Dagur - 21.05.1959, Blaðsíða 1

Dagur - 21.05.1959, Blaðsíða 1
Fylgizt með því sem gerist hér í kringum okkur. Kaupið Dag. — Sími 1166. DA61TB DAGUR kemur næst út miðviku- daghin 27. maí. XLH. árg. Akureyri, fimmtudaginn 21. maí 1959 27. tbl. Bernharð Stefánsson Garðar Halldórsson Eddá Eiríksdóttir Björn Stefánsson Framboð ákveðin í Eyjafj.sýslu I gær ákváðu Framsóknarmenn framboð flokksins í Eyjajarðarsýslu Bernharð Stefánsson, alþingis- maður, skipar efsta sæti og þarf ekki að kynna hann eyfirzkum kjósendum með mörgum orðum. Þróunarsaga héraðsins og þing- mannsstörf Bernharðs eru saman tvinnuð um áratugi. Hinn kunni þingmaður nýtur fulls trausts Framsóknarrnanna og raunar hér aðsbúa allra. í blaðiriu í dag er birtur hluti af einni síðustu þing ræðu Bernharðs. Garðar Halldórsson, bóndi og oddviti á Rifkelsstöðum, skipar annað sæti listans. Hahn hefur búið ágætu búi á Rifkelsstöðum síðan 1927, verið oddviti sveitar sinnar mörg hin síðari ár, setið á Búnaðarþingi, sem fulltrúa ey- firzkra bænda um árabil og á þingum Stéttarsambands bænda og í tvennum síðustu alþingis- kosningum hefur hann skipað framboðslista Framsóknarmanna í Eyjafjarðarsýslu. Garðar er at- orkuduglegur bóndi, mikill mála- fylgjumaður og nýtur óvenjulega mikils trausts í heimasveit sinni, meðal þeirra er þekkja hann bezt. Kona hans er Hulda Davíðs dóttir og eiga þau tvo syni upp- komna. Frú Edda Eiríksdóttir, Brynj- ólfssonar frá Kristnesi, húsfreyja að Stokkahlöðum, skipar þriðja sæti listans. Hún er aðeins 23. ára, lauk stúdentsprófi á Akur- eyri 1955 og síðan kennaraprófi 1958 og er nú skólastjóri barna- skólans í Hrafnagilshreppi. Eig- inmaður Eddu er Rafn Helgason, bóndi og bifvélavirki. Frú Edda er glæsilegur fulltrúi eyfirzkra húsmæðra. Björn Stefánsson, kennari, ÓI- afsfirði, skipar fjói'ða sæti fram boðslistans. Hann er 45 ára og hefur verið kennari í Ólafsfirði um 15 ára skeið og skólastjóri iðnskólans þar. Mörg önnur trún aðarstörf hefur hann annazt, m. a. er hann form. stjórnarnefndar kaupfélagsins. — Kona hans er Júlíana Jónsdóttir. Björn Stefáns son er þekktur að dugnaði og nýtur mikilla vinsælda, jafnt í félagsmálastörfum sem í öðrum störfum. Sæti það á listanum er hann skipar mun því vel skipað. Flokkurinn vill byggja á héraðaskipun nmenningskjöi ¦-.-. ¦ Slökkviliðið á ferðinni SNEMMA á þriðjudagsmorgun var slökkviliðið kallað að Sjöfn. í bak- hýsi var fullt af reyk en eldur lítill, og var liann þegar slökktur. Síðar sama dag kvikiiaði í rusli í Slippstöðinni. Slökkviliðið kom þegar á yettvang, en eldurinn haíði pa verið kæfður. Gísli Ólafsson yfir- *luj)jónn lögre^ GISLI OLAFSSON, varðstjóri í lögregluliöi Akureyrarkaupstaðar, helur nú verið ráðinn ylirlögreglu- þjónn "í stað Jóns Benediktssonar, sem lætur aí því starfi sökum ald- urs. Gísli Oiafsson cr 49 ára og hefur starfað í lögreglunni Irá 19-10. ' „Þríflokkarnir vilja ekki á annað hlusta en að leggja niður núverandi kjördæmi, enda þótt á því sé engin þörf til þess að jafna kosningaréttinn meira en nú er í þéttbýli og strjál- býli," sagði Bernharð Stefánsson, aíþingismaður, m. a. í út- varpsumræðunum. Niðurlag af ræðu Bernharðs Stefánssonar, í eldhúsdagsum-. ræSunum, fer hér á eftir: „Ég kem þá að því, sem mestu máli skiptir um þessar mundir, en það er kjördæmamálið. Stefna Framsóknarflokksins var skýrt mörkuð í kjördæmamálinu á þingi flokksins í vetur. Flokkur- inri vill byggja á héraðaskipun- inni og einmenningskjördæmum