Dagur - 21.03.1959, Síða 7
Laugardaginn 21. marz 1959
D A G U R
7
Húseign til sö!u
Húseignin nr. 21 við Hrafnagilsstræti er til söln nú
þegar. — Upplýsingar gefur
GUÐM. SKAFTASON, hdl.,
Brekkugötu 14, Akureyri.
HUNDUR TAPAÐUR
Tapast hefur hundur, svartur að lit, með hvítan blett
undir rófu, nokkuð stór, loðinn, með lafandi eyru. —
Ef einhver kynni að hafa orðið hundsins var eða gæti
gefið upplýsingar um hann, þá látið vita í Naust III. —
Sími 0,2, u.m Akureyri. — Góð þóknun.
Til fenningargjafa:
Baby-Doll náttföt,
rnjög falleg,
Undirkjólar,
Skjört.
VERZL. DRÍFA
SÍMI 1521
Til fermiiigargjafa:
Burstasett
Snyrtitöskur
Hanzkar
Slæður
Sokkar.
VERZL. DRÍFA
SÍMI 1521
Til fermingargjafa:
BIBLÍUR
NÝJA TESTAMENTI
SÁLMABÆKUR
PASSÍUSÁLMAR
BÓKAVERZLUN
JÓH. VALDEMARSSONAR
Fermingarkort
Rækur og ritsöfn
Orðabækur o. fl.
Gefid börnum yðar varanlega
fermingargjöf.
BÓKAVERZLUN
JÓH. VALDEMARSSONAR
Parkerpennar
Sbeaffer’s pennar
Pennasett
f
Skrifborðssett
Bókaverzlun
Jóh. Valdemarssonár
Unglingsstúlku vantar
frá 14. maí.
Gunnlaug Thorarensen,
Bjarmastíg 9. Sími 1232.
Til sölu
tilbúin baruaprjónanærföt.
Uppl. í Grundargötu 5. —
Sími 2156.
Til fermingargjafa:
VATTERAÐIR greiðslusloppar
BABY-DOLL náttföt
NYLON-UNDIRK J ÓL AR
NYLON-MITTISPILS
SNYRTITÖSKUR
SOKKA3IÖPPUR
TÖSKUR, HANZKAR
SLÆÐUR, ILMVÖTN
NYLONSOKKAR
CREPESOKKABUXUR
o. fl. o. fl.
ANNA & FREYJA
Fermingarskór!
Mikið og gott úrval
fvrir drengi og stúlkur.
Nýjar gerðir.
Nýir litir.
Nýjasta tízka.
Llinir eftirsóttu
tékknesku
herraskór
„sem hafa rúgskinns-
útlit“
fást nú aftur.
Verð kr. 105.50
Sænsk, finnsk og
tékktiesk
barnasfígvél
Fjölbreytt úrval.
Verð frá kr. 34.25
Til fermingargjafa:
Tjöld, 2 og 4 manna
Svefnpokar, 3 gerðir
Bakpokar, 3 gerðir
Vindsængur (sænskar)
Ferðaprímusar
koma næstu daga.
Sjónaukar, 3 tegundir
Mvndavélar, 3 tegundir
Skíði og alls konar
skíðaritliúnaður.
N Ý K 0 MIÐ
Skíðagleraugu
Sundgleraugu
Sundgrímur
nreð öndunarventli
Sólgleraugu
alls konar
Loftvogir
Póstsendum.
BRYNJÓLFUR
SVEINSSON H. F.
Vílos sokkavél til sölu
Upplýsingar í sírna 113,
Húsavík.
HALLÓ!
Nú eru það snotur og
, : .happasæl hjónarúm, er óska
*éftír áframhaldandi notk-
un. Öndvegis dýnur og
sængur fylgja. Rétta stefnu
á dvalarstað sefur
O
Guðm. Flalldórsson,
Brekkugötu 3.
Ibúð óskast til leigu
frá 14. maí n.k. Húshjálp
eftir samkomulagi. Tilboð
leggist inn á áfgreiðslu
blaðsins fyrir þriðjudags-
kvöld, merkt: 14. maí.
