Dagur - 25.02.1959, Blaðsíða 1
Fylgizt með því sem gerist
hér í kringum okkur.
Kaupið Dag. — Sími 11G6.
DAGUR
kemur næst út miðviku-
daginn 4. marz.
XLII. árg.
Akurej'ri, miðvikudaginn 25. febrúar 1959
10. tbl.
Afspyrnurok olli miklu tjóni á Norðurl.
I*essi mynd var tckin í Gróðrarstiiðinni eftir rokið, sýnir 4 tré fallin.
(Ljósmynd: E. D.).
Fimm innbrot á Ák. í síðusfu viku
Síðasta vika varð fingralöngum
auðug af freistingum, eða svo
reyndist það hér í bæ. Á fimm
stöðum var brotist inn eða gerð
tilraun til þess.
Á Bifreiðaverkstæði BSA var
brotist inn og skiptimynt stolið.
Sökudóigarnir fundust, og voru
það unglingar og undir áhrifum
áfengis þegar þeir frömdu verkn-
aðinn.
Um miðjan dag á föstudaginn
var reynt að brjótast inn í
geymsluhús Fataverksmiðjunnar
Heklu við Skipagötu. En þar
varð þjófurjnn frá að hverfa og
hafði þá stórskemmt hurðina.
Næstu nótt var brotin niður
hurð — híakdyramegin — í Matur
og kaffi og allstórri peningaupp-
hæð stolið og auk þess sælgæti.
Á sunnudagsnóttina var farið
inn í geymsluskúr í Innbænum
og útvarpstæki tekið úr bifreið,
sem þar stóð.
Þá var ennfremur farið inn í
Körfuknattlciksmót Akureyrar
hefst í íþróttahúsinu fimmtudag-
inn 26. febrúar kl. 7 e. h.
Sundlaugina og leitað fanga, en
án árangurs.
Lögreglan biður þess getið, að
þeir, sem gætu gefið upplýsingar
um afbrot þessi, þau, sem eiin
eru óupplýst, gefi sig fram við
hana.
Firmakeppni S.R.A.
Næstkomandi sunnud. fer fram
í Hlíðarfjalli Firmakeppni Skíða-
ráðs Akureyrar. — Yfir 50 firmu
taka þátt í keppninni. Keppt er
um stóran farandbikar og 3
minni gripi. — Knattspyrnufélag
Akureyrar sér um keppnina. —
Þetta er forgjafarkeppni, svo að
öll firmun hafa jafna aðstöðu.
Dánarfregn
Á mánudagskvöldið barst hing-
að skeyti um andlát Sigurðar Jó-
hannssonar, Norðurgötu 42 hér í
bæ. Sigurður dvaldi í Þýzkalandi
við tannlæknanám, en brenndist
lífshættulega 23. jan. sl. Foreldr-
ar Sigurðar heitins, sem var 23
ára að aldri, eru þau Jóhann Sig-
urðsson smiður og Ragnhildur
Kristinsdóttir kona hans.
Hinn ungi og vel gerði Akur-
eyringur er öllum harmdauði.
Eyjaf jörður hulinn særoki - Á Akureyri þyrlað-
ist spýtnabrak og þakplötur um götur bæjarins
- Þak fauk af húsi, bát tók á loft og fauk hann
út á sjó - Ekkert slvs varð á fólki
Slys um borð í Tungufossi á Húsavík
Vírlykkja klippti fót af einum hásetanum svo
gjörsamlega að stúfurinn féll fyrir borð
Það slys vildi til í Húsavík á
sunnudagskvöldið, þegar Tungu-
foss var að leggjast að bryggju,
að Jón Sigurðsson, Reykjavík,
einn af hásetum skipsins, missti
fótinn. Vírlykkja hafði brugðizt
um fót mannsins og sami vír lenti
í sama mund í skrúfu skipsins. —
Klipptist fótur Jóns sundur litlu
fyrir neðan hné og féll stúfurinn
í sjóinn, en maðurinn stóð eftir.
