Dagur - 15.04.1959, Page 5

Dagur - 15.04.1959, Page 5
Miðvikudaginn 15. apríl 1959 D A G U R 5 Sögur aí himnaföður. — Höf.: Rainer MariaRilke. — Almenna bókafélagið gaf út. Sögur af himnaföður er febrú- arbók Almenna bókafélagsins, og er hún þýdd af Hannesi Péturs- syni. Nafnið, Sögur af himnaföður, lætur ekki sérlega vel í eyrum, en þegai' maður opnar bókina og les svo sem eina af hinum þrett- án sögum, sem þar er að finna, opnast nýtt svið og sérkennilegt og síðan við hverja sögu, og ekk- ert er þar herra himnanna til vanvirðu. Hinn þýzki höfundur, Rainer Maria Rilke, er sagður hafa verið aðeins 25 ára gamall þegar hann samdi þessa bók. Þó eru allar sögurnar með sterkum per- sónueinkennum, flestar eða allar snjallar og listfengar. Sögur þessarar bókar eru skrifaðar sem eins konar barnasögur. Dular- blæi' hvílir yfir þeim flestum og tæplega er full birta yfir sumum þeirra, en þær eru heillandi, fullar af samúð og nærgætni við mannlegan breyskleika og óvenjulegum næmleik á tilfinn- ingar- og trúarlífi mannanna barna. Eins og áður segir ei'u sögurn- ar þrettán að tölu og bera þessi nöfn: Ævintýrið.um hendur guðs, Ókunnugi maðurinn,Hvers vegna himnafaðirinn vill að til séu fá- tæklingar, Hvernig sviksemin barst til Rússlands, Dauði Timo- jefs gamla söngvara, Ljóðið um réttlætið, Atburður úr Gyðinga- hverfinu í Feneyjum, Sagan um mann, sem hlerar tal steinanna, Hvernig það gerðist að fingur- björg gerðist himnafaðirinn, Æv- iritýri um dauðann og ókunnur eftirmáli, Félag stofnað af brýnni nauðsyn, Betlarinn og þóttafulla mærin og Saga sögð dimmunni. Eins og þessi upptalning ber með sér er bókin ekki einhæf að efni, þótt hins vegar verði ekki um hana sagt, að hún sé yfir- gripsmikil eða stórfengleg. En sumar sögurnar eru þó hreinar perlur. Það er bæði hvíld og sálubót að lesa Sögur af himnaföður — ekki ólíkt því er friðsæll og fagur staður opnast á leið göngu- mannsins. Þar bera blómin sætan ilm og lindin niðar með nýjum hljómi. — E. D. Spámaðurinn. Höfundur: Kahlil Gibran. Gunnar Dal þýddi. — Almenna bókafélagið gáf út. Höfundur þessarar bókar er Libanonska skáldið og heimspek- ingurinn Kahlil Gibran, fæddur 1883, en dáinn 1931. Gunnar Dal rithöfundur þýddi bókina. in og hin ýmsu vandamál daglegs lífs. Sem lítið sýnishorn er hér kvæðið um gleði og sorg. Það hljóðar þannig: Sorgin er gríma gleðinnar. Og lindin, sem er uppspret'ta gleðinnar, var oft full af tárum. Og hvernig ætti það öðruvísi að vera? Þeim mun dýpra, sem sorgin grefur sig í hjarta manns, þeim mun meiri gleði getur það rúmað. Er ekki bikarinn, sem geymir vín þitt brenndur í eldi smiðj- unnar? Og var ekki hljóðpípan, sem mildar skap þitt, holuð innan með hnífnum? Skoðaðu hug þinn vel, þegar þú ert glaður, og þú munt sjá, að aðeins það, sem valdið hefur hryggð þinni, gerir þig glaðan. Þegar þú ert sorgmæddur, skoð- aðu þá aftur huga þinn, og þú munt sjá, að þú grætur vegna þess, sem var gleði þín. Sum ykkar segja: „í heimi hér er meira af gleði en sorg.“ Og aðrir segja: „Nei, sorgirnar eru -fleiri.“ En eg segi þér, sorgin og gleðin ferðast saman að húsi þínu, og þegar önnur situr við borð þitt, sefur hin í rúmi þínu. Þú vegar salt milii gleði og sorgar. Jafnvægi nærð þú aðeins á þín- um dauðu stundum. Þegar sál þín vegur gull sitt og silfur á metaskálum, hlýtur gleðin og sorgin að koma og fara. Hin spaklegu orð Spámannsins eru líkleg til áhrifa á lífsskoðun manna og lífstrú. Að minnsta kosti eru þau fullrar athygli verð og þroskuðu fólki nauðsynlegt íhugunarefni. — E. D. AUGLÝSING nm skoðun bifreiða í lögsagnarumdæmi Akureyrarkaupstaðar og Eyjafjarðarsýslu Samkvæmt bifreiðalögunum tilkynnist skoðun bifreiða fer fram frá 27. apríl að báðum dögurn meðtöldum, sem hér Mánudagur 27. april . . Þriðjudagur 28. april . . Miðvikudagur 29. april Fimmtudagur 30. apríl