Dagur - 21.05.1959, Page 4

Dagur - 21.05.1959, Page 4
4 D A G U R Fimmtudaginn 21. maí 1959 Skrifstofá i !MI — Stmi iltiö UITSTJÓRI; E lt L I N G I I R n A V ! D S S O N Aui'lýstivgasljpií; J Ó N S \ MÚEJLSSON Árgangitrinn kostat kr. 75.00 RlaiYitS kttitiit út j iniAsiktnlttfíum og JaUgardílgUni, Jtcgar cftii standa ril Gjaltlflagi t-r 1. jtilí PRENTVF.RK Ol)I)S BJÖUNSSONAR H.F. Þegar rjúpan semur við fálka MARGT bar á góma í útvarpsumræðunum á dögun- um, og fóru stjórnarflokkarnir hinar mestu hrakfarir svo sem iillum er kunnugt. — Karl Kristjánsson gerði samstarf Alþýðu- og Sjálfstæðisflokksins örlítið að um- ræðuefni og sagði meðal annars: „Aldrei mun það hafa gerzt í veröldinni, að flokk- ur, sem telur sig yerkalýðsflokk, hafi gert slíkan samning við stóratvinnurekenda- og auðshyggju- mannaflokk. Þetta er auðvitað álíka hyggilegt af Alþýðuflokkn- um og ef rjúpa semdi við fálka um að gæta sín og eggja sinna. ,\íeð þessum samningi við Sjálfstæðisflokkinn var umbótahandalagið svikið af forystumiinnum Alþýðu- flokksins á hastarlegan hátt. I gærkvöld leyfði svo einn af þingmönnum Alþýðuflokksins sér að segja, að Alþýðuflokkurinn hafi staðið við öll sín orð — og bætti meira að segja við að Framséiknarflokkurinn liefði fórnað samvinnu við Alþýðuflokkinn. Slík málafærsla er hámark ósvífni. Hins vegar voru svikin alls ekki almenningi í Al- þýðuflokknum að kenna. I garð almennings í flokkn- um er ekki rctt að láta nein ásökunarorð falla — og skal ekki heldur gert af mér. Hvað gekk að þingmönnum Aiþýðuflokksins? Það væri rannsóknarefni fyrir sálfræðinga. I í desember, rétt fyrir jólin, kornu Jreir átta samtals eins og jólasveinar af fjöllum með poka síria — fulla af gjöfum eða h'vað? Nei, nei, ekki gjöfum, en loforð- um nm gjafir handa þjéiðinni: lækkun verðbólgu, niðurgreiðslu verðlags án nýrra álagna, lækkun til- kostnaðar hjá ríki, stóraukið efnahagslegt öryggi og svo framvegis. „Hugdjarfar hetjur!“ heyrðist kallað. En það var bergmálið af því, sem þeir sögðu um sjálfa sig í há- tíðarboðskap sínum. Stjórnarflokkarnir, Alþýðuflokkur og Sjálfstæðis- flokkur, settu eftir nýjárið liig um niðurfærslu kaup- gjakls og verðlags aðalframleiðsluvara, en ná svo alls ekki til alls verðlags. Verðþenslan fer í gegnum net þeirra í ótal efnum. Nú er nýafstaðin fjárlagaafgreiðsla stjórnarflokk- anna. Hún er með eindæmiim glannaleg og morar af undanbrögðum, cins og ræðumenn stjórnarandstöð- unnar sýndu fram á í gærkvöld, án Jiess að stjéirnar- liðið gieti í nokkru hrakið. Við afgreiðslu fjárlaganna komst Jiað m. a. upp, ^ið stjórnarflokkarnir hugsa sér að svikin skuli 10 ára rafvæðingarframkvæmdin. Hætt við héraðsveitur á sumum stöðum, og mönnum bent á, að Jreir geti í staðinn keypt sér dieselstöðvar. Snertir Jretta bæði sveitir og kauptún landsbyggðarinnar. Framsóknarmenn báru strax fram þirigsálýktunar- tillögu urn, að 10 ára áætluninni skuli haldið áfram. Tillögunni var vísað til fjárveitinganefndar í gær. ! í dag klofnaði nefndin étt af tillögunni. ! Stjórnarliðið í nefndinni vill ekki að hún verði samjiykkt. Sýnir Jietta gliigglega, hvað fyrir stjórnarflokkun- urn vakir. Það er, að láta ríkið í stórum stíl svíkja þau fyrirheit, sem fólust í 10 ára áætluninni til féilks- 1 ins, sem bíður eftir