Fyrstur kom þar að tvítugur
piltur, skipsfélagi Jóns, Eggert
Þorsteinsson að nafni. Batt hann
Undirtekfir bændastéttarinnar
vekja ótta í herbúðum íhaldsins
Sjálfstæðismönnum svíður auð-
sjáanlega undan þeirri snörpu
lireyfingu, sem komin er upp um
allt land gegn áformum þeirra
um stórbyltingu á kjördæma-
skipuninni.
Þegar Búnaðarsamband Eyja-
fjarðar samþykkti á aðalfundi
sínum fyrir nokkrum vikum rök-
studda ályktun í þessu mikla
hagsmunamáli bændastéttarinn-
ar, gat „íslendingur“ ekki sagt
frá þeim atburði án þess að
skrökva upp alls konar sögum
um málsmeðferðina.
Þegar hreppsnefnd Önguls-
staðahrepps samþykkti ályktun,
er fór í sömu átt, injög ýtarlega
að efni og rökstuðningi og alls-
endis óflokkslega, kryddaði „fs-
Iendingur“ frásögn sína af sam-
þykktinni mcð glósum og að-
dróttunum um „pantanir“ að
sunnan, rétt eins og það þurfi að
segja bændum fyrir um það,
hvað telja skuli hagsmunamál
þeirra og hvað ekki.
Allir bændur, sem ekki eru því
bundnari á flokksklafa íhaldsins,
þar á meðal fjölmargir, sem
stundum liafa kosið frambjóð-
endur Sjálfstæðisflokksins, eru
sér þess meðvitandi, hvað feíst í
byltingaráformum Sjálfstæðis-
flokksins nú. — Þess vegna koina
mótmælin fram á fundum bænda
samtaka og í hreppsnefnduin víða
um land. Mest mun þó að inót-
mælunum kveða, þegar að kjör-
degi kemur á næsta vori.
þegar kaðli ofan við hné hins
særða manns til að stöðva blóð-
rásina, og þótti honum takast
snarlega. Sjálfur gaf hann þá
skýringu, að hann væri rétt bú-
inn að lesa Hjálp í viðlögum.
Jón Sigurðsson var fluttur í
sjúkrahúsið í Húsavík og beið
eftir sjúkraflugvél Björns Páls-
sonar. Honum leið betur en búast
mátti við.
Síðastliðinn miðvikudagsmorg-
un gerði ofsarok á Norðurlandi.
Mjög víða urðu skemmdir af
völdum þess. Hér á Akureyri
fauk allt sem fokið gat. Járn fauk
af húsaþökum, girðingar brotn-
uðu, reykháfar hrundu, gluggar
brotnuðu, öskutunnur og spýtna-
brak svifu yfir húsum og hafnaði
á ‘hinum ólíklegustu stöðum,
jafnvel inni í stofum íbúðarhúsa.
Mikill hluti þaks á nýbyggðu
húsi losnaði af veggjum, barst
yfir næstu hús, en tók með sér
þak af tveim skúrum áður en það
féll til jarðar. Brak úr þakinu
fauk síðan á næstu hús og braut
rúður í þremur þeirra að minnsta
kosti.
Fjárhús ofanvert við bæinn
sópaðist burtu. Kindurnar hrökt-
ust um rústirnar og nokkrar
drápust. Plötur fuku af kofa- og
skúraþökum og víða á íbúðar-
húsum og opinberum byggingum,
en lítið í stað.
Veiða við Crænland
Búizt er við að Færeyingar
auki mjög fiskveiðar sínar við
Grænland, samkvæmt samning-
um við Dani. Þeir ætla að stunda
veiðarnar á 7—10 manna bátum,
en ráðgera, að um 300 manns taki
þátt í þessum veiðum, ef samn-
ingar takast og flytji bátana, svo
og efni í skúra undir salfiskinn á
skipum til Grænlands í vor.
