Dagur - 16.05.1959, Blaðsíða 2

Dagur - 16.05.1959, Blaðsíða 2
2 D A G U R Laugardaginn 16. mai 1959 INGVAR GÍSLASON, LÖGFRÆÐINGUR: Nokkur atriái varáanJi kjördæmamá Iiá Ræða flutt á fundi í Stúdentafélagi Akureyrar 30. apríl f. m. Sögulega þróaðar félags- og menningarheildir. Þegar andstæðingar fyrirhug- aðrar kjördæmabreytingar hafa bent á, að frá fyrstu tíð hafi kjör- dæmin byggzt á sýsluskipting- unni sem meginundirstöðu, hefur fyrirsvarsmönnum breytingar- innar ekki þótt ástæða til að bera brigður á það, enda varla við því að búast, þótt margir séu forhert- ir. Andstæðingar breytingarinn- ar hafa jafnframt bent á það, að sýsluskiptingin, og þar af leiðandi kjördæmaskipunin, sé í öllum meginatriðum í samræmi við landfræðilega skiptingu í héruð, en svo sem kunnugt er, er ísland sundurgrafið af stórvötnum, varðað illkleifum fjallgörðum og eyðisöndum. Undirlendi er víða skorið við nögl, og ræktanlegt land næsta lítið miðað við land- stærðina í heild. En þar sem gróðurlendið er, upp af fjörðum og í dölum, hafa mannabyggðirn- ar orðið til, hérðin og byggðar- lögin. Mótunarsaga héraöanna er jafngömul fyrstu landnámsárun- um. Flest, ef ekki öll, héruð þessa lands, eiga að baki meira en þús- und ára sögu. Fólkið, sem héruð- in hefur byggt, hefur fundið til samstöðu sinnar, það mótaði sér- hætti sína og tók á sig sérkenni, sem greindi það frá íbúum ann- arra héraða. Héruðin urðu því með tíð og tíma annað og meira en landfræðileg eða jarðfræðileg fyrirbæiú, þau urðu menningar- og félagsheildir lifandi manna, og eðlilegar einingar í ríkisheild hins víðáttumikla lands. Þetta hefur ekki breytzt á síðustu ár- um, þrátt fyrir auknar samgöng- ur og ýmsar aðrar framfarir í verklegum efnum, sem ef til vill mætti álíta að sléttuðu út' sér- kennin og gerði fólk líkara hvað öðru og beinlínis leiddi til sam- runa héraða. Enn þann dag í dag finnur Þingeyingurinn til stolts af því að vera Þingeyingur og kærir sig ekkert um að vera álit- inn Eyfirðingur og þannig vice versa. Þingniaður héraðsins er forystumaður út á við og tákn sjálfstæðis þess. Eins og heimaelskir hér- aðsbúar um allt land vilja ekki láta rugla uppruna sínum saman við óskyld héruð, eins þykir þeim sjálfsagt að héraðið njóti þess, sem það hefur alltaf notið, að vera um margt sjálf- stætt innan ríkisheildarinnar, og því hlýtur héraðsbúinn að taka það óstinnt upp þegar svipta á hérað hans svo áberandi og greinilegu ytra einkenni og sjálf- stæðisviðurkenningu sem það er að senda sérstakan, kjörinn full- trúa til allsherjarþingsins. Það er aldrei nema eðlilegt þótt að hon- um sæki efi um hagnað af því, ef héraðið missir þá forystu út á við, sem þingmaðurinn hefur á hendi. Héraðsbúar trúa því var- lega, að það sé hagsmunamálum þeirra til' framdráttar, þótt þeim sé lofað því að fá bættan þing- mannsmissinn með því að eignast hlut í 5 eða 6 þingmönnum, eins og nú er verið að gylla fyrir mönnum. Þá er sú hætta líka fyrir hendi, að sum héruð, eink- um þau fámennu og afskekktu, verði harðar úti en fjölmennari héruðin og forysta fyrir málefn- um þeirra verði linari en ef þau ættu sinn sérstaklega kjörna full- trúa. Það er nefnilega staðreynd, að þingmaður kjördæmis er ekki einvörðungu kosinn til þess að vera löggjafi, heldur ætlast fólk til þess af honum, að hann sé fyrirgreiðslumaður fyrir héraðið í mjög ríkum mæli og í víðtæk- um skilningi. Höfuðmiðstöðvar ríkisvaldsins og fjármálavaldsins eru að mestu „centraliseraðar'* í Reykjavík, og án milligöngu- manns milli þeirra og héraðanna er óhægt fyrir afskekkt byggðar- lög að reka erindi sín á þessum