Dagur - 28.02.1959, Blaðsíða 7
Laugardaginn 28. febrúar 1959
D A G U R
7
Yfiriitsgreln cg afmæli K A
Fyrir skömmu var hér í blað- |
inu getið um niðurstöður fyrstu
afkvæmarannsóknar í Eyiafirði,
sem framkvæmd var á Búfjár-
ræktarstöð SNE að Lundi við
Akureyri.
Þar kom í Ijós, að tvö fyrstu
nautin, sem gengu undir þetta
nýja próf, á þann hátt, að dætur
þeirra sögðu til um kynbótagildi
þeirra, voru mjög ólík. Dætur
þess nautsins, sem flestir töldu
fyrirfram mikið betra kynbóta-
naut, reyndust mun lakari. Þær
skiluðu um 2 þús. kr. minna í
afurðum yfir tilraunaskeiðið. —
Þessi niðurstaða undirstrikar
nauðsyn þess, að dæma feðurna
eftir afkvæmunum. Og að sjálf-'
sögðu ber að leggja höfuðáherzl-
una á kynbætur nautanna, þar
sem afkomendur þeirra eru svo
margfalt fleiri.
Flestir hljóta að sjá, hve geysi-
lega þýðingu kynbótastarfsemin
hefur í búfjárræktinni og er tæp-
ast um það deilt. í því sambandi
vitna menn oft til stói’aukinna af-
urða kúnna síðustu áratugina.
Víst er það bæði satt og rétt og
eflaust eiga kynbæturnar þar
hlut að máli. En á sama tíma og
meðalafurðir kúnna vaxa um
þi'iðjung hér við Eyjafjöi'ð, hefur
oi'ðið sú breyting á fóðrum og
hii-ðingu, að ekki er hægt að
segja um það með neinni vissu,
að hve miklu leyti afui'ðaaukn-
ingin verður rakin til kynbóta.
Líklegt er þó, að þær eigi veru-
legan hlut að máli. Enda hafa
menn lengi kappkostað kynbæt-
ur, þótt nú sé hægara um vik að
gei'a Stórvirki í þeim efnum. Það
vei’ður líka að hafa í huga, að
kynbæturnar koma ekki að
miklu gagni nema þeim fylgi
bætt fóðrun.
íslenzku kýrnar eru taldar
mjög mjólkurlægnar en lélegar
til holdasöfnunar.
Á síðari árum hafa kynbætur
í nautgripax-æktinni nær ein-
göngu miðast við nythæð og af-
ui'ðagetu. Möi-g kúakyn eru ótrú-
lega mjólkurlagin, næstum um
of, segja menn, og gengur það út
yfir hreysti og endingu kúnna.
En þegar þessar kýr misheppn-
ast, er vanalega um einhverja
fóðui-vöntun að ræða. Sé fóður-
þörf og umönnun þessara kynja
svarað fullkomlega, getur liið
r r
- Rök Asgeirs Asgeirs-
sonar
Frnrnhnld nf 1. síðu.
4. Vegna þessara franxan
greindu raka, verður að fara
aðra leið til að bæta hlnt
þéttbýlisins en að leggja nið-
ur sýslu- og kaupstaðakjör-
dæmin.
Þá benti Ásgeir Ásgeirsson á
það, að lítill munur væri á því,
hvort landið væri heldur fá stór
kjördæmi eða eitt kjördæmi. —
Þetfa er rétt, það mun líka reyn-
ast svo, að komist hin fyrirhug-
aða kjördæmabreyting íram nú,
þá verður ekki langt til þess, að
spoi-ið verði stigið til fulls og
landið gert að einu kjördæmi.
ótrúlega skeð: Feikilegt afurða-
magn og góður hagnaðui'.
Fyrsta skilyrðið til að vænta
megi arðs af mjólkui'kúnum er
það, að þær hafi næga afurða-
getu. í öðru lagi er nauðsyn að
framleiða mjólk af íslenzku fóðri.
