Dagur - 06.05.1959, Síða 2

Dagur - 06.05.1959, Síða 2
2 D A G U R Miðvikudaginn 6. maí 1959 HERJÓLFUR SKRIFAR HRINGSJÁ Efnahagsaðgerðir ríkisstjórnarinnar Aðalúrræði stjómarinnar að eyða framkvæmdafé ríkissjóðs í botnlausa hít niðurgreiðslu og uppbóta án þess að trvggja stöðvun dýrtíðarinnar. Áðalúrræði minnihluta- stjórnar Alþýðuflokksins í efnahagsmálum er að greiða niður verð á vísitöluvörum til þess að draga úr dýrtíðinni fram eftir hausti. Hefur stjórnin þegar áætlað að verja til niðurgreiðslna einna á ann- að hundrað milljónum króna, og eykst fjármagnsþörf út- flutningssjóðs sem því nemur, svo sem gefur að skilja. Auk niðurgreiðslnanna hefur stjórn in samið um auknar uppbætur til útgerðarinnar, og nema Raforkumálin Eitt gleggsta dæmið um þann hug, sem núv. ríkisstjórn ber til landsbyggðarinnar er áreiðanlega sú mikla kúvend- ing í raforkumálum,sem ríkis- stjórnin hefur tekið. Árið 1954 fengu Framsóknarmenn því áorkað í þeirri ríkisstjórn, sem Framsóknarflokkurinn þá stóð að, að lögfest var 10 ára áætl- un um rafvæðingu Iandsins. Framsóknarmenn tryggðu strax í upphafi, að áætlun þessi yrði framkvæmd jafnt og þétt, og hefur ekkert lát oiðið á raforkuframkvæmdum fyrr en sú ríkisstjórn tók við, sem nú situr, en hún hefur á prjón unum að draga verulcga úr raforkuframkvæmdum í anda 10 ára áætlunarinnar. Ske- legglega var að raforkufram- kvæmdum unnið í tíð vinstri stjórnarinnar og aldrei meira en á sl. ári, og nú er fram- kvæmd áætlunarinnar meira en hálfnuð. Hefur að þessu máli verið unnið með það fyrir augum að bæta lífskjör fólks- ins, hvar sem það býr á land- inu og jafna aðstöðu þess til lífsþæginda. En ríkisstjórn Alþýðuflokksins ætlar að skjóta sér undan að halda fram þessu mikla hagsmuna- máli landsbyggðarinnar, og þarf kannske ekki að undra, þótt óbyrlega blási úr þeirri átt, en mörgum Sjálfstæðis- manni hlýtur að þykja það furðu sæta, að Sjálfstæðis- flokkurinn skuli leggja bless- un yfir þessar aðgerðir, þegar þéss er gætt, að flokkurinn stóð í fyrstu að samning áætl- unaririnar, þegar harin var í stjóm með Framsóknar- flokknum, og hefur oft við há- tíðleg tækifæri eignað sér bæði hugmyndina og fram- kvæmd hennar. En skyldi ekki þessi nýja barátta Sjálf- stæðisflokksins í raforkumál- unum opna augun á þeim, sem trúað hafa fagurgala hans? Það er vissulega fróðlegt fyrir kjósendur Sjálfstæðisflokksins að kynnast hinni nýju stefnu. þær fullum 80 millj. króna. — Utgjaldaaukningin í tíð minnihlutastjórnar Alþýðu- flokksins er því talsvert yfir 200 millj. króna. FRAMKVÆMDAFÉ SÓAÐ. Framsóknarmenn bentu á strax í vetur, þegar séð varð að hverju fór, að efnahagsað- gerðir ríkisstjórnarinnar hlytu að Ieiða til verulegs niður- skurðar verklegra fram- kvæmda og alveg sérstaklega þeirra framkvæmda, sem unnið er að í þágu lands- byggðarinnaar. Þessi spádóm- ur hefur reynzt réttur. Stjórn- in fleygir í hina botnlausu hít niðurgreiðslu og uppbóta stórum hluta þess fjár, sem nota átti til uppbyggingar- starfa og áframhaldandi fram- kvæmda hinna margvíslegustu