Dagur - 15.04.1959, Blaðsíða 8

Dagur - 15.04.1959, Blaðsíða 8
8 Miðvikudaginn 15. apríl 1959 Bagur eirs vi Þingsályktunartillaga Karls Kristjánssonar alþingismanns, er hann flutti nýlega Karl Kristjánsson, þingoaaður, S.-Þingeyinga, hefur á Alþingi flutt eftirfarandi þingsályktunartillögu: „Alþingi ályktar að skora á ríkis- stjórnina að láta nú þegar á þessu ári ganga til lireins um það með fullnaðarrannsókn og áætfunum, hvort arðvænlegt sé að vinna til út- flutnings kísilleir þann, sem er á botni Mývatns og meðfram Laxá í Aðaldal. Komi í 1 jós að fullathuguðu máli, — svo scm líkur virðast benda til, — að vinnsla leirsins sé arðvænleg, þá leiti ríkisstjórnin úrræða til þess, að vinnslan verði hafin sem allra fyrst.“ Greinargerð. íslenzkir vísindamenr), sem eru í þjónustu ríkisins, hafa uppgötvað, að á botni Mývatns eru miklar kísil- leirsnámur. Enn fremur eru kísil- leirsnámur meðfram Laxá, sérstak- lega þó í landi jarðanna Ness og Arness í Aðaldal, en Laxá á upptök sín í Mývatni. Viða um heirn eru kísilleirsnám- ur, en leirinn, sem er að mestu skeljar dauðra kfsilþörunga, er mjög misjafn að gæðum. Hann er til margra hluta nytsamlegur, en jjað fer eftir tegundum og því, hve hreinn hann er, hversu verðmætur hann er og til hvers hann er hæfur. Leirinn er þurrkaður og síðan brenndur í þar til gerðum ofnum. Verður hann þá að salla eða dufti. Hann er notaður á svo margvísleg- an hátt, að hann hefur að sögn ver- ið kallaður „efni þúsund þjala.“ Hann er jafnvel hafður í neyzlu- vörur, en mest mun hann þó í Evrópu notaður við framleiðslu til- búins áburðar. Aburðarverksmiðjan í Gufunesi er talin nota 6—8 hundr- uð lestir af kísilsalla í sína fram- leiðslu. Sá salli er keyptur frá út- löndum af því að hér er ekki kísil- leir unninn enn þá. Á s. 1. ári var fengin tækniaðstoð frá Sambandslýðveldi Þýzkalands til þess að kanna kísilleirsnámurnar í Mývatni og Aðaldal. Var þetta gert í samráði við rannsóknarráð ríkisins Þrjáfíu tonn af eggjum seld á sl ári Frá aðalfundi eggjaframleiðenda Þriðjudaginn 10. apríl 1959 var aðalfundur félags eggjaframleið- enda við Eyjafjörð haldinn í bað- stofu KEA. Valdimar Haraldsson, forstjóri Pylsugerðar KEA, ræddi um söluhorfur og fleiri mál. Upplýsti hann að frá 1. janúar til 1. apríl þessa árs hefur Pylsugerð KEA tekið á móti 5000 kg. af eggjum. Þetta segir nú Jónas: SJÁLFSTÆÐISMENN hafa stutt núverandi stjórn frá upphafi. Kommúnistar áttu líf hennar í hendi sér, en nú hafa þeir veitt henni þann stuðning sem nægir henni til að tóra um sinn. Það kemur því í Ijós, að kommúnistar meina ekkert með ásökunmn sínum á stjóm Alþýðuflokksins. Nú eru þeir orðnir samsekir um allt — og fá fyrir óbótaskammir í A1 þýðublaðinu! ERUÐ ÞIÐ ekki hrifnir, Alþýðubandalagsmenn af frammistöðu foringjanna? ÆTLI ÞAÐ VERÐI EKKI mikil hagsbót að því fyrir al- menning úti á landi, þegar þingmenn Reykjavíkur eru orðnir fjórum fleiri en nú? HEFUR EKKI Reykjavík- urvaldið verið