Dagur - 06.05.1959, Blaðsíða 5

Dagur - 06.05.1959, Blaðsíða 5
Miðvikudaginn G. maí 1959 D A G U R 5 Jónas Jónsson frá Breklmakoti: Lýðræðið í hættu? LEIKFELAG AKUREYRAR „Vakið og syngið” Höf. Clifford Odets - Leikstj. Baldvin Halldórss Fyrr og nú. Fyrir 50 árum var engin stór- borg á íslandi, og Suðvesturland- ið hafði litla sérstöðu. Byggðin var dreifð og jafnari um landið allt, framleiðslan og tæknin sömuleiðis, og allt í smærri stíl. Þá var í Rvík kjöt- og mjólkur- framleiðsla til mikils gagns fyrir íbúana. Þá var eðlilegra en nú að ræða um jafnan kosningarétt fyiár alla, stækkun kjördæma og hlutfallskosningar. Kjördæmin liafa síðan með ýmiss konar inn- byrðis félagsstarfi og fram- leiðslu-aukningu komist í sér- stöðu hvert og eitt. Á síðustu áratugum hefur Rvík dregið til sín fólkið, — ekki sízt unga fólkið, — í vaxandi mæli og með glæsileik og gylliboðum, háu kaupi, mikilli eftirvinnu, glaum og gleði. En þetta m. a. veldur svo hærra verði á afurð- um bænda og auðn á fleiri og fleiri jörðum í sveitunum. Þetta er í raun og sannleika öllum til tjóns: sveitunum, Rvík, landi og þjóð. En það sjá víst ekki all- ir. Reykjavík vill halda sínu, — vill fá meira og meira. Húsmæðra kennaraskóli íslands er þar við hrakhólavist og hússnæðisleysi. Á Akureyri bauðst mjög gott húsnæði fyrir nefndan skóla, en Rvík sagði nei! Með harðneskju fékkst sementsverksmiðjan stað- sett á Akranesi — togstreita við Reykjavík. Aftur á móti var Áburðarverksmiðjan reist í um- dæmi Rvíkur. En í henni hefur undanfarið dregið mjög úr af- köstum vegna rafmagnsskorts, svo að nú verður að kaupa inn í landið sams konar óburð á tún bænda. Rafmagnsþörf Reykja- víkur vex eðlilega mjög ört. Þeir, sem úti í sveitunum hafa beðið eftir rafmagninu árum saman og innilega þróð það,- vita, að í Rvík þyrftu þeir ekki lengi að bíða. Hvað eigum við að þola lengi myrkrið og kuldann? Hverjir flytja næst suður — í dýrðina? Reykjavík er að vaxa sjálfri sér og landinu yfir höfuð. Þetta er eins og veltandi snjókúla, sem hleður utan á sig án afláts, nema stöðvuð verði eða frost geri. Rík- isstjórn sú, er lét af völdum í des. sl. vann markvisst gegn þessari öfugþróun með jákvæðum að- gerðum. Þeir, sem síðan ráða, hafa breytt um stefnu, — sjáið t. d. ákvarðanir í raforkumálum sveitanna, tugmilljóna frádrag á þessu ári, m. a. frestað veitu frá Laxárvirkjun um Norðurland — og sama víðar og víðar! — Það er „bróðurhöndin" sem þeir rétta „að sunnan“! Ólíkar aðstæður. Við 2—3 götur í Reykjavík býr nú mannfjöldi meiri en allir Vestmannaeyingar. En hvert mun hlutfallið milli þessara að- ila, þegar litið er á öflun gjald- eyrisverðmæta og lífsnauðsynja? Nú er þéttbýlt og talsvert mann- margt í Eyjum, en samstaða með Rangárþingi og Skaftfellingum sýnist ekki mikil. Eða tökum til dæmis Hólsfjöllin, horn úr dreif- býliskjördæmi. Þið hafið e. t. v. komið í Grímsstaði og borðað hangikjöt, — a. m. k. heyrt getið um Hólsfjallahangikjötið — á boðstólum um land allt. — En það er erfitt að búa og lifa — eft- ir því, sem nú er krafizt — á Hólsfjöllum: