Dagur - 16.05.1959, Blaðsíða 4
4
i
D A G U R
Laugardaginn 16. mat 1959
Dagur
Skril'stolíi i llttlMítisntiti ‘XI — Síini lltifi
UJTSTJÓRI:
E R L f N G I! R 1) A V í D S S O N
Vttt’KMIigástjmi:
J Ó \ S V V! Ú E 1. S S O N
Árgangurinn kostar kr. 75.00
HlaOitS kemnr út á iniðs ikndogum og
inugarirlögtini, jirgar i-liii stanila lil
Ojalililagi rr I. júlí
i>nr.sT\nik oims hjórnssonar n.r.
Eru fjáriögin fölsuð?
FYRRI ÞINGMAÐUR EYFIRÐINGA, Bern-
harð Stefánsson, sagði m. a. í eldhúsdagsumræð-
1 um nú í vikunni:
„Þegar hæstvirtur forseti Sameinaðs þings tók
við því starfi 5. janúar sl., þá lét hann þá ósk í
Ijósi við þingið, að vandamálum þjóðarinnar yrði
framvegis ráðið til lykta í þingsölunum, af Alþingi
sjálfu, en ekki utan þings. Honum hefur ekki orð-
ið að ósk sinni, því að aldrei hafa stærri ókvarð-
anir verið teknar utan þingsalanna, heldur en nú.
Sem kunnugt er, hefur hæstvirt ríkisstjórn varið
stórfé til að greiða niður vöi’uverð og talið sig með
því hafa stöðvað dýrtíðina, auk þess hefur ríkis-
stjórnin samið um auknar útflutningsuppbætui’,
sem nema tugum milljóna, án þess að bera þetta
undir Alþingi og hefur þó Alþingi setið á rökstól-
um, svo að það hefðu verið hæg heirnatökin. Það
| má að vísu vera, að hæstvii’t ríkisstjói’n hafi boi’ið
jxessar aðgerðir undir stuðningsflokka sína, Al-
! þýðuflokkinn og Sjálfstæðisflokkinn, en undir
Alþingi, sem slíkt, hefur hún ekki borið neitt í
; þessu efni, nerna ef telja skyldi frumvarp um
breytingu á útflutningssjóðslögunum, sem hefur
lengst af legið í salti í Neði’i deild og er ekki orðið
að lögum. Það má því heita, að því er snei’tir
stærstu fjármál þjóðarinnar, að hér hafi verið ein-
ræðisstjói-n síðan hæstvirt xxúvei-andi ríkisstjórn
; tók við völdum, og þó telja þeir menn, sem að
þessu standa, sig vex’a hina mestu lýðræðissinna.
Þessum aðförum verður að mótmæla.
Eg er nú búinn að sitja nokkuð lengi á Alþingi,
því að þetta er 43. þingið, sem ég sit á, en eg full-
yrði, að eg hef aldrei séð annað eins ábyrgðarleysi
við afgreiðslu fjárlaga og fjármála yfirleitt, eins og
nú á þessu Alþingi. Tekjuliðir fjárlagaixna eru
hækkaðir, flestir án þess að hægt sé að gera ráð
fyi-ir, að þeir standist. Lækkaðar hafa verið áætl-
anir um lögboðin gjöld, án þess að nokkx-ar líkur
séu til að sú lækkun verði x-aunveruleg. Þannig er
fenginn svokallaður jöfnuður tekna og gjalda.
Get eg ekki betur séð en að fjárlögin séu hreint
og beint fölsuð. Hæstvii-t ríkisstjói-n ætlar að
lækka dýrtíðina, án þess að leggja ný gjöld á
þjóðina, en dettur nokkrum óvitlausum manni í
hug, að ekki komi að skuldadögunum? Allt þetta
í’áðslag er raunverulega víxill, sem hæstvii’t ríkis-
stjóx-n tekui’, en framtíðin er í ábyi’gð fyrir og
vei’ður að greiða. Skattai’nir hljóta því að koma og
það með tvöföldum þunga, vegna þess, að þá þarf
bæði að sinna þöi’fum líðandi stundar og greiða
víxilinn.
Raunverulegur spai’naður er sái’alítill í fjárlög-
unum og þó helzt á ýmsum verklegum fram-
kvæmdum, sem fólkinu á landsbyggðinni er til
stórbaga að di’egið sé úr. f því sambandi minni
eg á raforkuframkvæmdirnar.
