Dagur - 08.04.1959, Blaðsíða 2

Dagur - 08.04.1959, Blaðsíða 2
2 D A G U K Miðvikudaginn 8. apríl 1959 HERJÓLFUR SKRIFAR HRINGSJÁ Hugleiðingar um híutfallskosningar Höfuðannmarki hlutfallskosninga er sá, að þær efla flokkadrátt og sundrungu og geta ekki TRYGGT „réttlát“ kosningaúrslit OFMAT OG OFTRAUST. Vegna þcss afmats, sem margir leggja á hlutfallskosn- ingafyrirkomulagið, er full ástæða til þess að virða það fyrir sér nokkru nánar og fá úr því skorið, hvort slíkt fyr- irkomulag sé í raun og veru það mikla réttlætismál, sem oft er haldið fram. Því er al- veg sérstaklega haldið fram sem höfuðgildi hlutfallskosn- inga, að þær tryggi rétt minni hlutans og komi jafnframt í veg fyrir, að minnihluti nái meirihlutaaðstöðu, eins og átt getur sér stað þegar kosið er í einmenningskjördæmum. TRYGGIR EKKI RÉTTINN. Hér er þó um nokkurn mis- skilning að ræða. Illutfalls- kosningakerfið er engan veg- inn svo fullkomið, að það tryggi rétt minnihlutans í öll- um tilfellum, þannig að minnihlutinn fái rétt ítök hlutfallslega í þeirri fulltrúa- samkundu, scm kosið er til, til jafns við meirihlutann. Né heldur er hlutfallskosninga- kerfið trygging fyrir því, að minnihluti geti ekki fengið meirihlutaaðstöðu. ÚRSLITIN í REYKJAVÍK. Þetta tvennt skal athugað nánar. — 1 bæjarstjórnar- kosningum í Reykjavík 1942 og 1946 íékk Sjálfstæðisflokk- urinn rúmlega 48% atkvæða, en andstöðuflokkar hans um 52% samanlagt. Samkvæmt úrslitunum var Sjálfstæðis- flokkurinn þá í minnihluta meðal kjósenda, en hlutfalls- kosningareglurnar leiddu til þess, að flokkurinn fékk hreinan meirihluta í bæjar- stjórninni. Sams konar fyrir- bæri átti sér stað í Keflavík og Sauðárkróki í síðustu bæj- arstjórnarkosningum, og ríkir nú MINNIHLUTI Sjálfstæðis- manna í þessum bæjum sem MEIRIHLUTI í bæjarstjórn. í seinustu bæjarstjórnar- kosningum í Reykjavík fengu Sjálfstæðismenn hreinan meiri hluta atkvæða, þ. e. 57%, andstöðuflokkarnir fengu 43% samanlagt. Ut á sín 57% fengu Sjálfstæðismenn 10 bæjarfull- trúa af 15, íhaldsandstæðingar fengu 5 fulltrúa. Ekki verður með sanni sagt, að þessar reglur TRYGGI rétt minni- hlutans til jafnrar aðstöðu. UPPBÓTARSÆTI AÐ AUKI. Fræðilega séð getur niður- staða hlutfallskosninga Icitt til þess, að flokkur, sem hefur aðeins 40% greiddra atkvæða, nái meirihlutaaðstöðu, en flokkar, sem samanlagt liafa 60%, verði í minnihluta. Ófull komleiki hlutfallskosninga sést vel á því, m. a. að margir meðhaldsmenn stóru kjör- dæmanna, sem nú er verið að ráðslaga um, telja það eitt ekki tryggja flokkslegt jafn- rétti að viðhafa í þeim hlut- fallskosningar, heldur sé nauðsynlegt að hafa ákvæði um uppbótarsæti til jöfnunar milli þingflokka. Hlutfalls- kosningarnar eru þannig ekki réttlátari en svo, að nauðsyn- legt er að koma við viðbótar- ákvæðum til þess að tryggja það „réttlæti“, sem flokks- hyggjumennirnir eru sífellt að reyna að fullnægja. ANNMARKAR OG TAKMARKANIR. Ljóst má því vera, að hlut- fallskosningar eru EKKI al- gild trygging fyrir ,réttlátri“ niðurstöðu. Hlutfallskosninga- skipulagið hefur sína ann- marka og sínar takmarkanir, svo sem önnur mannanna verk. Það er fráleitt sú allra- meina-bót, sem oft er haldið fram, cinkum um þessar mundir, þegar kosningafyrir- komulag og kjördæmaskipun er helzta viðfangsefni á opin- berum umræðuvettvangi. AÐ ÞEKKJA KOST OG LÖST. Hitt er svo annað mál, að þótt sagður sé sannleikurinn um takmarkanir hlutfallskosn inga, þá situr ekki á einum né neinum að telja þær með öllu óhafandi. Þær eru sannarlega ekki guðumvígt mcistaraverk, en geta þó átt