Nú get eg tekið við. Það vakti nokkra furðu og ennfremur sársauka, að Alþýðuflokkurinn skyldi á þann hátt upphefja hið nána samstarf við Framsóknarflokkinn, sem myndað var fyrir síðustu kosningar, sérstaklega þar sem Framsóknarmenn höfðu fylkt sér fastast um frambjóðendur samstarfsflokksins eins og til dæmis hér á Akureyri. Alþýðuflokkurinn var svo illa kominn fyrir síðustu kosningar, að það var öldungis óvíst, að hann hefði komið nokkrum manni á þing án hjálpar. Þessi flokkur þykist nú þess umkominn að stjórna landinu og lætur sig ekki muna um það að boða breytta kjördæma- skipun til að tryggja íhaldinu völd á kostnað Framsóknarflokksins. Stefna íhalds og krata er ssú, að skerða rétt hinna dreifðu byggða frá því sem nú er og þarf nokkur brjóstheilindi til þessa tiltækis. Má mikið vera ef landsfólkinu líka þær fyrirætlanir hinnar nýju ríkisstjórnar og Sjálf- stæðisflokksins, að setja upp slíka refskák ein- hverra reiknimejstara pólitískra foringja í Reykjavík, sem sumir hverjir eru berir að því, að vita ekki einu sinni um harðindi í heilum lands- hlutum, samanber ummæli forsætisráðherra. Margir ókostir fylgja því að skipta landinu í stór en fá kjör- dæmi, svo sem nú er ætlað, og viðhafa hlutfallskosningar. Sá málflutningur, að með hlutfalls- kosningum í stórum kjördæmum náist hið æskilega jafnvægi og festa í þjóðmálabaráttunni, er alger blekking. Með fyrirhugaðri breytingu er upplausn og órétt- lætinu boðið heim, enda er þetta úrelt kerfi, sem hafa hvarvetna gefizt illa. Eða skyldi það vera heppilegasta leiðin, að taka upp það kosningafyrirkomulag, sem öllu öðru fremur kollvarpaði lýðveldi Þýzkalands og færði Frakkland á glötunarbarm? Sigurðardótfir NOKKUR MINNINGARORB Hún varð bráðkvödd að heim- ili sínu, Laxagötu 4, Akureyri, 20. sept. sl., 61 og hálfs árs, fædd að Meerki í Fáskrúðsfirði 3. jan- úar 1897. oreldrar hennar voru Guðlaug Bárðardóttir frá Áreyj- um í Reyðarfirði og Sigurður Þórðarson. Olst hún upp hjá foreldrum sínum til 10 ára aldurs, en þá lézt faðir hennar. Eftir það dvelur hún hjá móður sinni og víðar þar eystra, þar til hún er 18 ára, en þá flytur hún til Reykjavíkur. En móðir hennar fer að Helga- stöðum í Reyðarfirði til frænd- fólks síns, og lézt þar nokkrum árum síðar. Pálína eins og hún var oftast nefnd, átti ekki völ á skólagöngu eða andlegri fræðslu á uppvaxtarárum sínum, annarri en þeirri, er barnalærdómur náði til. Dvaldist hún í Reykjavík á vetrum við venjuleg hússtörf, en var í sveit við heyskap og önnur störf á sumrum, aðallega á Suð- urlandi. Hún kvæntist Jóni'Bjarnasyni og bjuggu þau í F.eykjavík nokk- ur ár, en slitu þá samvistum. þeim varð ekki barna auðið. — Eftir það dvelzt hún í Reykjavík við ráðskonustörf og fleira. En árið 1938 verða þáttaskil í lífi Pálínu, því að þá flytur hún til Akureyrar og stofnar heimili með Baldri Helgasyni trésmíða- meistara, hinum ágætasta manni, og dvelzt hún hjá honum eftir það, eða í 20 ár. Hún var mjög heilsutæp síð- ustu árin, því að hún gekk með sykursýki er leið á aldurinn og dvaldist á sjúkrahúsum og gekk þrisvar undir uppskurð, tvisvar eftir að hún kom til Baldurs. Ræður það að líkum, að það veikti mjög starfskrafta hennar, þó bar hún það rheð stillingu og æðraðist ekki. Hún hafði kynnt sér hin andlegu máþeftir því sem mennirnir geta nálgast þau, var það hennar hugarstyrkur, og kveið þar af leiðandi ekki þeim skilnaði, sem hún vissi að koma myndi fyrr eða síðar. Eilífðar- málin voru orðin henni hugþekk. Pálína var í meðallagi há, en nokkuð þrekin, vel vaxin og glæsileg, með góða framkomu. persónuleiki hennar vakti at- hygli þeirra, sem sáu hana, hún var sérstök smekkkona á allt sem var fagurt og gott, en laus við hégóma og tildur, enda bar heimili hennar þess ljósan vott, þar var ætíð smekklegt, bjart og hlýtt, en laust við allt fánýtt, sem veitir lífinu ekkert gildi. Hún annaðst hemili sitt með stakri umhyggju og hirðusemi, enda var þar gott að koma, hlýtt og vinalegt viðmót. Pálína var ekki áberandi eða afskiptasöm um hagi annarra, en vann sér þó hlýju og vinsældir ýmsra er hún kynntist. Sérstaklega hafði hún yndi af að gleðja fátæka og fólk, sem hún yissi að átti bágt á ein- hvern hátt, en vildi sem minnst láta á því bera. Pálína var trygglynd, glaðlynd og skemmtileg í viðmóti, og var heimili hennar og Baldurs hið ánægjulegasta og alþekkt að reisn