Lýðveldi stofnað á Kýpur
Algert samkomulag á milli Breta, Grikkja,
Tyrkja og fulltrúa Kýpurbúa
Samkvæmt Lundúnafrétt frá
19. þ. m., er hinni hatrömu og
viðkvæmu Kýpurdeilu lokið með
fullu samkomulagi Breta, Tyrkja,
Grikkja og Kýpurbúa sjálfra. —
Sjálfstætt lýðveldi verður stofn-
að á eynni.
Samkomulag um þetta var
undirritað í London 19. þ. m., m.
a. af hinum heimsþekkta
Makaríusi erkibiskupi, sem mjög
hefur komið við sögu þessara
mála, þótt hann hafi verið í út-
legð um árabil.
Talið er nær fullvíst, að hann
verði fyrsti forseti hins nýja lýð-
veldis.
Lausn Kýpurdeilunnar er fagn-
að um allan heim og vona menn
Makaríus erkibiskup. að nú sé bjartara framundan í
Verður liann forseti? framtíð eyjarinnar.
Stór, nýsmíðaður hringnóta-
bátur fauk af Oddeyri og fram á
sjó. Rak hann yfir fjörðinn og
stórskemmdist. Fleiri bátar voru
í hættu, en var bjargað á síðustu
stundu.
Töluverðar skemmdir urðu á
bifreiðum, því að hinir „fljúgandi
diskar" virtust ekki hlífa þeim.
Átta tré rifnuðu upp með rót-
um í Gróðrarstöðinni. Meðal
þeirra 6 lerkitré í röð inni í miðri
stöðinni. Voru þau meðal elztu
og stærstu trjáa stöðvarinnar,
10—11 metra há. Sýnir það hina
óvenjulegu veðurhæð. Víðar
rifnuðu tré upp með rótum.
Ekki hafa fréttir borizt um slys
á fólki í bænum, eða í nágrenn-
inu, og má það heita vel sloppið
og giftusamlega.
Á Árskógsströnd brotnuðu
símastaurar nálægt Krossum. —
Þak tók af hlöðu í Stærra-Ár-
skógi, bragga af grunni í Haga,
járn af húsi í Rauðuvík, hey-
vagnar fuku og moluðust. —
Fréttaritari telur, að eitthvert
tjón hafi orðið á flestum bæjum
í hreppnum.
Verkamenn í margs konar
bæjarvinnu voru kallaðir til
hjálpar, þar sem mest lá við, og
störfuðu þeir sem hjálparsveit,
lögðu sig í hættu og munu óefað
hafa átt mikinn þátt í því, að
ekki fór verr.
Lögreglan starfaði eftir mætti
að fyrirgreiðslu og með aðvörun-
um og lokaði til dæmis einni göt-
unni um skeið vegna slysahættu.
Barnaskóli og Gagnfræðaskóli
gættu þess stranglega, að ekkert
barn eða unglingur færi fylgdar-
laust heim. Sagt er, að tvö börn
hafi sloppið út í hvorum skóla,
en fengið eftirminnilega ráðn-
ingu máttarvaldanna að launum.
Víða sáust menn fylgja börnum.
r
Islendingar leystu sam-
göngumálin
í dönskum blöðum er bent á
það í sambandi við samgöngumál
við Grænland og samgöngur inn-
an Grænlands, að íslendingar
hafi sýnt það undanfarin ár, hver
lausn sé heppilegust. Þeir séu
bráðum búnir að inna af hendi
500 Grænlandsflug og ótal flug-
ferðir milli staða í landinu sjálfu.
En þessa þjónustu hafi Flugfélag
íslands veitt undanfarin 6 ár.
Dönsku blöðin benda á, að ís-
lendingar séu fullfærir um að
annast Gi'ænlandsflug allt árið.
Flugið sé bezta lausnin á málinu.