alltof lítið hér á landi undanfarin ár? Er ekki sjálfsagt að auka það, landi og lýð til blessunar? IIEFUR EKKI ALÞINGI verið alltof ódýrt í rekstri undanfarið? HAFA EKKI ÞINGMENN- IRNIR verið alltof fáir hjá svona fjölmennri þjóð sem okkur? VÆRI EKKI RÉTT — í spamaðarskyni — að hafa þá ennþá fleiri en 60 og láta þá semja enn fleiri Iagabálka og reglu handa okkur til að snið- gangar og brjóta? Af því magni var 2100 kg. selt út af framleiðslusvæðinu. Síðastliðið ár munu hafa verið seld um 30 tonn af eggjum á framleiðslu- svæðinu, en 10 tonn flutt til ann- arra héraða, aðallega Vest- mannaeyja. í stjórn félagsins var Jón- mundur Zóphoníasson endur- kjörinn til 3 ára. Gísli Guðmann var kosinn formaður í stað Árna Ásbjarnarsonar til 2 ára. Vara- menn voru lcosnir Björn Gests- son til 3 ára og Snorri Sigurðsson til eins árs. Endurskoðendur voru kjörnir Magni Friðjónsson og Jón Samúelsson. Fimmtugur í dag Friðjón Skarphéðinsson dóms- málaráðherra er fimmtugur í dag og cr hann af því tilefni kominn hingað norður í stutta heimsókn. Um leið og blaðið ámar honum allra hcilla vill það taka undir þá almennu ósk, að hann taki sem fyrst sitt fyrra sæti, sem bæjar- "ógeti á Akureyri og sýslumaður í Eyjafjarðarsýslu. Karl Kristjánsson. og raforkumálaskrifstofuna, sem hefur jarðrannsóknir með höndum. Hinir þýzku fræðimenn, sem að könnununni unnu, telja, að á botni Mývatns sé stærsta kísilleir- náma Evrópu, og álíta kísilleir hennar góða vöru. Kísilleirinn í Aðaldal telja þeir til ódýrari teg- unda, en þó hæfan til áburðarhúð- unar og margs fleira. Leggja þeir til, að kannað verði til hlítar, hvort hægt sé að framleiða hér kísilleir, sem sé liæfur til samkeppni á Evrópumarkaði, og telja líklegt, að svo muni vera. Nú hagar svo vel til, að jarðhiti er við Námafjall, sem er í nánd við Mývatn. Er talið, að hægt sé að flvtja leirleðjuna úr Mývatni þangað með dælu, þurrka hana þar við jarðhitann, brenna hana og mylja eftir því, sent við á. Fróðir menn gizka á, að stofn- kostnaður verksmiðju, sem þarna væri reist til þessara athafna og framleiddi 10 þús. tonn sem sölu- vöru á ári, mundi verða 10—15 millj. kr. En framleiðsluna á ári telja þeir að rnætti selja fyrir er- lendan gjaldeyri, er næmi a. m. k. milljónatug íslenzkra króna og jafn- vel miklu meiru, ef dýrari tegundir leirsins yrðu framleiddar að veru- legu leyti. Allmikið er búið að vinna að rannsókn þessara mála, eins og að framan greinir. En lokarannsóknir á námunum og hráefnagæðunum er þó eftir að gera. Sömuleiðis er eftir að gera fullnaðaráætlanir um stofn- og reksturskostnað verk- smiðju svo og að kanna til fullnustu markaðsskilyrði fyrir framleiðsluna. Ekki má rasa fyrir ráð frant. Hins vegar má heldur ekki draga skyn- samlegar athafnir og láta þau járn kólna, sem elduð hafa verið. islendingar þurfa að leggja á ]jað áherzlu að auka gjaldeyrisöflun sína og fjölga atvinnugreinum. 