Þeiri'i nauðsyn er vart nægur
gaumur gefinn. — Ráðunautar
halda því fi’am með réttu að
kýrnar skili ekki viðunandi af-
urðamagni nema með talsverðri
kjai-nfóðurgjöf. Góðar kýr mai'g-
borga kjai-nfóðurgjöfina. En sé
um umframframleiðslu að
ræða hoi-fir málið öðruvísi við.
Þá vaknar spurningin: Getum
við sætt okkur við það, að kaupa
erlent kjarnfóður til að framleiða
mjólkurvörur til útflutnings fyr-
ir hið mjög óhagstæða heims-
mai-kaðsvei'ð?
í sambandi við þessa spui'n-
ingu, sem víst er oft hampað og
af lítilli skynsemi stundum,
veiður að hugleiða það tvennt,
hvort hægt sé að rækta meii-i
hreysti og meiri hæfni til afurða-
getu af gróffóðri einu saman.
Eða, hvort landið geti ekki fram-
leitt nokkuð af þeim fóðui'bæti,
eða öðrum í hans stað, sem svar-
að geti fóðurþöi'finni að mestu
eða öllu leyti.
Heyfóðrið er að sjálfsögðu að-
alfóðrið hér. Það er auðugra af
næringarefnum, bætiefnum og
steinefnum en nokkurt annað
heyfóður, sem þekkt er. Þetta er
auðvitað undii'staða búfjái'rækt-
arinnar hér á landi. En þetta
heyfóður, sem nú er að mestu
tekið á ræktuðu landi, er þó
misjafnt að gæðum og mikill
hluti þess langt frá því að vera
eins gott fóður og efni standa til.
Nokkur hluti túnanna er vaxinn
lélegum grastegundum.Þar verð-
ur aldrei góð taða. Mjög víða er
hluti túnanna alltof seint sleg-
inn. Þar er engin von að fáist
neitt úrvalsfóður. Enn er tilbúinn
áburður notaður af nokkru
handahófi, vegna þess, að bænd-
ur hafa ekki neitt á að byggja
nema sína eigin reynslu í þessu
efni, og hún er alltof dýr hjá
mörgum. Þar, sem tilbúinn
áburður er notaður af handahófi,
er ekki hægt að búast við góð-
um árangri. Þar sem tún eru rak-
lend fæst aldrei góð taða. Nú er
nóg komið af þessum lestri og
væntanlega þurfa sem fæstir að
móðgast af honum.
Heyverkunin er annað aðal-
atriði í öflun hayfóðursins. —
Hrakin taðá er ekki til þess fallin
að gefa ríkulegar afurðir í gegn-
um mjólkurkýrnar. Skemmt vot-
hey ekki heldur. Sem betur fer,
mun sá hluti töðunnar fara vax-
andi, sem heita má gott fóður.
Grænverkuð, snemmslegin, smá-
gerð og ilmandi harðlendistaða er
hreinasta afbi-agðsfóður handa
öllum skepnum. Ef mögulegt
væri, með bættri x-æktun og hey-
vei-kunaraðfei'ðum, að hafa meg-
inhluta töðunnar í þeim flokki,
þá þyrfti ekki nema hluta þess
erlends kjarnfóðui’S, sem nú er
notaður, án þess að fara nokkm-s
á mis.
Með notkun bæði votheys og
þuri'heys, geta skepnurnar um-
sett meira gróffóður. Hafrar, róf-
ui', fóðui'mei'gkál, kai'töflur, und-
anrenning (undani'enningin er
ódýrasta fóðrið), belgjui'tir, síld-
ar-, beina-, fisk- og hvalmjöl,
heymjöl og mjöl af heimarækt-
uðum korntegundum, geta bætt
heyfóðrið stórlega og komið í
stað ei'lends kjai’nfóðui's að
mestu leyti. Fjölbreyttai'i rækt-
un, betri ræktun, betri heyvei'k-
un og kynbótastarfsemi, eru að-
kallandi störf á öllum tímum. —
Aukin ræktunarmenning gefur
von um fjölbreyttai’i í'æktun,
stóraukin vélanotkun auðveldar
sáðskipti, endurræktun og
þurrkun lands, rafmagnið getur
stói’bætt heyverkunina, og kyn-
bæturnar, sem fyi'st og fi-emst
miða að því, að halda þeim ár-
angri, sem náðst hefur, þurfa
einnig að beinast meira að því en
verið hefur, að auka hreysti og
afui'ðahæfni með gróffóðri.