nauðsynjamála, sem unnið hefur verið að á undanfömum árum. GREIÐSLUAFGANGUR ÉTINN UPP. Þegar fráfarandi stjórn skilaði af sér fjármáíum ríkis- ins, voru í sjóði 25 millj. króna sem greiðsluafgangur síðasta árs. Alþýðuflokks- stjórnin sá sér leik á borði að taka allan greiðsluafganginn og fleygja honum í niður- greiðsluhítina. Þá gerir stjórnin ráð fyrir, að 30 millj. kr. verði innheimtar í tollum vegna Sogsvirkjunar, en sú upphæð cr óinnheimt frá fyrra ári, og skal veria hemii á sama liátt. Þá hyggst stjórn- in afla 30 milljóna króna með því að hækka leyfisgjald af bifreiðum og með hækkun á áfengi og tóbaki 20 millj. Til þess enn að efla ríkissjóðs- tekjurnar hefur ríkisstjórnin íhyggju að auka að mun inn- flutning hátollavarnings, en það merkir sama og minni inn flutningur nauðsynja, og getur því svo farið, að meðan búðar- hillur svigna undan glerkúm og öðru glingri, verði ekki til nauðsynlcgustu nýlenduvörur. Allár eru þessar ráðstafanir kák citt, sem við það eitt mið- ast að fleyta ríkisstjórninni á hálfsökkvandi skipi sínu fram yfir næstu kosningar. Sem kóróna hinnar fráleitu fjár- lagaafgreiðslu er sú aðferð að hækka tekjuáætlun ríkissjóðs í algerri blindni til þess að fá jöfnuð á milli útgjalda og tekna á því óraunhæfa papp- írsgagni, sem síðustu fjárlög eru. Óvissan, sem ríkir um af- komu ríkissjóðs á þessu ári, er gott dæmi um það, á hverju menn geta átt von, ef þeir, sem nú fara með vandasöm- ustu mál landsins, halda þeirri stöðu sinni lengi. Ekkert nema kraftaverk getur bjarg- að landinu frá þeim voða, sem stefnt er út í með þessum fjármálaaðgerðum. ÍBÚÐALÁNIN. Þingmenn Framsóknar- flokksins fluttu tillögu um það, að greiðsluafgangi ríkis- sjóðs 1958, eða 25 milljónum króna, yrði varið til húsbygg- ingamála, þar af 15 milljónum til húsbyggingalána í kaup- stöðum. Svo sem kunnugt er bíða hátt á þriðja þúsund manns eftir úrlausn frá hús- næðismálastjórn, og með nú- verandi gjaldgetu byggingar- sjóðs ríkisins eru cngar líkur til þess að hægt sé að sinna nema örlitlu broti af láns- beiðnum. Stendur fjöldi manna algerlega fjárvana með íbúðir sínar hálfkaraðar, en ekki sýnilegt, að ríkisstjórnin hafi nokkur ráð til þess að afla fjár til þessara framkvæmda. Tillaga Framsóknarmanna miðaðist því við það að gera nokkra úrlausn í þessu efni. Hefur svo oftar verið á und- anförnum árum, að grciðslu- afgangi hefur að nokkru verið varið í sama skyni, og vildu Framsóknarmenn halda sömu stefnu, enda er óhjá- kvæmileg nauðsyn að tryggja íbúðalánastofnuninni vissar tekjur, ef hún á að koma að gagni. Það er líka vafasamur ávinningur fyrir einstaklinga og þjóðina í heild að láta hús standa ófullgerð árum saman, og hlýtur aö vera meira vit í að Ijúka því sem byrjað er á, því að það er í alla staði óarð- bær fjárfesting að fleygja peningum í framkvæmdir, sem aðeins eru unnar til hálfs, festa þar fjármuni, sem engum verða að gagni, nema cf vera skyldu nokkrir auðugir brask- arar, sem gína yfir húsum fá- tækra fjölsskyldumanna, þeg- ar þau eru slegin á nauðung- aruppboði vegna