Dagur - 08.04.1959, Blaðsíða 8

Dagur - 08.04.1959, Blaðsíða 8
8 Miðvikudaginn 8. apríl 1959 Daguk Bátakvíin í Innbænum og tunnustaflinn á Höepfnersbryggju. — (Ljósmynd: E. D.). Um 60 þúsund funnur smíðaðar hér í vetur Verður ný tunnuverksmiðja reist á Oddeyri? Blái giinstemninn „Hópe-demantinn“ frægi og álög hans Tunnuverksmiðjan á Akureyri hefur nú starfað síðan um 20. nóvember í vetur og mun að lík- indum verða starfrækt þangað til um miðjan maí. Búið er að smíða 46 þús. tunnur í vetur, en efni mun vera til í um 14 þús. til við- bótar, svo að heildarframleiðslan Alþýðumaðurinn birtir í gær óvenjulega sársaukafullar grein- ar um stjórnmál og sér ekki ljós- glætu í nokkurri átt. Þar segir, að rafvæðingin í sveitunum hafi verið keyrð hraðar fram en þjóð- in þoldi og betra væri að gefa bændum svo sem 100 þús. kr. hverjum en framkvæma með rafvæðingunni hina glæfraleg- ustu fjárfestingu 20. aldarinnar. Illa er nú blaðinu brugðið. — Hingað til hefur það nú haft aðra skoðun á þessu máli, og nú fyrir skemmstu kvartaði það um, að Hermann Jónasson hefði ekki látið framkvæma rafvæðinguna nægilega fljótt á tilteknum stöð- um. Þetta er svar stjórnarblaðs við þeirri ábendingu Dags, að rafvæðingin hefur verið stöðvuð alveg gjörsamlega síðan um ára- mót, og í því fellst sá óhuggnan- legi grunur, að gerbreyting og mikill samdráttur verði á opin- berum framkvæmdum úti um land. Þá kvartar blaðið undan því, að sveitamenn skuli láta skoðanir sínar opinberlega í ljósi um kjör- dæmamálið o. fl. Ekki dylst sárs- auki greinarhöfundar yfir þeim almennu og skeleggu mótmælum, sem það mál hefur valdið í byggðum landsins. Til viðbótar því, sem áður hefur verið birt hér í blaðínu um slíkar sam- þykktir, má geta þess, að á fjöl- mennum fundi að Laugum, sem Alþýðumaðurinn skammast yfir að hafi verið haldinn, greiddu aðeins 4 atkvæði gegn harðorðri tillögu um fyrirhugaða kjör- dæmabreytingu. Síðasta blað Alþýðumannsins bar glöggt vitni um, að Alþýðu- flokkurinn er farinn að kveinka sér undan taumhaldi íhaldsins, enda trúlegt, að ónotalega sé kippt í taumana öðru hvoru. Þá nemur væntanlega um 60 þús- undum að þessu sinni. Um 4 þús. tunnur voru eftir af fyrra árs framleiðslu og voru þær seldar í haust. í Tunnuverksmiðjunni vinna til jafnaðar 36 manns. Verk- smiðjustjóri er Björa Einarsson. saknar flokkurinn fvrri daga og Alþm. segir í öngum sínum: „Með hvaða flokki hyggst Fram- sókn að vinna eftir kosningar, fyrst forystan haagr sér jafn heimskulega gagnvart Alþ.fl.?“ Héraðsþing Ungmennasam- bands Eyjafjarðar var haldið í barnaskólanum á Dalvík dagana 4. og 5. þessa mánaðar. Móttökur annaðist Ungmennafélag Svarf- dæla. Helgi Símonarson bóndi að Þverá var kosinn forseti þingsins, en fundarritari var Kristján Víg- fússon, Litla-Árskógi. — Sam- bandsstjórinn, Þóroddur Jóhanns son, setti þingið og flutti starfs- skýrslu sambandsins fyrir síðasta ár. Ur starfsskýrslu. íþróftirnar voru aðalverkefni sambandsins, sem fyrr. Tveir kennarar störfuðu á vegum þess, þeir Einar Helgason og Ingimar Jónsson íþróttakennarar og ferð- uðust milli félaganna og kenndu frjálsar íþróttir og leikfimi. Víða var það