Dagur - 28.02.1959, Blaðsíða 2
2
D A G U R
Laugavdaginn 28. febrúar 1959
HERJÓLFUR SKRIFAR HRINGSJÁ
Hvað sagði ölafur Tliors 1942?
Sjálfstæð’sfiokkurinn „gengur ALDREI að þeirri skipan,“ að
landið verði fá, stór kjördæmi
SPURNINGAR ÓLAFS
THORS.
Sjálfstæðismönnum hefur
hnykkt við undanfarna daga,
síðan Tíminn og önnur blöð
Framsóknarmanna tóku að
birta gömul og ný ummæli
forystumanna Sjálfstæðis-
(lokksins um kjördæmamálið.
Sérstaka athygli liafa orð
Ólafs Thors vakið, þau er
hann viðhafði í þingræðu
1942, þegar þáverandi kjör-
dæmabreyting var til um-
ræðu.
Ólafur spurði Framsóknar-
menn tveggja spurninga og
svaraði jafnframt sömu
spurningum fyrir sína hönd og
flokks síns.
1. SPURNING ÓLAFS
THORS 1942:
„Vill Framsóknarflokkurinn
aðhyllast fyrri tillögu Alþýðu-
flokksins, að landið sé allt eitt
kjördæmi? SJÁLFSTÆÐIS-
FLOKKURINN GENGUR
ALDREI AD ÞEIRRI
LAUSN.“
2. SPURNING ÓLAFS
THORS:
„Vill Framsóknarflokkurinn,
að kjördæmin séu fá og stór?
Eg'veit ekki um einn einasta
þingmann Sjálfstæðisflokks-
ins, að undanskildum háttv. 4.
þingm. Rvíkur, Sigurði Krist-
jánssyni, sem það vill, OG
SJÁLFSTÆÐISFLOK K U R-
INN GENGUR ALDREI AÐ
ÞEIRRI SKIPAN.“
KÚVKNDING SJÁLFSTÆÐ-
ISFLOKKSINS.
Vilja nú ekki góðgjarnir
Sjálfstæðismenn bera þessi
ummæli sarnan við stefnu
Sjálfstæðisflokksins og skrif
Morgunblaðsins og íslendings
isíðan í descmber sl. Þá ætti
mönnum að verða ljóst, jafn-
vel forhertustu flokksmönn-
um, að Sjálfstæðisflokkurinn
hefur skipt svo rækilega um
skoðun á málinu, að það
verður tæplega betur gert!
SPEGILMYND
VINNUBRAGÐANNA.
En þeir, sem þekkja innræti
Sjálfstæðisflokksins og fylgzt
hafa ögn með pólitískum ferli
þessa skrýtna flokks, láta
líka kúvendingu í stórmálum
ekki koma flatí upp á sig. Af-
staða Sjálfstæðisfloltksins til
kjördæmamálsins er sönn
spegilmynd af vinnubrögðum
hans í ílestum stórmáltím. —
Sjálfstæðisflokkurinn á sér í
raun og veru cnga mótaða
stefnu, hcldur ekur seglum
eftir vindi og brýtur öll prin-
sip, sem sumir ímynda sér að
flokkurinn eigi, ef það gæti
orðið lionum til stundarávinn-
ings.
EINU SINNI VAR. ...
í árdaga nútíma flokkabar-
áttu á íslandi voru til heiðar-
legir íhaldsmenn og skönun-
uðust sín ekkert fyrir að vera
það. Þeir börðust gegn ölliun
réttarbótum félagshyggju-
manna með sínum röksemd-
um, þeir voru á móti sam-
vinnufélögum, verkalýðsfé-
lögum, rýmkun kosningarétt-
ar, eflingu samgangna, skóla-
haldi fyrir almenning og
„bruðli“ með fé landssjóðs.
Þeir hötuðust gífurlega við
allan ríkisrekstur, og bæjar-
rekstur var bolsivismi af
versta tagi. Þessir gömlu
íhaldskarlar voru eigi að síður
menn fyrir sinn hatt og létu
ekki hentistefnusjónarmið
hafa áhrif á sig.
ERFINGJARNIR OG
ÁVÖXTUN ARFSINS.
En eins og flestir, sem af
þessum heimi fara og eitthvað
eiga, áttu þeir sína arfþega.