nokkurn rétt á sér við vissar aðstæður. En Iágmarksskilyrði cr, að menn þekki KOST og LÖST á þcssu svo mjög lofaða kosningakerfi, og þá mun verða minna um fullyrðingar, sem ekki er hægt að standa við, — á báða bóga, kannske! — en a. m. k. ættu þeir, sem ofíraust og oftrú hafa á hlutfallskosningum, að athuga betur afstöðu sína. Á það ber að sjálfsögðu að fall- ast, að hlutfallskosningar eiga í mörgum tilfellum fullan rétt á sér, t. d. þegar kjósa á MARGA fulltrúa til bæjar- stjómar og ekki þykir raun- hæft cða nauðsynlegt að skipta viðkomandi umdæmi í einmenningskjördæmi, en margir hagsmunahópar eigast við. ÚTREIKNIN GS AÐFERÐIR. Við útreikning á hlutfalli lista í listakosningum hefur verið siður hér á landi að nota tölurnar 2 — 3 — 4 o. s. frv., sem dcilitölur. Þessi aðferð hefur sannanlega átt sinn þátt í að skapa misræmi í nið- urstöðum hluti'allskosninga og gert það að verkum, að minni- hlutaflokkur. mcðal kjósenda hefur náð meirihluta á full- trúasamkundum (eins og Sjálf stæðisflokkurinn í Rvík 1942 og 1946) og meirihlutaflokkur hefur náð betra hlutfalli en eðlilegt er, eins og síðustu úr- slit bæjarstjórnarkosninga í Rvík sýna Ijóslega og áður hefur verið drcpið á. FYRIRKOMULAGIÐ Á NORÐURLÖNDUM. Á Norðurlöndum, t. d. Nor- egi og Svíþjóð, eru notaðar aðrar deilitölur, þ. e. 1,4 — 3 — 5 — 7 o. s. frv. Þessi aðferð gerbreytir niðurstöðum kosn- inga, og ef hún hefði verið notuð hér á landi, myndu úr- slitin í bæjarstjórnarkosning- unum í Reyltjavík ekki hafa orðið Sjálfstæðismönnum svo mjög í hag sem raun ber vitni. En jafnvel þessi síðarnefnda aðferð er heldur ekki sú trygging „réttlætis“, sem margir telja hlutfallskosning- um helzt til gildis. Fer þá mesti ljóminn að fara af hlut- fallskosningunum sem hinni einu, sönnu aðferð til þess að fryggja „réttlát“ kosningaúr- slit. VERNDARI FLOKKA- DKÁTTA OG SPRENGI- FRAMBOÐA. Ekki er hægt að skiljast svo við þessar hugleiðingar um hlutfallskosningarnar, að ekki sé minnzt á höfuðannmarka þeirra, sem er sú vernd, sem þær veita flokkadráttum og sprengiframboðum. Þessi ann- marki hefur víða um Iönd Ieitt tiL þess, að það fyrir- komulag, sem átti að vera til „Iryggingar og vcrndar Iýð- ræði“ og traustu stjórnarfari, hefur grafið undan lýðræðinu og veikt innviði stjórnarfars- ins. Þessi höfuðannmarki hlutfallskosningakerfisins lilýt ur af sjálfu sér að verða öll- um sönnum lýðræðissinnum til varnaðar um ofnotkun lilutfallskosninga til alþingis. Oftrú á þetta kerfi er mjög skaðleg, og sú fullyrðing er alröng, að hlutfallskosningar séu lýðræðislegasta kosninga- aðferðin. Hið sanna er, að þetta fytirkomulag felur í sér stórkostlega annmarka, ekki síður en önnur mannaverk, en kann óneitanlega að vera hag- kvæm í einstökum tilfellum. En áreiðanlega er affarasælast að sneiða hjá hlutfallskosn- ingum, hvarvetna þar, sem þess er kostur. MÓTMÆLI. Bændur í Saurbæjarhreppi riðu á vaðið með opinber mót- mæli gegn kjördæmabreyting- unni. Síðan hefur mótmælunum rignt yfir alþingi hvaðanæva. FRÁBÓKAM Ferðin til stjarnanna. — Ilöf. Ingi Vítalín. — Al- menna bókafélagið gaf út. Góðir sögumenn hafa alltaf verið aufúsugestir og vel fagnað, þar sem þá bar að garði. Nú ganga þeir ekki lengur milli bæja til að stytta fólki stundir. Þeir skrifa bækur. En þá bregður svo við, þrátt fyrir óvéfengjanlega lestrarkunnáttu almennings og engu minni áhuga fyrir vel sögð- um sögum en áður var, að sögurn ar njóta sín miður en skyldiíhin- um nýja búningi. Það er nefni- lega sitt hvað, að hlusta á vel sagðar eða vel lesnar sögur eða lesa þær, og