Dagur - 17.01.1959, Blaðsíða 5
Laugardaginn 17. janúar 1959
5
Landssamband gegn áfengisbölinu
Stuttur útdráttiír úr fundargerðum þriðja þings-
ins - Áfengissalan 9 fyrstu mánuði ársins
nam 102 mill jónum króna
„Vínland liið sóða”
Þriðja þing Landssambandsins
gegn áfengisbölinu var haldið að
Fríkirkj uvegi 11 í Reykjavík
dagana 8. og 9. nóv. 1958.
Þingið sátu nær fjörutíu full-
trúar frá hinum ýmsu aðiljum
sambandsins, en þeir eru nú 26,
og bættist einn við á þinginu,
sambandið íslenzkir Ungtempl-
arar.
Formaður sambandsins, Björn
Magnússon, prófessor, flutti
skýrslu félagsstjórnar um störf
sambandsins á síðustu tveimur
árum.
Sambandið hafði farið þess á
Ieit við þingmenn, að flutt yrði á
Alþingi þingsályktunartillaga um
afnám áfengisveitinga af hálfu
ríkisins, og kom sú tillaga fram
sem kunnugt er, og urðu um
hana miklar umræður, er vöktu
alþjóðar athygli á málinu, enda
þótt tillagan næði ekki samþykki
"Alþingis að þessu sinni.
Varaformaður sambandsins, sr.
Kristinn Stefánsson áfengis-
varnaráðunautur, gaf skýrslu um
ástandið í áfengismálum þjóðar-
innar og bindindisstarfsemina á
liðnu tímabili. Gat hann þess, að
áfengisneyzla hei'ði aukizt á ár-
inu 1957 í 1,69 I. af hreinum vín-
aiula á mann, úr 1,29 I. árið 1956.
Á níu fyrstu mánuðum þessa árs
hefði lögleg áfengissala numið
um 102 milljónum króna, og
mætti búast við, að hún yrði á
þessu ári nálægt 150 milljónum
króna.
Þá skýrði hann frá störfum
áfengisvarnaráðs, m. a. að því að
stofna félög áfengisvarnanefnda í
hinum ýmsu héruðum landsins.
Ráðið hefur erindreka á vegum
sínum, er fylgist með störfum
áfengisvarnanefnda, heimsækir
skóla o. s. frv. Það hefur og gefið
út ýmis rit og bæklinga um
bindindismál.
Um skýrslu stjórnarinnar urðu
allmiklar umræður.
Reikningar sambandsins voru
lagðir fram og samþykktir, svo
og fjárhagsáætlun fyrir næsta
kjörtímabil.
Um kvöldið 8. flutti Ezra Pét-
ursson læknir erindi um helztu
orsakir að ofneyzlu áfengis og
aðferðir til að vinna gegn henni.
Fundarmenn þökkuðu fróðlegt
og áhrifaríkt erindi og báru fram
nokkrar fyrirspurnir í sambandi
við það, en læknirinn svaraði.
Næsta dag var fundi fram
haldið, og ræddar og samþykktar
ýmsar tillögur, er lagðar höfðu
verið fram í þingbyrjun, svo og
aðrar, er fram höfðu komið.
Helztu samþykktir þingsins
voru þessar:
I. Þriðja þing Landssambands-
ins gegn áfengisbölinu. telur
brýna nauðsyn til að framfylgt
verði lagafyrirmælum um bind-
indisfræðslu í skólum landsins
og skorar ó fræðslumálastjórnina
að fela sérstökum námsstjóra, að
hafa það hlutverk á hendi að
skipuleggja bindindisfræðslu í
skólum og sjá um að hún verði
framkvæmd á viðunandi hátt.
II. Þriðja þing Landssambands
gegn áfengisbölinu telur enn
brýna nauðsyn að efla betur en
orðið er löggæzlu á opinberum
samkomum í landinu, og undir-
strikar einkum nauðsyn þess, að
komið verði á fót héraðslögreglu
í öllum lögsagnarumdæmum
landsins, þar sem hún er ekki
enn komin.
Ennfremur telur þingið nauð-
synlegt að efla eftirlit með ólög-
legri áfengissölu bifreiðastjóra,
að strangari viðurlögum sé beitt.
Þingið lýsir ánægju sinni yfir
þeim árangri, sem þegar hefui;
náðst um bætta samkvæmishætti
þar sem héi'aðslögregla hefur
starfað.
III. Þriðja þing Landssam-
bandsins gegn áfengisbölinu
telur nauðsynlegt að alls staðar
gildi sömu reglur um aldurstak-
mark unglinga til aðgangs að
opinberum dansleikjum, og að
hert sé eftirlit með því, að ung-
mennum innan 21 ára sé ekki
selt áfengi í veitingahúsum eða
áfengisverzlunum, svo sem lög
mæla fyrir.
