Dagur - 16.05.1959, Blaðsíða 5

Dagur - 16.05.1959, Blaðsíða 5
Laugardaginn 16. maí 1959 D A G U R 5 Helgi Símonarson: y '1 Stutt svar Nófa um draum til Björns Egilssonar, Sveinsstöðum í 15. tölublaði íslendings þessa árs, er grein, sem nefnist: ,,Er U. M. S. E. gengið á mála hjá Framsókn.11 Höfundurinn er Sig- urður P. Jónsson á Dalvík. Greimn fjallar um tillögu um kjördæmamálið, sem samþykkt á síðasta héraðsþingi U. M. S. E., og ýmislegt í sambandi við þá samþykkt. Þó að mér sé ekki ljúft að fara í blaðadeilur við kunningja minn og sveitunga, þá get eg ekki leitt greinina hjá mér án þess að gera við hana nokkrar athugasemdir, og því fremur, sem í henni er að mér sneitt sem forseta héraðs- þingsins, þar sem mér er borið á brýn, að eg hafi orðið mér til minnkunar, og þá þinginu líka, með því að leyfa samþykkt til- lögunnar í því formi sem var. Það er einkum þrennt, sem að er fundið í greininni. Fyrst það hvenær tillagan kemur fram á þinginu, í öðru lagi hvernig orða- lagi hennar og afgreiðslu er háttað og loks er minnst á þann pólitísska áróður, sem rekinn sé með samþ. tillögunnar. Skulu þessi atxiði athuguð dálítið. Það er rétt að tillagan kemur seint fram á þinginu. En fyrr bauðst ekki tækifæri til slíks. Sigurður Jónsson veit ósköp vel, svo kunnugur sem hann er hér- aðsþingum og mannfundum yfir- leitt, að dagskrárliður sá, sem oft er nefndur önnur mál, er ekkitek inn fyrir fyrr en seint á fundar- tíma. Og auðvitað hlaut tillagan að heyra þessum lið til. Ætli þaið hefði ekki þótt frekja, ef hún hefði verið látin ganga fyrir sjálfsögðum málum sambands- ins? Það er því hrein firra hjá greinarhöfundi, þegar hann álas- ar fyrir það, að tillagan hafi komið svo seint fram. Annar var ekki hægt samkvæmt venjuleg- um fundarssköpum. Þá er annað atriðið, þar sem talað er um klaufa- og klúðurs- legt orðalag tillögunnar og að mér hafi borið skylda til að láta endursemja hana áður en hún kom til afgreiðslu. Víst má það vera, að betur hefði mátt orða tillöguna, en svo er um ótal til- lögur, sem ganga undir atkvæði og eru samþykktaar, enda getur sitt sýnst hverjum í því efni. Og hræddur er um, að tafsamt gæti orðið, ef fundarstjóri vildi sífellt láta orða tillögur eftir sínu eigin höfði. En eg játa, að eg taldi til- löguna vel frambærilega og lít svo á enn eftir að hafa lesið hana vandlega yfir. Eg get því engrar afsökunar beðið, hvorki á því, að hún var tekin til afgreiðslu né að eg greiddi henni atkvæði. Mér flýgur líka i hug, að það sé ekki orðalagið eða umhyggja fyrir sæmd þingsins, sem hefur ýtt Sigurði út í blaðaskrif, heldur kjarni tillögunnar, málið, sem hún snýzt um. Ekki er það rétt hjá greinar- höfundi, að ekkert tóm hafi gefist til umræðna. Fundarmenn áttu þess kost að taka til máls, en enginn kvaddi sér hljóðs. Er nokkuð djarft að tala um tíma- leysi, þegar ekki reyndi neitt á í því efni. Sannleikuriinn er sá, að tillagan var afgreidd eftir venju- legum fundan-eglum, hvort sem greinarhöfundur kallar það kommúnistískan hátt eða eitt- hvað annað. , Þá er það síðasta atriðið. Við Sigurður getum verið sammála um það, að ekki sé heppilegt að ungmennafélögin gegnsýrist af pólitík. En það er til of mikils mælst, að þau geri aldrei sam- þykktir í málum, sem alþjóð varða og það án tillits til þess, hvort þau fylgja meiri eða minni hluta. Enda er það ekki öruggt, að meirihlutinn hafi ávallt á réttu að standa. En þó