mikill snjór og kuldi, sandfok og uppblástur og óhægara með rafmagn en á Reynistað hjá Jóni bónda En kjötframleiðslan er bæði mikil og góð, svo að jafnvel Reykvíkingar fá það að reyna. En úr herbúðum þeirra heyrist þó stundum, að bændadurgarnir hafi það nógu gott, — fái styrki til alls og okri svo á vörum sínum. Og jafnvel, — að skynsamleg'ra væri að hætta þessu hokri og kaupa frá útlöndum ódýrt kjöt. Hversu langt myndi þess að bíða, — ef kjördæmafrumvarpið nær fram að ganga, að tilkynning komi „að sunnan", að ekki skuli lengur kastað fé í búhokur á Hólsfjöll- um, — í raforkúframkvæmdir (sést nú þegar), sandgræðslu o. fl.? Og mótherjar Vestmannaey- inga við götuna í Rvík segjast líka verða að lifa — eins og rétt er, — og geta fundið upp á því að segja, að eins mikil þörf sé á nýrri vinnustöð fyrir þá, t. d. að fá nýjan Hæring við hafnargarð- inn, eins og að bæta enn við fisk- iðjuveri úti í þessu Vestmanna- eyjaskeri. Skipin geta eins siglt inn til Reykjavíkur. Og for- ráðamenn Rvíkur, Sjálfstæðis- menn og kommúnistar, verða — fylgisins vegna — að sjá fyrir sínu fólki. Og götubúar eru 10 fleiri en eyjaskeggjar. Eiga þeir fleiri þá ekki að ráða? Er það ekki lýðræðið, sem barizt er fyr- ir nú, — það takmarkið, að hver maður í landinu — á kjöraldri — hafi jafna aðstöðu til að ráða gangi mála, — hvað sem öllu öðru líður, og allt landið eitt kjördæmi.? Jú, surnir „umbóta- mennirnir" hafa sagt það, skýrt og skorinort, og vitað er, að aðrir stefna ákveðið að því, þótt ekki sé viðurkennt opinberlega á þessu stigi málsins. Nú nýlega voru nemendur úr skóla einum í Rvík að kveðja skóla sinn og yngri félaga með viðeigandi ópum og ókvæðisorð- um, kastandi 100 frökkum í háa- loft og óku svo um bæinn í dráttarvélum og kerrum bænda úr nálægum byggðum. En sömu dagana var Gagnfræðasskóla Vestmannaeyja lokað um sinn, svo að nemendur hans gætu unn- ið nótt með degi að hjörgun afl- ans, sem að barst, að öflun gjald- eyris, sem stjórnarflokkarnir á sömu stundu væru að ákveða, að varið skuli til kaupa á „lúx- us“-varningi, glæsibílum m. m., sem treyst er á að gefi tekjur í tóman ríkiskassann, og um leið í kassa „þeirra stóru“ í okkar stóru Reykjavík, hvar þessi varningur og bílar einnig hljóta að lenda Aftur á móti skal dregið úr fram- lagi til kaupa á nauðsynjavörum til landbúnaðar og annarrar framleiðslu. — Svo verður aug- lýst eftir ungu fólki til að selja „lúxus“-vörurnar og byggja hallarsali yfir nýju bílana — og snjókúlan veltur áfram og vex. Góðir félagar! Sjálfstæðismenn, í innilegum og traustum félagsskap við komm únista, hafa nú ákveðið að bylta aldagamalli kjördæmaskipun landsins. En um þessa félaga sína sögðu Sjálfstæðismenn fyr- ir fáum árum: „Kommúnistar láta sig engu skipta þjóðleg verð- mæti, frelsi eða sjálfstæði ís- lands,“ — og bættu þá eðlilega við: „Við verðum að berjast við þá alltaf og alls staðar.