Dagur - 21.03.1959, Page 4
4
D A G U R
Laugardaginn 21. marz 1959
1 Daguk
Sfcrifstn fil i Haínarsnælt *)0 — Sítní 1 1
ERLI KJ 1 S I JOKI, N G V R DAVÍDSSOX \ —
VuiíKsinn.isljmi: ; jó\ s v m r r. lsso\ í
.vrgangurinn koslai kr. 75.00
Hlaiiiff kemui' út á inúVvikuílögum og
iaue.11 tliSgum, þt'Sar t'fni stantia til
fijaltltlagi cr 1. júlí
: . . FKENTVFRK 03>1)S BJÖRNSSONAR H.F. .......... . .... _
Að loknu flokksþingi
TÓLFTA FLOKKSÞINGI Framsóknarmanna
er nýlega lokið. Það var fjölmennasta þing
flokksins, sem hingað til hefur verið haldið og
áberandi hve þar var margt yngri manna, og ekki
síður athyglisvert hvað þeir tóku mikinn þátt í
þingstörfum og settu svip sinn á þinghaldið. Þá
var það einnig mjög ánægjulegt, að þetta þing var
hið fyrsta, sem haldið er í húsakynnum Frain-
sóknarmanna, hinu nýja félagsheimili við Frí-
kirkjuveg í Reykjavík. Húsakynni eru hin mynd
arlegustu og hafa mikinn vaxtarmöguleika fyrir
liina margþættu starfsemi flokksins. Mun hið nýja
heimili án efa auðvelda flokksstarfið.
Að sjálfsögðu draga menn margs konar álykt
anir af liðnum atburðum stjórnmálanna á flokks
þingum. í því sambandi er vert að minna á, hve
óstjórnlegt kapp er á það lagt af andstæðingun-
um, að lýsa viðskilnaði vinstri stjómarinnar sem
hörmulegast og öllu hennar starfi.. Rétt er að
minna á tvennt sem dæmi um hin óváfengjanlegu
straumhvörf, sem urðu í landinu á valdatíma
þessarar stjórnar. Fólksstraumurinn til Suðvest
urlands hætti að mestu og stafaði það eingöngu af
því, að fólkinu úti á landsbyggðinni var rétt
hjálparhönd um margs konar framkvænnlir til
upphyggingar heilbrigðs atvinnulífs. Þetta var
fyllilega réttmætt af þeirri ástæðu, að í sveitum,
þorpum og bæjum utan höfuðstaðarins leggja til-
tölulega fleiri menn hönd að nytsömum störfum,
framleiðslu og iðnaðar. Og þaðan kemur megin-
hluti þeirrar framleiðslu, sem þjóðin lifir á dag
lega auk útflutningsverðmætanna, sem skapa
hinn nauðsynlega gjaldeyri. Vinstri stjórninni,
undir. forsæti Hermanns Jónassonar, tókst að
skapa algera þjóðareiningu um landhelgismálið og
var það einnig þrekvirki, einkum vegna þess, að
stærsti stjórnmálaflokkurinn, Sjálfstæðisflokkur
ínn, vann það til í hatri sínu á ríkisstjórninni, að
snúást á sveif með brezkum andstæðingum þar til
á 11. stundu. Þessi tvö dæmi eru táknræn fyrir
þann kapítula stjórnmálanna, sem lauk fyrir síð-
ustu áramót.
Andstæðingarnir minnast oft á það, að nú standi
Framsóknarflokkurinn einn og óstuddur. Þetta er
foæði satt og rétt og það sem meira er: Þetta er
gott. Enga dul sltal yfir það draga, aö pað voru
vonbrigði þegar Alþýðuflokkurinn sveik umbóta-
bandalagið. Bandalagið hafði möguleika til að
lyfta Grettistaki í íslenzkum stjórnmálum. En uin
það skal ekki sakazt fremiír en orðið er. En lík
legt er, að mörgum finnist andrúmsloftið nú
hreinna og svigrúmið meira, þegar ekki þarf að
halda í höndina á fremur illa innrættum félögum
Fyrri vinir og hálfvinir hafa br’ugðið brandinum
gegn Framsóknarflokknum í því skyni að leggja
niður gömlu kjördæmin, fækka þingmönnum
hans verulega og skerða með því og á annan hátt
áhrif byggða og bæja á stjórn landsins. Gegn
þeirri þjóðarógæfu mun Framsóknarflokkurinn
herjast af öllum mætti og njóta til þess stuðnings
allra þeirra manna, sem eru á móti landeyðing-
arstefnu íhaldsins. — í næstu kosninguin verður
harizt um það, hvort gömlu kjördæmin verða af
máð og réttur dreifbýlisins skertur til stórra
muna. í þeirri baráttu er um framtíð dreifbýlisins
þorpa og bæja út um land að tefla.