- Frostið og gróðurinn
Framhald af 4. siðu.
stykkin bráðna, og þá er komið
ferskt vatn. Þetta hefur að vísu
kostnað í för með sér, en vatnið
er dýrt á þessum slóðum, og
eyðimörkin getur orðið dýrmætt
akurlendi, ef vatn er nægilegt, og
Miðjarðarhafið er skammt frá. —
Lízt hinu bandaríska bændablaði
vel á aðferð þessa og leggur til,
að ráðist sé á þennan hátt á upp-
blásna eyðimerkurfláka Kali-
forníuríkis og þeim breytt í gróð-
urlendi með aðstoð Kyrrahafsins.
Guðspekistúkaii Systkinabandið.
Aðalfundur verður haldinn
þriðjudaginn 24. þ. m. kl. 8.30 e.
h. á venjulegum stað. — Erindi.
Frá starfinu í Zíon. Sýnd verð-
ur i kvöld kl. 8 kvikmyndin Mar-
teinn Lúthcr. Sýningin tekur 2
kl.stundir og er það þungskilin,
að börn fá ekki aðgang. — í upp-
hafi samkomunnar á pálmasunu-
dag kl. 8.30 verður sýnd litkvik-
mynd frá Konsó. Ólafur Ólafsson
talar. — Tekið á móti gjöfum til
kristniboðs.
Filmía sýnir í Nýja-Bíó kl. 3 á
laugardag.
Rakarastofur bæjarins verða
lokaðar laugardaginn fyrir páska.
Munið spilakvöld Léttis í Al-
þýðuhúsinu á sunnudaginn.
Þsnkar og þýðsngar
Framhald af 2. siðu.
minningarguðsþjónustuna í Holm-
enskirkju, en þar voru, auk aðstand-
enda, helztu fyrirmenn Dana sam-
an komnir. Nú liefur skipshöfn tog-
arans verið boðin ókeypis .dvöl í
sumargististöðum í Fanö, en það
er eyja skammt frá Esbjerg, þekkt
ur baðstaður.
Nýjar álögur auka ekki kærleik
þegnanna til nokkurrar ríkisstjórn-
ar, jafnvel þótt þetta standi hjá
Lúkasi í 12. kapítula: þar sem
fjársjóður yðar er, þar mun og
hjarta yðar vera.“
Handelslidningen.
r
Afengi og slysahætta
Við stærsta sjúkrahúsið í
Stokkhólmi var fyrir nokkrum
árum gerð blóðrannsókn á öllum,
sem þar voru lagðir inn á einu
ári af völdum slysa. Var þetta
gert til þess að reyna að komast
eftir því, hvaða þátt áfengis-
nautn ætti í slysum almennt. —
Kom í ljós, að áfengisnautn hafði
aukið mjög slysahættuna í öllum
atvinnugreinum, sem þarna
kömu til greina.
*
Japanskt fyrirtæki lækkaði
fyrir skömmu reksturskostnað
sinn um 60% með því að taka eð-
eins bindindismenn í þjónustu
sina.
-K
Þýzkt fyrirtæki kom þeirri venju
á, að starfsfólkið drakk mjólk og
gosdrykki í stað bjórs. Þessi ráð-
stöfun hafði það í för með sér, að
slysum í þessari verksmiðju
fækkaði um 66%.
-K
Ungur slökkviliðsmaður í Aust-
urríki hefur nýlega játað að hafa
kveikt í 26 húsum til að svala
áfengisþorsta sínum. En skýring-
in á þessu fyrirbrigði er sú, að
slökkviliðsmenn fá ókeypis veit-
ingar eftir hverja útköllun, er
slökkviliðsstarfi er lokið hverju
sinni. Og þá oft aðeins brennivín.
Þegar áfengisþorstinn sótti á
hinn unga Austurríkismann, fór
hann og kveikti í húsi. Vann síð-
an'að slökkvistarfinu og fékk svo
sína hressingu á eftir. (Folket.)