IV. Þriðja þing Landssam-
bands gegn áfengisbölinu lýsir
sárri hryggð yfir því, að nokkrir
af farmönhum á skipaflota lands-
manna hafa gerzt sekir um al-
varlegt áfengissmygl, og varar
alvarlega við þeirri hættu, sem
öllum heiðarleik í viðskiptum
manna í milli eru búin, ef smygl
nær að viðgangast.
V. Þriðja þing Landssam-
bandsins gegn áfengisbölinu
þakkar þingmönnunum Alfreð
Gíslasyni, Pétri Ottesen og Sig-
urvin Einarssyni fyrir þings-
ályktunartillögu þá, er þeir báru
fram á síðasta Alþingi, um bann
við áfengisveitingum á kostnað
ríkis og ríkisstofnana. Þingið
þakkar þeim ennfremur fyrir öt-
ula og einlæga baráttu fyrir
samþykkt þessarar tillögu og
væntir þess, að þeir beri þessa
tillögu fram að nýju.
í öðru lagi skorar þingið á
sambandsdeildirnar að víkjast
vel við, ef framangreind þings-
ályktunartillaga verður aftur
borin fram á Alþingi, m. a. með
því að gangast fyrir undirskrifta-
söfnun meðal alþingiskjósenda til
stuðnings tillögunni.
VI. Þriðja þing Landssam-
bandsins gegn áfengisbölinu
þakkar þann árangur, sem þegar
er orðinn af starfi kvenlögregl-
unnar í Reykjavík, og skorar á
ríkisstjórn íslands og bæjarstjórn
Reykjavíkur að efla hana frá því
sem nú er, og bæta aðstöðu
hennar og starfsskilyrði.
Jafnframt telur þingið brýna
nauðsyn til bera að þegar verði
hafizt handa um að koma. upp
vistheimili fyrir stúlkur, sem
lent hafa á glapstigum.
Þá samþykkti þingið að senda
frá sér ávarp til þjóðarinnar.
Kosin var stjórn Landssam-
bandsins gegn áfengisbölinu til
næstu tveggja ára, og hefur hún
skipt með sér verkum, og er
þannig skipuð:
Formaður: Pétur Sigurðsson,
ritstjóri.
Varaformaður: Séra Björn
Magnússon, prófessor.
Ritari: Frú Lára Sigurbjörns-
dóttir.
Féhirðir: Axel Jónsson, sund-
hallarstjóri.
Aðrir í stjórninni eru 9 talsins.
’ A.
D A G U R
Ágætt læknisráð
Sveitalæknir, sem búinn var að
stunda lækningar á sömu slóðum
í því nær hálfa höld, hafði ætíð
komið, er á hann var kallað,
hvort sem var nótt eða dagur, og
ekki hirt um, hvort greiðslari
væri vís eða ekki.
Um daginn var hringt til hans
um miðja nótt.
„Fæ eg nokkra borgun fyrir
vitjunina?“ spurði hann.
„Auðvitað,“ sagði maðurinn í
símanum.
„Ágætt,“ sagði gamli læknir-
inn. „Viljið þér þá gjöra svo vel
að hringja í nýja lækninn. Eg er
orðinn of gamall til þess að klæða
mig upp úr rúminu fyrir fólk,
sem getur borgað."
Læknar fá ekki frið
Það er allalgengt, að læknar fái
ekki frið fyrir sjúklingum á göt-
um eða í samkvæmum. Þeir króa
læknana af og reyna að fá ókeyp-
is ráðleggingar.
Læknir nokkur í Omaha, Ne-
braska, hefur fundið ráðið í þessu
landhelgismáli. Hann segir strax
við þetla fólk: „Það er einmitt
það. Þér þurfið að fara úr öllum
fötunum, svo að eg geti rannsak-
að yður.“
- Ýmis tíðindi
Framliald af 8. síðu.
Samgöngur eru ekki góðar. I
naestu sveitir er aðeins fært jeppum
og trukkum, en trukkar einir ganga
þegar fjær dregur.
Bridgefélagið starfar hér með
miklum dugnaði. Nú stendur yfir
10 l'lokka sveitakeppni og er fjórum
umferðum lokið.
Sauðárkróki, 16. jan.
Sex dekkbátar hafa róið og aflað
vel. Vegir eru mjög greiðfærir í
héraðinu, nema út að austan, og
snjólítið víðast, sérstaklega inn í
héraði og til dala.
Iðnskóli tók til starfa upp úr ára-
mótunum og starfar næstu þrjá
mánuði. Hann er í tveimur deild-
um, annarri og þriðju deild kcnnt
í vetur. Skólastjóri er Friðrik Mar-
geirsson.