Frú Sigríður Jónsdóftir níræð
Laugardaginn 14. marz sl. átti
Þennan hátíðlega fagnaðar- og
Sigríður á Þóroddsstöðum hefur
hlotið traust og virðingu allra,
sem henni hafa kynnzt. Hún hef-
ur átt miklu barnaláni að fagna.
Vinnuhjúum sínum og fóstur-
börnum hefur hún verið raungóð
og umhyggjusöm eins og bezta
móðir.
Mann sinn, Jón Þórðarson,
missti Sigríður árið 1940. Hann
var hagleiksmaður hinn mesti.
Framsýnn og atorkusamur
bændahöfðingi svo að af bar. Þau
hjónin bjuggu lengst sinnar bú-
retu að Þóroddsstöðum í Ólafs-
firði við mikla rausn og að stór-
brotnum myndarhætti, en ættuð
voru þau bæði úr Svarfaðardal.
Jörðina byggðu þau glæsilegum
húsakosti. Stækkuðu túnið og
gerðu véltækt. Lítill fjallalækur
var þeizlaður. Með orku hans
voru íbúðarhús og peningshús
raflýst. Um sinn stundaði Jón
bóndi útgerð niðri í Ólafsfjarðar-
kauptúni. Reyndi þá mjög á
stjórnsemi Sigríðar húsfreyju,
sem vel sá fyrir öllu með lipurð
sinni og skörungsskap. Naut hún
þá einnig mikils stuðnings hinna
mannvænlegu sona þeirra hjóna,
en þeir eru auk Ágústs, er fyrr
getur: Sveinbjörn, bygginga-
meistari og aðalstofnandi Ofna-
smiðjunnar h.f., Rvík; Þórður,
sem við búi tók á Þóroddsstöðum
eftir föður sinn, seinna bæjar-
stjóri í Ólafsfirði, en nú skrif-
stofumaður í Rvík, og Gunnlaug-
ur vélsmíðameistari, einnig bú-
settur í Rvík.
Gestir, sem til Ólafsfjarðar
komu, voru ávallt hvattir til að
leggja leið sfna til Þóroddsstaða
Þar mátti márgt nýstárlegt sjá,
sem til fyrirmyndar var. Öllu var
þar haganlega og snyrtilega'fyrir
komið, jafnt útanhúss sem innan.
Um heimilishætti alla voru fastar
venjur skapaðar, sem eigi mátti
út af bregða. Heimilið allt, í
formi og hagleik, minnti á list-
-ænan fegurðarsmekk þeirra
Þóroddsstaðahjóna. Þessi lista-
smekkur hefur greinilega gengið
í erfðir til sona þeirra hjóna og
barnabarna. Sigríður húsfreyja
getur því með mikilli gleði og
þökk litið yfir dáðríkt ævistarf.
Hún hefur lagt mikið og skýrt
gull í lófa framtíðarinnar.
Sigríður mín! Eg veit, að á
þessum merkisdegi þínum munu
margir hugsa hlýtt til þín og
senda þér blessunar- og þakkar-
kveðjur. Þannig rnun það vissu-
lega um alla Ólafsfirðinga, er þér
hafa kynnzt.
Sjálfur sendi eg þér mínar
innilegustu ái'naðarkveðjur með
einlægri þökk og virðingu. Guð
gefi þér fagurt og bjart ævikvöld,
trúrækna, góða kona.
Jón Júl. Þorsteinsson.
Söfnun vegna sjóslysanna
Söfnunin. Til séra Péturs Sig-
urgreirssonar: Frá Starfsfólki
Kaffibrennslu Akureyrar h. f. kr.
2000. — Frá tveimur ungum
mönnum kr. 100. — Frá K. J. kr.
500. — Frá Vélstjórafélagi Akur-
eyrar kr. 1000.— Ónefnd kona kr.
100. — Frá starfsfólki Kexverk-
smiðjunnar Lórelei kr. 1225. —
Ónefnd kona kr. 100. — B. R. kr.
500. — Frá Litla knattspyrnufél.
kr. 39.15. — G. S. kr. 100. — N.
N. kr. 500. — Frá skipverjum á
b/v. Svalbak kr. 780Ó. — Sam-
tals kr. 13.964. 15.
