Dagur - 06.05.1959, Blaðsíða 8
8
Bagur
Miðvikudaginn 6. maí 1959
Afmæiiskveðja orðin að blaðamáli
Staksteinahöfundi Mbl. og Islendingi svarað
Skólaslit að Hóluni
I skólanum voru 34 nem. 19 luku burtfararprófi
Lítil takmörk eru því sett hve
fjölbreytt og raunar furðuleg
fyrirbæri geta fæðzt af mannleg-
um breyskleika. í blaðaheimin-
um koma stundum fyrir atvik
af þvi tagi, sem í senn eru bros-
leg, en þó að öðrum þræði hin
óhugnanlegustu þegar betur er
að gáð og orsakirnar liggja ljóst
fyrir.
Tvö stjórnarblöðin vitnuðu
nýlega um lægri hneigðir blaða-
manna en almennt gerist og bæði
af sama tilefni og á svipaðan hátt
og opinberuðu lesendum sínum
á mjög áberandi hátt á h\/aða
menningarstigi þeir og blöð
þeirra eru stödd um þessar
mundir.
Tilefni þess, að stjórnarblöðin
trvö, Morgunblaðið og íslending-
ur, gáfu lesendum sínum innsýn
í sitt einstæða hugarfar, var af-
mæliskveðja Dags til Friðjóns
Skarphéðinssonar dómsmálaráð-
herra á fimmtugsafmæli hans. —
Hún birtist á afmælisdegi hans
hér í blaðinu, ásamt mynd af
honum og var svohljóðandi:
Friðjón Skarphéðinssos dóms-
málaráðherra er fimmtugur í
dag og er hann af því tilefni
kominn hingað norður í stutta
heimsókn. Um leið og blaðið
árnar honum allra heilla vill
það taka undir þá almennu ósk,
að hann taki sem fyrst sitt
fyrra sæti, sem bæjarfógeti
á Akureyri og sýslumaður í
Eyjafjarðarsýslu.
Þegar heiftin heltekur.
Löngum hefur það tíðkazt á
landi hér, að menn óski hver
öðrum til hamingju á afmælis-
dögum, takist í hendur eða sam-
fagni afmælisbarninu á annan
hátt. Fram að þessu hafa slíkar
kveðjur ekki þótt vítaverðar eða
verið gerðar að blaðamáli. En nú
bregður svo undarlega við, að
tvö íhaldsblöðin verða æfareið
vegna afmæliskveðju Dags til
Friðjóns Skarphéðinssonar. Þau
telja, að hún beri vott um að
„heiftin hafi heltekið“ Fram-
sóknarmenn á Norðurlandi og að
Dagur hafi beinlínis óskað þess,
að Friðjón ylti sem fyrst úr ráð-
herrastólnum!
Eru það illar hvatir?
Menn taki eftir því, að sú ósk
Dags og þorra bæjarbúa, að
Friðjón setjist sem fyrst í sitt
Þetta segi ég nú:
Mikils þykir um vert, að
kommur séu á réttum stöðum.
Mikil orka er lögð í það, sem
fáir geta munað til fullnustu
og engir læra af ánægju.
í námsbókinni stendur:
„Atvikissetningar: a) milli
aðalsctningar annars vcgar og
tilvísunarsetningar (Sjá §
118. ), orsakasetningar (Sjá §
119. ), afleiðingarsetningar
(Sjá § 120.), tilgangssetningar
(Sjá § 126.), skilyrðissetningar
(Sjá § 122.), viðurkenningar-
setningar (Sjá § 123.) og tíð-
arsetningar (Sjá § 124.) hins
vegar skal setja kotnmu.“
Þetta er örlítið dæmi þess,
kvað æskufólki þessa lands er
ætlað að læra í þessum fræð-
WH.
Er vel farið með tímann og
orktuia?
fyrra sæti, er hér gerð að
árásarefni. Skyldi Morgunblaðið
og íslendingur í alvöru vilja núa
Akureyringum því um nasir, að
það sé sprottið af „heift“ og öðr-
um illum hvötum, að þeir vilji
sem fyrst fá sýslumann sinn og
bæjarfógetann heim aftur?
