Dagur - 17.01.1959, Blaðsíða 4

Dagur - 17.01.1959, Blaðsíða 4
4 DAGUR Laugardaginn 17. janúar 1959 Dagur RITSTJÓHI: E R L I N C V ll l) A V í 1) S S O X AnglvMltgaMjoii: l'ORk 1 I l. II J 0 R V S S O V iki ifsKtía i IIafnarMur ti *K> — Simi 11Itl't Árgangurinn koMar U. 7.0.00 Hlaðið kcmnt út ,i miðvikuilngum tw; lauganlögiun, j.»<g:*r eftti tsoinda li! Ojítlddagi rr I. julí PHENTVT.KK onos HJÖKNSSONAR H.P. STÖRF 0G ÍÞRÓTTIR MENN OG DÝR, svo og allur gróður jarðar, samhæfist landi sínu, veðráttu þess og staðhátt- um öllum og fá svipmót þess. Norður við heim- skaut búast menn skjólfötum til að verjast kuld- anum, en á suðlægum slóðum er hitinn lítt þolan- legur. Barátta okkar íslendinga hefur verið mest og hörðust við hungrið og kuldann á liðnum öld- um. Nú er svo komið verkmenningu okkar og lífskjörum, að ekki þykir þörf á, að borgararnir vinni lengur dag hvern en 8 klukkustundir eða tæplega það, og er því ríflegur tími afgangs hjá vinnandi fólki hvað þá hinum, sem hafa enn styttri vinnutíma. En það er líka vandi að laga sig eftir hinum nýja tíma, jafnvel að eyða frítímanum á mann- bætandi hátt. Hér skal aðeins bent á þá sérstöðu, sem Akureyri hefur fram yfir flesta eða alla aðra kaupstaði landsins. Sú sérstaða býður borgurun- um hina ákjósanlegustu aðstöðu til hinna fjöl- breyttustu íþróttaiðkana. Yngri og eldri Akur- eyringar eiga völ á einni beztu sundlaug landsins, bæði í yfirbyggðri og opinni laug. Þeir eiga völ á góðu íþróttasvæði til kappleikja og frjálsíþrótta með góðri áhorfendabrekku. Snjóasæl fjöll eru skammt undan og freista skíðamanna. Skíðahó- telið í Hlíðarfjalli á að veita skíðamönnum mjög bætta aðstö.ðu. Fjallgöngumenn hafa um mörg fjöll að velja. Akureyrarpollur er hreinasta nátt- úruundur og ekki aðeins til beinna nytja. Stund- um er hann ísi lagður og er því yndi skauta- manna. Þá er líka mjög gaman að dorga upp um ísinn. Pollurinn er hinn heppilegasti til skemmti- siglinga á seglbátum og til að veiða fisk, sem oft gengur alveg inn að Leirum. Öll þessi aðstaða býður Akureyringum holla tómstundaiðju, en ennþá er hún of lítið notuð og þarf að verða breyting á. Það mætti ætlast til þess með nokkrum rétti, að Akureyringar væru sundmenn góðir og hefðu það meir í metum en aðrir, af sögulegum orsökum. Þessu er ekki svo farið ennþá, þótt framför sé auðsæ. Akureyringar hafa alla aðstöðu til þess að vera í fremstu röð knattspyrnumanna, en eru það ekki, af því að þeir taka íþróttina ekki alvai’lega og fóima litlu fyrir hana, og þannig mætti lengur telja. Þó væri þetta engin vonbrigði ef íþróttirnar væru almennt iðkaðar, því að það er að sjálfsögðu hið eftirsóknarverðasta. Hér þarf alhliða vakningu og þai'f að vinna að henni á tvennan hátt. í skólum og heimilum þarf fólkinu að læi'ast að bera virðingu fyrir hollum lifnaðarháttum og meiri hófsemi, sérstaklega í notkun áfengra drykkja og hingað þarf að fá dugandi menn frá þeim þjóðum, sem veitt geta okkur nokki-a fyrirmynd í iðkun íþrótta, sem hér er bezt aðstaða til að stunda. En jafnhliða því, að nota hina óvenjulegu aðstöðu, sem náttúi-an sjálf, og að nokkru leyti dugandi menn, hafa skapað