Dagur - 25.02.1959, Blaðsíða 2

Dagur - 25.02.1959, Blaðsíða 2
2 D A G U R Miðvikudaginn 25. febrúár 1959 HERJÓLFUR SKRIFAR HRINGSJÁ Hvað tefur aðgerðir ríkisstjórnarinnar? Ríkisstjórnin dregur dag frá degi a'ð birta tillögur sínar í efna- hagsmálum og kjördæmamálinu í frumvarpsformi á Alþingi Þegar minnhlutastjórn Al- þýðuflokksins tók við völdum í desember, boðaði hún ýmsar aðgerðir í efnahagsmálum og kvaðst mundu framkvæma áætlun sína í þrem áföngum aðallega. í fyrsta lagi skyldi ákveða lækkun launa og verðlags með sérstökum lög- um. Lög þessi hafa þegar ver- ið samþykkt á Álþingi. Er ]iar gert ráð fyrir að vísitalan verði 175 stig og laun greidd í samræmi við hana. Þá eru þar ákvæði um niðurgreiðslur úr ríkissjóði eða útflutningssjóði á verði ýmissa vísitöluvara. Annar áfangi efnahagsmála- áætlunar ríkisstjórnarinnar átti að vera tekjuöflunar- ákvörðun vegna útflutnings- sjóðs til þess að standast út- gjöld af niðurgreiðslum og út- flutningsbótum til framleiðslu atvinnuveganna, og þriðji áfanginn er svo afgreiðslu fjárlaga. AFGREIÐSLA EFNA- HAGSMÁLANNA. Þingflokkiu- Framsóknar- manna ákvað að spyrna ekki fæti við framkvæmd íyrsta stigs efnahágsmálaáætlunar- innar, cn á það var bent af liálfu Framsóknarmanna, að engan veginn væri víst, að flokkurinn styddi efnahagsmálaaðgerðirnar á öðru og þriðja stigi áætlun- arinnar. Þegar niðurgreiðslu- og kauplækkunarfrumvarpið var samþykkt, var með öllu óljóst, livað stjórnin hygðist fyrir um tekjuöflun, er leiddi af því. Margt virtist benda til þess, að stjórnin hygðist skerða framkvæmdafé ríkis- sjóðs, eða jafnvel afgreiða fjárlög með halla og velta byrðunum yfir á framtíðina til úrlausnar. HVAÐ VELDUR DRÆTTINUM? Langt er um liðið síðan nið- urgreiðslufrumvarpið var sam þykkt, en liins vegar bólar enn ekki á tekjuöflunartillög- um frá ríkisstjórninni til |>ess að standast hin nýju útgjöld. Menn velta því fyrir sér, hvað valdi þcssum drætti. Oðuin líður á þingtímann og getur hver dráttur málsins orðið dýr úr þessu. En er það ekki svo, að ríkisstjórnin sé í vanda um úrlausn málsins? Ætli það sé ekki reyndin, að ráðherrum Alþýðuflokksins þyki óvænleg færð á þcirri braut, sem þeir hafa markað? Að minnsta kosti er það víst, að afgreiðsla fjárlaganan og aðrar fyrir- hugaðar efnahagsaðgerðir bögglast nokkuð fyrir brjósti ríkisstjórnarinnar. Kjördæmamálið Annað höfuðmál ríkis- stjórnarinnar er kjördæma- málið. Ríkisstjórnin liefur heitið frumvarpi um breytta kjördæmaskipun á þessu þingi, og eftir því sem for- sætisráðhcrra sagði í nýárs- ræðu sinni til þjóðarinnar, miðast hin fyrirhugaða breyt- ing við það að leggja niður öll núverandi kjördæmi nema Reykjavík og taka upp hlut- fallskosningar í stórum kjör- dæmum. HVAÐ LÍÐUR FRUM V ARPINU ? Enn hafa tillögur þessar ekki verið felldar í frum- varpsform á Alþingi, og er hið sama að segja um það, sem efnahagsmálin, að mönnum þykir dráttur ætla að verða á þeirri vitneskju, hvað ríkis- stjórnin hyggst gera í málinu í einstökum atriðum. Að vísu er ljóst af blaðagkrifum og yfirlýsingum málsmetandi manna í þeim flokkum, sem ríkissíjórnina styðja, hvað koma skal, ef ráðandi menn þessara flokka fá vilja sínum framgengt. Þarf ekki annað en benda á ályktanir Alþýðu- flokksþingsins í nóvember sl. og yfirlýsingu forsætisráð- herra, sem fyrr var nefnd, svo og tillögur þær, sem Sjálf- stæðisflokkurinn gerði og birti nokkru fyrir jól, aðalíega. að því er virtist, til þess að veiða Alþýðubandalagið og Al- þýðuflokkinn í net sitt, þótt það yrði Alþýðuflokkurin,n einn, sem lét veiða sig. VANHUGSAÐAR TILLÖGUR. Framsóknarmenn skáru strax upp úr um afstöðu sína til hinnar v'æntanlegu kjör- dæmabreytingar. Þeir hafa bent á með rökum, að með slíkum breytingum sé ekki einungis verið