Skyldi Friðjóni sjálfum finnast
það bera vott um kulda í sinn
garð af hálfu Akureyringa, að
þeir vilja fá hann aftur í sitt
fyrra sæti? Gott væri að þessi
blöð gerðu nánari grein fyrir
hinum illu hvötum bæjarbúa!
Er þetta það, sem koma skal?
Hvernig skyldi það annars vera
að búa í því landi, þar sem eng-
inn gæti sent afmæliskveðju eða
nokkra aðra kveðju nema eftir
pólitískum línum, án þess að
þær væru stimplaðar sem „heift“
og illt eitt með þeim meint? —
Kannski er þetta það, sem koma
skal?
*Ekki geta íhaldsblöðin borið
bví við, að um ógát hafi verið að
'■æða hjá þeim, þegar þau töldu
afmæliskveðju Dags til Friðjóns
vera sprottna af „heift“ og ekki
getur það heldur verið nein af-
sökun fyrir viðbrögðum þeirra,
að í þetta sinn hefur hinn við-
bjóðslegasti soi'i stjórnað penna
þeirra, úr því só sori var fyrir
hendi. Hins vegar verða þessi
blöð að taka því, að á þetta sé
bent, af því að þau hafa gefið
endurtekið tilefni til þess. Þau
hafa aðeins alið það hugarfóstur,
sem íhaldið gengur alltaf með og
vex við innstu hjartarætur, svo
Fratnhald á 5. siðu.
Fjárveitingar úr
sýslusjóði S.- Þing.
Aðalsýslufundur Suður-Þing-
eyjarsýslu var haldinn dagana 21.
—25. apríl.
Sýslusjóðsgjöld voru áætluð
kr. 210.000.00.
Helztu fjárgreiðslur voru
ákveðnar þessar:
Til skóla kr. 26.000.00. — Til
héraðsbókasafns kr. 11.244.00. —
Til Héraðsskjalasafns kr. 6.000.00.
— Til Byggðasafns kr. 10.000.00.
— Til Myndasafns Laugaskóla kr.
3.000.00. — Til Árbókar Þingey-
inga kr. 3.000.00. — Til annarra
menningarmála kr. 4-500.00. —
Til heilbrigðismála kr. 31.500.00.
— Til atvinnumála kr. 59.000.00.
— Til vegamála kr. 247.000.00.
Fjöldi mála var afgreiddur
fundinum.
Á síðasta aðalfundi sýslunefnd-
ar Suður-Þingeyjarsýslu, sem
haldinn var í aprílmánuði, sam-
þykkti nefndin eftirfarandi
ályktun, í tilefni af hinum nýju
tillögum um stjórnarskrárbreyt-
ingu:
„Nefndin telur, að íslenzkt
lýðræði byggist að fornu og
nýju á rétti héraðanna til sér-
stakra fulltrúa á löggjafarþingi
þjóðarinnar eg mótmælir því
að sá réttur verði af þeim tek-
inn.
Sýslunefndin lítur sva á, að
„Dómur reynslunnar“
" j
Fyrir alþingiskosningarnar 1956
gaf Sjálftsæðisflokkurinn út
áróðurspésa, með þessu nafni. —
Voru Sjálfstæðisflokknum þar
eignaðar allar þær framfarir er
orðið hafa hér á landi síðustu
áratugina, en allt sem miður
hafði farið var auðvitað hinum
flokkunum að kenna. Af þessu
áttu svo kjósendurnir 1956 eðli-
lega að draga þá ályktun, að
Sjálfstæðisflokknum einum væri
trúandi til að fara með umboð
þeirra á Alþingi. Enda segir svo
í pésanum: „Sjálfstæðisflokkur-
inn ætlar sér hins vegar að ganga
Iengra á þeirri framfarabraut,
sem mörkuð hefur verið undan-
farinn áratug og auka frjálsræði
borgaranna.“
Fallega mælt þetta, en hrædd-
ur er eg um að Ara Þorgilssyni,
hinum fróða hefði þótt sitthvað
missagt í pésa þéssum, t. d.
stendur þar: „Sjálfstæðismenn
hafa frá upphafi haft forystuna í
raforkumálum. Stefnið ekki 10
ára rafvæðingaráætluninni í voða
með því að fá duglausum at-
kvæðabröskurum stjórnartaum-
ana.“
Sitthvað orð og efndir.