sem aðalreglu, en hlutfallskosn- ingum í stærstu kaupstöðunum sem undantekningu, vegna þess hve erfitt er að finna þar eðlileg takmörk fyrir skiptingu í mörg kjördæmi, enda hver kaupstaður félagsheild fyrir sig. Þessari skip- En f iskverðið er lágt hjá Grænlandsverzlun Dana Um 60 færeysk fiskiskip munu veiða við Grænland í sumar, þar af 11 togarar. Einnig mun fjöld- inn allur af trillum róa frá ýms- um verstöðvum, sem Færeyingar hafa komið sér upp þar í landi Megn óánægja ríkir meðal Færeyinga með þá ráðstöfun Dana, að Færeyingar, sem róa frá verstöðvum á Grænlandi, verða að leggja inn fiskinn hjá Grænlandsverzluninni, fyrir mun lægra verð, heldur en fæst heima í Færeyjum, og verður því að bæta sjómönnum þetta upp af al- mannafé heima fyrir. Þykir þeim að vonum orðin hláleg réttarstaða þeirra í danska ríkinu, að á sama tíma og allir aðrir danskir ríkisborgarar hafa jafnan atvinnulegan rétt á við þá í Færeyjum, eru þeim settar atvinnulegar hömlur í öðrum hluta danska ríkisins. Færeying- ar eru annars að koma sér upp hraðírystihúsi í Færeyingahöfn í Grænlandi, og er hugmyndin að flytja hraðfryst flök beint þaðan á markað í Bandaríkjunum. an fylgi eiigin uppbótarsæti. Hinir flokkarnir allir hafa tek- ið afstöðu gegn þessari stefnu og halda því fram jafnvel, að þeir hafi orðið að grípa til gerbylting- ar á kjördæmaskipuninni vegna þess, að Framsóknarflokkurinn hafi ekki viljað hlusta á neitt nema þessa stefnu sína í kjör- dæmamálinu. Framsóknarflokknum var þessi afstaða hinna flokkanna vel liós, og flokknum var vel Ijóst, að honum bar að gera allt, sem í hans valdi stóð, til þess að hafa áhrif á, hvað gert yrði í kjör- dæmamálinu, og reyna að afstýra því versta, en það' versta var að flokksins dómi afnám héraða- kjördæmanna. Fyrir þessu var ráð gert á flokksþingi Framsókn- armanna og í miðstjórn hans og þingflokki. Flokkurinn ákvað að gera allt; sem í hans valdi stæði til þess að koma á miðlun í málinu á Al- þingi. Tillögur flokksins til breytinga á stjórnarskrárfrumvarpinu hafa því allar verið við þetta miðaðar og byggðar á því, að hægt er að jafna kosningaréttinn með því að fjölga kjördæmaþingmönnum í þéttbýlinu, en héraðakjördæmin standi. Og ef á þetta yrði falhzt til miðlunar, þá yrði að sætta sig við uppbótarsæti áfram og hlut- Framhald á 5. síðu. Samvinnufryggingar í örum vexti Iðgjaldatekjur á sl. ári 60 millj. kr. Aðalfundur Samvinnutrygginga var haldinn í Reykjavík laugar- daginn 9. þ. m. Frá höfninni: báturinn Áskell, Grenivík, lengst til vinstri. — CLjósmynd E. D.) Formaður félagsins Erlendur Einarsson, forstjóri, flutti skýrslu stjórnarinnar, en framkvæmda- stjóri félagsins, Ásgeir Magnús- son skýrði reikninga þess og flutti skýrslu um starfsemina á síðastliðnu ári, sem var 12. reikn- ingsár félagsins. Heildariðgjaldatekjur Sam- vinnutrygginga námu tæpum 60 milljónum króna árið sem leið, og hbfðu þær aukizt um 27% á árinu. Tjónin námu röskum 40 milljónum króna. Aðalfundurinn samþykkti að endurgreiða þeim, sem tryggt höfðu hjá félaginu, samtals kr. . 3.211.000.00, og hefur félagið þá endurgreitt til hinna tryggðu samtals kr. 17.734.000.00 frá því að félagið byrjaði að úthluta tekjuafgangi fyrir tíu árum síð- an, en það er stofnað haustið 1946. Iðgjalda- og tjónasjóðir félags- ins námu í árslok samtals kr. 73.598.000.00, og höfðu aukizt um rúmar 16 milljónir á árinu. Framhald á 7. siðu.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.