að félögin geri slíkar samþykktir í einstökum höfuðmálum, er fráleitt að telja það pólitískan áróður fyrir ákveð inn flikk, enda er ekki líklegt, að skoðun félaganna samrýmist allt- að áliti sama stjórnmálaflokks, þar sem þau láta málefnin ráða. Nú hefur það skeð, að þing U. M'. S. E. hefur leyft sér að gera samþykkt um einn þátt stjóxm- skipunarlaga landsins. Sjálfsagt geta allir verið sammála um, að þau varði alþjóð. Hví mega ekki ungmennafélögin lýsa skoðun sinni á þeim? Þau unnu þó djarf- lega í sjálfstæðisbaráttu þjóðar- innar á sínum tíma. Nei, Sigurð- ur. Þetta eru engin afglöp eða pólitísk innreið í félögin. Það vill bara svo til, að skoðun meirihluta þingsins í kjördæmamálinu er andstæð þeim flokki, sem þú trú- ir á, en styður vilja þess flokks, sem hlynntastur er sveitum og dreifbýli. Kannski Sjálfstæðis- flokkurinn verði svo frjór, að beita sér á næstu árum fyrir ein- hverju stórmáli, sem héraðsþing- ið gerir ályktun um í samræmi við vilja hans. Greinarhöfundur segir þessa samþykkt síðasta héraðsþings einstæða í sögu ungmennafélag- anna. Má eg minna hann á annað mál, sem átök hafa orðið um á stjórnmálasviðinu. En það er herstöðvamálið. Eg veit ekki bet- ur en allvíða hafi verið gerð- ar samþykktir um það, bæði hjá einstökum félögum og héraðs- þingum. Og stundum hafa þær samþykktir stutt málstað beirra stjórnmálaflokka, sem skipuðu minnihlutann. Fáum held eg að hafi komið til hugar, að með því væri verið að leiða ungmennafé- lögin út á „kappagötur“, t. d. kommúnistaflokksins. Þetta sýnir aðeins að félögin þora að taka á deilumálum og gefa sína yfirlýs- ingu, eftir því sem þau telja málavöxtu vera. Eg vil ennfremur drepa á, að fyrir nokkrum árum kom her- verndarsamningurinn á dagskrá hjá þingi U. M. S. E. og var gerð þar ályktun. Ekki hneykslaðist greinarhöfundur bá. Ef til vill hefur það verið af því, að þingið tók afstöðu með meirihlutanum. Sigúrður telur upp ýmis orð úr stefnuskrá ungmennafélaganna í því skyni að sýna fram á, hve tillagan sé langt frá vettvangi þeirra. í því sambandi er rétt að muna, að skiptar geta skoðanir orðið um það, hvernig .skuli út- færa hugtök orðanna í reynd. — Það er t. d. verulegur munur á skoðun okkar, sem samþ. tillög- una og skoðun Sigurðar á jafn- réttishugssjóninni í sambandi við kosningaréttinn. Og það er ekki úr því skorið, hvor stefnan er þjóðhollari. Því er mjög á lofti haldið, að kjördæmabreytingin sé réttlætis- mál. Og þeir flokkar, sem hana styðja, þykjast beita sér fyrir vagn réttlætisins. En ýmsir telja að þeir muni Iíka tylla á hann nokkrum pinklum eiginhags- muna og sérhyggju. Að síðustu er eitt, sem eg vil minnast á. í lok greinar Sigurðar stendur: „öllum skynberandi mönnum má það ljóst vera af orðalagi samþykktarinnar, að hún hlýtur að vera runnin undan rifjum forustumanna Framsókn- ar hér í sýslu.“ Þarna hafið þið það. En mér er spurn: Hvernig er þeim mönnum fai'ið, sem telja sér sæma.að kasta því að æsku- Framhald á 7. siðii. - Aðalfundur H. S. Þ. Framhald af 8. siðu. kennslu bæði í frjálsum íþróttum og knattspyi'nu. Ákveðið var að koma á árlegri innanhússkeppni. Sömuleiðis að skák- og bridge- keppni verði fastur liður í starf- semi sambandsins framvegis, sitt árið hvoi't. Sem fyrr segir sat Þorsteinn Einarsson íþróttafulltrúi fundinn. Veitti hann mikilsverðar upplýs- ingar um ýmis mál og vakti máls á öðrum. Annar fundarstjórinn, Þráinn Þórisson, þakkaði hon- um í fundarlok fyrir fundar- setuna og minntist um leið og þakkaði hversu hann hefði jafnan reynst traustur fulltrúi dreifbýl- isins í höfuðstaðnum í öllum málefnum þess. Formaður sambandsins er Ósk- ar Ágústsson, Laugum. Aðrir í stjórn: Friðgeir Björnsson, Prest hvammi, Eysteinn Sigux-ðsson, Arnarvatni, Vilhjálmur Pálsson, Húsavík, og Indriði Ketilsson, Ytra-Fjalli. ("Frá Héraðssamb. S.