Nú standa Sjálfstæðismenn að
því við afgreiðslu fjárlaganna, að
skera niður framlög til raforku-
framkvæmda í stórum stíl, vel
vitandi það að raforkufram-
kvæmdirnar eru þær fram-
kvæmdir ríkisins, sem hinar
dreifðu byggðir landsins bíða
með mestri eftirvæntingu.
Svo vissir þykjast þeir, nú þeg-
ar, um framgang kjördæmabylt-
ingarinnar, að þeir telja sér
óhætt að byrja strax að sýna
temiurnar gagnvart landsbyggð-
inni. Hvað mun þá síðar verða,
ef tilræðið heppnast? Svona fljótt
sýna þeir í verki hvernig þeir
ætla að framkvæma 10 ára
rafvæðingaráætlunina.
Þetta er það sem þeir kalla að
ganga lengra á framfarabraut-
inni, sem mörkuð hefur verið. —
„Reynslan er réttlátur dómari,“
stendur í áðumefndum pésa. Er
ekki framkvoma Sjálfstæðis-
flokksins í kjördæmamálinu og
við afgreiðslu fjárlaganna, næg
reynsla til þess að sýna að þjóð-
inni muni annað hollara en að fá
slíkum „atkvæðabröskurum
einmenningskjördæmi séu ör-
uggasti grundvöllur að traustu
þingræðisstjórnarfari og telur
því eðlilegt að fjölgað verði
einmenningskjördæmum í fjöl-
mennustu byggðarlögunum.
Það er áUt nefndarinnar, að
öll stjérnarskráin þurfi endur-
skoðunar við, en kappkesta
verði að framkvæma breyting-
arnar í samráði við alla þjóð-
ina.“
Tillagan var samþykkt með 9
atkvæðum gegn 2. Einn fulltrúa
vantaði á fundinn.
Bændaskólanum ó Hólum var
slitið 30. api'íl sl. Þar voru í vet-
ur 34 nemendur, 19 luku burt-
fararprófi, þar af 13 eftir tveggja
vetra nám, en 6 eftir einn vetur
(bændadeild).
Hæstu einkunn hlaut Sigfús
Olafsson frá Gi'öf á Höfðaströnd,
9,10 í meðaleinkunn. Árni Sigur-
jónsson, Eútsstöðum í Svína-
vatnshi'eppi, hlaut hæstu eink-
unn eftir tveggja vetra nám, 8,82.
Vei-ðlaun úr vei'ðlaunasjóðum
bændaskólanna hlaut Árni Sig-
urðsson, verðlaun frá SÍS Sigfús
Ólafsson, Moi'gunblaðsskeifuna
(fyrir tamningu hesta), Stefán
Jónsson, Hi'epphólum, Hruna-
mannahreppi, pappírshníf frá
sama fyrirtæki Hilmar Einai'sson,
Rvík. Ur minningarsjóði Tómasar
Jóhannssonar , leikfimiskennai’a,
voru nú í fyi'sta skipti veitt verð-
laun fyrir beztu úx’lausnir í leik-
Iðnskóla Akureyrar var slitið
miðvikudaginn 29. apríl.
Skólastjórinn, Jón Sigurgeirs-
son, flutti skýi'slu um skólastai'f-
ið á liðnum vettri. Skólinn starf-
aði í fjórum deildum með 76
nemendum alls. Samkvæmt
skýrslu skólastjóra voru húsa-
smíðanemar fjölmennasti hópur-
inn. 28 nemendur lutu burtfarar-
pi'ófi við skólann. Hæstu eink-
unnir hlutu: Sigmar Sævaldsson,
rafvirkjanemi, I. ág. einkunn 9,09,
Vegurinn verndaður
Vegurinn yfir Vaðlaheiði var
lokaður 25. apríl og var þá farinn
að grafast.
En síðan hafa verið stöðug
frost á heiðum uppi. Til dærnis
hefur verið 13—14 stiga frost í
Fnjóskadal sumar nætur. Þykir
gæta óþarflega strangrar vei’nd-
unar á vegi þessum og, að
umferð um hann hefði alls ekki
skemmt hann á meðan hann er
svo gaddfi'osinn sem nú er.
