Dagur - 07.01.1959, Blaðsíða 8
8
Miðvikudaginn 7. janúar 1959
Bagijr
ÁRAMÓTAHUGLEIÐINGAR
Enn er nýtt ár runnið upp með
mörg fyrirheit framtíðarinnar í
skauti sér. Allir fagna því í
trausti þess, að það veiti okkur
enn brauð og klæði af því örlæti,
að það verði líka hægt að
rækta landið og byggja það, og
búa það í hendur afkomendanna
með sjáanlegum ávöxtum iðju
okkar. Margar stoðir renna undir
þá óskhyggju að þær vonir
rætist, að því leyti sem okkur er
sjálfrátt.
Með lífskjörin að mælistiku.
Samkvæmt alþjóðagögnum og
samhljóða frásögnum þeirra
fjölmörgu manna, sem gist hafa
aðrir þjóðir, búa íslendingar við
betri lífskjör en flestar aðrar
þjóðir heims. Þessu mun vera
örðugt að mótmæla og þetta er
verðugt svar til þeirra manna,
sem eta það hver eftir öðrum, að
ísland sé á taktnörkum hins
byggilega heims. En hin góðu
lífskjör hér á landi eru líka
ánægjuleg sönnun þess, að landið
byggir dugmikill kynstofn. Hann
hefur í krafti frelsis og fengins
sjálfsforræðis gert byltingu á
flestum sviðum þjóðlífsins og at-
vinnuhátta alveg sérstaklega og
komist fram úr öllum nágrönn-
um sínum í kapphlaupinu um
sýnileg veraldargæði.
Með fullum rétti getum við
glaðst af þessu án þess að miklast
um of og vegið að nokkru upp á
móti vanmáttarkennd vegna fá-
mennis og smæðar meðal stór-
þjóða.
Landbúnaður.
Skylt er að minnast þess með
þakklátum huga, að nýliðið ár
var gjöfult til lands og sjávar og
okkur hagstætt um flesta hluti
þegar til heildarinnar er litið. —
Þrátt fyrir óhagstæða veðráttu í
nokkrum hluta landsins, var
fleira fé á fjalli en áður hefur
verið og 750 þús. fjár er nú talið
vera á fóðrum í landinu. Dilkar
höfðu um 14,2 kg. meðalkropp-
þunga, og er það nokkru minna
en árið áður, en þar á móti voru
fleiri tvílembingar nú en nokkru
sinni áður. Haustslátrun var 680
þús. fjár og kjötmagnið um 10
þús. smálestir, og er það 1700
smálestum meira en í fyrra.
Mjólkurframleiðslan jókst enn.
Munu hafa komið um 75 milljón
lítrar til samlaganna, en ná-
kvæmar tölur liggja ekki fyrir.
Með þessari áætlun hefur mjólk-
uraukningin numið 7—8%. —
Nautgripum hefur ekki fjölgað,
og eru þeir taldir vera 38—39
þúsund.
Mjög lítill hluti landbúnaðar-
framleiðslunnar er fluttur á er-
lendan markað og verð óhagstætt
eins og nú er háttað. Fluttar eru
út gærur, ull, kindakjöt og ostar.
Ymsir hafa miklar áhyggjur af
offramleiðslu þessara vara.
Skemmst er að minnast, að bæði
var flutt inn smjör og kjöt frá
Danmörku og fengu bændur þá
orð í eyra fyrir það að fulinægja
ekki neyzluþörfinni innanlands.
Þá er og á það að líta, að ár-
gæzka hefur vei'ið í landinu, því
að við lifum á hlýindatímabili og
þarf v’issulega lítið út af að
bregða hvað veðráttuna snertir
svo að öi'ðugt í-eynist aðmjólkur-
og kjötfæða landsfólkið. Og enn
er það staði'eynd, að fólksfjölg-
unin er eingöngu í bæjum. —
Bændur vei'ða því að svara vax-
andi neyzluþörf vegna ' mann-
fjölgunar, sem nemur á fjórða
þúsund manns árlega og fer
væntanlega ört vaxandi, miðað
við núvei'andi þróun. Þegar á
þetta allt er litið, er full nauðsyn
á, að halda áfram að í'ækta og
nytja landið, því að meiri ástæða
er til að óttast vöntun búvara en
offramleiðslu þeirra. Auk alls
þessa er sveitafólkið og dreifbýl-
ið yfii'leitt sú menningai'leg kjöl-
festa, sem engri þjóð hefur tekizt
að vei'a án.