Arfþegarnir sáu vcl, að arf-
urinn yrði ekki til lengdar
ávaxtaður með sömu aðferð-
um og forfeðurnir höfðu beitt,
eftir að félagsliyggjunni og
lýðræðiskenndinni óx fiskur
um hrygg. Erfingjarnir voru
að sjálfsögðu ráðvilltir í fyrstu
og vissu ekki, til hverra ráða
skyldi grípa, cn áttuðu sig um
síðir og stokkuðu spilin upp á
nýtt. Flokk sinn skipulögðu
þeir líkt og verzlunarfyrir-
tæki. Þeir tóku auglýsinga-
tæknina í sína þjónustu, líkt
og hygginn kaupmaður, sem
hcfur vöru á boðstóíum.
íhaldsflokkurinn var eins og
gömul krambúð, virðuleg og
sniðföst, og laðaði ekki að sér
kaupendur með ytra prjáli.
Arfþegar íhaldsins breyttu
ekki einungis framhlið verzl-
unarinnar og búðarinnrétting-
unni, heldur völdu nýtt nafn á
fyrirtækið. En allt var þetta
fyrirtæki með einkennum
hinna nýríku, óvirðulegt,
grundvallarlaust og stefnu-
laust um meginreglur. Vörun-
um úr gömlu krambúðinni
óku þeir á öskuhauga, en
fylltu nýju búðina sína af
þeim varningi, scm þeir töldu
útgengilegan á hverjum tíma.
Allt miðaðist við „kúnnann“.
Að vísu rakst smekkur hinna
margvíslegu viðskiptavina
stundum á, en slyngir verzl-
unarmenn kunna ráð við því.
Þess vegna stilltu þeir þannig
út í iniðargluggana, að hverj-
um, sem ú horfði, fannst þó
eitthvað vera á boðstólum í
búðinni, sem þeir hefðu not
fyrir. Skoðanaverzlunin var í
fullum gangi, og fyrirtækið
velti talsverðu, að vísu með
allmiklar víxilskuldir á bak-
inu, og þó að einn og einn víx-
ill væri afsagður, tókst for-
stjórunum yfirleitt að „redda“
svoleiðis smámunum. Fyrir
kosningar er svo ein allsherjar
útsala. Þá er allt selt með af-
slætti, 50—70%.
HENTISTEFNAN RÆÐUR
ÖLLU.
Það skal því engan undra,
þó að stjórnmálaflokkur, sem
þessi lýsing á við, skipti um
skoðun á einni nóttu á stór-
máli sem kjördæmamálinu. —
Hentistefnan ræður öllu, og
því er ekki skirrzt við að
ganga í berhögg við lielztu
grundvallaratriði. Við vitum,
hvernig Sjálfstæðismenn hafa
snúizt við málum, sem þeir
áður töldu fráleit. Sú var tíð-
in, að þeir máttu ekki heyra
bæjarrekstur atvinnufyrir-
tækja nefndan á nafn. Nú
telja þeir bæjarrekstur togara
sjáKsagðan hlut, og gera látn-
um forystumönnum sínum
það til háðungar að skíra eftir
þeisn bæjarrekna togara.
ALLT TIL AÐ SÝNAST.
Einu sinni áttu þeir ekki
nógu stór orð til þess að lýsa
andúð sinni á félagslegum
umbótum í gervi almanna-
trygginga og verkamannabú-
staða, en nú telja þeir sig
kjörna til þess að liafa for-
göngu í málum aldurhniginna
og lasburða, og Reykjavíkur-
bær, undir forystu Sjálfstæð-
ismanna, kákar við húsbygg-
ingamál og Iæzt vera að svara
kröfum fátæklinga tim mann-
sæmandi íbúðir. Allt er þetta
gert til þess að sýnast og
draga athygli manna frá þeirri
staðreynd, að hin upphaflega
stefna íhaldsins er óútgengileg
vara. Þá grípa ílialdsmenn-
irnir til þess ráðs að „stela“
baráttumálum félagshyggju-
og umbótamanna og gera þau
að sínum. í innsta eðli sínu
eru þeir andvígir verkfalls-
rétt, en þegar það lientar
þcim, cspa þeir til verkfalla
og breyta sér í „verkalýðs-
flokk“ eins og drekka vatn.
Eitt aðalideal þeirra cr eina
stundina að ráða niðurlögum
kommúnista, en sjái þeir sér
leik á borði, ganga þeir á efíir
kommúnistum með grasið í
skónum að mynda með sér
ríkisstjórn. Þannig er allt á
sömu bókina lært hjá Sjálf-
stæðismönnum. Það, sem áður
sncri niður, snýr nii upp, og
það, sem áður sneri upp, snýr
nú niður.