Mánudagur 4. maí . . . . Þriðjudagur 5. mai . . . . Miðvikudagur 6. mai . . Föstudagur S. mai . . . . Mámulagur 11. mai . . . Þriðjudagur 12. mai . . Miðvikudagur 13. mai . Fimmtudagur 14. mai . Föstudagur 15. mai ... Þriðjudagur 19. mai . . . Miðvikudagur 20. mai Fimmtudagur 21. mai . Föstudagur 22. mai . .. Mánudagur 25. mai . .. hér með, að aðal- til 27. maí n. k. segir: A- 1- 75 A- 76- 150 A- 151- 225 A- 226- 300 A- 301- 375 A- 376- 450 A- 451- 525 A- 526- 600 A- 601- 675 A- 676- 750 A- 751- 825 A- S26- 900 A- 901- 975 A- 976-1050 A-1051—1225 A-1226—1300 A-1301—1375 A-1376-1450 Þann 26. og 27. nraí n. k. fer frarn skoðun á reiðhjól- um með hjálparvélum, og enn fremur á bifreiðum, sem eru í notkun í bænum, en skrásettar eru annars staðar. Ber bifreiðaeigendum að færa bifreiðir sínar til bif- reiðaeftirlitsins Gránufélagsgötu 4, þar sem skoðunin fer fram frá kl. 9—12 og 13—17 hvern skoðunardag. Við skoðun skulu ökumenn leggja frarn fullgild öku- skírteini. Enn frernur ber að sýna skilrfki fyrir því, að lögboðin vátrygging fyrir hverja bifreið sé í gildi, svo og kvittun fyrir opinberum gjöldum. \ranr:eki einhver að koma bifreið sinni til skoðunar á tilteknum tíma, verður hann látinn sæta ábyrgð samkvæmt bifreiðalög- unum og bifreiðin tekin úr umferð hvar, sem til henn- ar næst. Þetta tilkynnist hér með öllum, er hlut eiga að rnáli til eftirbreytni. Spámaðurinn er ljóðabók með órímuðum og óháttbundnum Ijóðum um daglegt líf karla og kvenna. Hún fjallar um lífið og dauðann, fæðið og klæðin, ástina og sorgina, hjónabandið og börn- Skrifstofa Akureyrarkaupstaðar og Eyjafjarðarsýslu, 13. apríl 1959. SIGURÐUR M. HELGASON — settur — Sextug i fru Lára I Þótt ég stingi penna niður á tímamótum þessarar góðkunnu og mikilhæfu konu, er það ekki ætlun- in að hér verði um æviágrip að ræða, eða að hér verði rakinn starfsferill hennar. Eg tel sjálfsagt að það verði gjört síðar, og þá af öðrum hæfari til þess starfs. Frú Lára Ágústsdóttir er fyrir löngu orðin kunn um land allt, og þó lengra, fyrir hennar marghátt- uðu hæfileika, sem mótaðir eru í eðlisfar hennar og hún hefur látið þjóð sína njóta um tugi ára. Það, sem í daglegu tali er kallað dul- rænir hæfileikar, er sálræn sér- hæfni einstaklings til skynjunar og framkvæmdagetu fram yfir Jrað al- menna. Frú Lára er eins og kunn- ugt er, ágætur svefnmiðill. En svefnfundir hennar eru ekki allir á einn veg. Má segja að þeir séu þrenns konar: Talfundir, sem fólk kannast bezt við. I öðru lagi Ukamningafundir, sem voru mjög sérstæðir. Á þeim tímum sem frú Lára hafði sam- stæðan fastahring (þá fundi sat ætíð sama fólk), voru þessir líkamn- ingafundir glöggir, lærdómsríkir og dásamlegir. Mátti þá oft sjá tvo og jafnvel þr já framliðna, byggja sig upp samtímis úr útstreymi (frymi) miðilsins, við kné hans, í mismunandi líkamsstærðir. Lfkamn- ingar þessir gengu ttm innan í hringnum til ástvinanna, struku mjúkri ltendi um vanga þeirra, fóru svo og hjöðnuðu því næst við kné miðilsins, en aðrir slíkir birtust aftur. Það skal tekið fram, til að fyrirbyggja rangar ímyndanir, að venja var, á þeim fundum, að sitj- endur, næst frtinni, héldu þá sinn í hvora hönd hennar. Þá þykir mér hlýða að minnast þriðju tegundar funda frú Láru, þ. e. holdgerfinga- funda. Þeir eru mikilvægasta og um leið torskildasta fyrirbærið sem ég hef kynnzt. Á þeim fundum hefur frú Lára breytzt í ýmsar myndir karla og kvenna, yngri og eldri og að sama skapi í klæðnaði þeirra. Þannig hefur hún gengið frarn fyrir rauða ljósið, sem notað er á fundum hennar, til fundar- fólksins og látið Jrað athuga sig og skoða. Var þá stóll liennar auður á meðan. En liér er ekki rúm til þess að skýra þessa sérkennilegu fundi frekar. Þessa er aðeins gétið ! til skýririgar á marghæfni hæfileika frúarinnar. Frú Lára er skyggnimiðill með afbrigðum. Eru