Fimm hundruð dráttarvélar
hafa bætzt í búvélaeign bænd-
anna á árinu. skui'ðgröfur og
jarðýtur halda áfram að auka
ræktarlöndin og búa í haginn
fyi'ir komandi tíma. 900 lán voru
veitt úr Ræktunai'sjóði, að upp-
hæð yfir 40 milljnir, samþykkt
voru 78 nýbýli og lög sett til að
auðvelda rækttun og stofna
heimili í sveitum.
Rafmagn er nú komið á um
2000 sveitabæi frá Rafveitum
ríkisins og 1000 einkarafstöðvar
eru í sveitum. Sími er á flestum
sveitaheimilum. Ný og mei'k
samtök búvöruframleiðenda
tryggja vörugæði framleiðslunn-
ar og auka fjölbreytni hennai'.
Sjávarútvegurinn.
Fiskaflinn varð mun meiri en
fyrra ár. Samtals öfluðust 518
þús. smálestir í stað 436 þús.
smál. í fyrra. Um helmingurinn
var þorskur. (Tölur um aflamagn
miðaðar við slægðan fisk með
haus.) Ný kai'famið fundust við
Nýfundnaland og aflað þar um
80 þús. smálestii'. Hlutur karfans
var nær 18% heildai-aflans,
síldin 21,7%. Aukning karfa- og
þorskaflans fór til frystingar að
mestu leyti og hefur aldrei áður
verið fryst svo mikið á einu ári.
Flotanum bættust 2. togarar, 10
innlendir fiskibátar og margir
erlendir. Fiskiflotinn jókst á ár-
inu um 2300 rúmlestir. Heildar-
x'úmlestafjöldi fiskiflotans er
57798 rúmlestir. Tala fiskiskipa
er 707, og þar af 44 togarar. Tólf
ný 250 smálesta Austur-þýzk
togskip eru að koma til landsins.
Kjör sjómanna bötnuðu allmikið
á árinu. Togaraútgei'ðin mun
hafa hagnast, afkoma mjög
margra frystihúsa er góð, báta-
flotinn aflaði vel á vetrarvertíð-
inni og hagnaðist nokkuð, en
margir báru skarðan hlut frá
boi'ði á síldarvertíðinni fyrir
Norðurlandi í sumar. Allar sjáv-
arafurðir hafa selzt og verðið
verið fremur hagstætt. Mikið af
aflanum var selt fyrirfram og
hægt að selja miklu meira rnagn
flestra eða allra sjávarafui'ða.
Landhelgisdeilan.
Þýðingarmesta framtíðax-mál
sjávarútvegsins og þjóðarinnar
allrar er friðun landgi'unnsins.
Fyrsti september sl. markar
tímamót í baráttusögu íslendinga
fyrir tilveru sinni og framtíðar-
gengi. Þá tók í-eglugerðin um 12
sjómílna fiskveiðatakmöi'kin
gildi og þann sama dag hófu
Bretar vopnaðar ofbeldisaðgerðir
innan landhelginnar og hafa
haldið þeim áfi'am til þessa dags.