Gátan
f einu tölublaði „Tímans“ birt-
ist í vetur samtalsþáttur milli
eins blaðamannsins og dr. Finns
Guðmundssonar. Vildi blaða-
maðurinn fá fregnir hjá fugla-
fræðingnum um fækkun í'júp-
unnar á þessu ári. Lét blaðamað-
urinn í ljós, að menn bæi'i sig
hálfilla út af því að fa ekki rjúp-
ur í jólasteikina að vanda. Hefðu
þó í'júpnaskyttur farið víða vegu
í rjúpnaleit og lítið fundið né
fengið í sinn hlut. Horfði því til
vandræða á þessum vettvangi.
Að vísu væru íshús öll full af
hvers kyns kjöti, en við því vildu
menn ekki líta, sem hvorki væri
fleygt né fiðrað. Þó væru ekki
nema fáein ár, síðan í-júpan var
ekki seljanleg, en í vetur myndi
hún hafa verið keypt hvaða verði
sem upp hefði verið sett.
Sannist nú á þessu ári, að fleyg
rjúpan hafi fengið einhverjar
flugur í kollinn, svo að hún af
þeim ástæðum hafi þurft að
rjúka burt í fússi og þeytast eitt-
hvað út í buskann, þá er það þó
ekki að sjá á svari fuglafræðings-
ins, því að eftir því að dæma á
rjúpan um allmarga vegu að
velja.
Blaðamaðurinn spyr: Hvað
veldur þá hvarfi rjúpunnar?
Dr. Finnur svarar: — Það er
enn gáta, jafnt hérlendis sem
annars staðar. Þar getur ýmis-
legt komið til greina, fár, brott-
flug, viðkomubrestur eitt eða tvö
ár, eða eitthvað annað. Rjúpan er
ekki þolflugsfugl. Ef til vill mætti
hugsa sér, að hún flygi af landi
burt, þegar mergðin er orðin
mikil, og færist þá í hafi. En
engar stoðir renna enn undir þá
kenningu. Ef til vill gæti hún líka
flogið til Grænlands. En eg er
ekki til viðtals um þá kenningu,
að hún fari þangað og komi svo
þaðan aftur. —
Svo mörg eru þessi orð. — Eg
vil taka það fram í upphafi, að eg
er ekki lærður fuglafræðingur,
en eg hef kynnzt rjúpunni og
þekkt hana frá því að eg var lítill
drengur. Og fjármaður hef eg
verið mestalla mína ævi, svo að
ókleift mun reynast að ganga
fram hjá þeirri staðreynd, að
rjúpan er snar þáttur í daglegu
lífi þeirra manna, sem í sveitinni
búa. Og með framkomu sinni og
háttalagi vekur hún á sér sterka
athygli.
Á sumrum, er hún hefur ungað
út, kemur öll fjölskyldan heim á
tún og gerir sér gott af því, sem
þar er upp á að bjóða. Og af
gamalli reynslu hefur hún kom-
ízt að því, að þar fær hún að vera
í friði þennan tíma árs. Og áreið-
anlega notar rjúpan sér vel þessi
grið, því að æði oft mun það
koma fyrir, að hún fær sér í sarp
inn með hænsnunum og baðar
sig í sömu moldinni og þau, og
þess á milli snyrtir hún fjaðrir
sínar fyrir utan bæjardyrnar. En
er líður að hausti, breytist þetta
allt saman. Þá skiptir hún um lit
og flýgur til fjalla. Og síðan
gengur veturinn í garð. ,
Rjúpan hefur aíltaf verið talin
staðfcundinn fugl í hverju landi
sem er, og að íslenzka rjúpan sé
þar engin undantekning frá
þeirri reglu. Enda má víst bóka
það, hvar sem er, að hún fer ekki
úr landi. Til þess er hún of stað-
bundin að leggja út í slík stór-
ræði. Mætti það enda undarlegt
heita, færi hún að gerast farfugl
í hvert sinn og henni fjölgaði sem
mest, því að allt fram á þennan
dag hefur fjöldi hennár aldrei
orðið svo mikill, að hún hafi ekki
haft nægilegt landrými heima
fyrir í eigin landi.