Á afgr. Dags síðan 28. febr.:
B. H. kr. 150. — Ónefnd kona kr.
100. — L. og R. kr. 100. —
Ónefndur kr. 50. — Anna, Guð-
rún og Björn kr. 300. — Móðir og
sonur kr. 200. — Frá starfsf. Raf-
veitunnar kr. 3000. — Steinþ.
Helgason kr. 100. — M. J. kr. 100.
— N. N. kr. 50. — S. J. kr, 100. —
Lárus Kristiansen kr. 150. — Ól-
afur Sölvason kr. 100. — Viðbót
frá Oddeyrarskóla kr. 135. — B.
K. kr. 200. — Frá starfsf. Lands-
símans kr. 1750. — N. N. kr. 110.
- V. Ó. kr. 200. — Frá Ytri-
Bakka kr. 500. — N. N. kr. 100.
— Frá starfsf. Hraðfrystihúss U.
A. kr. 5200. — Jón Stefánsson kr.
500. — N. N. kr. 100. — X. kr.
400. — N. N. kr. 200. — N .N. kr.
100. — N. N. kr. 100. — Elín
Valdimarsdóttir kr. 250. —
K. S. kr. 100. — Fríða
Sæmundsdóttir kr. 100. — Frá
starfsfólki verksmiðja SÍS, með
ósk um að þessi gjöf verði látin
ná til fleira en aðstandenda
þeirra, sem fórust mað b/b. Júlí
og vitaskipinu Hermóði, kr
28.125. — Frá S. B. og Þ. B. kr
500. — B. S. kr. 100. — A. S. kr
100. — Akureyrardeild KEA kr
5000. — Skipshöfn b/v. Harðbaks
kr. 4000. — Frá Stefáni og
Kristni, Skjaldarvík, kr. 500. -
Frá starfsfólki POB og Vélabók
bands kr. 2820. — Frá P. kr. 300
— N. N. kr. 100. — Frá Glerár-
skóla kr. 1850. — Viðbót frá
starfsfólki Hraðfrystihúss Ú. A,
kr. 150. —• Frá Gunnlaugi Einars-
syni kr. 100. — J. Þ. kr. 100. N
N. kr. 500. — Ónefndur kr. 100
— Frá starfsfólki Kaupfélags Ey-
firðnga kr. 12602,50. — S. V. 100
— Á. J. kr. 1000. — N. N. kr. 100
— N. N. kr. 100. — Á. J. kr. 100,
— UMF Dagsbrún kr. 265. — Frá
feðgum kr. 200. — Lovísa og Jón
kr. 200. — N. N. kr. 100. — G. J.
kr. 100. — S. J. J. kr. 200. — Jón-
as Aðalsteinsson og fjölskylda kr,
100. — Bjarni Jónsson kr. 130. —
Samt. hefur borizt kr. 88.040.90
Til ekkju Aðalgeirs Jónssonar
síðan 4. marz: Frá skipshöfninni
á b/v. Harðbak kr. 3200. — Gam
all félagi kr. 500. — G. H. kr. 100
— N. N. kr. 200. — O. G. kr. 200,
— N. N. kr. 200. — Frá starfsfólki
Kaupf'élags Eyfirðinga kr.
12602,50 — N. N. kr. 200. —
Ónefndur kr. 100. — E. og E. kr.
100. — Samtals hefur þá borizt til
hennar kr. 23902,50.
Fyrsti dóttiirsöfmiður íslenzkrar
kristni - stofnaður í Konsó
Undanfarin þrjú ár — og nokkrum mánuðum
betur — hefur norðlenzk hjúkrunarkona, Ingunn
Gísladóttir nafni, unnið svo aðkallandi og árang-
ursríkt líknarstarf í Konsó í Suður-Eþíópíu, að
vekur aðdáun allra er til þess þekkja. Hún hefur á
ári hverju tekið á móti þúsundum sjúklinga og oft
verið sótt til fjarlægra þorpa. Hve aðkallandi þetta
starf er geta ekki aðrir skilið til fulls, en sjónar-
vottar. Þó ætti að nægja að nefna, að Konsóþjóð-
flokkurinn er örsnauður lýður í hitabeltislandi, ber
ekkert skyn á hreinlæti, hefur enga lækna og engin
meðöl. Stórfurðulegan árangur lækningastarfsemi
kristniboðsstöðvarinnar má eflaust að verulegu
leyti þakka staðgóðri menntun íslenzkrar hjúkrun-
arkonu og undralyfjum nútímans.
1 nóv.mánuði sl. var tekið á móti ellefu hundruð
manns í sjúkraskýli okkar. (Eg skrifa „okkar“ af
dví að stöðvarhúsin eru byggð og starfið allt rekið
fyrir gjafafé frá íslenzkum kristniboðsvinum.)