-Þing.). Hinn 6. þ. m. varð Friðgeir Sigvaldason, verkamaður, Ægis- götu 6, Akureyri, sextíu ára að aldri. Hann er Norður-Þingey- ingur að ætt, fæddur að Byrgi í Kelduhverfi 6. maí 1399, sonur hjónanna Sigvalda Sigurgeirs- sonar og Sigurlaugar Jósefsdótt- ur, sem lengi bjuggu á Gilsbakka í Axarfirði og jafnan eru kennd við þann stað. Friðgeir ólst upp í stórum systkinahópi. Árið 1922 giftist hann Sigur- borgu Kristjánsdóttur og bjuggu þau hjón yfir tutugu ára skeið bæði í Axarfirði og Þistilfii'ði. — Þau eignuðust þx'jár dætur. Árið 1945 brugðu þau búi, og fluttu þá fjölskyldan til Akureyrar og hefur átt þar heimili síðan. Friðgeir Sigvaldason er vin- sæll maður og vel metinn. Eg hygg, að eigi sé ofmælt, að þeim, sem kynnast honum, þyki vænt um hann. Hans er mjög eftirsótt- ur til starfa, enda orðlagður fyrir árvekni, trúmennsku og fórnfýsi, og þeir eru orðnir margir, bæði í sveit og bæ, sem hafa notið hans starfsfúsu handa. Frá unga aldri og allt til þessa dags, hefur hann unnið hörðum höndum og aldrei á liði sínu leg- ið. Hann er einn hinna mörgu ís- lendinga, sem segja má um með ÍSLENZKT SAMVINNUSTARF. Höf.: Benedikt Gröndal. Útgefandi: Bókaútgáfan Norðri. Blaðinu hefur borizt ný bók um samvinnumál, „íslenzkt sam- vinnustarf" eftir Benedikt Grön- dal alþingismann og fyi-rv. ritstj. Samvinnunnar. Bókinni er skipt í 11 kafla, auk formálsorða og eftirmála, og heita þeir: Aflgjafi hamingjunnar, Hver er munurinn?, Viðhorf og vandamál, Kaupfélögin og atvinnulífið, Við hverja höfn, Heildarsamtök, Hvað gerir Sambandið?, Sam- vinnufyrirtæki, sem ekki eru samvinnufélög, Er Sambandið auðhringur?, Skattamál sam- vinnufélaga og Hvert stefna sam- vinnumenn? í formála bendir höf. á þróun efnahagsmálanna eftir hinum Draumar hafa aldrei verið mín sterka hlið og þeir hafa heldur ekki vex’ið minn veikleiki. Aftur á móti virðist þig dreyma merkilega í suður. Aðra dreymir í norður, en það er önnur saga. Engan veit eg hafa haft merki- legri afskipti af draumum en Helga Sæmundsson, vin okkar beggja. Það verður gjarnan landsbrestur þegar hann segir frá draumum. Aðalritstjóri Morgun- blaðsins lét mynda riffil af slíku tilefni. Mönnum stóð mikil ógn af Morgunblaðinu þann dag. Þá sannaðist, að blaðið stendur framar öllu því bezta í heims- pressunni: það getur birt frétta- myndir úr draumheimum. En það birtir enginn mynd þótt þig dreymi þetta stóra fjall. Eg þyk- sanni, að: neytt hafi síns brauðs í sveita síns anditis. Mjög er það fjarri skaplyndi Friðgeirs að vilja sýnast. Hann leggur alla stund á að vera og hatar alla sýndarmennsku. Friðgeir er vel gefinn mann- kostamaður, er eigi má vamm sitt vita í einu né neinu. Hann er gestrisinn og greiðugui', og hin- um er það sönn nautn að gera öðrum greiða eins oft og hann getur komið því við. Hann er lip- urmenni og mjög fljótur til að rétta fram sína hlýju og hjálp- fúsu hönd. Eg, sem þessar línur rita, minnist þess með innilegu þakk- læti, þegar hann fyrir nokkrum mánuðum síðan, var yfir