Dagur - 21.05.1959, Qupperneq 1
Fylgizt með því sem gerist
hér í kringum okkur.
Kaupið Dag. — Sími 1166.
DAGUR
kemur næst út miðviku-
dagirni 27. maí.
XLH. árg.
Akureyri, fimmtudaginn 21. maí 1959
27. tbl.
Bernharð Stefansson
Garðar Halldórsson
Slökkviliðið á ferðinni
SNEMMA á þriðjudagsmorgun var
sliikkviliðið kallað að Sjöfn. í bak-
hýsi var fullt af reyk en eldur lítill,
og var liann þegar slökktur.
Síðar sama dag kviknaði í rusli
í Slippstöðinni. Sliikkviliðið kom
þegar á vettvang, en eldurinn hafði
þá verið kæfður.
Gísli Ólafsson yfir-
lögregluþjómi
GÍSLI ÓLAFSSON, varðstjóri í
lögregluliði Ákureýrarkauþstaðar,
hefur nú verið ráðinn yfirlögreglu-
þjónn í stað Jóns Benediktssonar,
sem lætur af því starfi sökum ald-
(iísli Ólafsson cr 49 ára og hefur
starfað í lögreglunni frá 1940.
„Þríflokkarnir vilja ekki á annað hlusta en að leggja niður
núverandi kjördænii, enda þótt á því sé engin þörf til þess
að jafna kosningaréttinn meira en nú er í þéttbýli og strjál-
býli,“ sagði Bernharð Stefánsson, alþingismaður, m. a. í út-
varpsumræðunum.
Niðurlag af ræðu Bernharðs
Stefánssonar, í eldhúsdagsum-
ræðunum, fer hér á eftir:
„Ég kem þá að því, sem mestu
máli skiptir um þessar mundir,
en það er kjördæmamálið. Stefna
Framsóknarflokksins var skýrt
mörkuð í kjördæmamálinu á
þingi flokksins í vetur. Flokkur-
inn vill byggja á héraðaskipun-
inni og einmenningskjördæmum
sem aðalreglu, en hlutfallskosn-
ingum í stærstu kaupstöðunum
sem undantekningu, vegna þess
hve erfitt er að finna þar eðlileg
tákmörk fyrir skiptingu í mörg
kjördæmi, enda hver kaupstaður
félagsheild fyrir sig. Þessari skip-
Eddá Eiríksdóttir
Björn Stefánsson
Framboð ákveðin í Eyjafj.sýslu
í gær ákváðu Framsóknarmenn framboð
flokksins í Eyjajarðarsýslu
Bernharð Stefánsson, alþingis-
maður, skipar efsta sæti og þarf
ekki að kynna hann eyfirzkum
kjósendum með mörgum orðum.
Þróunarsaga héraðsins og þing-
mannsstörf Bernharðs eru saman
tvinnuð um áratugi. Hinn kunni
þingmaður nýtur fulls trausts
Framsóknarrnanna og raunar hér
aðsbúa allra. í blaðiriu í dag er
birtur hluti af einni síðustu þing
ræðu Bernharðs.
Garðar Halldórsson, bóndi og
oddviti á Rifkelsstöðum, skipar
annað sæti listans. Hann hefur
búið ágætu búi á Rifkelsstöðum
síðan 1927, verið oddviti sveitar
sinnar mörg hin síðári ár, setið á
Búnaðarþingi, sem fulltrúa ey-
firzkra bænda um árabil og á
þingum Stéttarsambands bænda
og í tvennum síðustu alþingis-
kosningum hefur hann skipað
framboðslista Framsóknarmanna
í Eyjafjarðarsýslu. Garðar er at-
orkuduglegur bóndi, mikill mála-
fylgjumaður og nýtur óvenjulega
mikils trausts í heimasveit sinni,
meðal þeirra er þekkja hann
hezt. Kona hans er Hulda Davíðs
dóttir og eiga þau tvo syni upp-
komna.
Frú Edda Eiríksdóttir, Brynj-
ólfssonar frá Kristnesi, húsfreyja
að Stokkahlöðum, skipar þriðja
sæti listans. Hún er aðeins 23.
ára, lauk stúdentsprófi á AÍíur-
eyri 1955 og síðan kennaraprófi
1958 og er nú skólastjóri barna-
skólans í Hrafnagilshreppi. Eig-
inmaður Eddu er Rafn Helgason,
bóndi og bifvélavirki. Frú Edda
er glæsilegur fulltrúi eyfirzkra
húsmæðra.