Þennan sama mánuð var stofnaður söfnuður með
ellfu manns. Aðrir níu voru þá mjög nálægt því að
fullnægja þeim kröfum, sem gerðar eru til skírn-
aega, og þar fyrir utan voru 25 fastir þátttakendur
í námskeiði til undirbúnings fyrir skírn.
Síðan Felix Ólafsson og kona hans komu heim í
orlof hafa starfað á kristniboðsstöðinni, auk hjúkr-
unarkonunnar, hjónin Margrét Hróbjartsdóttir og
Benedikt Jasonarson úr Reykjavík. Talsverð hreyf-
ing hefur vaknað í þorpsbúum í nágrenni stöðvar-
innar. Innbornir samverkamenn heimsækja slíka
staði reglubundið, en um helgar koma það margir
til kristniboðsstöðvarinnar, að þröngt er um þá í
samliggjandi stofum skólahússins, — og fer nú að
verða aðkallandi þörf á að safna fé til byggingar
skólahúss.
Okkur, sem þessu starfi unnum, hefur verið það
mikil tippörvun, að það á vissulega síauknum skiln-
ingi að fagna hér á landi. Gjafir hafa aukizt frá ári
til árs. Á síðastliðnu ári var Sambandi íslenzkra
kristnibo'ðsfélaga veittur allur sá gjaldeyrir, sem
:>að hafði ráð á að sækja um, eða fyrir hátt á þriðja
hundrað þús. krónur.
í málgagni Kristnibaðssambandsins, Bjarma, birt-
ast að jafnaði bréf frá kristniboðunum. Og þeir hafa
frá mörgu að segja. Eg læt nægja að taka hér með
smáklausu úr síðasta bréfi Benedikts. Hann skriíar:
„Sunnudpginn 29. nóv. var skírð litla telpan, sem
Inga hefur tekið að sér, þar eð móðir hennar dó frá
henni. Hún dafnar vel og er mjög fallegt barn.
Núna er hún 2OV2 mörk, en var tæpar 6 merkur,
þegar hún fæddist.
Það hefur vakið mikla furðu fólks, að við skyld-
um hirða um að halda lífinu í krakkatetri, sem þeir
hefðu allir sem einn hent út í skóginn og gefið hý-
enunum. Þetta er eins og rotta eða köggull, hafa
margir sagt, og er mér ekki grunlaust um, að fyrir-
litning þeirra á barninu standi að einhverju leyti í
sambandi við dauða móðurinnar, — saki barnið um
það. En hún er uppáhald okkar á st.öðinni. Að Guð
leyfði henni að lifa, gefur okkur vonir um, að Hann
ætli henni eitthvað sérstakt verkefni að vinna, þeg-
ar hún vex og vitkast.“
Þetta voru orð trúboðans.
En annar hefur sagt: „En hver, sem tekur á móti
einu slíku barni í mínu nafni, hann tekur á móti
mér.“ — Og sjá, mörg „slík börn“, stór og smá,
liggja nú svo að segja við dyr okkar íslendinga, —•
í Konsó.
Gleðilega páska! Ólafur Ólafsson.
Fer nú frost að hjálpa gróðri?
fsrael er lítið land, og mikill hluti þess eyðimörk.
Það er því ekki undarlegt, að við verðum forviða,
er við heyrum í útvarpsfréttum, að forustumenn
þjóðarinnar lýsa því yfir, að landið geti tekið á móti
meira en milljón innflytjenda til viðbótar. Við
hugsum þá sem svo, að þeir hljóti þá að ætla að
rækta eyðimörkina. En hvar ættu þeir að fá vatn-
ið? Á þessum slóðum kemur sjaldan vatn úr lofti.
í nýkomnu bandarísku bændablaði er grein um
eyðimerkur og þurrka og þá miklu sókn, sem
mannkynið verði að hefja fyrr en seinna gegn eyði-
mörkunum. Segir þar, að vísindamenn hafi um
langan aldur íhugað, hvort ekki mætti nota sjóinn
til áveitu, þ. e. a. s. hvernig auðveldast myndi að
losna við saltið, en ekki hafi tekizt enn að finna
heppilega og ódýra leið.
En blaðið segir ennfremur, að nú hafi ísraelskur
maður fundið aðferð, sem byggist á vitneskju, sem
menn hafi haft í fórum sínum öldum saman, þeirri,
að þegar sjór er lagður ísi, þá frýs saltið ekki með.
Aðferð ísraelsmannsins er einfaldlega sú að frysta
sjóinn með rafmagnskælitækjum, láta svo klaka-
Framhald d 7. síðu.