Sýningin í GA
Á sunnudaginn var lá stöðugur
straumur fólks upp í Gagnfræða-
skóla Akureyrar. Þar stóð yfir
sýning á handavinnu nemenda,
og dvaldist mörgurn Iengur en
ætlað var við athugun á hinum
fjölbreyttu munum ncmendanna.
Saumaskapur og útsaumur af
mörgu tagi bátu ungu stúlkunum
gott vitni, cn bókband, smíðar og
teikningar voru ekki síður at-
hyglisverðar, • þótt takmarkað
húsnæði þrengi meira að á því
sviði, sérstaklega hvað smíðarnar
áhrærir.
Hinar árlegu og myndarlegu
sýningar Gagnfræðaskólans gefa
vissulega til kynna hver þáttúr
hin verklega kennsla er í skóla-
starfinu og að sá þáttur er ekki
vanmetinn af forráðamönnum
skólans.
fimi. Þau hlutu Ingólfur Krist-
jánsson og Skarphéðinn Sigurðs-
son. Sjóður þessi var stofnaður
1957, en í ár eru 30 ár liðin frá
dauða Tómasar. Hann kenndi við
Hólaskóla frá 1922—1929.
Nú var í fyista skipti tekið próf
í tamningu hesta og gengu 12
menn undir próf í þeirri grein
búfjári-æktarinnax'. Tamin voru
27 hi'oss undir leiðsögn Páls Sig-
ui'ðssonar í Varmahlíð.
í skólanum voru gerðir 58
smíðisgripir í vetur og bundnar
200 bækur. Verðmæti handa-
vinnunnar má áætla að sé 70 þús.
króna virði.
Heilsufar var gott í vetur. Yt-
ai'leg athugun fór fram vegna
gruns og mikils umtals og ein-
kennilegra blaðaskrifa um
berklaveiki. Sú athugun var gerð
bæði á fólki og fénaði og fannst
ekkert athugavert.
og Sveinn Tryggvason, hús-
gagnasmiðui', I. ág. einkunn 9,06.
Skólastjóri ræddi síðan ýmis-
legt vai'ðandi skólastai-fið, nem-
endaferðir, samræmingu náms-
efnis í iðnskólum og síðast, en
ekki sízt, húsnæðisþörf Iðnskóla
Akureyi'ar. Skólinn hefur nú um
tveggja ára skeið búið við leigu-
húsnæði í Húsmæðraskóla Akur-
eyrar og víðar. Taldi skólastjóri
það há skólastarfinu mikið, að
skólinn hefur ekki enn fengið sitt
eigið húsnæði, þar sem unnt er
að koma fyrir bráðnauðsynleg-
um kennslutækjum, sem illt er að
nýta og stundum ómögulegt í
húsnæði, er tekið er á leigu til
skamms tíma; þess vegna væri
það brýn nauðsyn, að skólinn
eignaðist á næsta áratug eigið
hús, sem unnt væri að búa þeim
tækjum, er nýtízku iðnskólar á
tækniöld þyrftu að hafa.
Að lokum afhenti skólastjóri
brautski'áðum iðnnemum skír-
teini þeii'i'a og flutti þeim ágætt
ávarp, kveðjur skólans og góðar
óskir.
Að lokinni ræðu skólastjóra
kvaddi sér hljóðs úr hópi iðn-
nemanna Sigmar Sævaldsson.
Flutti hann nokkur kveðju- og
þakkai-oi'ð hinna bi-autskráðu
iðnnema og afhenti 10 binda
bókagjöf til skólans.
Skólastjóri þakkaði gjöfina og
góðan hug nemenda sinna.
Sýning á teikningum iðnnem-
Framhald a 4. siðu.
TOGARARNIR
Svalbakur landaði 276 tonnum
ó Akureyri á sunnudaginn og
mánudaginn. Aflað var á heima-
miðum og- Austur-Grænlands-
miðum. Hann er farinn áleiðis á
Ritubanka.
Kaldbakur hóf veiðar á Ritu-
banka í fyiTadag og hinir Akur-
eyrartogararnir hafa einnig snúið
sér að kai'faveiðum þar vestra.
GARÐAR HALLDÓRSSON.
Sýslufundurinn mótmælir
Einmenningskjördæmi bezta leiðin
Iðnskóla Akureyrar slitið í gær
Nemendur í vetur 76 - Húsasmiðir f jölmennastir