æðri stöðum. Það sýnist því næsta mikilvægt, að hér- uðin eigi þess kost að velja sér þingmann, sem gagnkunnugur er þörfum þess og aðstæðum öllum heima fyrir, þingmann, sem lætur sér þarfir þess héraðs, sem hann er fulltrúi fyrir, sitja í fyrirrúmi fyrir öðrum málum. Samanlagðir partar 5—6 þingmnnna margra héraða eru tæplega jafnstyrkar stoðir í málefnabaráttu hérað- anna eins og einn heill og óskipt- ur þingmaður. Því er haldið fram, að ekki sé verið að taka neinn rétt af fólki, þótt skipting kjördæmanna mið- ist við stærri svæði en nú, enda sé fjarri því, að sýslurnar, sem eru meginundirstaða núverandi kjördæmaskipunar, séu fornhelg vé, sem ekki megi við hrófla. Rétt er það, að kosningarétturinn er ekki tekinn af mönnum, en mikil röskun verður það þó að teljast, þegar svo gróið skipulag sem kjördæmaskipun okkar, er lagt niður, en annað tekið í stað- inn. Og það ER því réttinda- missir fyrir héruðin, þegar hætt er að líta á þau sem sjálfsíæðar einingar í ríkinu, en nýjar ein- ingar teknar í staðinn. Um það atriði, að engum sögulegum verðmætum sé á glæ kastað með því að leggja niður sýslukjör- dæmin, þar sem sýslurnar séu að uppruna ekki íslenzkt fyrirbæri, þá finnst mér persónulega, að slíkt sé tæpast svaravert. Sýslu- skiptingin í iandinu er áreiðan- ■lega efklci dánskari í cðli sínu, heldur en svo margt annað í rétti okkar, sem við þó hneykslumst engan veginn á. Sýsluskiptingin fellur svo að íslenzkum staðhátt- um, að engum hefur dottið í hug, að umboðsstjórninni yrði betur fyrir komið, svo lengi sem ekki er þá tekin upp fjórðungastjórn, sem miðuð sé við aukið vald fjórðunga í fjármálum, atvinnu- málum og löggjafarmálum sínum. En meðan sú sentarisering ríkis- valdsins, sem nú er við líði, helzt óbreytt — og það sýnist muni verða enn um skeið, þar sem lýð- veldisstjórnskipun okkar er óráðin — þá verður umboðs- stjórninni ekki hagað á annan veg betur en nú er gert. Sýsl- urnar munu þvi um ófyrirsjáan- lega framtíð verða umboðsstjórn- areiningar. Eins er það í alla staði eðlilegt, að þær haldi áfram að vera grundvöllur kjördæmaskip- unarinnar. Það merkir ekki, að ekki þurfi að lagfæra neitt í kosningatilhöguninni. Um það eru allir sammála, að þess sé þörf. Mitt álit er, að lagfæringin hefði átt að byggjast á sama sjón- armiði og til þessa hefur ráðið öllum fyrri lagfæringum á kjör- dæmaskipuninni, þ. e. að bæta við kjördæmum í þéttbýlinu eða auka þingmannatölu þeirra staða, þar sem fólksfjölgun hefur orðið sérlega mikil. Það er sanngjörn krafa, að tekið sé tillit til fólks- fjöldasjónarmiðs, þegar kjör- dæmaskipun er ákveðin, og því sjónarmiði má fullnægja mjög- auðveldlega, þótt reist sé á hinum sögulega grunni sýslu- kjördæmanna. Hitt er aftur á móti augljóst, að fullkomið, stærð fræðilegt jafnrétti milli héraða næst aldrei. Mismunandi íbúa- fjöldi hlýtur alltaf að verða í héruðunum, auk þess sem það getur ekki talizt ósanngjarnt eða andstætt lýðræði, þótt kjósenda- tala að baki þingmanna sé ekki jöfn. Eg hef fært ýmsar ástæður fyr- ilr því, að rétt sé að viðhalda héraðakjördæmunum. — Tvennt vegur þar þyngst á metunum: söguleg rök og landfræðilegar aðstæður, en því til viðbótar vil eg nefna nauðsyn þess að héruð eigi sinn fulltrúa út á við, sem sé í sérstökum, nánum tengslum við íbúa héraðsins og þekki sérþarfir þeirra. Þetta fulltrúastarf hvílir nú mjög á herðum þingmanna, en SÍÐARI HLUTI eg óttast að gagnger breyting kjördæmanna, þar á meðal stækkun þeirra, sé sízt til þess fallin að tryggja héruðum slíka öfluga málsvara. Sem sagt: Eg vil lagfæra kjördæmaskipunina, en halda grundvelli