“ —- Það’ á að leggja niður einmenningskjör- dæmin, — en um það sagði for- inginn meðal Sjálfstæðismanna, Jón Þorláksson, á sínum tíma á þessa leið: „Eg álít, að réttast sé að tryggja það, að fámenn kjör- dæmi séu ekki svipt réttinum til að senda sína sérstöku fulltrúa á Alþingi, því að þau þurfa að eiga þar hvert sinn fulltrúa til að tala sinu máli.“ Og annar forustum. þeirra, Pétur Ottesen, talaði sem næst þessu: „Að breyta landinu í eitt eða örfá kjördæmi tel eg ófært og andstætt þeim skilyrð- um, sem við eigum við að búa.“ Skyldu þeir ekki hafa vitað og meint það, sem þeir sögðu? Og lá er eins rétt að láta vera, að vitna í ummæli foringjanna, Ol- afs og Bjarna um þetta efni, frekar en þegar er orðið. Það er eitt í dag og annað á morgun. Lýðræðinu ógnað. Þótt Jón á Akri og Jón á Reynistað væru látnir tala — aðallega, þegar útvarpað var um- ræðum þessa máls, þá er það Reykjavíkurvaldið, sem óráð lessi brugga. — Það segir, að málið sé útkljáð og afgert, og áhrifanna er þegar farið að gæta. Hvað myndi síðar, ef lögfest verður? En ef lýðræði á að gilda og vera meira en nafnið tómt í þessu landi, er ekki hægt að skella skollaeyrum við hrópum, áskor- unum þeirra, sem úti um landið búa, frá hafi til fjalla. Þar er vitað hvað í húfi er. Um þeirra hag og örlög er fjallað, en úrslitin varða mjög framtíð þjóðarinnar allrar. Við alþingiskjör í sumar á skilyrðislaust að kjósa um kjör- dæmamáþð aðeins, samkvæmt stjórnarskrá. Annað væri ofbeldi af versta tagi, — óskylt lýðræði. „fslandi allt.“ — „Reykjavík allt.“ Og hví skyldi unga fólkið, ungmennafélögin dæmd til að þegja og sitja hjá við þessi átök, eins og fram kom í grein S. J. í íslendingi nýlega? Líf þeirra er í veði. í mörgum ungmennafélög- um er það roskið fólk, sem enn heldur merkinu hátt. Fjöldi heimila í sveitum landsins byggja nú aðeins 1—3 mannverur, a!dr- aðar. Reykjavík hefur seitt til sín unga fólkið víða að, (aðrir kaup- staðir vitanlega nokkuð), fram- tíðarþrótt ungmennafélaganna, og myndi enn versna í þessu efni, ef vald Reykjavíkur er aukið, og hagur strjálbýlisins enn frekar fyrir borð borinn, svo sem horfir með frumvarpi þessu. En kjörorð ungmennafélaganna er: „íslandi allt.“ Það, og stefna félagsskaparins, hefur vissulega skapað marga þjóðholla menn og mikilhæfa. _ Formaður Sjálfstæðisflokksins, Ólafur Thors, mælti á áhrifa- stundu í fjölmenni síns flokks fyrir ekki löngu á þá leið, að þeir, Sjálfstæðismenn, gættu fyrst eig- in hags, þá hagsmuna síns ágæta flokks og síðan þjóðarhags. — Má nærri geta, að liðsmenn hafa fagnað því, hve vel foringjanum sagðist — eins og vant er! Skyldi Ólafur aldrei hafa verið í ung- mennafélagi? Hlýtur ekki yfirlýsing sem þessi, flutt af slíkum forustu- manni stærsta stjórnmálaflokks landsins, að ,sýna annað tveggja: undraverða fljótfærni eða þjóS- hættulegt innræti — nema hvort tveggja sé? Geta ekki ungmennafélagar vænst þess, ef vald slíks foringja og flokks hans vex enn mikillega við umrædda kjördæmabyltingu, að skipun komi „að sunnan“, áð- ur en langt líður, að af eðlilegum ástæðum, skuli ungmennafélagar (og aðrir út um land) skipta um kjörorð og skuli það verða með- an líf endist við Arnai-hól: „Reykjavík allt!