- Ný heildsala . . .
Framhald af 1. siðu.
mun hafa á hendi leiðbeiningar
til mjólkursamlaganna varðandi
smjör- og ostagerð og hafa yfir-
stjórn við gæðamat jressara vara
og hjálpa til að skipuleggja þessi
störf á ýmsan hátt.
Með stofnun þessa fyrirtækis
er ætlast til að skapizt framför og
festa í framleiðslu og sölu osta og
smjörs, en jafnframt mun að því
stefnt að vinna einnig neytendum
gagn með auknu öryggi um, að
þeim verði ætíð tryggð fyrsta
flokks vara, ef þeir óska eftir
fyrsta flokks vöru. Einnig mun
að því stefnt í framtíðinni, að
gera ostaframleiðsluna ofurlítið
fjölbreyttari en verið hefur, en
allt slíkt mun að sjálfsögðu taka
nokkurn tíma.
Blaðið óskar þessu nýja fyrir-
tæki mjólkurframleiðendanna til
hamingju með störfin og vonar
að þau verði rækt til hagsbóta
fyrir neytendur og framleið-
endur.
SÍÐUSTU dagana l'yrir jólin eru
starfsmennirnir í Prentverki Odds
Björnssonar að lullgera bók, sent
heitir Vinland hið góðu. Það er árs-
bók í útgáfu fyrirtækinu „Komandi
ár“, sjötta bókin. Nokkrir samherj-
ar mínir við Eyjafjörð og i Þing-
eyjarsýslu standa að Jiessari útgáfu.
Tilgangurinn cr að birta í þessu
riti vakningargreinar eltir mig og
ýmsa samherja mína, á þann hátt
að llokksbönd og hagsmunasamtök
geti engin áhrif haft á, hvað Jiar
er skrifað og prentað. Þetta hefur
töluverða þýðingu, Jiegar þess cr
gætt, hve erfitt er orðið hér á landi
að heita frjálsri hugsun.
Gott dæmi uni ástandið er
reynsla Jóns Árnasonar, er hann
var aðalbankastjóri þjóðbankans,
og hirti á vegiun bankans varnaðar-
orð unt fjármál til Jijóðarinnar.
Greininni var neitað um upptöku í
næststærsta blaði landsins en tekin
með eftirtölum og úlfúð í stærsla
blaðinu. Ef svo fer um það græna
tréð o. s. frv.
Samherjar mínir, aldamótakyn-
slóðin, börðust fyrir alhliða frant-
förum og andlegu frelsi. Mun j>að
mál manna, að sú kynslóð hafi unn-
ið vasklega að mörgum Jijóðmálum
og áorkað mest til úrbóta, Jiegar
hættan var mest.
I nálega fimmtung aldar hefur
óumbeðinn skyndigróði flætt ylir
landið. Liggur við borð, að fortjald
hins nýreista frelsismusteris rifni
ofan frá og niður í gegn. Á stund
neyðarinnar verður ekki spurt um
ráð Jieirra, sem hafa stungið höfði
í sandinn Jiegar hættuna ' bar að
höndum.
i Vínlandi hinu góða eru nokkr-
ir Jxettir um íslenzk frelsis- og
menningarmál, og helzt er gætt til
veðurs, Jiar sent blikur sjást á lofti.
Fyrsti kaflinn er Jjáttur úr ferða-
sögu minni vestanliafs. Framhald
kemur í næstu ársbók. Sú ritgerð
og bókin öll mun heita Brúin yfir
hafið. Ferð mín til nálega allra ís-
lenzkra byggða vestan hafs miðaði
að því að stofnsett yrði andlegt ríki
Islendinga, er næði yfir öll lönd og
álfur, ]>ar sem íslenzkir menn eiga
heima.
Annar Jiáttur Vínlandsbókarinn-
ar er söguleg skýring á upptökum
íslenzku stéttarflokkanna, stefnun
samvinnuheildsölu í Reykjavík og
AlJjýðusambandsins, sem er nú svo
voldugt, að það knésetur Alþingi
og ríkisstjórn þriggja þingflokka.
Þá kemur kafli úr merkri eldhús-
dagsbaráttu á Alþingi. Sú hríð stóð
meir en viku. Allir andstæðingar
stjórnarinnar í ntðri deild töluðu
sig dauða. Stjórnin gat svarað <>11-
um ádeilum og gerði Jiað. I átökum
flokkanna á ]>ciin tíma ihá sjá upp-
tök llestra meiriháttar J>jóðmála
yfirstandandi ára. Þá var deilt um
jarðhitann og gildi hans, livort
Danir væru að innlima landið, tun
það, hvort betra væri að hafa unga
eða gamla rektora. Til orða kom,
bvort læknar gætu án rannsóknar,
gengið að skipstjórum við stýrið og
sett þá frá störfum og í land.