starf tengt barnaskólun- um, og fer vel á því, að sú sam- vinna aukist. UMSE stóð fyrir mörgum íþróttamótum, m. a. hinu árlega héraðsmóti, meist- aramóti Norðurlands í frjálsum Um helmingur efnisins er norskt en hitt finnskt. Ráðgert er að byggja nýja tunnuverksmiðju á Oddeyri. Gjafir til orgelsjóðs Síðastliðinn sunnudag afhenti formaður Lionsklúbbs Akureyrar kr. 10.000.00 peningagjöf frá klúbbnum til orgelsjóðs Akur- eyrarkirkju. Fjársöfnunarnefnd þakkar inni lega þessa höfðinglegu gjöf og óskar Lionsklúbbnum allra heilla. Þá hefur séra Pétri Sigurgeirs- syni nýlega verið afhent kr. 1000.00 áheit á orgelsjóðinn frá I. B. — Fjársöfnunarnefnd flytur gefandanum sínar beztu þakkir. íþróttum, sem háð var á Akur- eyri, fjögurra bandalaga keppn- inni, sem líka var haldin á Akur- eyri, drengjamóti í frjálsum íþróttum, sundmóti og knatt- spyrnumóti. Félagar tóku áuk þess þátt í mörgum íþróttamótum víðs vegar á landinu með góðum árangri. 12 Eyjafjarðarmet voru sett í frjálsum íþróttum, árangrar bötnuðu mjög almennt í hinum ýmsu íþróttagreinum og fleira fólk tók þátt í mótum og æfing- um en nokkru sinni fyrr. Skák. UMSE hafði fjögurra manna sveitakeppni í skák og einnig héraðsskákmót, og háði auk þess kappskák við Akureyringa. — Áhugi er mjög mikill í þessari grein og fjöldi félaga stundar skák meira og minna. Skógrækt. Sambandið vann að gróður- setningu á 5. þús. trjáplantna að Miðhálsstöðum í Oxnadal, og Frétzt hefur að „Blái gim- steinninn“ hafi nýskeð verið gefinn Smithsonian-stofnuninni í Washington (þ. e. fræg vísinda- stofnun). Og ef til vill er þar með lokið langri og mjög skugga- legri sögu. Gömul þjóðsaga segir, að frakkneskur ævintýramaður, Tavernier að nafni, hafi stolið hinum glæsifagra bláa gimsteini í musteri einu austur í Indlandi, og strax á eftir glataði hann öllu fé sínu og aleigu. Síðan keypti Loðvík XIV. steininn, og ástmey keisarans, madama Montspan, bar hann og féll skömmu síðar í ónáð keisar- ans. — Hundrað árum síðar átti keisarafrú María Antóinetta steininn og lánaði hann prinsessu Lamballe. En skömmu síðar lét bæði lánveitandi og lánþegi lífið undir fallöxinni. Þar næst týndist steinninn um hríð og kom seinna upp úr kafinu í Hollandi, jafnfagur og freistandi að vanda, en nú nokkru minni en áður, því að klofið hafði verið úr honum. Síðan skipti hann alloft um eigendur. Ríkur víxlari í Lundúnum, Thómas Hópe að nafni, keypti loks steininn, en varð gjaldþrota rétt á eftir, og varð auk þess fyrir margvíslegum óhöppum. Grískur kaupmaður náði næstur í Bláa steininn, en varð gereyðilagður á skömmum tíma, en áður hafði hann þó selt hann Abdúl Hamíd Tyi'kjasol- víða hafa hin einstöku félög skógarreiti til umönnunar. Jónasarhátíðin. UMSE gekkst, ásamt Skóg- ræktarfélagi Eyfirðinga fyrir Jónasarhátíð í Oxnadal og tókst hún hið bezta. Merki. Sambandið hefur látið gera félagsmerki og fást þau hjá sam- bandsstjóra og fleirum. Nokkrar samþykktir. Samþykkt var að auka íþrótta- kennsluna og að fastráðinn verði íþróttakennari, efna til hópferða innanlands, fagnað var boði Skógræktarfélags Eyf. um land- spildu að Miðhálsstöðum til skóg ræktar. Þá taldi þingið