að röðin komi að sér. Þetta er að níðast á landsbyggðinni, jiar sem hún yfirleitt stendur höllustum fæti, vegna legu sinnar. Alhtr sínar athafnir í fjárhágsmálunum miðar þessi stjórn við fresti og undanbrögð. Fresti til að komast fram yfir kosningarnar, sem hún stofnar til. Ríkisstjórnin á ekki lengur gleði jólasveinanna. ! Það er af henni allur jólasvipurinn. Ráðherrarnir | fjórir rogast með sinn pokann hver. Pokarnir eru [ orðnir Jiungir og slðir. Innihaldið er orðið [jyngra en loforðin voru um jólin. Fjárlög fimmtungi hærri en í fyrra síga í. Utflutningssjóðsáætlunin ér nökkva Jiung. Niðurgreiðslurnar eins og blý! Pokarnir þenjast út og þyngj- ast dag frá degi. Fjéirir Alþýðuflokksmenn, fleiri eru ekki til, ganga á eftir, einn á eftir hverjum ráðherra, og reyna af fremsta megni að lyfta undir. Það er nærri því eins erfitt og að bera. Þar að auki svo vont fyrir höfuðið. Þar á eftir ganga svo fylktu liði 19 Sjálfstæðismenn. Þeir hotta á áttmenningana og eru glottleitir. Hugmynd komið á framfæri. Mér hefur verið að detta það í hug nú upp á síðkastið, að stinga upp á því við stjórnmála- mennina okkar, hvort ekki væri rétt að fresta alþingiskosningun- um, sem ákveðið er að fram skuli fara síðast í júní. í sambandi við það hef ég aðal- lega í huga landhelgisdeiluna við Breta. Það ætti að vera öllum ljóst, að í allt sumar verða forystumenn þjóðarinnar uppteknir við það, að ferðast ut um allt land, til að leita sér kjörfylgis, og munu hafa lítinn tíma aflögu til að sinna jafn mikilvægu máli, sem land- helgisdeilan er. Við megum heldur ekki gera þann óvinafagnað, æ ofan í æ. að gefa Bretum tilefni til þess að halda, að okkur sé landhelgis- deilan ekki jafn mikið kappsmál, og við viljum vera láta, þegar við erum að gera leik til að sundra þjóðinni út af jafn ómerkilegu máli og kjördæma- málið er, sem ég tel hreint hé- gómamál hjá hinu. Við meirihlutaflokkana á Al- þingi vildi ég segja þetta: Gevmið ykkur að sækja réttinn, eða óréttinn, ég vil engan dóm leggja á það í þessu tilfelli, ykkui' mun ekki veitast það örðugra þótt þið geymið það í eitt ár eða svo. Hinum, sem eru fyrst og fremst að hugsa um dreifbýlið, ætti ekki að vera það minna kappsmál að fá fiskimiðin friðuð úti fyrir ströndinni svo lífsbjargarmögu- leikarnir héldust þar nokkurn veginn óskertir. Öll rök hljóta að hníga að því, að við sameinumst í baráttunni við ræningjana. Og þegar sá sig- ur er unninn, þá getum við rifizt um hitt í friði. Hjalti Haraldsson. Stundúm ýta Jieir með fæti á eða undir poka. Við þá,‘ sem meðfram veginum eru, segja Sjálfstæðismenn: „Þetta er Alþýðuflokkurinn! Hann á Jiað, sem er í pokunum.“ Eri síðustu dagana eru Sjálfstæð- ismenn þé> að verða dálítið alvar- legri og óstilltari, Þeir eru að verða smeykir um, að Aljiýðuílokkurinn komist ekkj með byrðarnar fram yfir síðari kosningarnar, og að það komi á þá sjálfa að bera pokana og um leið að taka opinberlega á- byrgð á innihaldinu. Slíkt var nú aldrei ætlunin að gera.