Dagur - 21.05.1959, Síða 5
Fimmtudaginn 21. maí 1959
D A G U R
5
Einyrkinn, sem gaf skógrækfinni jör
járupphæð fil búnaðarmála
Stutt viðtal við Hannes Davíðsson bónda að
Hofi í Arnarneshreppi
ÞAÐ hafði lengi verið ætlunin að
hitta Hannes Davíðsson, bónda á
Hofi að máli, einkum vegna þeirr-
ar sérstiiðu hans til skógræktar og
búnaðarmála, að hann gaf á sínum
tíma heila jörð, Ásláksstaði II, skóg-'
-ræktaríélagi hreppsins, og síðar
lantjspildu að auki til skógræktar.
Hann gaf einnig uni 140 þús. kr.
í sjóð til minningar um foreldra
sína, séra Davíð Guðmundsson og
Sigríði Ólafsdóttur, konu hans.
Vöxtum sjóðsins á að verja til
búnaðarmála í héraðinu, og hafa
þegar verið veittar um 19 þús. kr.
samkvæmt fyrirmælum sjóðs þessa,
sem er í vörzlu Búnaðarsambands
Eyjafjarðar.
Annan hvítasunnudag heimsótti
ég svo hinn aldraða einyrkja, ásanit
Ármanni Dalmannssyni. Sá dagur
var fullur af fegurð og unaði. Vor-
ið var komið i allri dýrð sinni, með
fuglasöng og angan úr gróandi jörð.
Góðviðrisskýin viku fyrir sólargeisl-
unum, og hlýr andvarinn gáraði sjó
og vötn.
Heirna á hlaðinu á Hofi voru
mörg börn að leik. Fyrstu fíflarnir
voru að opna sig, og nýgræðingur-
inn freistaði fárra daga gamalla
lamba, sem fengu hina ákjósanjeg-
ustu viðbót við móðurmjólkina,
þegar þau gáfu sér tíma til þess frá
leik eða sætum blundi að tína.
Að Flofi er súmarfagurt, útsýni
vítt og svipmikið, tilvalið höfðingja-
setur, enda bjuggu þau þar prófasts
hjónih, séra Davíð Guðmundsson
og kona hans.
En skyldilega opnuðust dyrnar,
og Hannés bóndi leiddi gesti til
stofu.
Gamla stofan hans Hannesar er
jafn giimul Friðriksgáfu á Möðru-
völíum eða byggð 1827. IColaofn-
inn, bitarnir í loftinu, borðið og
bókaskápurinn minntu á liðinn
tíma. Og húsbóndinn, sem nú er
bráðum áttræður, sagði okkur
marga atburði frá löngu liönum
tímum, bæði fróðlega og skemtnti-
lega. Hann er liinn mesti fræðasjór,
sem ekki er ólíklegt um bróður hins
kunna fræðimanns, Ólafs Davíðs-
sonar, og ckki vantar hann kímn-
ina. Hann er einnig manna frjáls-
lyndastur í skoðunum, bæði hvað
snertir trúmál og stjórnmál, sein
livort tveggja bar á góma.
Sólin skein enn inn um austur-
gluggann, vermdi gamalt stofuþil
og lék um skarpleitt og hressilegt
andlit hins aldna bónda.
Hannes dvaldist með foreldrum
sínum að Hofi ásamt Valgerði syst-
ur sinni, og tóku þau síðan við bús-
forráðum Jiar á staðnum. Valgerður
er látin fyrir fáum árum, qg sfðan
býr Hannes einn í bænum.
Þribýli er á Hofi, ntikil ræktar-
lönd og fjöldi búpenings.