mér veikum og fór um mig sínum mildu höndum. Friðgeir Sigvaldason er bók- hneigður og fróðleiksfús, enda fróður um margt og minnugur vel. Og gjarnan mun hann grípa bók í hönd, ef gefast stopular stundir frá dagsins önn. Eg óska Friðgeiri og heimili hans gæfu og velfarnaðar í nútíð og framtíð. Heill fylgi þér. Hafðu alúðarþökk. Páll Ólafsson frá Sörlastöðum. þrem aðalleiðum: Ríkisrekstri, einstaklingsrekstri og samvinnu- rekstri. Hann minnir á, hve þáttur samvinnufélaga í þjóðar- búskap íslendinga er stór og mjög stækkandi. Af nýlegum viðfangsefnum samvinnumanna má nefna tryggingar, siglingar, olíuverzlun, vélasölu og ýmiss konar nýjan verksmiðjurekstur. 1 formálianum segir m. a.: „1 raun réttri er þessi bók drög að sögu hugsjónar og þeirra mai'g- víslegu áhrifa, sem hún hefur haft á líf lítillar þjóðar síðustu þrjá aldarfjórðunga. Þessi áhrif hafa verið mikil, og þau hafa verið góð. Hugsjónin hefur vakið þúsundir landsmanna til sjálfs- bjargar í samhjálp og samvinnu. Hún hefur orðið lausnarorð mörgum, sem ekki vildu sætta sig við, að fáir útvaldir menn ist vita þú hafir ekki orðið var við ferðir aðalritstjórans eða ljósmyndara hans. Það bendir til að rifflar séu merkilegri en fjöll. Við erum náttúrlega á ann- arri skoðun, en hvern varðar um það? Þetta var slæmt með fjósbei'- ann .Hann hefði ekki átt að vera fjúka upp, þótt blési á sunnan. Það blæs svo oft úr þeirri átt með tilræðum, að eg hélt hann væi'i ekki uppnæmur lengur. Kannski hefur hann brotnað af tómri fordild. Nú er hann orðinn frægur í íslandssögunni. Hann er fyrsti sigurinn sem þríflokkarnir vinna í kjördæmamálinu. Þú hefur nátútrlega verið búinn að bera í honum of mikinn skít? Baula er eitt af þremur fjöllum sem eg vildi taka með mér í gröf- ina. Það verður óhugnanlega stórt í draumi þínum og eg hef verið að hugsa í'áðninguna. Hún hlýtur að vera bundin nafni þess. Það er alltaf verið að reka upp mikil baul án þess þau valdi aldahvörfum. Kannski hefur þig aðeins verið að dreyma fyrir nýju kynbótanauti. Hafi draum- urinn verið um aldahvörf í raun og sannleika, máttu fara að kynda undir Mælifellshnjúk og Járnhrygg. Indriði G. Þorsteinsson. - Iniianlandsflugið Framhald af 8. siðu. sinni í viku verður flogið til Bildudals, Hólmavíkur og Kirkju bæjarklausturs. Frá Vestmannaeyjum verður flogið einu sinni í viku til Hellu og einu sinni til Skógasands. Frá Akureyri verður flogið þrisvar í viku til Egilsstaða og tvisvar til Húsavíkur, Kópaskers og Þórshafnar. (Frá Flugfélaginu.) Föðurnafn fermingardrengsins Péturs Hans Baldurssonar, Hjalt ættu með eiginhagsmuni og gróða að leiðarstjörnu að hafa alger yf- irráð yfir fjármagni og fram- leiðslutækjum, sem skapast hafa fyrir vinnu fjöldans. Samvinnu- hugsjónin hefur leyst úr læðingi mikið afl og fi-amtak, sem hafa stórbætt lífskjör og menningu þjóðarinnar. Takið örlög ykkar í eigin hendur og haldið þeim þar, sagði enski stjórnskörungurinn Robert Peel. Einmitt þetta gerðu frumhex’jar samvinnuhreyfingar- innar á íslandi, og þetta eru 30.000 íslendingar að gera hvern dag með fjölþættri starfsemi sam vinnufélaganna.“ Bókin íslenzkt samvinnustarf er fróðleg um margt, þótt hvergi sé hún tæmandi. Hana ættu allir samvinnumenn að lesa og þeir, sem láta sig málefni samvinnu- manna einhverju skipta. Friðgeir Sigvaldason sexfugur eyri, misprentaðíst í síðasta blaði.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.