að breyta, heldur miklu fremur að bvlta þeim grundvelli, sem kjör- dæmaskiptingin hefur ávallt byggzt á. Þá liefur einnig ver- ið á það bent af Framsóknar- manna hálfu, að með hlut- fallskosningum í því formi, sem ríkisstjórnarflokkarnir hugsa sér, sé stefnt enn lengra út í forað margflokkakcrfisins en þcgar hefur verið, þar sem sýnilegt sé, að hlutfallskosn- ingarnar muni fremur stuðla að flokkafjölgun og þannig valda vaxandi flokkabaráttu með allri þeirri skelfingu, sem af henni getur lioltizt og hefur lilotizt í fjölmörgum lýðræð- islöndum. Það er því síður en svo til styrktar lýðræðinu að stofna til kosningakerfis, sem auðveldar smáflokkum tilveru sína. Hitt væri nær að Alþingi sameinaðist um að finna þá lausn á kjördæma- og kosn- ingafyrirkomulagi, sem knýr á til samvinnu flokksbrota og smáflokka, því að venjulega ber ekki svo mikið á milli. að ekki sé hægt að semja um deilumálin og finna meðalveg, sem kemur í veg fyrir óeðli- lega flokkamyndun. Verður kjördæma- frumvarpið fellt? Svo sem kunnugt er, hafa Alþýðuflokksmenn og Sjálf- stæðismenn ekki þingstyrk einir saman til þess að koma venjulegum lagafrumvörpum gegnum þingið. I sambandi við afgreiðslu væntanlegs kjör- dæmafrumvarps virðast þessir flokkar treysta því, að Al- þýðubandalagið ljái atbeina sinn til framgangs þess. Mörg- um mun að sjálfsögðu þykja líklegt að svo verði. „Verka- maðurinn", sem fram að þessu hefur farið sér hægt í umræð- um um kjördæmamálið, birtir sl. föstudag ritstjórnargrein, er fjallar um málið. Það er áberandi við grein þessa, að engin afstaða er þar tekin með tillögum ríkisstjórnarinnar og á það bent, að engir samning- ar hafi verið gerðir við Al- þýðubandalagið um stuðning við kjördæmabreytinguna. — Það er því á þessu stigi óhætt að fullyrða, að eins miklar líkur séu til þess að frum- varpið verði fellt cins og að það verði samþykkt. Hér eiga Sjálfstæðismenn og Alþýðu- flokksmenn allt sitt undir af- stöðu Alþýðubandalagsins. — Það er von að menn spyrji „Ilver verður afstaða Alþýðu- bandalagsins til kjördæma- frumvarpsins?“ KJÓSENDUR HAFA STÖÐVUNARVALDIÐ. Setjum svo, að Alþýðu- bandalagið slysaðist til þess að fylgja breytingartillögunum — sem engan veglnn er víst — og málið fengi afgrciðslu á þessu þingi og efnt yrði til kosninga um málið í sumar. En þótt svo færi, eru fyrirlið- ar kjördæmabreytingarinnar ekki búnir að sigrast á ölluin hindrunum, því að þá eru það kjósendur, sem hafa stöðvun- arvaldið. Ólíklegt er að kjós- cndur í núverandi kjördæm- um ljái mjög fúslega atfylgi þeim flokkum, sem sameinast um að leggja niður kjördæmi þcirra ,Þó að t. d. yfirstjórn Sjálfstæðisflokksins þyki það nú góður „business“ að gjör- Framhald á 7. síðu. „Vimiuskylda unga fólksins cr lækningin“ Rætt við Hallgrím Tryggvason, prentara, um prentun á „Degi“ og fleira. Þegar lesendur blaðanna renna augunum yfir lesmál þeirra, hvarflar sennilega sjaldan að þeim, hversu geysi- leg vinna og fjölþætt liggur á bak við hvert tölublað. — Einn hlekkurinn í sögu hvers blaðs liggur að sjálfsögðu í prentsmiðjunum. Fáir munu hafa nokkra innsýn í vinnu þá, sem þar er framkvæmd, og hefir þátturinn því snúið sér til Hallgríms Tryggvasonar, setjara í Prentverki Odds Björnssonar, í því skyni að fræða lesendur „Dag's“, í stuttu máli, um þann þátt í útkomu blaðsins, sem fram- kvæmdur er í „Prentverkinu“. — Hallgrímur hefir nú um alllangt skeið séð um „um- brot“ á „Degi“ og á sinn þátt í hinu smekklega útliti hans. Vilt þú ekki, Hallgrímur, íræða okluir örlítið um þann þátt í útkomu „Dags“ sem er framkvæmdur í „Prentverk- inu“? spyr fréttamaður þátt- arins, er hann hittir hinn snarlega, rauðhærða setjara. í rótgrónu blaði sem „Degi“ er allt komið í fast form, og því útliti blaðsins settar mjög