Frá Áfengisvaríianefnd
Akureyrar.
Iljónaeíni. Nýlega hafa opin-
berað trúlofun sína ungfrú Erla
A. Gunnlaugsdóttir, Atlastöðum,
Svarfaðardal, og Sigfús Sigfús-
son, Steinsstöðum, Öxnadal.
Hjónaefni. Nýlega opinberuðu
trúlofun sína ungfrú Oddný Sig-
urrós Stefánsdóttir, Straumnesi,
Glerárþorpi, og Karl Óskar Tóm-
asson, verzlunarmaður, Holta-
götu 11, Akureyri.
Hjúskapur. Sunnudaginn 15.
marz sl. voru gefin saman í
hjónaband af sóknarprestinum í
Grundarþingum ungfrú Þóra
Björk Kristinsdóttir, hjúkrunar-
nemi frá Syðra-Laugalandi, og
Jósef Halldór Þorgeirsson, stud.
juris frá Akranesi. Hjónavígslan
fór fram í Munkaþverárkirkju.
Hjúskapur. Síðastliðinn sunnu-
dag voru gefin saman í hjóna-
band ungfrú Jenný Margrét iHn-
riksen, Gránufélagsgötu 33, Ak-
uareyri, og Jón Hermannsson,
Hvarfi, Bárðardal. Heimili þeirra
verður að Hvarfi.
Minningadgjafir til Slysavarna-
deildarinnar: 1000 kr. til minn-
ingar um Jóhann M. Helgason frá
N. N. —-100 kr. til minningar um
Sigþrúði Sölvadóttur frá M. K. —
Einnig 1000 kr. gjöf frá ónefndum
og 500 kr. líka frá ónefndum. —
Beztu þakkir. S. E.
Kvcnnadcild Slysavarnafélags-
ins flytur öllum bæjarbúum inni-
legar þakkir fyrir stórkostlega
þátttöku í fjársöfnun deildarinn-
ar á sunnudaginn var. Sérstak-
lega þakkar hún framkvæmda-
stjóra KEA, hótelstjóra, fram-
kvæmdastjóra brauðgerðarinnar
og starfsfólki þeirra fyrir ágæta
og ómetanlega aðstoð og lipuð.
Læknavakt:
Laugardag 21. marz: Bjarni
Rafnar.
Sunnudag 22. marz: Bjarni
Rafnar.
Mánudag 23. marz: Stefán
Guðnason.
Þriðjudag 24. marz: Pétur
Jónsson.
Sjóslysasamskotin. Meðtekið
frá ónefndum kr. 1000.00. Benja-
mín Kristjánsson.
Gjöf til Kvennadeildar Slysa-
varnafélagsins: Kr. 500 frá J. J.
— Gjöf til minningar um frú Sig-
rúnu Eldjárn kr. 300 frá S. S.
Leiðrétting. í grein um rafvæð-
inguna á 8. síðu í síðasta tölubl.
er sagt að 200 býli hafi fengið
rafmagn, en átti að vera 2000. —
Málsgreinin átti að hljóða svo:
Um síðustu áramót stóðu niálin
þaimig, að nær 2000 býli höfðu
fcngið raforku frá almennings-
veitum. Fyrri hluti 10 ára áætl-
unarinnar hafði staðist fullkom-
lega.
Slysfarir í Noregi
Samkvæmt skýrslum Hag-
fræðistofu Noregs fórust af
slysum eða á annan hátt 112
karlmenn og 533 konur árið
1957. 204 karlmenn og 53 konur
fyrirfóru sér, og myrtir voru 10
karlmenn og 9 konur. 93 dauða-
slysanna og 3 morðin fóru fram
erlendis. Miðað við íbúafjölda
voru það 75 karlmenn og 34 kon-
ur af hverjum 100.000, sem fórust
eða létust snögglega. Heildar-
fjöldinn var áþekkur og 1956. —
Rúmur þriðjungur mannsláta
þessara stafaði af falli, en um 20
af hundraði sökum drukknunar,
og álíka margir í umferðaslysum.