því miður gefa fæstir sér tíma eða veita sér nægilegt næði til að lesa vel. Almenna bókafélagið gaf ný- verið út töluvert sérkennilega bók og ber hún nafnið Ferðin til stjarnanna og höfundur Ingi Vítalín, eða öðru nafni Krist- mann Guðmundsson rithöfundur í Hveragerði. Bókin er ávöxtur þess mikla áhuga, sem menn hafa nú á öðrum hnöttum, og er ekki undarlegt þótt rithöfundur beini skáldfáki sínum út fyrir enda- mörk jarðar í leit að yrkisefni. Þar er hátt til lofts og vítt til veggja og óhætt að láta gamminn geysa. Það gerir höfundurinn líka svikalaust og sannast að segja er það hin bezta skemmtun, að ferðast með honum í geimför- um, stjörnuskipum, og tylla sér sem snöggvast á hina og þessa hnetti og kynnast mönnum og málefnum. En þeir sem eru loft- hræddir og vilja kannski þar að auki ekkert nema sannlcikann, geta skyggnzt inn í hugarheim skáldsins við lesturinn, ef það þætti forvitnilegra. En athugun vildi eg gera við þau ummæli út- gefanda á bókarkápunni, að frá- sögnin sé furðulega sennileg. — Tæplega er höfundi, lesendum eða . útgefanda nokkur greiði gerður með neins konar „sann- leiksvottorði“, og er bókin jafn góð fyrir því. Hún ei' fjörlega skrifuð, ævintýraleg mjög og ómaksins vert að lesa hana til skemmtunar. Töluvei't er fjallað um ástir og hefðu bókinalvegeins getað heitið Ástir á öðrum hnött- um. Tunglið er fyrsti áfangastað- urinn. Þar er dauflegt fólk, svip- að jarðarbúum, vel vaxið, en grannt að neðan. Þar eru ekki önnur villidýr en ein músarteg- und, en tamdir ferfætlingar draga kerrur á götum og stræt- um. Konur geisluðu af kvenlegri fegurð, og ein talaði ensku. Á Lai, en þangað var siglt í stjörnuskipi, var mikil fegurð og hámenning. Gestrisni var með afbrigðum, og til marks um það fékk hinn íslenzki ferðalangur (bókarhöfundur), lagskonu eina undurfagra sér til skemmtunar. Með þeim tókust hinar innileg- ustu ástir. En ástalífið var þó töluvert frábrugðið því sem hér er venja, þótt snertingar allar væru hinar seiðmögnuðustu. Lai- búar fæddu nefnilega ekki börn. En eggjum þeirra var klakið út með sérstökum tilfæringum. En ARKAÐINUM ekki er þess getið, að hrafn hafi komið úr neinu þeirra. Manna- verk á Lai og öðrum hnöttum voru undursamleg að allri gerð, víða" var fagurt um að litast, mannskepnurnar margbreytileg- ar, 'allt frá fegurðardísum, sem orð fá ekki lízt, og til kringlulaga vitsmunavera með um 20 fætur. Þá var gróðurinn sérkennilegur og á einum stað svo magnaður, að þótt hann væri brenndur til ösku, óx hann jafnharðan á ný og svo var gróðrarmagnið mikið, að lítill plöntuhluti brauzt út úr málmhylki og varð ekki haminn. Ferðin til stjarnanna fyllir flokk ævintýra- og fui'ðusagna með sóma. — E. D. - Biskupskjör Framhald af 1. siðu. 1954, Albert Schweitzer 1955 (ævisaga) og Opinberunarbók Jóhannesar 1957. Þá hefur hann gefið út Passíusálma Hallgríms. Auk þessa hafa komið út eftir hann mörg minni rit og fjöldi greina í blöðum og tímaritum. Hinn nýkjörni biskup er há- menntaður maður í fræðum sín- um, þjóðkunnur kennimaður. Séra Sigurbjörn er kvæntur Magneu Þorkelsdóttur sótara í Reykjavík og eiga þau nokkur mannvænleg börn. Hann tekur við embætti 1. júlí. Nýiasta nýtt frd Gala of London NAGLALAKK í öllum regnbogans litum. VERZL. DRÍFA SÍMI 1521 Ullar-sokkabuxur Crepe-sokkabuxur Bóniullar-sokka- buxur Crepe-sokkar þykkir og þunnir, með og án saum. O Ullartreflar margir litir. VERZL. DRÍFA SÍMI 1521 Bezta fermiiigargjöfin er FALLEG PEYSA Hvergi meira úrval. VERZL. DRÍFA SÍMI 1521

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.