Hið táknræna dæmi, sem nefnt
var í upphafi greinarinnar um
fyi'stu afkvæmarannsókn Búfjár-
ræktarstöðvarinnar að Lundi,
gefur auga leið um nauðsyn og
gildi kynbóta. En til þess að full-
ur árangur náist af kynbótastai'f-
inu, verður bætt fóðrun og hirð-
ing að fylgja fast á eftir.
Þrátt fyrir hið óumdeilanlega
gildi kynbótanna, munu stærstu
veikefni nautgriparæktai'innar
næstu árin vera á sviði bættrar
ræktunar, heyverkunar og öflun
fleiri innlendra fóðurtegunda.
Frafhliald af 5. síðu.
mann var þáverandi Islandsmeist-
R.vík og unnu KA stúlkurnar báða
arar í II. Ilokid stúlkna. Fjölmenn-
þessa leiki. Geta má þess, að Ár-
ur íþróttaflokkur úr Ármanni kom
hér í heimsókn í nxaí s. 1. á vegum
KA og kepptu félögin m. a. í hand-
knattleik karla og kvenna. Ármann
sigraði í báðum flókkum. Æfingar
eru nú í II. og III. fl. stúlkna og
II. fl. drengja. Kennari er Gísli
Bjarnason.
KÖRFUKN ATTLEIKUR
Áhugi fyrir kiirfuknattleik hefur
farið ört vaxandi s. 1. ár og hefur
KA nú mjög sæmilegum körfu-
knattleiksliðum á að skipa. Æ’.fing-
ar hafa verið stöðugar og vel sóttar.
Keppnir hafa verið margar og er
A lið KA nú Akureyrarmeistarar í
körfuknattleik. Þann 30. nóv. s. 1.
fór fram hraðkeppni í körfuknatt-
leik milli í. M. A., Þórs og KA, alls
með 5 liðum og sigraði A-lið KA og
annað varð B-lið KA. í apríl kepptu
körfuknattleiksmenn frá KA við ÍR
og Körfuknattleiksfélag Reykjavik-
ur, í R.vík, og vann KA bæöi fél-
ögin. I maí s. 1. konx körfuknatt-
leikslið frá IR og Ármanni og um
s. 1. mánaðarmót, kom Körfuknatt-
leiksfélag Reykjavíkur hingað á veg-
um KA og fóru fram margir
skemmtilegir leikir við þessi lið.
Gestirnir hrepptu flesta vinninga.
Á næstunni kemur til Reykjavíkur
körfuknattleikslið frá Banclaríkjun-
um og keppir við landslið Islend-
inga í körfuknattleik. Tveir KA
lélagar hafa verið valdir héðan til
æfinga í 20 manna flokk, er landslið
verður síðan valið úr. Menn þessir
eru Hörður Tuliníus og Jón Stef-
ánsson.
—o—
í ílestum íþróttagreinum hefur
KA haldið mörg innanfélagsmót
utan luiss og innan, haldið innan-
lélagsskemmtanir og sýnt kvik-
myndir ur íþróttaheiminum og telja
forystumenn KA það ólíkt hollari
tómstundaiðju fyrir unglinga, að
spreyta sig við jafnaldra sína í
sundlaug eða á íþróttavelli, heldur
en eyða tíma sínum og fjármunum
i margar miður hollar skemmtanir.
Auk íþróttaæfinga og mótanna,
bíða mörg og margvísleg verkefni
úrlausnar, svo sem hús og vallar-
gerð, íþróttaheimsókn til cinhverra
Norðurlandanna og fleira sem er í
athugun lijá stjórn félagsins.