1 þeim efnum þarf að hafa hraðann á, af því að gjaldeyrisskortur þvingar at- hafnafjör og kapp þjóðarinnar og atvinnuöryggi hennar stendur ekki nægilega traustum fótum. Einboðið er, að hagnýta ber ný verðmæti til útflutnings, ef til eru arðvænleg, og skapa atvinnu við þá hagnýtingu. Eðlilegt er, að ríkisstjórninni verði falið að láta ljúka fullnaðar- athugunum á þessu ári, að því er •kísilleirinn snertir, eins og tillagan gerir ráð fyrir. Það ætti að vera í lófa lagið, og því fremur sem Þjóð- verjar bjóða enn aðstoð sína. Ef sýnt þykir að loknum athug unum að um arðvænlegar fram- kvæmdir sé að ræða í þessum efn um, þá er líka rétt, að ríkisstjórnin leiti strax úrræða til þess að fram kvæmdirnar geti halizt. Að sjálf- sögðu er ekki þar með sagt, að ríkið sjálft verði að leggja fram fé til stofnunar umrædds fyrirtækis né reki það. Rafmagnsmál. Búnaðarsamband Suður-Þing- eyinga og stjórn Bændafélags Eyfirðinga höfðu sent Búnaðar- þingi erindi um rafmagnsmálið, þar sem aðaláherzla var lögð á óréttlátan mismún á verði raf- orku í stærri kaupstöðum og sveitum, þar sem Héraðsraf- magnsveiíur ríkisins selja raf- orku nú um 33% hærra verði en er í Reykjavík og um 90% hærra en á Akureyri. Virðist óeðlilegt, að svo mikill verðmunur sé á jafnnauðsynleg- um lífsþægindum og rafmagnið er og lítil alvara liggja á bak við umræður um jafnvægi í byggð landsins á meðan þessi aðstöðu munur er ekki jafnaður. Um þetta efni afgreiddi B.þing með samhljóða atkvæðum svo- fellda ályktun: „Búnaðarþing leggur ríka áherzlu á, að ekki verði dregið úr raforkuframkvæmdum, heldur verði þeim hraðað svo sem unnt er og fylgt verði 10 ára áætlun- inni frá 1953 til hins ítrasta Þá vekur Búnaðarþing athygli á því misrétti sem þegnum þjóð- félagsins er búið við sölu á raf- orku, þar sem drcifbýlið greiðir þessi lífsþægindi miklu hærra verði en þéttbýlið. Búnaðarþing gcrir þá kröfu til ríkisstjórnar og Alþingis, að þessu misrétti verði aflétt og sú breyting gerð á raforkulögunum, að rafmagn verði selt sama verði hvar sem er á landinu. Ennfremiu: skorar Búnaðar- þing á raforkumálastjórnina að lækka fastagjaldið á súgþurrkun- armótorum að miklum mun. Búnaðarþing felur stjórn Bún- aðarfélags fslands að íylgja fast eftir kröfum þingsins í þessu máli.‘ Starfsfræðsludeginum frestað. Starfsfræðsludeginum á Akur- eyri, sem fyrirhugaður var næst- komandi sunnudag, hefur verið frestað um óákveðinn tíma vegna inflúenzu í skólum bæjarins. Um kornrækt. Sannað er af reynslu, að á ymsum stöðum á landinu má stunda kornrækt með fullkom- lega viðunandi árangri. Þarf að keppa að því að stórauka þá ræktun og spara erlendan gjald- eyri, sem nú er varið til kaupa á skepnufóðri. Augljóst er, að kornrækt verð- ur því aðeins stunduð, að hægt sé að nota allfullkominn vélakost og verður því ræktunin að vera í allstórum stíl, annars yrði stofn- verð vélanna of þungur fjárhags- baggi á rekstrinum. Eru skiptar skoðanir um, hvort kornrækt eigi að stunda aðeins á fáum stöðum, og þá í mjög stór- um