hinu uppvaxandi fólki til hvers konar líkams- ræktar, þai'f að endurskoða hið algenga mat á afi'ekum íþróttamanna annárs vegar og hins veg- ar þeim afrekum, sem unnin eru á sjó og landi við hin nauðsynlegustu störf. Hinar fjölbi'eyttu íþróttagreinar, sem stundaðar eru, eiga fyrst og fi-emst að búa menn undir hin ýmsu stöi'f í þjóðfélaginu. Störf- in þui'fa menn að setja ofar öllu öðru og meta þau að verðleikum, hvar sem þau eru unnin. íþrótt- ii'nar eiga að auovelda mönnum stóra sigra í hinum ýmsu starfs- ITugur og hiind. JÓLIN ERU LIÐIN að þessu sinni, jólaskrautið horfið, en menn grípa í það á kvöldin að lesa jólabækui'nar. Jólakortin liggja í koi'taskálinni, já, jóla- kortin. Það voru einmitt þau, sem mig langaði til að mir.nast svolítið á. Það er föst venja hjá möi'g- um að senda vinum sínum jóla- kort. Jólakortið flytur hlýlega kveðju. Einkum er þó jólakortið kærkomið, ef það er að einhverju leyti persónulegt. En þessi jólakort kosta mikið fé. Fyrst koi'tin, svo burðai'gjald- ið. Það er því ekki nema eðlilegt, að menn velti því fyrir sér, hvei'nig þessi kort ættu að vera úr garði gei'ð, svo að þau hefðu sem mest gildi fyrir þá, sem fá þau. Mikið var af fallegum kortum til sölu um þessi jól. Flest þeii'i'a munu vera ættuð frá Vestur- heimi að allri gerð. Það eru lituð glanskort með fallegum mynd- um. Sumar myndirnar eru bundnar við jólin, aðrar ekki. Eg hef fengið nokkur norsk koi’t núna og um undanfai-in jól. Flest þeix-ra hafa vei'ið af norsk- um málverkum, — landslags- myndir frá ýmsum stöðum, og er nafn staðarins og málarans á kortinu. Þetta eru smekkleg jólakoi't, sem jafnframt hafa list- rænt gildi. Nú er farið að ljós- pi-enta falleg málverk hér á landi. ITvei's vegna ekki að ljós- pi’enta jólakortin eftir fögrum málvei'kum af okkar eigin landi? Eitthvað hefur verið af svona koi'tum til hér og mun í'eynslan sú, að þau hafa jafnan selzt fyi'st. Væri hér ekki verkefni fyrir Menningarsjóð, sem hefur um- fangsmlkla útgáfu? Hvei’nig væi'i að reyna útgáfu á nokkrum fall- egum málvei'kum á jólakortum næsta ár? Þetta er hér sett fram til umhugsunar. — Dvalinn. Oft veltir lítil þúfa þungu lilassi. NÚ, EFTIR þriggja mánaða innistöðu eru kýr þegar farnar að drepast vegna steinefnaskorts og með óbreyttu ástandi munu margar fleiri hljóta sömu örlög eða verða vandræða og vonarpeningur áður en næsta vor er liðið. Bændur geta ekki komið í veg fyrir Jietta vegná Jiess, að ríieiri hluta ársins 1958 voru steinefnablöndur ekki láan- legar í verzlunum a. m. k. hér á Akureyri og er þaö bæði til stór- tjóns og vansæmdar. Fkki man ég eftir að hafa lesið um þetta eða heyrt annað en smábofs, Jxrátt fyrir það, að efnagreiningar Atvinnu- deildar Háskólans og vísindalegar rannsóknir Dr. Stevarts, birtar í FAO Report no. 394, Róm 1955, sem sanna nauðsyn steinefnanna. Reynsla bændanna sjálfra sýnir líka ótvírætt, að búféð okkar heldur ekki fullri heilsu ef steinefni vantar. Fkki veit ég hver ber ábyrgð á Jjví að Jiessi nauðsynlegu efni hafa ekki verið flutt til landsins og er Jiað skemmdarstarfsemi af vei'stu tegund bæði gagnvart bændastéttinnij, [jjóðlélaginu og svo síðast en ckki sízt vegna lnisdýranna, sem líða miklar kvalir vegna Jxcssa. Oft var kaupmönnum fyrri alda greinum og þess vegna ber að stunda þær af alúð og nota fyrst og fremst þá aðstöðu, sem nátt- úran sjálf leggur okkur upp í hendurnar á hvaða árstíð sem er. álasað fyrir Jxað að flytja fremur inn brennivín en fiskilínur. 