Þessari deilu er ekki lokið ,en á
þessum tíma hafa augu um-
heimsins hoi'ft á eitt mesta stór-
veldi heims beita minnstu og
varnarlausustu þjóðina þeim
fantabrögðum, sem ræningjum
einum er samboðið. Bretar hafa
ekki einasta vei'ndað veiðiþjófn-
að togara sinna innan 12 mílna
landhelginnar, heldur einnig
fyi’ii'skipað veiðiþjófnaðiim sjálf-
an hverjum einasta togara sín-
urn í hverri veiðiferð á íslands-
m.ið. Æ fleii'i fulltrúar þjóða hafa
snúizt á sveif með * okkur gegn
Bretum í þessu máli á alþjóða-
vettvangi. Engin alþjóðalög
banna þjóðríkjum sams konar
útfærslu fiskveiðilögsögunnar og
hér var gei'ð. Fjöldi einhliða yf-
ii'lýsinga þjóða um útfæx-slu fisk-
veiðitakmarka sinna hafa verið
gerðar án mótmæla eða hefndar-
í'áðstafana nági'annai'íkja. Þannig
lokuðu til dæmis Rússar mikil-
vægum veiðisvæðum fyrir Bi’et-
um á sínum tíma með útfæi'slu
sinnar landhelgi. Þá fóru Bretar
bónarveginn, sömdu við Rússa
um veiðar á vissum svæðum og
viðui'kenndu þar með í'étt Rússa
til sams konar útfæi'slu fisk-
veiðitakmai'ka og íslendingai'
gerðu í haust. Þegar Bretar settu
byssuhlaupið fyrir brjóst íslend-
inga, að hætti vei'stu stigamanna,
þokaði þjóðin sér einhuga saman
að baki stjói'nar sinnar. Rétt er
að taka það fram og þakka öllum
öðrum þjóðum, er hlut eiga að
máli og hagsmuni eiga á íslands-
miðurn, að þæi' hafa allar viður-
kennt hina nýju lögsögu í verki.
Einnig getum við glaðst yfir því,
að í i-aun og veru eru hin nýju
verndarsvæði fi'iðuð að níu tí-
undu hlutum, og má því segja, að
hin nýja fiskveiðilögsaga komi
þegar að miklum notum, þrátt
fyrir deiluna við Breta.
Þegar litið er yfir þetta mál
allt, og hvernig landsmenn sam-
einuðust á stund hættunnar,
stigu á stokk og strengdu heit
um að berjast til þrautar með
réttlætið eitt að vopni, getur
maðui'. með nokkrum rétti vonað,
að á öðrum sviðum þjóðlífsins
náist hliðstæð samstaða um mál,
sem krefjast raunhæfra úi'bóta,
svo sem í efnahagsmálum.
Iðnaðurinn.
Með setningu laga um Út-
flutningssjóð o .fl. á síðastliðnu
vori vænkaðist mjög aðstaða iðn-
aðarins. Tilkoma gjaldeyrislána
og auknir möguleikar vegna
bætti'ar aðstöðu nýrra iðngreiria
örfuðu nxjög framleiðsluna. Hrá-
efnaskortur vegna ónógs gjald-
eyris, er þó enn sem fyrr nokkur
fjötur um fót í iðnaði almennt.
Samkvæmt skiptingu þjóðarinn-
ar eftir atvinnuvegum í ái'slok
1950, stunduðu 21% iðnað (þar af
fiskiðnað 5,7%), landbúnað
19,9% og fiskveiðar 10,8%. At-
vinnuþróun síðustu árin mun
hafa gert hlut iðnaðarins enn
stæn-i en þessar tölur sýna. í
landi fáskrúðugrar framleiðslu er
iðnaðurinn ekki aðeins æskilegur
heldur blátt áfi'am lífsnauðsyn-
legur. Ýmis iðnaðax-fyi'ii'tæki
tóku til stai'fa á ái'inu og önnur
voru stóilega endurbætt. Stæi-sta
iðnaðai'fyrirtækið, sem til starfa
tók, var Sementsverksmiðjan,
sern upphaflega var ráðgert að
framleiddi 75 þús. tonn á ári, en
skilar langtum meiri afköstum.
Sementsnotkun íslendinga hefur
farið í 90 þús. tonn mest. Bygg-
ing Sementsvei'ksmiðjunnar er
þýðingarmikill áfangi í iðnvæð-
ingu landsins og aukinni vel-
megun fólksins. Á ái’inu var
hornsteinn lagður að Efra-Sogs-
virkjuninni, sem á að skila 27
þús. kw. viðbót við rafmagns-
framleðsluna og mun hafa mjög
mikil áhrif á iðnaðinn sunnan-
lands á komandi árum. Jai'ðhit-
inn og fallvötnin gefa fyrirheit
um stói'iðju hér á landi.
Merkir áfangar.