Dr. Finnur Guðmundsson
fuglafræðingur bendir blaða-
manninum á ýmsar þær leiðir,
sem rjúpan gæti farið, þegar
rii i k I a
hennar tími sé kominn til að
hverfa. Langar mig því til að
benda honum á þá leið, sem
rjúpan fer venjulega, sé um raun
verulegt hvarf að ræða, en hann
minnist ekki á í viðtali sínu. En
fyrst vil eg þó drepa á það, sem
hann bendir blaðamanninum á,
en það er fár það eða einhver
bráðdrepandi pest, sem drepur
rjúpuna í hrönnum.
Nú tel eg það áreiðanlegt, að
rjúpan fer ekki þessa leið til
heljar. Og hvernig hugsa menn
sér þetta bráðafár rjúpunnar? Eg
hef að framan lýst því, hvernig
rjúpan hagar sér á sumrum með
unga sína heima við bæi og í
nánustu heimahögum. Það er því
algerlega óhugsanlegt, að hún
geti drepizt þar í hrönnum, án
þess að eftir því sé tekið. Enda
hef eg aldrei heyrt slíkrar hel-
farar rjúpunnar getið.
Einnig talar dr. Finnur um
viðkomubrest, og skil eg það
þannig, að þar muni átt við afföIL
á ungum rjúpunnar. Jú, vissu-
lega getur það komið fyrir, að-
rjúpnaungarnir falli, en ekki er-
það með neinu vissu millibili, þvf
að hér er það tíðarfarið sem ræð-
ur mestu um það ,hvort ungarnii-
ná yfirleitt fullum þroska. En um
rjúpnaungana er það að segja, að
þeir munu vera harðgerðustu
ungar sem til eru. Þó getur farið
svo, að þeir standist ekki lang-
varandi kulda og rigningar, svö-
að móðírin geti ekki vermt þá og:
þurrkað.
Sumarið 1903 var kaldasta og:
versta sumar, sem eg héf lifað„
og snjóaði oft í byggð það sumar.
Munu því yfirleitt flestallir ung-
ar hafa fallið, og eitthvað af far-
fuglum mun einnig hafa króknað-
En þótt slíkir atburðir komi fyr-
ir, skerðir það ekki svo mjög að-
alstofninn, því að slík ótíð geng-
ur að öllum jafnaði ekki yfir allt
landið samt'fmis, heldur aðeins-
vissa landsfjórðunga. Getur þá.
verið allgóð tíð í hinum fjórð-
ungunum, og verður afkoman þar
þá betri.
Þá hef eg drepið lítils háttar á,
hver örðlög geta beðið veslings-
rjúpuunganna í köldum og vot-
viðrasömum sumrum. Er þá næst.
að minnast á það, sem dr. Finnur
telur „eitthvað annað“. Satt að;
segja virðist mér hrein uppgjöf
felast í þessum orðum fræði-
mannsins, þar sem staðreyndirn-
ar er þó að finna svo að segja
fyrir bæjardyrunum.
Dr, Finnur minnist á það við
blaðamanninn, að nú séu liðin tíu
ár, síðan síðasta rjúpnaleysisáriS
gekk hér yfir. Og að vissu marki
má taka þetta trúanlegt. En þó
eru ekki nema átta ár, síðan
rjúpan féll þúsundum saman, og
var það veturinn 1950—1951 sem
þetta skeði.
Þessi vetur gekk mjög snemma
að með látlausum norðaustan-
hríðum. Snjó hlóð niður, svo að
brátt horfði til stórvandræða með
allar samgöngur. Fréttir tóku að
berast um að hreindýr væru far-
in að falla, þar eð þau næðu
hvergi til jarðar. Refir gengu hér
um götur bæjarins til að leita sér
ætis. Rjúpan var horfin. En hvað
var þá orðið af henni? Við skul-
um nú athuga í stuttu máli frétt-
ir þær, sem tóku að berast a£
rjúpunni og örlögum hennar. Ein
fréttin var sú, að eftir látlausa
stórhríð í heila viku urðu menn
á Reyðarfirði þess varir, að kom-
in var rjúpa þar í brekkurnar, og
jafnvel heim að húsum. Og sam-
tímis kom önnur frétt að austan,
að skip sem kom af hafi, hefði
siglt gegnum breiða röst af
dauðum rjúpum.
Þessar fréttir þurfa engrar
skýringar við. Rjúpuna hrakti
Framhald á 6. síðu.