og myndarskap. Heimili sínu unni hún og lét enga stund ónotaða til að bæta það og prýða. En nú er hún horfin sjónum okk- ar yfir móðuna miklu, til betri og bjartari heima. Blessuð sé minning hennar. Vinur. Happdrætti Framsókn- arflokksins Vinriingar féllu á cftirtalin núm- er í liappdrætti Framsóknarflokks- ins: íbúð nr. 7322 Kæliskápur — 2182 Þvottavél — 18478 Hrærivél — 38285 Strauvél — 1947 Eldavél — 14361 Olíubrennari — 6449 Herraföt — 18106 Dömukápa — 32974 Ferð fyrir tvo — 13952 Nánari upplýsingar eru gefnar afgreiðslu Dags. Sími 1166. Skíðamót á Akureyri í vetur Skíðaráð Akuretyrar hefur samið lauslega skrá yfir skíða- mót í vetur og fer hún hér á eftir: 11. jan.: Stórhríðarmót (svig). 25. jan.: Hermannsmót (svig). 1. febr.: Firmakeppni (svig). 8. febr.: Skíðamót Akureyrar (stórsvig og sveitakeppni). 15. febr.: Skíðamót Akureyrar (svig). 22. febr.: Skíðamót Akureyrar (brun). 1. marz: Skíðamót Akureyrar (stökk). 8. marz: Stórhríðarmót (stökk). 15. marz: Einarsmót (ganga, svig, stökk). Þetta er lausleg áætlun og fer eftir veðri og öðrum aðstæðum, hvoi't hún stenzt. Það er til dæmis mjög vafasamt að haldið verði stökkmót hér í vetur, þar sem Miðhúsaklappabrautin er ónothæf. Einn skíðamaður frá Akureyri, Matthías Gestsson, er farinn til Noregs, þar sem hann mun dvelja rúma tvo mánuði við æfingar og kemur hann heim fyrir íslandsmótið, sem fer fram í marz. ÞANKAR OG ÞÝÐINGAR Indíánar og hvitir menn. Strákur í Ameríku spurði föður sinn: „Pabbi, voru Indíánarnii' nokkuð meiri og betri menn en við?“ Faðirinn hnyklaði brýrnar og hugsaði: „Ja,“ sagði hann, „Indíánarnir stjórnuðu. Það voru engir skattar hjá þeim, þeir skulduðu aldrei neinum, og kvenþjóðin vann öll erfiðu störfin. Er hægt að komast lengra í nokkru þjóðfélagi?“ ---o---- Þeir hittu ekki. Árið 1932, á kreppuárunum, var Hoover Banda- ríkjaforseta boðið til Charleston í Virginíuríki. Hann var fenginn til þess að vígja opinbera bygg- ingu. Hoover kom til borgarinnar kl. 8 um morgun, nefnd tók á móti honum á járnbrautarstöðinni, bauð honum til árdegisverðar á hóteli, og svo var farið með hann til vígslunnar rétt fyrir 11. Þarna voru samankomnar um 20 þús. manna. Reistur hafði verið ræðupallur, og þangað var farið með forsetann, og honum var þegar heilsað með 21 fallbyssuskoti, og voru fallbyssurnar skammt frá. Dauðaþögn sló á mannfjöldann á meðan fallbyss- urnar þrumuðu, og er síðasta skotinu hafði verið hleypt af, var hljótt nokkur augnablik. Nokkuð langt frá pallinum stóð gamall maður í mannþyrp- ingunni. Hann bjó til kíki úr greipunum, starði á pallinn og sá, að Hoover stóð þar enn. „Hver fjár- inn!“ sagði hann stundarhátt. „Þeir hittu hann ekki.“ ---o---- Opnað af misgáningi. Konan: „Lofaðu mér að sjá bréfið, sem þú varst að opna. Eg sé, að þetta er kvenhönd og þú náföln- aðir, þegar þú fórst að lesa.“ „Já, gjörðu svo vel. Það er frá saumakonunni þinni.“ ---o---- Blaðamennska. í litlum bæ í Bandaríkjunum hafði eina frétta- blaðið ekki getað birt neina rosafrétt í langan tíma, því að lítið skeði í bænum, en þá kom oísastonnur, og háspennulínan datt niður á áðalgötu bæjarins. Enginn þorði að koma nálægt. Þegar ritstjórinn frétti þetta, sendi hann í skyndi tvo blaðamenn þangað, annan til þess að snerta strenginn og hinn til þess að skrifa greinina. ---o---- Og þó. „Konur eru nú alls ekki handsterkar.“ „Nei, ef til vill ekki. En þær geta þó skrúfað lok á krukku svo fast, að það tekur karlmann 20 mín. að ná því af.“ Ilugulscmi. Skólastjóri nokkur var að halda skammarræðu yfir nemendum sínum og skýra fyrir þeim ýmsar reglur, sem þeir hefðu brotið. Að lokum sagði hann: „Ef einhver skilur þetta ekki, þá er hann hálfviti, og ef einhverjir hér inni eru það, þá bið eg þá að gjöra svo vel að rísa úr sætum.“ Nú varð löng þögn, og þá stóð upp einn 1. bekk- ingur aftarlega í salnum. „Hvað sé eg! Viðurkennið þér, drengur minn, að þér séuð hálfviti?" „Nei, ekki beinlínis það,“ svaraði strákurinn, „en mér þykir bara leiðinlegt að sjá yður standa aleinan.“ ---o---- Vatnsafl. Á stéttarþingi nokkru hélt einn forustumaðurinn geysilanga ræðu. Er hann seildist í vatnsglas í seinni hluta ræðunnar og fékk sér að drekka, hvíslaði einn fulltrúanna að sessunaut sínum.: „Þetta er nú fyrsta vindmyllan, sem eg hef séð ganga fyrir vatnsafli.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.