fastar . skorður. Fastir þættir hafa ákveðna dálksbreidd og ákveðin fyrirsagnaletur. — Vandaverk er að semja góðar fyrirsagnir, þar sem þær verða helzt að ná nákvæmlega yfir einhverja ákveðna dálks- breidd, ef blaðið á að líta smekklega út. — Eftir að handritin koma í „Prentverk- ið“ eru þau fengin í hendur vélsetjurunum, sem síðan setja allt lesmál í blaðið. Meg- inmálinu (þ. e. allt utan fyrir- sagpir og auglýsingar) er að lokinni setningu raðað laus- lega upp í dálka og „þrykkt af“ (þ. e. tekið eitt eintak af leturfletinum), sem ritstjóri fær til prófarkalesturs. — Síoan eru línurnar, sem villur voru í, leiðréttar af vélsetjur- unum og skipt um þær línur í dálkunum, áður en efninu er raðað niður í síður. — Starf mitt er fólgið í því að raða efninu niður í síður (umbrot) og koma því fyrir á sem hag- anlegastan og smekklegastan hátt. Er það, ásamt leiðrétt- ingum, um eins dags verk. — Þegar lesendur „Dags“ renna augunum yfir auglýsingasíð- urnar, hvarflar sennilega sjaldan að þeim hversu mikið starf liggur að baki hverrar síðu. Athuga þarf vel við hverja auglýsingu að setja rétt bil á milli hvers atriðis aug- lýsingarinnar, og síðan þarf að setja ramma utan um þær. — Allar síðurnar í blaðinu verða að vera nákvæmlega jafnstór- ar, og má þar engu um muna, jafnvel ekki pappírsþykkt. — Langfljótlegast er að „brjóta um“ langar greinar, en erfið- ast, og jafnframt skemmtileg- ast, er að vinna við 1. og 8.. síðuna, vegna þess fjölda fyr- irsagna og mynda, sem koma þarf á þessar síður. — Að um- broti loknu er tekið ,,afþrykk“' af síðunum, sem ritstjóri fær- sem síðustu próförk. — Eftir leiði'éttingu eru síðurnar sett— ar í prentvélina, sem prentar- upplag „Dags“, hátt á 5. þús.. eintaka, á liðlega tveimur- tímum. Kemur blaðið saman— brotið og tilbúið til útburðac úr vélinni. Hvað um myndir, sem birt- ast í blaðinu? Flestar myndir, sem birtast í Akureyrarblöðunum, eru gerðar í sérstakri mynda— mótavél, sem er hér í „Prent- verkinu". — Hún vinnur- þannig, að á sívalning er feát. ljósmyndin, sem gera á myndamót eftir og á annan samstæðan sívalning er fest efni það, sem myndamótið er gert í (plastefni). Síðan snú- ast báðir þessir sívalningar- með sama hraða og grefur nál öfuga mynd af ljósmyndinni í plastefnið jafnóðum og hið næma auga „fotocellunnar“ færist yfir liósmvndina. Hvað vilt þú segja um útlit dag- og vikublaða? Leturval í bla'ðaprentsmiðj- um virðist mjög handahófs- kennt og prentvélar gamlar og’ úr sér gengnar. — Mætti og' segja mér að ekki væri svo góð samvinna milli blaða- manna og umbrotsmanna, sem æskilegt væri. — Útlit blað- anna virðist þó smám samaíi verða líflegra og betra. Þú hefir farið utan til fram- haldsnáms í þinni iðngrein? Já. — Árið 1957 sótti ég ágætt námskeið Danska prentarasambandsins í Ála- borg. — Þar sannaði ég sjálf— um mér hversu geysimargt ég' á ólært í minni iðngrein, og hef ég því fullan hug á áfram- haldi á náminu og mun að öll- um líkindum fara til Svíþjóð- ar, í því skyni, á næsta hausti. — í Danmerkurferð minni gafst mér einnig tækifæri til að skoða nokkrar prentsmiðj- ur, og þ. á. m. „Gutenberg- hus“, þar sem meðal annars er prentað hið þekkta vikú- blað „Hjemmet". Að lokum, Hallgrímur, þar sem þetta er þáttur unga fólksins. Ilvað viltu þú segja um ungu kynslóðina? Að mínu áliti er hjal góð- borgaranna um spillta æsku ekki fullkomlega réttmætt. Flest ungt fólk nú á tímum virðist vera mjög heilbrigt í liugsun og taka hlutverk sitt alvarlega. — Að vísu hafa alltaf verið til tómthausar, en. munurinn er aðeins sá að þeir hafa nú í flestum tilfellum góð fjárráð og láta því meira á sér bera en þeir gerðu á sokka- bandsárum góðborgaranna. — Framhald á 7. síðu.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.