Nemendur Akureyrarskóla gáfu
Skautafrí
í gær voru mörg hundruð
unglingar á skautum á Pollinum.
Framhaldsskólarnir höfðu gefið
skautafrí og' var það óspart notað
bæði af nemendum og kennur-
um.
Pálnta IJanncssyni góð meðmæli,
en valdamenn Reykjavíkur yggldu
brúnir út af æsku hans. Eftir 25 ára
reynslu kom í Ijós, að norðlenzka
æskan hafði á réttu að standa.
Menntaskólanemendur í Réykjavík
hafa aldrei harmað lálinn rektor
nema Pálma liannesson.
Annað merkilegt umræðuefni var
jarðliitinn í ÖIÍusi. Stjórnin hafði
keypt fimm jarðir með 100 jarðliita
opum fyrir 100 J>ús. krónur. Þetta
þótti óráð. En nýverið skýrði Mbl.
lrá því, að gufa úr einni holunni á
Reykjum í Ölfusi myndi nægja til
að hita öll liús í Reykjavík.
Deilt var um J>að, hvort rétt væri
eða rangt að fylgja einróma óskum
allra fullorðinna manna í Dalasýslu
um að gera Kristján Svcinsson að
héraðslækni í sýslunni, eða velja til
starfsins elzta lækni ]>ess héraðs.
Kristján liefur sannað öllum lands-
lýð, livílíkur afbragÁsmaður liann
er. Fáum árum síðar fengu 85%
af þjóðinni rétt til, með sjúkrasam-
lagsskipulaginu, að velja sér einn
og jafnvel marga lækna.
Þá eru í, „Vínlandi hinu góða“
fyrstu framdrög að varnarmálum
Islendinga, bæði í hernaði og á
viðskiptasviðinu. Söguritun liér á
landi hefur á síðari tímum orðið
að eins konar mála}>vargi og vikið
frá fornum og Jjjóðlegum venjum.
í Vínlandsbókinni eru vitnisburðir
margra hinna færustu manna urn
gildi lilandi söguritunar. Leidd eru
rök að því, hve stórfelldum fram-
förum mætti hrinda í framkvæmd
hér á landi mcð ]>ví að nota jarð-
Iiitann til lækmnga á aljijóðlega
vísu á fullkomnum baðstöðum.
Lengsti kaflinn í bókinni er um
Halldór Laxness. Er saga hans sögð
á líkan hátt og menn Jiekkja úr
barnabók í sögu eftir mig, sem
Jjjóðin hefur notað í 40 ár. Ég hef
fylgt fornum fordæmum um að
leitast við að móta sanna og varan-
lega mynd af liverri söguhetju. Nti
hefur Laxness og skáldskapur lians
verið mjög umdeildur í landinu
og oft ekki gætt hófs um meðhald
og andóf. Bcr ég fram í ]>ví efni
nokkur ný rök, sem eg hýgg áö
muni rcynast staðgóð og vefða til
að auka skilning á verkum Nóbel-
skáldsins. Þá hef ég lcitazt við að
finna skýringu á því, hvers vegna
Halldóri tókst að vinna Nóbels-
verðlaunin, sem talin voru útilok-
uð öllum, nema sonum og dætrum
mannmargra og voldugra ]>jé>ða.
Tel ég, að Halldór hafi tekið til
fyrirmyndar frægan íslenzkan forn-
mann, bónda og fræðimann, og að
sú fyrirmynd liafi orðið lionum
giftudrjúg.
Það heltir verið siður aldamóta-
manna á íslandi, að rnóta gilngu
sína eftir fjarlægum cn öruggum
sjónarmiðum. Þann sið hafa dug-
andi talsmenn menntaðra og
Jjroskaðra Jjjóða. Verður J>á oft að
bíða lengi eftir jákvæði og fylgi
[>eirra manna, sem spyrja fvrst og
síðast um ]>að, hvað kunni að henta
bczt á líðandi stund. Hitamagnið
á ríkislandinu í Ölfusi og fjárhags-
þýðing Jress sýnir muninn á fram-
sýni og óskhyggju. Ennþá stærra
giftuspor hefði verið að leysa í senn
1945—16 varnarmálið og viðskipta-
frelsið. Þá er enn ótalið stærsta
áfall Jjjóðarinnar, Jicgar lýðræðis-
sinnar töldu sér henta að liafa Jósef
Stalin og kappa hans að brjóst-
vörnum sínum.
Jónas Jónsson frá Hriflu.