1 eðli sínu er Jxetta svipað og hlýtur að sæta harðri og réttlátri gagnrýni allra hugsandi manna. Steinefnin er mjög ódýr vara og verður gjald- eyrisskorti [jví ckki um kennt, að minnsta kosti ekki á meðan skip okkar korna ldaðin af lrvers konar mismunandi þörfum varningi til landsins. Forn-Grikkir sögðu, þegar Jicir voru seldir á Jjrælauppboðum, að guðirnir berðust á móti heimsku mannanna án árangurs. Þegar ég liugsa um, að kýrnar mínar munu verða meira eða minna sjtikar af steinefnaskorti í vor, er erfiði mitt til einskis og afkoman liæpin, og mér verður hugsað til Jjess livar íéttlætið sé. Þeir, sem innflutning- num ráða, virðast vera mjög fá- fróðir urn Jjarfir bændastéttarinnar, ef ekki er um hreina skemmdar- starfsemi að ræða. Óvíða mun hægt, í íslenzku atvinnulífi, að koma meiru illu til leiðar með jafnlítilli fyrirliöfn. — Ejnar I’etersen, Kleif. E. B. scndir blaðinu eftirfarandi spurningu: „Hvemig er það með Anda- pollinn? Er ekkei’t hugsað um hann? Nú er fjöldi af öndum þar og virðist mér þær vera mjög svangai'.“ Blaðið sneri sér til garðyrkju- ráðunauts bæjarins, sem hefur umsjón með Andapollinum og svarar hann fyrirspurninni á þessa leið: „Fuglarnir eru fóðraðir reglu- lega eins og undanfarna vetur, og fjöldi fuglanna svipaður, en mun þó fi’emur fara fjölgandi. — En enda þótt leitast sé við að gefa fuglunum nægju sína, er reynt að vai'ast að láta kornmat liggja hjá Jjeim, enda yi’ði það aðeins til þess að hæna rottur að pollinum. Auðvitað ber þess að gæta, að í köldu og hörðu tíðarfari þurfa fuglar líkt og önnur dýr meira fóður en í hlýviðrum. Væri vel farið að bæjarbúar minntust þess, einkum nú í frosthörkun- um, að öndunum kemur sérstak- lega vel að fá aukabita af brauð- molum við og við á daginn.“ Leiðrétting: Bjó eliki í Hrauni. BernharÖ Stefánsson alþingis- maður biöur blaðið að gela þessa, að í afmœlisgreinum um hann á sjölugsafmcclinu er það mishermt, að hann hafi hafið búskaþ að Ilrauni í Öxnadal 1912. Hann bjó þar eliki (þ. e. rak þar ekki bú). Ilins vegar átli hann þar heima árin 1912—1917, var þar hjá syslur sinni, sem bjó þar elikja. Þessi mis- sögn mun stafa frá þingmanntalinu 1930. Hið rétta er, að Bernharð hóf fyrsl búskaþ að Þverá vorið 1917 og bjó þar lil 1935. Var að visu skiþaður úlibússtjóri Búnaðarbanlt- ans á Almreyri 1930, en rak jafn- framl búskaþ fyrstu árin á eftir. Afgreiðslusími Dags og Tímans á Akureyri er 1166. — Gcrist áskrifendur. Þýðing kjarnorkimnar fyrir nýtízku fiskveiðar Forstjóri kjai'noi'kudeildar Matvæla- og land- búnaðardeildar Sameinuðu Jjjóðanna — FAO — dr. R. A. Silow, hefur nýlega samið skýi'slu um Jjá möguleika, sem í kjarnorkuvísindunum felast til framfara á sviði landbúnaðar og annarri skyldri næringai'framleiðslu. Þar segir m. a., að kjai’norkan verði í fi’amtíðinni mjög