Dagur - 25.02.1959, Blaðsíða 8
8
Bagtjk
Miðvikudaginn 25. febrúar 1959
inni iil nýrrar virðingar
Hann er talinn einn af 9 snjöllustu skákmönnum
heimsins - Hinn ört vaxandi skákáhugi hér á
íj
landi á rætur að rekja til frægðarferils hans
Friðrik Ólafsson stórmoistari
kom hingað til bæjarins uni síð-
ustu helgi og þreytti skák við
Akureyringa og Eyfirðinga. Þótt
hvorki vasru bumbur barðar eða
lúðrar þeyttir við komu hans, er
því ekki að leyna, að þessi heim-
sókn er að tvennu leyti merkileg.
Hún örvar áhuga þeirra mörgu,
sem skákíþrótt unna og er ein-
stæður viðburður þeirrar íþrótt-
ar. Og í öðru lagi er skáksnilling-
urinn Friðrik Ólafsson sennilega
frægastur íslendinga erlendis um
þessar mundir, að Nobelsverð-
launaskáldinu að Gljúfrasteini
einu undanskildu.
Friðrik Ólafsson byrjaði að
tefla þegar hann var 11 ára og
kom þá á óvart með óvenjulegri
kunnáttu í skák. Síðan hefur
hann unnið hvern sigurinn af
öðrum að heita má óslitið. í
skákíþróttinni eru mörg þrep til
æðstu virðingar. Þau fyrstu eru
auðförnust, en verða því erfiðari,
sem hærra kemur.
Næsta haust verður svonefnt
kandídatamót haldið í Júgóslav-
íu. Þar keppa 8 mestu skákmenn
heimsins um réttinn til að skora
á heimsmeistarann í skák. Frið-
rik Ólafsson er einn í þeirra hópi.
Hann er fyrstu íslendingurinn,
sem hlýtur stórmeistaratitil í
skák, en þann titil bera nú aðeins
um 25 manns, sem nú tefla að
jafnaði, en aðeins 8 þeirra hafa
rétt til að keppa sín í milli um
áskorunarréttinn.
Stórmeistari.
Stórmeistari er stórt nafn, en
hvorki hefur Friðrik framkomu
eða yfirbragð bardagamannsins,
svo sem við lesum um þá í
hreystiverkasögum forfeðranna,
en samt orðið sigursæll í orrust-
um skákþinga, þar sem mestu
skákmenn heimsins keppa um
æðstu virðingarstöður.
Friðrik er grannvaxinn, hæg-
látur og prúðmannlegur í fram-
komu, hlédrægur í orðræðum og
alger andstæða hávaðamanna.
En á bak við drengjalega, e. t. v.
lítið eitt feimnislega framkomu,
leynist harður vilji og ótrúlegt
baráttuþrek. Þá hlið þekkja and-
stæðingar hans á erlendum skák-
mótum. Þessi 24 ára gamli Reyk-
víkingur er laganemi í Háskóla
íslands, en því námi hefur hann
orðið að kasta frá sér öðru hvoru.
Þjóðin hefur krafizt þess, að
hann setti ekki ljós sit't undir
mæliker. Hann hefur boi'ið hróð-
ur lands síns víða og sýnt um-
heiminum, að ennþá á Island
næga andlega orku til mikilla
afreka.
„Heima ér bezt“ lánaði
myndamót.
FRIÐRIK SVARAR NOKKRUM
SPURNIN GUM.
Síðasta skákmótið, sem þú
tókst þátt í, var í Bevervijk
í Hollandi?
Já, það var eins konar undir-
búningur undir enn harðari
keppni og að öðrum þræði tók eg
þátt í þessu móti til að sýna, að
eg væri þess verður að taka þátt
í kandidatamótinu í haust. En
það mót sker úr um réttinn til að
skora á heimsmeistarann í skák.
Það mót verður í Júgóslavíu í
haust.
Viltu segja lesendum eitthvað
frá Bevervijk-mótinu?