“ Eitthvað hárugt við lögreglu- málin. Ábending borgara um umferð- armálin hefur vakið umtal, og athugasemdir komið fram. Meðal annars er því haldið fram, að maður, sem horfir á hvernig um- ferðareglur eru þverbrotnar, til dæmis með ólöglegum ökuhraða o. fl., eigi strax að kæra þeita til lögreglunnar. Mun það rétt vera, en sýnir þó engu að síður, að þörf er á meiri umferðamenn- ingu og að þar er umferðavika líkleg til nokkurs árangurs. Nú hefur það gerzt í lögreglu- málum bæjarins, að nýi' yfirlög- regluþjónn er ráðinn. Idnossið hlaut Gísli Olafsson, sem lengi hefur gegnt lögregluþjónsstörf- um hér í bæ. Umsækjendur voru aðeins tveir, Björn Guðmundsson og Gísli og virtust þeir hafa jafna aðstöðu og fremur erfitt að gera upp á milli þessara kunnu og vinsælu lögreglumanna. En einmitt vegna þessarar að- stæðna hefði verjð enn ákjósan- legra að leysa málið á annan hátt, reyna að fá færan og helzt lög- reglulærðan mann utan Akur- eyrar og styrkja á þann hátt lög- reglulið bæjarins. Talið er, að í raun og veru hafi yfirlögreglu- þjónsembættinu verið ráðstafað í vetur og þar af leiðandi ekki þótt æskilegt að auglýsa starfið um of og að það hafi jafnvel verið geng- ið svo langt, að ráða kunnum lögreglumanni frá því að sækja. Þá hefur það vakið eftirtekt — þegar upp komst — að Gísli Olafsson hafði í vetur verið hækkaður í embætti og gerður yfirvarðstjóri, en jafnframt var þessu haldið leyndu og lögreglu- mennirnir ekki látnir vita. Er þetta óþarflega hárug framkoma og lítt skiljanleg. Framhald á 7. stðu. Iþrótfaheiimókn IR og Armanns NÚ UM hátíðarnar var haldið fjöl- breytt íþróttamót hér í bænum. Góðir gestir sóttu okkttr norðan- menn heim, og voru Jiað fimleika- flokkar kvenna og karla úr í R, undir stjórn Valdimars Örnéilfsson- ar og Mínervu Jónsdóttur, og þóttu sýningarnar takast mjög vel. Aðrir ágætir gestir, sem kepptu hér, voru handknattleiksstúlkur úr Armanni og karlaflokkar í handknattleik og körfuknattleik úr sama félagi. Veð- ur var gott og margt áhorfenda báða dagana, sem íþróttirnar fóru frarn. Umsjón méitsins var í hönd- um KA, og var Hermann Sigtryggs- son mótsstjóri. vann Þór 3:1. KA vann Þór 2 : 0. Handknattleikur karla: Ármann vann ÍBA með 17 : 14. Fimleikasýning IR fór fram í Lóni. Seinni dagur: Fimleikasýning ÍR á íþróttavell- inum. Handknattleikur kvenna: Ár- mann vann ÍBA með 12 : 3. Handknattleikur karla: Ármann vann ÍBA með 21 : 15. Hraðkeppni í körfuknattleik: KA vann Ármann með 30 : 19. KA vann Þór með 20 : 15. Handknattleikur karla, II. fl.: jafntefli 8 : 8. Úrslit fyrri dag: Kiirfuknattleikur: KA vann Ár- mann með 33 : 29. Handknattleikur kvenna: Ár- mann vann KA með 1 : 0. Ármann ÍJjréittaheimsóknir sem Jjcssí eru ætíð mikil lyftistöng' fyrir íþréitta- hreyfinguna, og hafi sunnanmenn þakkir fyrir ágæta frammistöðu á íþróttavelli og utan hans. Ungfrú Olga Ágústsdóttir, sem mörgum húsmaðrum er að góðtt kunn hé'r um slóðir síðan hún hafði nokkra hús- mæðrafundi í Eyjafirði og iiér á Akureyri á vegum sam- vinnumanna. mun skrifa nokkra húsmæðraþætti í biaðið og birtist sá fyrsti hér á eftir. Ungfrú Olga hefur undanfarin ár dvalizt í Svfþjóð við nám bg starf hjá fræðsludeildum sænskra samvinnufélaga, og hefur því frá mörgtt að segja. — Ritstj. ELDHÚSIÐ Fyrsta krafa til nýtízku eldhúss er sú, að þar sé ekkert rúm fyrir óþarfa muni. Næsta krafan er nægileg og hentug geymsla fyrir öll eldunaráhöld. Eldhússkápa má annað hvort hafa marga smáa eða einn stóran, sem skipt sé niður í mörg hóK. Diskar, bollapör, skálar, hnífar, gafflar, skeiðar og önnur