“ Lokaður inni á Kleppi Eitt sunnanblaðanna segir frá því í gær, að maður nokkur, al- heilbrigður, hafi verið handtek- inri fyrir 10 mánuðum og lokaður inni á Kleppi. Og þar situr mað- urinn enn að sögn blaðsins. Leikfélag Akureyrar frumsýndi fjórða og síðasta leik sinn á þessu ári, „Vakið og syngið", í Samkomu- lnisinu á laugardaginn var. Leik og leikstjóra var sérlega vel fagnað. Leikurinn er óvenjulegur bæði að efni og formi. grípur á hinum ólíkustu viðfangsefnum mannlegs lífs, slengir þeim næstunr því fram- an í áhorfandann og setur hann í vanda. Þessi sjónleikur er alger andstaða léttra gamanleikja, sem vekja kát- ínu og gleymast jafn fljótt og hlát- urinn dvín. En þó býr hann yfir vissum léttleika, mitt í sterkum og örlagaþrungnum átökum. Sjónleik- urinn „Vakið og syngið" fær mönn- um verkefni í hendur að sýningu lokinni. Hann lætur mann ekki í friði af því, að hann fjallar um okkar eigin vandamál, sem ekki er hægt að líta á úr fjarska. Hann talar til okkar í alvöru og í þeim tón, að ekki er hægt að skella við skollaeyrum. Leikurinn er margslunginn og fjallar um misheppnuð hjónabönd og ástir og að nokkru um orsak- irnar, um auðuga menn og snauða, æskuna og ellina, viðkvæmni og hrottaskap og harða innri og ytri - Afmæliskveðja Framhald af 8. siðu. þokkalegt sem það er og það hefur ekki vit á fela. Nýr vettvangur. Aldrei mun sú blaðagrein hafa verið skrifuð, fyrr eða síðar, sem ekki er hægt að snúa út úr, ef því er fyrst slegið föstu, að lof þýði last, hamingjuóskir þýði það sama og bölbænir og að yfirleitt sé allt annað meint en sagt er. Það er óneitanlega rúmur vett- vangur fyrir óvandaða og ill- kvittna menn, að búa sér til for- sendurnar á líkan hátt og hér hefur verið bent á og leggja svo út af þeim. Menn gætu til dæmis hugsað sér hvernig íhaldið hefði lagt út af því, ef Dagur hefði óskað þess, eins og þau virðast þó hafa ætlast til, að Friðjón Skarp- héðinsson skipaði sem lengst sæti dómsmálaráðherra. Utleggingin hefði þá auðvitað orðið sú, að Dagur hefði sýnt Friðjóni þann fjandskap, að óska þess að hann kæmi aldrei heim aftur. Hver hafi sitt. Hér að framan hafa íhaldsblöð- in verið nefnd saman og ekki gert upp á milli þeirra. En það er þó ekki alveg réttlátt, og skal nú bætt úr því. íslendingur birti af- mælisgrein um Friðjón á sínum tíma. Hún var harla ómerkileg, enda eflaust sagt það eitt, sem meint var, og ekki sá blaðið ástæðu til að láta mynd fvlgja. En nú bregður svo við, að í síð- asta íslendingi eru birtar af hon- um tvær myndir á sömu blaðsíð- unni, sem uppistaða í skammar- grein um Dag. — Þannig notar íslendingur mynd Friðjóns Skarp héðinssonar, og þó frekar tvær en eina, en jiótti ekki ástæða til að gera það í tilefni afmælisins. Hvernig skyldi nokkurt blað geta svívirt dómsmálaráðherrann á freklegri hátt en fslendingur hefur nú gert? Jafnvel smæð blaðsins og lítil útbreiðsla er ekki nein afsökun fyrir ósæmilegri blaðamennsku. Þess vegna er það í senn broslegt, og þó öllu frem- ur afkáralegt, að bæta nú gráu ofan á svart með því að gera af- mæliskveðjur að umtalsefni á þann hátt sem