Blöðin hafa nú sagt frá flestu
ri lyffir skák-
markverðu frá því móti. Þó má
bæta því við, að þar var mjög
gott að vera. Keppendurnir, sem
voru 10 talsins, bjuggu hjá fjöl-
skyldum út um bæ. Eg var hjá
skurðlækni einum, sem áður fyrr
var sjálfboðaliði í Finnlandi og
barðist móti Rússum. Síðan var
hann fangi hjá nazistum og er
sennilega hvorki kommúnisti eða
nazisti. Kona hans er finnsk. —
Þetta voru elskuleg hjón.
En bærinn Bevervijk?
Þetta er 33 þús. manna bær.
Tólf þús. menn vinna þar hjá
einu og sama fyrirtækinu, eða
með öðrum orðum flestir verk-
færir menn staðarins. Það er
mikið málmbræðsluver, sem
þarna er rekið og allir lifa af.
En sjálft skákmótið?
Við vorum 10 þátttakendurnir,
þar af 5 skákmenn, sem bera
stórmeistaratitilinn. Þetta gekk
allt mjög vel. Eg var óvenjulega
öruggur um sjálfan mig og vel
upplagður. Við Eliskases vorum
samferða fram í 7. umferð og þá
jafnir að vinningatölu, með 4V2
vinning hvor. í sjöundu umferð
tefldum við svo saman, og þá
skák vann eg, og kvaddi hann
með virktum, eins og einhver
komst að orði. Síðustu tvær
skákirnar urðu mér einnig hag-
stæðar, svo að útkoman varð sú,
að eg hafði tveim vinningum
betur en næsti maður.
Sögulegasta skákin?
Þarna gerðist nú eiginlega
ekkert sögulegt. En ef til vill má
telja, að smámistök hafi valdið
sérstæðu atviki á mótinu í sam-
bandi við síðustu skák mína þar.
Eg átti að tefla á móti Larsen
hinum danska, sem flestir íslend-
ingar kannast við. En til að hraða
mótinu hafði sú ákvörðun verið
tekin, en án þess að eg vissi um
það, að við tefldum á öðrum tíma
en vant var, þ. e. að skákin hæf-
ist ld. 9.30 árdegis. Eg sofnaði um
kvöldið í þeirri sælu trú, að
óhætt væri að sofa út, enda
mestur spenningurinn um garð
genginn. En eg vaknaði við það
morguninn eftir, að skákin við
Larsen var þegar hafin. Hann var
búinn að leika fyrsta leikinn,
klukkan komin af stað og eg enn
FRIÐRIK ÓLAFSSON
keppir í haust um réttinn til að
skora á núverandi heimsmeistara
í skák. Hann er cinn af 8 stór-
meisturum, sem til þess hafa rétt.
Þessi mikla keppni fer fram í
Júgóslavíu og er kölluð kandi-
datamót.
Skákmenn um heim allan eru
þegar farnir að leiða getum að
sigurmöguleikum hinna einstöku
stórmeistara.
Fulltrúa hinnar íslenzku skák-
Iistar á þessu þýðinugarmikla
móti, Friðriki Ólafssyni, fylgja
árnaðaróskir allra sannra íslend-
inga.
í rúrninu. Samt brá eg mér í bað
til að mæta ekki með stýrurnar í
augunum. Og þegai' eg kom til
leiks, voru 50 mínútur liðnar af
umhugsunartíma mínum og hefði
eg komið 10 mín. síðai', var skák-
in dæmd töpuð. Þetta var nátt-
úrlega heldur óálitleg aðkoma,
þar sem eg hafði tapað þessum 50
mínútum af tíma mínum og eg
átti aðeins eftir eina og hálfa
klukkustund fyrir 40 leiki, en
Larsen átti sinn tíma allan eftir.
Hafði þetta ekki lamandi áhrif
á þig?
Eg var við öllu búinn, þótt
tíminn væri naumur, og ef til vill
hefur það líka eitthvað tekið á
taugar Larsens að bíða eftir mér.
En nokkuð var það, að hann fór
mjög geyst af stað og tefldi djarft.
Hann hugsaði meira um sóknina
en eigið öryggi og' það varð hon-
um að falli. Skákinni lauk eftir
í’úma 20 leiki. Larsen tefldi vérr
á þessu móti en efni stóðu til.