Eg sé nú ekki betur, en það eigi beinlínis að
i svíkja fólkið um þær i’aforkufi’amkvæmdir, sem
lofað var 1953. Svikin eru í 1. lagi fólgin í því, að
skornar hafa vei’ið niður á fjái’lögum yfir 10 millj.
kr. til í’afoi’kuframkvæmda. í 2. lagi hefur verið
I svikist um að ganga eftir 14 millj. kr. láni frá ís-
: lenzkum bönkum til þessara framkvænxda, sem
: koma áttu á þessu ári til þeix-ra, samkvæmt samn-
ingi, sem stjórn Steingríms Steinþói’ssonar gerði
( við bankana og var hann grundvöllur undir áætl-
| uninni. í 3. lagi virðist 10 ára áætlunin um raf-
! væðingu dreifbýlisins hreinlega vera numin úr
gildi. Hætt er við byggingu vatnsaflsstöðva, hætt
, við að tengja héruðin saman með háspennulínum,
en tjasla á þess í stað upp dieselstöðvum til bráða-
| birgða. En með þessu er grundvöllurinn uixdit-
di’eifingu rafmagns í fi-amtíðinni um sveitir og til
sjávarþoi-pa með háspennulínum hruninn.
Þetta vei’ður til kostnaðarauka, nema ætlunin
sé hreinlega sú, að búa við dieselstöðvar til fram-
[ búðai’, en það telja sérfræðingar um rafmagnsmál
ekki hægt að treysta á til fram-
búðai’.
Ætlunin virðist blátt áfram
vera sú, - að 1963, þegar tíu ára
áætluninni átti að vera lokið,
verði eftir að framkvæma af
henni fyrir yfir 100 millj. króna,
Þ'ær framkvæmdir, sem eftir
verða, koma svo kannske eftir
þann tíma eða þá aldrei.
En svo ósvífnin í málflutningi
þeirra ,eins og í ræðu hæstvirts
fjármálaráðherra í gærkvöldi, að
gefa jafnvel í skyn, að með þessu
sé verið að koma í veg fyrir, að
500 þús. krónum þurfi að verja
til að koma rafmagni á einstakt
sveitabýli. Slíkt hefur aldrei
staðið til samkvæmt tíu ára áætl-
uninni.
Flestir þeir, sem ekki hafa enn
fengið rafnxagn út um landið,
hafa gert sér von um að fá það á
næstu árum og í síðasta lagi árið
1963. Nú bregðast þessar vonir,
hver veit hvað lengi, kannske
fyrir fullt og allt.
Eins og flestir muna var
ástandið þannig fyrir nokkrum
árum, að fólk flykktist mjög utan
af landsbyggðinni, bæði úr sveit-
um og sjávarplássum, hingað til
Reykjavíkur og til Suðurnesja.
Nú hefur þessi straumur stöðvast
í bili. En ekki er annað hægt að
sjá, en að háttvirtir stjórnar-
flokkar stefni nú vitandi vits að
því að þeir fólksflutningar hefj-
ist á ný. Það er kominn sá tími,
að fólk unir ekki anars staðar en
þar sem það hefur svipaða lífsaf-
komu og lífsþægindi, eins og það
veit, að aðrir hafa. Eitt það
veigamesta, sem varð til að draga
úr fólksstraumnum úr kaupstöð-
um úti um land og sjávarplássum
var atvinnuaukningarféð. Fyrir'
það hafa verið fengin ný atvinnu
tæki, byggðar hafnir, frystihús og
margt fleira. Veit eg til dæmis,
að atvinnuaukningarféð kom í
svo góðar þarfir í sjávarplássun-
unx í mínu kjördæmi, að án þess
hefði sennilega skapazt hreint
neyðarástand og fólksflótti. Nú
á stórlega að skerða þetta fram-
lag, en af því mun án efa leiða
minnkandi framkvæmdir á þess-
um stöðum. Þetta er kveðja hátt-
virtra stjói’nai’flokka til fólksins í
kaupstöðum og öðrum sjávar-
plássum úti um land. Þegar búið
er að skerða atvinnuaukningar-
féð, hætta við raforkufram-
kvæmdirnai’, draga úr vegavið-
haldinu, svo að sumir þjóðvegir
vei’ða sennilega ófærir, ef fram-
fylgja á ákvæðum fjárlaga. Þeg-
ar allt þetta verður gert, gæti eg
haldið, að það færi að losna um
ýmsa úti á landsbyggðinni og
fólkið þar liti á höfuðbirgina og
næsta nágrenni hennar sem hið
fyrirheitna land. En mundi
Reykjavík hafa hag af því, að
fólkið færi að flykkjast hingað
aftur í stríðum straumum og
keppa þar um atvinnu og hús-
næði? Eg held ekki. Eg held, að
það sé allra hagur, Reykvíkinga
líka, að jafnvægi haldist í byggð
landsins, en núverandi stjórnar-
stefna virðist ganga í þveröfuga
átt.“
Kjartan Ó. Bjarnason hefnr sent
bréf það, er hér birtast kafiar úr.