Virkjun Efi-a-Sogs, Sements-
vei'ksmiðjan, stói'virkjanir á
Austur- og Vestuilandi, ásamt
alhliða framkvæmd 10 ára áætl-
unarinnar í í-afvæðingu dreifbýl-
ins, fi'amkvæmda og atvinnu-
aukningar svo að segja um land
allt, sem stöðvað hefur að mestu
fólksflóttann til Reykjavíkui', eru
merkir atburðir hver um sig. Það
eitt, að stöðva fólksflóttann úr
sveitum og sjávarþorpum, eru
góð eftirma3)i vinstri stjórnar-
innar. Slíkt gat ekki oi'ðið nema
fyrir raunhæfar úrbætur. Hafn-
arbætur, iðjuver, rafvæðingin,
efling bátaflotans, ný lög um að-
stoð við ræktutn og stofnun
heimila í sveit, aukin lánastarf-
semi Ræktunarsjóðs og Fiskveiði
sjóðs, vinnur allt að sama marki,
og eykur jafnvægi í byggð
landsins.
Afkoma almennings hefur
aldrei verið betri eða jafnari en
á síðasta áx'i, framleiðsla til lands
og sjávar aldi'ei eins mikil og
verkföll stöðvuðu ekki atvinnu-
vegina að þessu sinni.
Stjórnarskiptin.
Efnahagslöggjöfin frá síðast-
liðnu voi'i var m. a. nauðsyn
vegna aflabi’ests og kauphækk-
ana árið 1957, og til að leiðrétta
mismun milli innfluttra vara
annai's vegar og innlendrar
fiamleiðslu og til þess einnig að
gefa nýjum fi'amleiðslugi'einum
líf. Með þessum lögum var ríkis-
sjóði og Útflutningssjóði séð fyr-
ir nauðsynlegum tekjum. Með
þessu var stigið stórt skref til
réttlætis og einnig til jafnvægis
i efnahagsmálum. Því var þá lýst
yfir af stjórnai'flokkunum öllum,
að nýjar kauphækkanir fram yfir
það, sem lögin sjálf fólu í sér,
myndu setja allt efnahagskerfi úr
skoi'ðum á ný. íhaldið, íhalds-
sinnaðir kratar og hai'ðsoðnir
kommúnistar, með Þjóðviljann
fyrir sína biblíu, hófu svo vei’k-
fallsbaráttu í sumar og knúðu
fram 6—9% kauphækkanir fi'am
yfir lögboðna 5% kauphækkun.
Þar með var sá grundvöllur
brostinn, sem lagðui' var á síð-
astliðnu vori í samráði við stétta
samtökin. Og þetta var gert vit-
andi vits um afleiðingarnar og í
því skyni einu að fella núverandi
ríkisstjórn.
Tillögur Fi-amsóknarmanna í
efnahagsmálum voru svo lagðar
fiam 17. nóv. sl. og síðar birtar.
Þær voru byggðar á hagfræði-
legum niðui'stöðum sérfróðra
manna og við það miðaðar, að
kjör verkamanna væru þau
Framhald á 5. síðu.
Fyrsta afborgun
I'egar núvei'andi ríkisstjórn var
nxynduð, veitti Sjálfstæðisflokkur-
inn Alþýðuflokknum dálítið ldn —
sem sagt 19 þingmenn. En lán eiga
að greiðast, og þetta lán ábyggilega
með reglulegum afborgunum og
góðum vöxtum. Fyrsta afborgunin
var nnt af hendi í fyrradag, þegar
Alþýðuflokkurinn kaus J.ón Pálma-
son forseta sameinaðs þings, en
fleiri munu á eltir fara, og vel get-
ur svo íarið,, að skuldareigandinn
taki að lokum veðið allt!
Feril sinn senx forseti sameinaðs
þings hóf Jón P.álmason svo með
dylgjum úr forsetastóli, og munu
einhverjir þingmenn hafa gengið
af fundi i mótmælaskyni.
Þórs-brennan verður á laugardaiíinn
o ~
Hér er verið að reisa bálköstinn á Þórsvellinum. Gömlum bát lyft
með krana. — (Ljósmynd: E. D.).