Það var mikið skrafað og skrifað
um þessa skák í hollenzku blöð-
unum.
Hvað liyggur þú að framtíðin
beri í skauti?
Því er erfitt að svara. En þegar
svona er komið fyrir manni, seg-
ir Friðrik brosandi, dugar ekki
að láta taflið á hilluna, þegar
komið er svona nsérri takmark-
inu. Framundan er kandidata-
mótið, eins og búið er að taka
fram. Þar verður mjög hörð
keppni og tvísýn, og mér kemur
ekki til hugar að renna af hólm-
inum að óreyndu.
Moskva truflar.
Síminn hringir í ákafa. Það er
Reykjavík að biðja um stór-
meistarann. Eg heyri hvert orð.
Fréttastjóri Ríkisútvarpsins
spyr Friðrik, hvort hann ætli að
taka boðinu til Rússlands. Hvaða.
boði? svarar Friði'ik. Nú, veiztu
ekkert um það? Síðan segir hanu
þær fréttir, að sovéska skáksam-
bandið hafi boðið Friðrik að taka.
'þátt í 12 manna móti í Moskvu f
apríl í vor og. . . . „ætlarðu að
taka boðinu?“ Friði'ik er óviðbú-
inn, en ef mér missýnist ekkl
vottar fyrir keppnissvip. Hann.
telur líklegt að boðið verði.
þegið.
Hvernig geðjast þér að skák-
mönnum hér á Akureyri?
Hér eru margir efnilegir skák-
menn í röðum hinna yngri, auk
hinna eldri og reyndari skák-
manna. En yfirleitt er hringur
skákmanna hér um slóðir of
þröngur. íþróttin staðnar við
sterkasta manninn áf því að
svigrúmið til æfinga er of þröngt.
En mér þykir vænt um að sjá hve
skákáhugi er mikill hér.
Framhald á 7. siðu-
Mesfa þrekraun Islendings í fjölskák
r
Friðrik Olafsson tefldi við 38 menn og þar af tvær blindskákir
Friðrik Ólafsson stórmeistari
þreytti fjölskák við 38 Akureyr-
inga og Eyfirðinga á sunnudag-
inn. Þar af voru tvær blind-
skákir.
Teflt var í Lóni og voru áhorf-
endur margir. Jón Ingimarsson
bauð skákmenn og gesti vel-
komna í nokkrum ávarpsorðum
og fagnaði sérstaklega komu
stórmeistarans, sem hér er mörg-
um að góðu kunnur frá undan-
förnum árum.
Þessari keppni lauk þannig, að
Friðrik tapaði 3 skákum, gerði 3
jafntefli en sigraði 32 skákirnar
og þar af báðar blindskákirnar.
Þeir sem unnu stórmeistarann
voru: Randver Karlesson, Akur-
eyri, Atli Benediktsson frá
Hvassafelli, nemandi í M. A. og
Ingimar Friðfinnsson, Baugaseli.
Jafntefli gerðu: Júlíus B. Mag-
ússon, Snorri Sigfússon og
Hjálmar Jóelsson.
Fjöltefli þetta er hið erfiðasta,
sem lagt hefur verið fyrir ís-
lenzkan skákmann til þessa.
Klukkufjöltefli.
Á mánudagskvöldið tefldi svo
Friðrik við 10 meistaraflokks-
menn úr Skákfélagi Akureyrar
eftir klukku. Stórmeistarinn
hafði 10 sinnum minni umhugs-
unartíma en hver hinna.
Þessari skák, sem fór fram f
Gildaskála KEA, lauk svo, að
Friðrik vann 9 skákirnar en gerði
eitt jafntefli, við Jón Ingimars-
son.
Frammistaða Friðriks Ólafs-
sonar þessa tvo daga sýnir vel
skáksnilli stórmeistarans. Því að
auk þess, sem áður segir um fjöl-
teflið, var sigur Friðriks í skák-
inni við meistaraflokksmennina,
sá snjallasti, sem unninn hefur
verið hér á landi í sambærilegri
keppni.
Friðrik mun hafa teflt við
Menntaskólanemendur í gær. >á
hafa Þingeyingar og Skagfirðing-
ar beðið hann að heimsækja sig.