„Verdal 6. maí 1959.
Þökk fyrir síðast. Mér datt í
hug að senda yður línu frá
Stiklastað. Eg sýndi þar í gær.
Og þar hitti eg 2 pilta frá Akur-
eyri. Annar þeirra vinnur á
mjólkurbúinu í Levanger, og
hinn hér í Verdal. Þeir heita Við-
ar Garðarsson, sonur Garðars
bifreiðastjóra, og hann vinnur í
Verdal. Hinn heitir Eiríkur Þor-
kelsson, sonur Þorkels, sem var
afgreiðslumaður hjá „Degi“.
Þeir hafa það báðir ágætt og
vinna á fyrirmyndar mjólkurbú-
um.
Eg er nú á fartinni hér í
Þrændalögunx með „Sólskinsdag-
ar á íslandi". Eg hef haldið
meira en 300 sýningar hér í Nor-
egi í vetur. Sanxhliða sýningun-
um vinn eg að kvikmynd frá
Noregi, sem eg man sýna heima
í sumar.
Viljið þér gera svo vel og skila
góðri kveðju til allra Akurevr-
inga frá mér. Og þér megið einn-
ig skila því, að þeir megi ekki slá
slöku við trjá- og blómaræktina.
Eg er nú búinn að segja meira en
2 þúsund sinnum hér á Norður-
löndum, að Akureyri sé fræg
fyrir fagra trjá- og blómagarða.
Og hafa myndirnar frá Akureyri
vakið alveg sérstaka athygli, því
að almenningur hér yfirleitt set-
ur ekki ísland í samband við fög-
ur blóm.
Með vorkveðju.
Kjartan Ó. Bjarnason.“
Einn byggir annar brýtur.
EFTIR ÞVÍ sem samg'öngur
verða auðveldari vex straumur
ferðamanna. Hingað til Akureyr-
ar vilja margir leggja leið sína,
ekki sízt á sumrin, þegar sumar-
leyfin standa yfir.
En það er dýrt að ferðast, og
með hverju ári fer þeim fjölg-
andi, sem hafa með sér tjald og
nesti í sparnaðarskyni.
Bæjaryfirvöldin tóku rögg á
sig í fyrra og greiddu fyrir þess-
um hluta ■ ferðamannanna með
því að auglýsa tjaldstæði á ágæt-
um stað hér ofanvert í bænum, á
túni sunnan við Sundlaugina og
svo að segja við hliðina á aðal-
skólum bæjarins. Þar var ferða-
fólki búin aðstaða til hreinlætis í
snxáhúsi í jaðri tjaldstæðanna. —
Þar var vatn og önnur hreinlæt-
istæki fyrir karla og konur.
Oft fer misjafnt orð af ferða-
fólki, bæði með réttu og röngu,
en stundum er hollara að líta í
eigin barm, áður en syndir eru
feðraðar. í því sambandi má
minna á umgengni heinxamanna
í snyrtiklefum tjaldbúðanna. Þar
hafa hurðir verið brotnar upp,
þótt rammlega væru negldar aft-
ur í haust, gluggar brotnir, hand-
laugar brotnar og salernisskálar,
svo að þar er ekkert eftir sem
hægt er með góðu móti að brjóta.
Umgengni af þessu tagi ’setur
Ijótan blett á bæinn og er ekki
hægt að horfa á kinnroðalaust.
X.
- Ársþing U M S S 1959
Framliald af 1. siðu.
Héraðsskógar Skagfirðinga heim
að Hólum.
Þá taldi þingið að efla beri
bindindisstarfsemi innan félag-
anna og skoraði á barna- og
unglingaskóla héraðsins að auka
stórlega fræðslu í þeim efnum.
U. M. S. S. er stofnað árið 1910
og verður því fimmtugt á næsta
ári. Ákveðið var að minnast
þeirra tímamóta og kosin undir-
búningsnefnd.
Stjórn U. M. S. S. skipa þessir
menn:
Guðjón Ingimundarson, form.
Halldór Benediktss., varaform.
Sigurður Jónsson, gjaldkeri.
Gísli Felixson, ritari.
Eggert Ólafsson, fundarritari.
Siguruegarar i handboltakeppni. Ljósm. P. G.
FRÁ BARNASKÓLA AKUREYRAR
Barnskóía Akureyrar var slitið laugardaginn 9. maí
að viðstöddum miirgum gestum. Skólastjóri, Hannes-
J. Magnússon, flutti ræðu og gal yfirlit um stiirf skól-
ans á skólaárinu.