hennar eins og hann hefur verið frá upphafi. Að lokum skal eg víkja nokkr- um orðum að þeirri kjördæma- breytingu, sem nú er verið að koma á og kosið verður um í næstu Alþingiskosningum. Að breytingunni standa þrír stjórnmálaflokkar: Alþýðuflokk- urinn, Alþýðubandalagið og Sjálfstæðisflokkurinn. Alþýðuflokkurinn hafði þá yfirlýstu stefnu í kjördæmamál- inu lengi fram eftir árum, að gera landið allt að einu kjördæmi með hlutfallskosningum. Með því móti, töldu Alþýðuflokksmenn, áð bezt •yrði tryggt, það sem þeir kalla réttlát kosningaúrslit. Frá þessu sjónarmiði hafa Alþýðufiokks- menn þó fallið, a. m. k. í bili og sætta sig nú við aðra lausn, sem ekki er jafnróttæk og frumstefna þeirra. Alþýðubandalagið er ung- ur flokkur eða flokkasamsteypa og er mér ekki kunnugt um, að flokkurinn hafi beinlínis lýst sig fylgjandi því að landið verði eitt kjördæmi með hlutfallskosning- en ekki mun fráleitt að ætla, að flokknum væri það heldur að skapi. Hins vegar hefur flokkur- inn fallizt á að leysa kjördæma- málið á þann hátt, í meginatrið- um, sem Alþýðuflokkurinn telur nú heppilegastan. Sjálfstæðis- flokkurinn virtist um langt skeið hallast að einmenningskjördæm- um, en nú hefur flokkurinn al- gerlega horfið frá þeirri stefnu og styður að því með atkvæði sínu, að landinu verði skipt í fá kjör- dæmi með hlutfallskosningum. í áróðri flokkanna fyrir kjör- dæmabreytingunni hefur einkum verið bent á tvennt, sem þeir telja ósamrýmanlegt lýðræði: 1) að kjördæmaskipunin eins oghún hefur verið mismuni flokkum, 2) að ósamræmið milli fólksfjölda kjördæma leiði til óréttlátrar .niðurstöðu, þar sem svo hefur verið ástatt, að kiördæmi með 430 kjósendur hefur sama rétt til þingsetu og kjördæmi með 7500 kjósendur. Megininntak málflutningsins hefur beinzt að þessu tvennu. Það hlýtur því að vera tilgangur kjördæmabreytingarinnar að bæta úr þessum ágöllum. En það er mjög vafasamt, að þeir hafi fundið lausnina með þeim tillög- um, sem nú liggja fyrir. Ef þetta er hið endanlega skipulag kjör- dæma á íslandi, svo sem a. m. k. sumir oddvitar breytingarinnar halda fram, þá er hætt við, að eftir nokkur ár eigi þeir eftir að reka sig á, að 8 kjördæmaskipu- lagið með hlutfallskosningum býður heim ýmiss konar mis- munun, bæði gagnvart flokkum, og þó alveg áreiðanlega gagnvart héruðum. Það ætti hverjum manni að vera ljóst, að þó að kjördæmi séu aðeins átta, þá getur eitt þeirra vaxið hinum yfir höfuð og komizt úr öllu samræmi við það, sem í upphafi var ætlunin. Átta kjördæma- skipulagið felur þannig ekki í sér neina lokalausn á þeim vanda, sem við er glímt að þessu leyti. Eg fæ því ekki betur séð en að hið fyrirhugaða kjördæmaskipu- lag feli í sér sama annmarka og breytingamennirnir telja helztan í héraðakjördæmaskipulaginu. Ef það telzt ágalli á einu skipulagi, þá hlýtur það að vera það á öðru. Átta kjördæmaskipulagið get- ur heldur ekki eitt út af fyrir sig bætt hlut flokkanna frá því sem er, enda þótt hlutfallskosningar verði teknar upp. Til þess að Kennarar og Orvíient sálarfræði ii. Kennarar! Byrjið aldrei á því að kenna örvhendu barni að draga til stafs með vinstri hendi! Ekkert liggur á! Látið barnið fá litkrít eða blý- ant til leiks með báðum höndum! Látið það rissá hringi hratt og létt, samtímis með báðum hönd- um, út á við og inn á við, og sitt á hvað, skipta um liti og breyta til eftir hugkvæmni kennarans. Þá verður leikurinn skemmti- legri. Lipur kennari getur gert þessa ,,hringavitleysu“ að fjöl- breyttum leik og skemmtilegum! En alltaf með báðum höndum, sem þreyta kapphaup, unz örkin er orðin full af marglitu