Að lokum vill stjórn félagsins
jrakka öllum félagsmönnum, ung-
um og gömlum, konum og körlum,
fyrir ágæt störf og góðan árangur
á árinu, sem mun vera eitt mesta
sigurár í sögu félagsins frá upphafi.
-GÁTAN MIKLA
Framhald af 2. síðu.
undan hi'íðunum. Sumir hópar
gátu stöðvað sig á landi, en aðra
hrakti á haf út. Það mun ókleift
að segja með nokkun'i vissu, hve
mikið féll af rjúpunni þennan
yetur, en þrátt fyrir það var þó
slæðingur af henni voi'ið eftir.
Einnig má minnast síðastliðins
veturs. Hann lagðist óvenju
snemma að með hríðum, og x
nóvember var mjög víða búið að
taka allar skepnur á gjöf, og fóru
þær ekki úr húsi fyrr en komið
var fram á vor. Bati kom aldx-ei
allan veturinn, svo að þessi vet-
ur, 1957—1958, mun teljast með
þeim hörðustu, sem komið hafa
um langa hríð.
Nú dregur að úi'slitastund fyrir
mér, því að einmitt þessi vetur
virðist helgaður hinu vísindalega,
dulai’fulla hvarfi í-júpunnar. Er
því ekki álitlegt fyrir mig að ráð-
ast á þann tvíeflda múr og hafa
ekki annað en reynsluna tíma að
vopni. En hún hefur nú talizt
fremur haldlítil í þessu máli.
Mun eg þó hætta á þetta.
Eg býst við, að nú sé ríkulegt
vatn á myllu þeirra manna, sem
því halda fram, að rjúpan hafi
horfið á einhvern dularfullan
hátt, og þar sé falirm hinn mikli
leyndardómur, sem enginn fái
skilið. — En ef við athugum síð-
astliðinn vetur, hlýtur öllum að
vei'ða ljóst, að þá muni hafa ver-
ið hai'la fátt til bjargar blessaðri
rjúpunni. Vil eg svo að lokum
spyx-ja dr. Finn fuglafræðing og
alla þá, sem þessai'i dularfullu
trú eru gæddir, eftirfarandi
spurningar:
Á hverju átti rjúpan að lifa í
fyrravetur? Gat hún bjargað sér
betur en allur annar fénaður,
sem aldrei reyndist fært að láta
út úr húsi sökum hagleysis? Eða
féll hún aðeins sökum hinna dul-
arfullu örlaga, að nú voru eða
áttu að vera tíu ár liðin frá því,
er síðasta i'júpnaleysis-ár gekk"
yfir? Er í’júpan raunverulega
svona stundvís og tímabundin?
Hér mun vera sama sagan, sem
hefur endurtekið sig í aldaraðir:
Rjúpan fellur í hörðum vetrum,
en fjölgar brátt aftux', er góðæri
kemur. Lít eg því þannig á, að
alls eigi sé tímabundið, hvenær
henni fækkar og fjölgar á víxl.
Hér er tíðarfarið örlagavaldur
ísl. rjúpunnar.
Guðni Sigurðsson.
Söfnunin. N. N. 500. — A. K.
250. — Júl. Júlíusson og Margrét
Sigtryggsdóttir 500. — R. U. J.
1000. — M. A. 100. — Frú J. E.
500. — Þ. E. 100. — E. B. og fjöl-
skylda 1000. — B. G. 200. — J. K.
200. — Frá skipshöfn b.v. Kald-
baks 4000. — G. Þ. 100. — J. J.
100. — Frá Oddeyi'arskóla
5.003.40. Samtals 13.553.40.
Flóru gosdrykkir
fara SIGl'RFÖR um landið.
Vér bjóðum yður aðeins það BEZTA.
APPELSÍN
SNAPPCOLA
CREAM-SODA
ENGIFERÖL
ANANAS
SPORT
JARÐARBER.JA
SÓDAVATN
EFNAGERÐIN FLÓRA
AKUREYRI - SÍMI 1700