eldhúsáhöld eiga hvert um sig að geymast í hillu eða skúffu. Sérstakur skápur á að yera til fyrir ræstitæki, svo sem ryksugu, kústa o. þ. h.. Gott er að hafa gljádúk á eldhúsborði og eldhús- stólum. Sömuleiðis er hentugt og hreinlegt að láta klæða vegginn, ofan vasksins, glerhellum. Eldhús- stóll, sem hækka má og lækka og snúa á alla vegu, er þægdegur og ætti að vera til í hverju eldhúsi. Grind, er þurrka má á þurrkur og handklæði, er nauðsynleg. Undir vaskinum ætti að vera lokuS sorpfata, sem opna má og loka með fætinum. Sorp- fötuna má einnig festa innan á hurð skápsins, undir vaskinum. Hentugt er að láta skarpfötuna standa á skemli, sem hjól eru undir. Má þá renna fötunni til eftir vild. Duglegar húsmæður geta vel málað eldhús sín. sjálfar. Handhægast er að kaupa málninguna til- búna, þar sem því verður við komið. Fyrst verður að ræsta eldhúsið vandlega úr sápuvatni eða ræsti- dufti og skola á eftir ur hreinu vatni. Þegar eld- húsið er Jiurrt orðið eftir þvottinn, er það málað. Skal þess gætt við málninguna, að draga málning- arkústinn alltaf í sömu átt og sömuleiðis þess, að’ dýfa honum ekki svo djúpt í málninguna, að hættá sé á að slettist. Þegar eldhúsið hefur verið málað- eina yfirferð, er það lótið þorna í 2—3 daga, en er þá málað á ný með lit, sem lakki hefur verið blandað í. Eftir málninguna skal láta herbergið þorna vel. Auk daglegrar ræstingar, verður ekki komizt hjá að ræsta eldhús nokkrum sinnum á ári (haust og' vor). Er þægilegt að ræsta fyrst allar skúffur og skápa og skipta um pappír í hillum og skúffum. Síðan er loft og veggir, gluggar og hurðir ræst. Allt þvegið og skúrað úr sápu- eða ræstiduftsvatni og skolað vandlega á eftir. Tómum glösum og öðru óþarfa skrani er safnað saman og því fleygt, sem ónýtt er. O. Á. ÞANKAR OG ÞYÐINGAR ALDREI VONLAUST. Á hillu í litlu stofunni hennar Önnu stendur mik- ill dýrgripur, eða það finnst Önnu að minnsta kosti. I rauninni er þetta þó aðeins ódýr bolli með gullnu letri. Þetta var fyrsta gjöfin, sem Jón gaf Önnu. Hann gaf af kærleika, því að þetta var í tilhugalífinu. 1 mörg ár stóð bollinn á sínum stað á hillunni, en. svo var Jrað, þrem árum eftir andlát Jóns, að Anna rak olnbogann í bollann, sem datt í gólfið og brotn- aði í meira en tvö hundruð parta. Þá var nú sá bolli ekki lengur til, munuð þið kannski hugsa, en það fór á aðra leið. Anna raðaði saman brotunum af dæmafárri ná- kvæmni og umhyggjusemi. Hún límdi þau saman, og nú stendur bollinn aftur á sínum gamla stað. Þetta er dæmisaga. Hún á að sýna ykkur fram á, að þótt vonir bregðist og gler hamingjunnar brotni, þá er hægt að raða brotunum saman aftur. Til þess þarf kærleika, þolinmæði og hugrekki. Það er erfitt verk — en ekki óvinnandi. -----o------ KURTEISI. Pétur litli var 5 ára gamall, og pabbi hans var að kenna honum ýmsar kurteisisreglur. „Mundu það, Pétur minn, að þegar þú situr í strætisvagni og kona kemur inn, sem ekki getur fengið sæti, þá áttu að standa upp og segja: „Gjörið svo vel og sitjið í mínu sæti.“ Nokrum dögum síðar sat Pétur á hné pabba síns í troðfullum strætisvagni, er ung og lagleg stúlka kom inn. Pétur spratt upp og sagði: „Gjörið svo vel, hérna er sæti,“ og benti um leið á hné pabba síns.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.