stíl, eða að stefna að því að kornrækt verði fastur liður í ný rækt og endurræktun túna hjá sem flestum bændum, þar sem veðurfarsskilyrði leyfa. Telur Klemens Kristjánsson á Sámsstöðum, að hiklaust eigi að velja síðari leiðina. En hann hef- ur, sem kunnugt er allra manna, innlendra, mesta reynslu af kornrækt. Að tilhlutan B. í. og Stéttar- samb. bænda höfðu þeir Björn Bjarnason, Haraldur Árnason og Sæmundur Friðriksson samið arþingi * frumvarp til laga um kornrækt og var það til meðferðar nú. Álit þeirra var, að nægilega fullkominn vélakostur yrði of dýr ef akurlendi, í stað, væri minna en 50 ha. og miðuðu þeir við það í frumvarpinu, að bændur mynd- uðu félagsskap um slíka ræktun og lögðu til að ríkissjóður styrkti vélakaup slíks félagsskapar með allt að kr. 50.000.00 og árlega ræktun með kr. 100.00 á ha., að viðbættu vísitöluframlagi jarð- ræktar, gegn því skilyrði, að ár- leg ræktun í a. m. k. 10 ár væri ekki minni en 50 ha. Með tilliti til þess, að heppi- legra væri að kornrækt yrði fast- ur liður í ræktun sem flestra bænda, breytti B.þing frumvarp- inu í 10 ha.,og lagði til að styrkur á frumvinnslu lands yrði hækk- aður. Væntanlega verður svo þetta frumvarp lagt fyrir Alþingi, hver sem afdrif þess verða þar. Uni rannsókn á verkunum Kjarnaáburðar. Það virðist vera vaxandi ótti meðal bænda og búfróðra manna, um að Kjarnaáburður sýri jarð- veginn svo, að til ófarnaðar geti leitt í framtíðinni, og að taðan sé kalksnauðari af Kjarnaáburði en kalksaltpétri, þótt einnig sé borið á fosfór og kalí, einkum þó ef snemma er slegið. Hafa efna- rannsóknir leitt í ljós, að síðsleg- in taða hefur heppilegra stein- efnahlutfall en snemmslegin. Þessi atriði eru að sjálfsögðu í tilraunum á tilraunastöðvunum og hjá Tilraunadeild Háskóla fs- lands, en líða munu enn nokkur ár þar til niðurstöður fást. Lagði því B.þing til, að jafn- framt því sem þessum rannsókn- um yrði haldið áfram yrðu gerð- ar tilraunir og rannsóknir á, hvort taða, framleidd af Kjarna- áburði (auk fosfór og kalí), væri til frambúðar fullkomið heyfóð- ur, samanborið við það að nota kalksaltpétur, eða kalk og Kjarna, við ræktun töðunnar. — Áburðarverksmiðjan í Gufunesi getur framleitt áburðarkalk, en það þarf svo mikið magn af því til að kalka jarðveg, að flutn- ingarkostnaður út um land gerir kölkun óframkvæmanlega. Hins vegar mundi framleiðsla á blönd- uðum áburði, sem jafnframt inni heldur kalk, miklu líklegri til úr- bóta. Um bráðapcst í sauðfé. Sums staðar á landinu er farið að bera á því, að bóluefni gegn bráðapest virðist ófullnægjandi, þannig að sauðfé drepst úr pest þótt bólusett sé. Er talið að tvennt geti valdið: Annað hvort að bráðapestarsýkillinn sé að verða ónæmur fyrir bóluefninu, eða að nýr bráðapestarsýkill sé kominn fram. Óskaði B.þing eftir að fram- leiðandi bi'áðapestarbóluefnisins tæki þetta til athugunar og leit- aði úrbóta. Garðar Halldórsson.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.