í skólanum voru 768 biirn, er skiptust í 29 deildir.
8 börn gátu ekki sótt skóla vegna vanheilsu. Bjiirgvin
Jörgensson forfallaðist alveg frá kennslu vegna slysfara.
í upphafi ræðu sinnar minntist skólastjóri frú
Soffíu Stefánsdóttur, hjúkrunarkonu, sent lézt á skóla-
árinu og verið hafði hjúkrunarkoná við skólann í 20'
ár, einnig Friðriks J. Rafnar, sem lézt fyrir skö'mmu,
en hann hafði um fjölda ára verið í skólanefnd og;
fræðsluráði, svo og prófdómari við skólann langt árabil.
Einnig minntist hann 12 ára stúlku, Unu Hjalta-
cLóttúr, sem var nemandi í 6. bekk skéilans, en liún
lézt seint í vetur. Þá minntist hann loks tvíburanna
Kristófers og Guðmundar Bjarnasona, sem létust báðir
í maíbyrjun. Þeir höfðu að vísu ekki sótt skóla vegna
vanheilsu, en nutu kennslu þaðan. Skólastjóri bað-
menn rísa úr sætum í virðingarskyni við þessa látnu
vin.i skólans.
Hcilsufar í skólanum var gott fyrri liluta árs, en
fremur illt síðari hluta vetrar, einkum af völdum:
nxislinga og inflúenzu. Öll skólabörri fengu vitamin-
töflur og rúm 100 börn nutu ljósbaða. Ekki fannslr
lús í nokkru barni þennan vetur og mun það veræ
í fyrsta skipti í sögu skólans.
Sparimerki seldust fyrir 27890.00 kr. og er það:
nokkru minna en að undanförnu.
Sveitakeppni fór fram í sundi, haridknattleik, skauta-
hlaupi, skíðaboðgöngu, svigi, fimleikum drengja og;
stúlkna og var keppt um bikara í öllum þessum:
greinum.
Þessir gestir komu í skólann og fluttu erindi:
Benedikt Tómasson skólayfirlæknir, Snorri Sigurðs-
son skógfræðingur, Gísli Ólafsson lögregluþjónn og;
Gunnar Dal rithöfundur.
Þann 21. nóv. var haldinn svonefndur foreldra-
dagur. Þann dag var foreldrum boðið að koma í skól-
ann og ræða við kennara og skólastjóra og komu alls
325 foreldrar til viðtals.
Danskennsla var nú í fyrsta skipti tckin upp í skól-
anum og nutu hennar öll börn í 6. bekk. Auk þéss-
var haldið dansnámskeið á vegum Heiðars Astvalds-
sonar og nutu hennar um 300 börn.
Þá var á síðastliðnu hausti stofnuð lúðrasveit drengja
og voru í henni 23 drengir. Kennari var Jakol>
Tryggvason, skólastjóri, og komu dreiigirnir fram á
ársskemmtun skólans í marz.
Þá starfaði einnig við skólann fiðlusveit undir stjórn
Gígju Jóhannsdóttur og voru í henni 14 börn. Sú
sveit kom einnig fram á ársskemmtun skólans.
Stofnaðir voru tveir minningasjóðir við skólann:
Jólagjafasjóður frú Soffíu Stefánsdóttur, er skal hafa
það hlutverk að úthluta gjöfum til fátækra skólabarna
fyrir hver jól, og Minningarsjóður Unu Hjaltadóttúr,
en úr honum skal veita verðlaun þeim börnum i 6.
bckk, er bera af í háttvísi og prúðmennskli.
Skólanum bárust nokkrar gjafir. Meðal annars
eftirprentanir af íslenzkum listaverkum frá Ragnarl
Jónssyni, bókaútgefanda og Jóni Gunnlaugssyni kenn-
ara, 500 kr. í Árdalssjóð frá frú Laufeyju Pálsdóttur
og systkinum hennar, og stórt jólatré frá skipverjum
á Hvassafelli, en það er „vinaskip" Barnaskóla Akur-
eyrar og hefur verið síðan 1953.
Verðlaun fyrir beztu ritgerðir um bindindismál, sem
Áfengisvarnanefntl Akureyrar veitti, hlutu þessi börn:
Margrét Valgeirsdóttir, Kristján Árnason, Valdís Þor-
kelsdóttir og Una Hjaltadóttir, öll í 6. bekk.
í sambandi við Júlí- og Hermóðsslysin söfnuðu nem-
endur skólans um 22 þús. króna, er verja skyldi til a'tí
styrkja og gleðja börn, er misstu feður sína í sjóinn,
Sjóðurinn var afhentur biskupsskrifstofunni.
Framhald á 7. siðu.