lýsingar hennar glöggar og léttar, svo ekki verður fundið, að vitundarásfand liennar sé að nokkru breytt, livort sem hún situr eða gengur um sal og skýrir sýnir sínar fyrir gestum. Hún er einnig gædd lilutskyggni og getur því, með smálilut í hendi, einatt rakið feril hans og lýst eigendum hans. Fjarskyggn er frú Lára, það er, hún getur lýst lieimili, herbergi, hlutum þar og fólki í fjarlægð — með öðrum orðum — hún „sér i gegn um holt og hæðir“, líkt Og sagan segir um Helgu. Vegna jtessara margþxttu hæfi- leika frú Láru, hefur um áfatugi, og er enn, sífelldur straumur leitandi fólks til þess að fá að sitja fundi hennar, einkum talfundina. Þeir fundir hafa líka orðið mörgum fræðsluauki og mörgum syrgjendum raunaléttir að fá samband við fram- liðna vini og eignast þar með sann- færingu um það, að látinn ástvinur lifir. OII þessi mörgu fundaár hefur frú Lára greitt götu þessa fólks af samúð og fórnfýsi og oft við erfið skilyrði. En þrátt fyrir margháttaða erfiðleika, sem miðlar yfirleitt oft eiga við að búa — og þó.einkum utanaðkomandi — hlýtur það að vera þeim mikill yndisauki, að geta á þennan sérstæða hátt þokað burtu raunum og erfiðleikum annarra, en r í dag vakið birtu og yl í vitundum þeirra. Eg veit, að frú Lára er í þeim fá- menna hópi, sem skilur þetta: Þegar snauðum er gefið, auðgást gefandinn, þegar veikum er lagt lið, st)Tkist veitandinn og þegar við erfið skilyrði fórnfýsi ræður gerð- um til hjálpar öðrum, þroskast hjálpandinn mest. Það er ánægjulegt að koma heim til frú Láru og ræða við hana um starfsemi hennar viðkomandi fram- lífsmálinu. Þá verður þess bezt vart, hversu hún á glaðværa, létta skap- gerð, er áhugasöm, góðviljuð og fórnfús til samferðfólksins. Húti vill helzt að allir geti notið hæfi- leika hennar, setið fundina, ef unnt er, og þar með eignast þekkingu a því sem framundan er. En þetta er ekki unnt að gera, svo enginn þurfi frá að hverfa og er það ofur skiljan- legt. Því valda langvarandi veikindi hennar, að fundir hennar eru stór- um strjálli nú, nokkur síðari ár, en á meðan heilsa hennar þoldi fjóra fundi á viku, eða fleiri. Það hefur verið svo, og er enn, að fólk með miðilshæfileika liefur hlotið óverðskuldað aðkast frá þeim þekkingarlausu, á sambandsstarfið. Frú Lára hefur sízt farið þess var- hluta. Það er þó kominn tími til, að fornkirkjulegum árásum á hæfi- leikafólk linni, svo það fái að njóta sín. Þessir sambandsfundir miðl- anna eru skýr og glögg leit að þekk- ingu, eins og eitt sinn var boðið. Það virðist því af kyrrstæðum smá- sálarhroka gert — eftir að hafa svæft eigið leitareðli — þegar þeir bók- stafstrúuðu víta leitina. Slíkt er fá- ráðsháttur. Hitt er nauðsyn, öllum þeim er hæfni hafa til sambands- funda og stunda þá, að til þeirra sé hugsað hlýtt, að þeim lilúð og þeir studdir til starfsins. Því að það hefur mér skilizt, að einungis gegn um slík sambönd — og bætt með almennri viðurkenningu — getum við öðlast sannleiksfræðslu frá þroskaðri mannskynjun arinarra jarða. Það er hugarheil ósk mín við þessi tímamót frú Láru Ágústsdótt- ur, að sem flestir þeir er notið hafa funda og góðvilja hennar, sendi henni nú og síðar lilýjar hugsanir, góðúðar strauma, sem mættu verða henni til styrktar við störf hennar. Um leið og ég þakka frú Láru alla góðu og mörgu fundina henn- ar, sem ég lief setið, og annað gott mér auðsýnt, óska ég henni góðrar heilsu og bjartrar framtíðar. Loka orð: Færi þér lengi friðar sess, fólk um byggð og ögur, Sittu ætíð sæl og hress. Sókn þín djörf og fögur. Ármann K. Sigurðsson. NÝKOMNÍR Karlmannaskór með þykkum botniim. Svartir og brúnir. Hvannbergsbræður Sparksleði í óskilum í Oddaoötu 13. O íbúð óskast Eitt til tvöherbergi og eld- hús óskast sem fyrst. Reglu- semi og góðri umgengni heitið. Uppl. í síma 1458.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.