æskilegt, að fá kennara í fornum og þjóð- legum listgreinum, svo sem vefn- aði, tréskurði og ýmsu föndri í samvinnu við önnur félög, þá lýsti sambandið ánægju sinni yfir bændadeginum og lagði til, að starfsíþróttakeppni yrði komið á í sambandi við bændadaga fram- vegis og þingið mótmælti harð- lega fyrirhugaðri kjördæma- breytingu, sem ríkisstjórnin hef- ur boðað. Stjórn UMSE skipa: Þóroddur Jóhannsson, foi-m., Kristján Vig- fússon, ritari, Steingrímur Bern- harðsson, gjaldkeri. Meðstjórn- endur Eggert Jónsson og Jón Stefánsson. dáni, sem skyndilega var steypt af stóli rétt á eftir. Síðan barst Blái steinninn vestur um Atlantshaf, og þar keypti hann milljónamæringur, McLean að nafni, fyrii' 60.000 pund (£). Kona hans fékk prest til að vígja steininn, en samt misstu hjónin bráðlega mikinn hluta auðæfa sinna og urðu fyrir margvíslegum fjölskyldusorgum; Frú McLean.hélt samt áfram að bera Bláa steininn í samsætum sínum í Washington, en leyfði engum gesta sinna að snerta hann. Nú er eftir að sjá, hvort bölvan Bláa steinsins (álögunum illu) er lokið, eða hvort hún muni einnig hrína á jafnópersónulegu andlagi sem Smithsonian-stofn- uninni! v. Mótmæla móðgandi ummælum Á fjölmennum fundi í Búnað- arfélagi Svalbarðsstrandar hinn 1. apríl sl., kom fram og var sam- þykkt eítirfarandi tillaga vegna móðgandi ummæla í garð bænda í grein, sem birtist- í síðasta tölu- blaði „Freys“, eftir ritstjórann, Gísla Kristjánsson: „Fundur, haldinn í Búnaðarfé- lagi Svalbarðsstrandar 1. apríl 1959, lýsir megnri óánægju yfir orðbragði Gísla Kristjánss. rit- stjóra í grein, er hann birtir í „Frey“, marz-héftinu þetta ár, þar sem hann nefnir viðhorf mik- ils hluta bænda landsins (enginn veit hve mikils), til byggingar Búnaðarfélagshússins í Reykja- vík, „músarholusjónarmið“, og þá sjálfa „busa og labbakúta“. Þessir bændur hafa þó það eitt til saka unnið að vera á annarri skoðun en hann í nefndu ágrein- ingsmáli. Skorar fundurinn á ritstjórann að afturkalla þessi orð sín opin- berlega og beiðast afsökunar á þeim.“ Var mjög almenn gremja með- al fundarmanna vegna móðgana þessára í garð bændastéttarinnar og höfðu nokkrir menn jafnvel við orð að segja upp blaðinu, ef ritstjórinn ekki bæðist afsökunar og lýsti ummæli þessi ómakleg með öllu. (Frétt frá Búnaðarfclagi Sval- barðsstrandar.) Eldsvoði að Arnarfelli Á mánudaginn var slökkviliðið kallað að Arnarfelli i Saurbæjar- lireppi. En þar hafði eldur orðið laus hjá Eiríki bónda Björnssyni. Héðan fór slökkviliðsbíllinn á fjórða tímanum. Þegar fram eftir kom var eldurinn að mestu yfir- unninn af heimafólki og nágrönn- urn, og varð skjótt ráðið niðurlög- um hans. Ibúðarhúsið er steinsteypt en klætt innan með timbri. DAGUR kernur næst út miðvikudag- inn 15. apríl. — Auglýsingar þttrfa að berast fyrir hádegi á þriðjudag. Sáritar undan taumhaldi Ihaldsins U. M. S. E. m síðusSu helgi ÖíIuqí og vaxandi slarf sambandsins og hinna 14 ung- mennafélaga innan þess ~ íþróffir, skógrækf og skák meðal viðfangsefna - Helgi Símonarson forsefi þingsins Þóroddur Jóhannsson endurkjörinn sambandssfjóri ðldið á Dalvik

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.