íslendingur gerir. baráttu fólks a£ hinum ólíkustu manngerðum. Þar er dregið fram í sterkum litum hve örögin leika menn grátt og í leikslok, velur ung kona á milli manns síns og barns annars vegar og fyrsta elskhugans hins vegar, og gamall maður fórnar lífi sínu. Leiksljórn Baldvins Halldúrs- sonar er örugg og ber vott um kunn- áttu og smekkvísi. Koma hans hing- að til Akureyrar var hin ágætasta. Jóhann Ognmndsson leikur Myr- on Berger, hinn ógæfusama, fátæka heimilisföður, sem stormar lífsins hafa beygt til jarðar, en næða ekki pm hann lengur, því að hann hefur búið sér til sinn eigin liugarheim og veit það naumast, hve líf hans er lítils virði. Jóhann leysir hlut- verk sitt vel af hendi. Frú Matthildur Sveinsdóttir leik- ur frú Berger, hinn mesta svark, sem leiðir lieimilislífið í ógöng- ur. Frúin gerir margt vel, en ef til vill vantar þunga í leik liennar, sem svarar til járngreipa frú Berger. Július Oddsson leikur Jakob gamla, föður frúarinnar. Sá aldraði segir dóttur sinni til syndanna a£ hvassri hreinskilni, en lifir að öðru leyti í byltingarsinnuðum hugar- heimi. Þótt ekki verði annað sagt um leik Júlíusar, en að liann sé á ýmsan hátt mjög eftirtektarverð- ur, hefði hann mátt vera dálítið ellilegri — ekki eins ferskur —. Á þann hátt hefði hann náð ennþá meiri samúð á stærstu augnablik- unum. Ungfrú Brynhildur Kristinsdóttir leikur Henny Berger, lieimasætu, eiginkonu og móður. Henny elskar fyrsta elskluiga sinn, einfættan og lirjúfan hermann og verður leik- soppur lieitra tilfinninga, sem tog- ast á við skyldur hennar við barn og eiginmann. Brynhildur liefur ekki komið á leiksvið fyrr. Samt nær hún undraverðum tökum á erfiðu viðfangsefni. Hálfdán Helgason leikur Ralph Berger, ungan mann og ástfanginn. I andlegum efnum byggir Ralph á kenningum afa síns og vill gera uppreisn á heimili sínu og endur- bæta heiminn. Hálfdán, sem er ný- liði, nrr ekki fullum tökum á hlutverkinu. En einhvern veginn finnst mér þó, að meira búi £ piltinum og að leikstjóranum hafi bara ekki tekizt að ná því í fyrstu tilraun. Jón Ingimarsson leikur Schlosser, gamlan mann. Hlutverkið er rnjög lítið, en vel af hendi leyst. Jón Kristinsson leikur einfætta hermanninn, Moe Axelrod, hinn hrjúfa en blóðheita elskhuga, sem að lokum fagnar sigri. Jón skilar hlutverkinu af næmum skilningi °g öryggi. Emil Andersen fer með hlutverk ríka mannsins í þessum leik, Morty frænda. Aíorty er veraldarvanur og glaðsinna náungi, áferðargóður á yfirborðinu en jiorpari að innræti. Emil gerir lionum góð skil. Gunnar licrg er þriðji nýliðinn í leiknum og fer með hlutverk hins unga, lieilsulausa og viðkvæma eiginmanns, sem að síðustu situr eftir með barn konu sinnar. Leikur Gunnars er gott dæmi um það, hver ávinningur er að því að fá nýtt fólk til starfa. Þýðingu leiksins annáðist Asgeir Hjartarson — leiksviðsteikningu gerði Magnús Pálsson — en leik- sviðsmálningu annaðist Aðlsteinn Vestmann. Ég ráðlegg fólki eindregið til að sjá leikinn, og það fyrr en síðar. - ED.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.