greiðsluþrota og úrræðaleysis urn útvegun fastra lána. ATVINNU AUKNIN G ARFÉÐ SKERT. Alþýðuflokksstjórninni þyk- ir meira um vert að éta upp þá peninga, sém afgangs verða hjá ríkissjóði, en leggja þá til framkvæmda, sem ekki þola bið. Á sama hátt fer um mikið af öðru framkvæmdafé ríkis- ins og þó fyrst og fremst það fé, sem ætlað er til uppbygg- ingar og framfara úti um land. Eins og greiðsluafgangurinn verður étinri upp af fjár- stjórnarófreskju Alþýðuflokks ins og íhaldsins, á að skerða Framhald á 7. siðu. - Félagsheimilid Laugarborg Framhald aj 1. síðu. En fyrst hefði því verið hreyft að byggja samkoniuhús í sveitinni árið 1899. Byggingameistari gantla sant- komuhússins var Jónas Kristjáns- son, nú samlagsstjóri á Akureyri. Bygging hins nýja félagsheimilis var ákveðin 26. júlí 1956, en fyrsta dag októbermánaðar þá urn haustið voru framkvæmdir hafnar. Eigendur eru: Hrafriágilshrepp- ur, Hluti lians er 60%, Ungmenna- félagið Framtíð og Kvenfélagið Iðunn, með 20% hvort. Byggingarnefnd skipuðu: Aðal- steina Magnúsdóttir, Svanhildur Eggertsdóttir, Jón Heiðar Kristins- son, Óttar Skjóldal, Hallgrímur Indriðason, Snæbjiirn Sigurðsson, Frímann Karlesson og Halldór Guð laugsson. Reikningshaldari var Jón Hallgrímsson í Reykhúsum. Hólm- geir Þorsteinsson, fyrrum bóndi að I-Irafnagili, seldi hreppnum land undir félagsheimilið, og í rúmlcga 80 m fjarlægð frá liúsinu eru laug- ar, sem notaðar eru til upphitunar. Grunnflötur hússins er 350 nr og fullnýtt rúmmál 2220 m3. Aðálsam- komusalur er 120 m2. Fyrir öðrum enda hans er veitingastofa, 40 nt* en leiksvið fyrir hinum, 60 nr með forsenu. Forsalur, fatageymsía, ánd- 'dyri og snyrtingar 83 m2. Eldhús, búr og fleira 42 nr. Eldhúsið er mjög til fyrirmyndar, eftir því scm séð verður í fljótu bragði. Ylir veit- ingastofu er fundarsalur, og þar mun bókasafni lestrarfélagsins einn- ig ætlaður staður. Yfir suðurálm- unni er íbúð húsvarðar, 83 nr'. I kjallara undir leiksviði eru bún- ingsherbergi o. fl., og undir veit- ingastofu er loftræstingarkerfi og þvottaherbergi og geymslur. Arkitekt var Gisli Halldórsson, en teikninguna gerði Ólafur Júlíus- son. Sigurður Thorlacius gerði tcikningar af járnalögn, miðstöð og loftræstingu. Ólafur Gestsson ann- aðist teiknun raflagna. Yfirsmiður hússins var Þórður Friðbjarnarson frá Akureyri, og er þetta Jiriðja fclagsheimilið, sem hann byggir af sínum alkunna dugnaði. Múrarameistari var Jón Bach- mann fónsson. Fyrirtæki KEA á Akureyri sáu um raflagnir og niðursetningu mið- stöðvar og vatnsleiöslu. Þorvaldur Sriæbjönisson rafvirki og Ólafur Magnússon pípúlagningam. önnuð- ust Jtær framkvæmdir. Slippstöðin smíðaði útihurðir, glugga, eldhús- innréttinar o. 11. Friðrik Kristjáns- son, Kristnesi, smíðaði einnig hurð- ir og flcira, Jjar á meðal innrétting- ar í íbúð húsvarðar. Alla málningu önnuðust bræð- urnir Kristján og Hannes Vigfús- syriir frá Litla-Árskógi. Öllum þessum aðilum, svo og öllum öðrum, sem unnu við hús- bygginguna og stuðluðu að fram- kvæmdum á annan hátt, jjakkaði Halldór Guðlaugsson'og