hringa- rissi! Furðu fljótt mun kennari verða þess var, að barnshöndin liðkast og fer að verða léttari í svifum. Og loks heldur hægri hönd í við þá vinstri! Þá gerir kennari leik- inn enn fjölbreyttari og skemmti legri. Hann lætur barnið krassa og rissa marglitt eftir vild, en þó enn tvíhendis! — Eftir nokkra daga lætur hann nú barnið fara að lita rissmyndir („fylla upp í“ útjaðrariss) og nú til skiptis með vinstri og hægri! Og er það kem- ur í ljós, að hægri hönd er orðin jafnsnjöll þeirri vinstri, fer kenn- ari fyrst að hugsa til stafagerðar! Hér ætti ekki að vera þörf á að fjölyrða frekar — á kennara- vettvangi. — Allt þetta hefur lip- ur kennari og hugkvæmur í Ósóttur er vinningur í inr.an- félagshappdrætti, sem di'egið var í á sumardaginn fyrsta, nr. 450 (kaffidúkur). Vitjist til Matthild- ar Stefánsdóttur, Brekkugötu 2. jafna þann annmarka, verður að grípa til sama ráðs og nú er gert undir ríkjandi kosningaskipun að úthluta uppbótarsætum til þeirra, sem hart verða úti í kjördæmun- um sjálfum. Hið fyrirhugaða kjördæmaskipulag hefur því ekkert sér til málsbóta framar hinu eldra skipulagi héraðakjör- dæmanna. Flokkai', sem eiga meginfylgi sitt á tiltölulega litlu svæði, svo sem Alþýðuflokkur- inn, en annars mjög tvistrað, eiga því jafnt í vök að vei'jast undir hinu nýja skipulagi sem hinu eldi'a. Vii'ðist nokkui'n veginn augljóst, að sama ái'angri hefði mátt ná með því að viðhalda hin- um foi'na grundvelli, en bæta hlut þeirx-a kjöi'dæma, sem harð- ast hafa orðið úti, með fjölgun þingmanna þar. Hefði þá jafn- framt batnað hagsmunaaðstaða þeirra flokka, sem svo mikið fylgi eiga á þessum svæðum. Með því að viðhalda uppbótai-sætunum mátti svo enn jafna hlut þessara flokka og koma & fyllri jöfnuði milli flokkanna. Útkoman hefði þá alls ekki orðið þessum flokk- um meira í óhag en verða mun samkv. þeirra eigin aðgerðum. Þá hefði það líka unnizt, að hin foi-nu héruð landsins hefðu hald- ið sínum hlut og máttu vel við una. Ef hægt hefði verið að semja á þessum grundvelli, hefðu ekki orðið þær ógnax’deilur um kjöi’dæmamálið, sem raun ber vitni. örvhent börn - Örvhent kennsla hendi sér, og horiurn vei’ður-þetta auðveld nýsköpun og eðlileg, áð- ur en varir! Nú er barnið orðið rétthent. Og þá er takmai’kinu náð! III. Kennurum þeim, sem tilhneig- ingu kunna að hafa til að beita’ fyrir sig sálarfi’æði og sálfræð- ingum í afsökunarskyni á þess- urn vettvangi, vil eg benda á að lesa hina fróðlegu og fræðilega skemmtilegu grein dr. Símonar Jóh. Ágústssonai’, prófessois, Ilægri og vinstri, sem birtist fyr- ir nokkrum árum í tímaritinu Skírni“ og síðan var endurprent- uð í dagbl. Vísi 7. og 9. maí 1958. Þetta er afar fróðlcg ritgerð og lærdómsrík og kemur víða við. Auðvitað varar dr. S. J. Á. al- varlega við að beita „þvingun eða hörðu“ við örvhent börn. En þetta gildir um alla kennslu, eins og eg hef áður drepið á. Dr. S. J. Á. segir m. a., er hann ræðir um þjálfun örvhendra barna: ....Þjálfun örvhendra barna verður að hefjast snemma, því fyrr, því betra, helzt áður en þau fara að ganga í skóla. . . . “ „. ... Ef unnt er, ætti að temja baminu að bcita hægri hendinni áður en það fer að tala. . . . “ (Síðan prýðilegar leiðbeiningar.) „. .. . Með þessu móti má oft ffera það rétthent. .. . “ (þ. e. barnið. — Leturbr. mín! II. V.). Þessi stórfróðlega og lærdóms- ríka ritgerð dr. Símonar Jóh. Ágústssonar ætti að fyrirfinnast scrprentuð í snotrum bæklingi og vönduðum í hverju skólabóka- safni landsins! — Svo mikilvægt er þetta uppeldisatriði. Helgi Valtýsson.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.