Björn Stefánsson, kennari, ÓI-
afsfirði, skipar fjój-ða sæti fram
boðslistans. Hann er 45 ára og
hefur verið kennari í Ólafsfirði
um 15 ára skeið og skólastjóri
iðnskólans þar. Mörg önnur trún
aðarstörf hefur hann annazt, m.
a. er hann form. stjórnarnefndar
kaupfélagsins. — Kona hans er
Júlíana Jónsdóttir. Björn Stefáns
son er þekktur að dugnaði og
nýtur mikilla vinsælda, jafnt í
félagsmálastörfum sem í öðrum
störfum. Sæti það á listanum er
hann skipar mun því vel skipað.
En fiskverðið er lágt li já Grænlandsverzlim Dana
Um 60 færeysk fiskiskip munu
veiða við Grænland í sumar, þar
af 11 togarar. Einnig mun fjöld-
inn allur af trillum róa frá ýms-
um verstöðvum, sem Færeyingar
hafa komið sér upp þar í landi
Megn óánægja ríkir meðal
Færeyinga með þá ráðstöfun
Dana, að Færeyingar, sem róa
frá verstöðvum á Grænlandi,
verða að leggja inn fiskinn hjá
Grænlandsverzluninni, fyrir mun
lægra verð, heldur en fæst heima
í Færeyjum, og verður því að
bæta sjómönnum þetta upp af al-
mannafé heima fyrir.
Þykir þeim að vonum orðin
hláleg réttarstaða þeirra í danska
ríkinu, að á sama tíma og allir
aðrir danskir ríkisborgarar hafa
jafnan atvinnulegan rétt á við
þá í Færeyjum, eru þeim settar
atvinnulegar hömlur í öðrum
hluta danska ríkisins. Færeying-
ar eru annars að koma sér upp
hraðírystihúsi í Færéyingahöfn
í Grænlandi, og er hugmyndin að
flytja hraðfryst flök beint þaðan
á markað í Bandaríkjunum.
an fylgi erigin uppbótarsæti.
Hinir flokkarnir allir hafa tek-
ið afstöðu gegn þessari stefnu og
halda því fram jafnvei, að þeir
hafi orðið að grípa til gerbylting-
ar á kjördæmaskipuninni vegna
þess, að Framsóknarflokkurinn
hafi ekki viljað hlusta á neitt
nema þessa stefnu sína í kjör-
dæmamálinu.
Framsóknarflokknum var þessi
afstaða hinna flokkanna vel Ijós,
og flokknum var vel Ijóst, að
honum bar að gera allt, sem í
hans valdi stóð, til þess að hafa
áhrif á, hvað gert yrði í kjör-
dæmamálinu, og reyna að afstýra
því versta, en það versta var að
flokksins dómi afnám héraða-
kjördæmanna. Fyrir þessu var
ráð gei’t á flokksþingi Framsókn-
armanna og í miðstjórn hans og
þingflokki.
Flokkurinn ákvað að gera allt,
sem í hans valdi stæði til þess að
koma á miðlun í málinu á Al-
þingi.
Tillögur flokksins til breytinga
á stjórnarskrárfrumvarpinu hafa
því allar verið við þetta miðaðar
og byggðar á því, að hægt er að
jafna kosningaréttinn með því að
fjölga kjördæmaþingmönnum í
þéttbýlinu, en héraðakjördæmin
standi. Og ef á þetta yrði fallizt
til miðlunar, þá yrði að sætta sig
við uppbótarsæti áfram og hlut-
Framhald d 5. siöu.
Samvinnutrygpgar í örum vexti
Iðgjaldatekjur á sl. ári 60 rnillj. kr.
Aðalfundur Samvinnutrygginga
var haldinn í Reykjavík laugar-
daginn 9. þ. m.
Frá höfninni: Nýi báturinn Áskell, Grenivík, lengst til vinstri. — ("Ljósmynd E. D.)
Formaður félagsins Erlendur
Einarsson, forstjóri, flutti skýrslu
stjórnarinnar, en framkvæmda-
stjóri félagsins, Ásgeir Magnús-
son skýrði reikninga þess og
flutti skýrslu um starfsemina á
síðastliðnu ári, sem var 12. reikn-
ingsár félagsins.
Heildariðgjaldatekjur Sam-
vinnutrygginga námu tæpum 60
milljónum króna árið sem leið,
og höfðu þær aukizt um 27% á
árinu. Tjónin námu röskum
40 milljónum króna.
Aðalfundurinn samþykkti að
endurgreiða þeim, sem tryggt
höfðu hjó félaginu, samtals kr.
3.211.000.00, og hefur félagið þá
endurgreitt til hinna tryggðu
samtals kr. 17.734.000.00 frá því
að félagið byrjaði að úthluta
tekjuafgangi fyrir tíu árum síð-
an, en það er stofnað haustið
1946.
Iðgjalda- og tjónasjóðir félags-
ins námu í árslok samtals kr.
73.598.000.00, og höfðu aukizt um
rúmar 16 milljónir á árinu.
Framhald d 7. siðu.