lauk á ]>á lofsorði. Ennfremur þakkaði hann íþróttafujltrúa Þorsteini Einarssyni ágætt samstarf og ýmsa fyrirgreiðslu og síðast en ekki sízt Jtakkaði hann Snæbirni Sigurðssyni á Grund fyrir forsjá hans við bygginguna á Jréim tíma, sem verið var að gera húsið fokhelt. En síðan hefur Halldór veriff formaður bygginganefndar. Þá gat Halldór Jjess, að konur sveitarinnar hefðu fært húsinu upp- sett gluggatjöld að gjiif og smiðirnir lýsingu á veitingastofu. Hólmgeir Þorsteinsson afhenti peningaupphæð, sem gamlir sveit- ungar og fleiri gestir gáfu, og á hún að renna til hljófffæriskaupa. Og öldungurinn Guðjón á Finna- stöðum afhenti aðra peningagjöf. Halldór Jjakkaði allar [teásar 'góðu gjaíir og aflienti húsið fyrir hörid byggingarnefndar eigendum Jjess, Jteim er áður getur. Avörp fluttu frú Aðalsteina Magnúsdóttir, Grnnd, formaður kvenfélágsins, Óttar Skjóldal, Ytra- Gili, förmaður ungrriennafélagsins, Hrciðar Eiríksson, garðyrkjubóndi í Laugarbrekku, og Kristjári Vigfús- son málari. Veizlustjóri var Ragnar hrepp- stjóri á Grund. Milli ræðanna söng 20 mariria karlakór undir stjórn frú Sigríðar Schiöth, ríkulegar veitingar voru fram bornar, og að lokum var stig- inn dans af miklu fjöri. Mörg heillaskeyti bárust. Húsvörður er Bernharð Pálsson, bifreiðarstjóri. Vígsla félagsheintilisins er mikill viðburður og rnarkar þáttaskil í fé- lagslífi viðkomandi sveitar. Bygg- ing félagsheimilis er Jjví aðeins framkvæmanleg, að allir vinni satri- an og neyti orku sinnar. Félags- heimilið er eins konar tákn um Jjað, hverju grettistaki er hægt að lyfta með sameiginlegu átaki. Og eftir mikið átak vilja rnenn gjarnan „slappa af“ og hvílast. En bygging húss er J>ó aðeins áfangi en ekkert lokatakmark. Félagsheim- ilið Jjarf að eignast „sál sveitarinn- ar“ og ást og umhyggju hennar um langa framtíð til Jjcss að verða Jjví hlutverki vaxið að cffa félagsdáðir til gleði og gagns. Blaðið óskar íbúum Hrafnagils- hrepps og héraðinu öllu til ham- ingju með liið glæsilega félagsheim- ili Laugarborg. Vígsluhátíðin fé>r að öllu leyti fram af hinurn mesta myndarbrag. ED. Norskur selfangari á lieimleið HingaS kom í gærmorgun norski selfangarinn Sjannöy frá Álasundi. Hann er hættur veið- um og er með lítinn afla. Skip- stjórinn, Jón Hamar, telur sel- veiðina í ár aðeins þriðjung með- alveiði. Hingað til Akureyrar kom skipið til að sækja frú Þorgerði Brynjólfsdóttur frá Krossanesi, en hún er kona Gaarnes eiganda þessa selfangara. Frúin hefur dvalið hér um skeið, en er nú á förum heim til manns síns. Mun Sjannöy hafa lagt af stað heim- leiðis í gærkveldi. Heimsókn frá Noregi Kommandör Em. Sundin um- dæmisstjóri, og í fylgd með hon- .um ofursti Johs. Kristiansen, dvelja á Akureyri 5. og 6. maí. Miðvikud. kl. 20.30: Hátíða- samkoma í kirkjunni. Kirkju- kórinn syngur, Jóhann Konráðs- son syngur einsöng, Lúðrasveit Akureyrar spilar. — Prestarnir verða viðstaddir, einnig deildar- stjóri Hjálpræðishersins og fleiri foringjar. Verið velkomin! /

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.