Jjýðingarmikil fyrir fisk- veiðái-nar í heiminum. Hann á fyrst og fremst við rannsóknir með isotopum og með geislun. Dr. Silow telur, að ekki fari hjá Jjví, að mann- kynið verði að gefa fiskveiðum meiri gaum en hingað til. í því sambandi bendir hann á, að þrír fjói'ðu hlutar af yfirboi'ði jai'ðai'innar sé vatn. Hins vegar fáist aðeins 2% allra matvæla heimsins úr sjó og vötnum. En þessi 2% nema samt 10% af öllu eggjahvítuefni, sem mannkynið neytir. Skýi'sluhöfundur telur að margt sé hægt að gera til þess að auka fiskveiðar. T. d. með því að bæta veiðiaðfei'ðii', með fiskiklaki og vei'ndun fiskimiða, og með nýjum veiðiaðferðum. Hann telur að stofna verði til víðtækra rannsókna á fiskistofni, fiski- göngum og næi'ingarefnum í sjó og vötnum. Hér komi kjai-noi'kan að miklu gagni. Loks ræðir dr. Silow um kjarnorkuna, sem afl- gjafa í fiskiskipum og bendir m. a. á, að í hval- veiðimóðui'skipum og öðrum stórum veiðiskipum sé hægt að spara um 40% af rúmi Jjví sem nú fer til eldsneytisgeymslu, ef kjarnorkuvélar væru í skip- unum í stað olíuvéla. Fr jálsari verzlunarliættir Þrátt fyrir ýmsa viðskiptalega erfiðleika í heim- inum frá því í aprílmánuði 1957 hefur tekizt að halda fi-jálsum viðskiptaháttum meðal flestra Jjjóða og sumar þjóðir hafa meii'a að ségja getað dregið úr viðskiptahöftum og komið á frjálsum greiðslum milli landa. Frá þessu er skýrt í ársskýrslu Gjaldeyrissjóðs- ins. Skýrsla þ’essi er mikil að vöxtum, 385 blaðsíð- ur og fjallar aðallega um gjaldeyrisástandið í heim- inum á tímabilinu frá marzmánuði 1957 til fe- brúar 1958. Á þessu tímabili hefur hráefriáverðlagið valdið allmiklum ei'fiðleikum, einkum í þeim löndum, þar sem iðnaðui'inn og vélamenningin er skammt á veg komin. Verðlag hefur víða miðað í hækkunai’áttina og enn er eftii'spurn eftir fullunnum vörum mikil um allan heim. Margar [jjóðir hafa ekki komizt hjá gi-eiðsluhalla á utanríkisverzlun sinni. í Banda- í'íkjunum hefur verið um viðskiptalega afturför að ræða sem kunnugt er. Þegar á allt þetta er litið, telur sjóðurinn, að mei'kilegt megi kallast, að tekizt hefur að viðhalda frjálsum viðskiptum milli landa í svo ríkum mæli sem raun ber vitni og að fleiri þjóðir hafa ekki Jjurft að grípa til hafta á ný eða setja þegnum sín- um efnahagslegar hömlur. Á fyrmefndu tímabili — marz 1957 til febrúar 1958 — fengu 20 þjóðir gjaldeyri hjá sjóðnum er samtals nam 888 millj. dollurum. Auk þess tók sjóðurinn þátt í tæknilegri aðstoð. „Eg held, að pabbi hljóti að hafa verið ægilegur prakkari, Jjegar hann var strákur," sagði dreng- urinn. „Nú, af hverju heldurðu Jjað?“ spurði annar drengui'. „Jú, hann veit alltaf upp á hár, að hverju hann á að spyrja, Jjegar hann vill íá að vita, hvað eg hef verið að gera.“ Frost á Fróni Nú í frostunum er nauðsynlegt að búa sig vel. Foreldrar ættu að gæta þess vandlega að börnin hafi húfu á höfði, hlýlega vettlinga og ullarsokka. Sem betur fer þykir konum ekki nauðsynlegt að ganga léttklæddar og í skjóllitlum fatnaði til að vera þó „vel búnar“ og eru farnar að taka nokkurt tillit til veðurfai'sins svo sem vera ber

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.