Hannes lítur með velvild á.allar
framfarirnar, en sjálfur tók hann
ekki þátt í hinu mikla kapphlaupi
vélvæðingar og viðskiptabúskapar,
Jiótt hann eignaðist raunar eina
allra fyrstu sláttuvélina, sem kom
í hreppinn. Engp að síður hefur
liann staðið í miðjum straumi hinn
ar öru framþróunar um fjölda ára
og á sinn þátt í henni, sem spari-
sjóðsstjóri sveitarinnar og trúnaðar
rnaður fólksins á ýmsan liátt.
Hvernig stóð á pvi, að pá gafsl
skógrœhtinni jiirð?
Ég átti skuld að gjalda, segir
Hannes, og hafði ekki gert skyldu
xnína við Jrað nauðsynlega starf, að
klæða landið. Svo datt mér í hug,
að Jiað gæti farið vel á því að
styrkja skógræktina á Jiennan hátt
Ég hafði ekkert með Jiessa jiirð, Ás-
láksstaði II, að gera, Unga fólkið
hafði áhuga en vantaði fjárnnini.
Þannig var Jietta hagkvæmt fyrir
báða aðila.
En svo gafslu lika stórfé til bún-
aðarmála?
Onei, blessuð verðbólgan tók nú
kúfinn af þeirri upphæð og gerði
hana heldur lítils virði. En ég var
feginn að vera laus við Jiessa aura,
og nennti ekki að eyða þeirn sjájfur,
sagði sá aldraði brosandi. Áðalat-
riðið var það að minnast foreldra
minna, en sjóðurinn er stofnaður
til minningar um Jiau. Það stóð
mér næst að gera á einhvern liátt.
Þctta fc hefur verið saman safn-
að á löngum tirna?
Eiginlega var það svo, og það er
ekkert leyndarmál, hvernig það var
til orðið. Ég liafði lengi engjaspildu
liérna niðtir frá, lieyjaði hana og
seldi oft töluvert af heyi í ýmsar
áttir fjölda mörg ár. I stað [ress að
auka bústofninn, setti ég andvirði
heysins á vöxtu. Þetta var heldur
lítil búmennska lijá mér, eða iiðru-
vísi búmennska en nú tíðkast, en
ég lief alltaf kosið að liafa fremur
lítið um mig, þótt mér sé sönn á-
nægja að framförunum í búskap
bænda yfirleitt. Þetta litla framlag
Hannes Davíðsson
bóndi á Hofi
í aukana, því að Jiað væri að stækka
ísland. Skoðanir þeirra frænda virt-
ust falla vel saman, þótt með öðrum
orðum væri farið um vald höfuð
staðarins og hina erfiðu aðstöðu
byggðanna víða um land.
Hvað um stjórnmálin á siðustu
timum?
Um þau sýnist hverjum sitt, segir
Hannes, og má gera ráð fyrir að
allir telji sig fylgja því, sem happa-
drýgst er fyrir þjóðfélagið, því að
það hjýtur alltaf að vera [ninga
miðjan í réttindum Jreim, sem felast
í hinum dýrmæta kosningarétti.
Hvað viltu segja um kjördæma-
rnálið?
Ég er mótfallinn stórum kjör-
dænium með hlutfallskosningum.
Þvf fylgir flokkseinræði í valj þing-
mannsefna og Jiar af leiðandi úr-
- Ræða Bernharðs Sfefánssonar
íbúðarhús Hannesar er 132 ára gamalt, byggt sama ár og
Friðriksgáfa. —
er eins konar staðfesting á þessum
viðhorfum mínum til búnaðarmála.
En Hannesi þykir nú Jiegar nóg
talað um þessa hluti og víkur talinu
að liinum gamansömti hliðum til-
verunnar, og er ekki að sjá cða
heyra að þar sé maðtir bráðum átt-
ræður, svo ungur er hann í anda og
glettinn á svip.
Eins og að líkum la'tur, berst
talið að kosningunum. — Ekki fór
Hannes dult með Jiá skoðun sína,
að styðja beri að viðlialdi og efl-
ingu byggðanna. Mér duttu ósjálf-
rátt í lrug orð skáldsins frá Fagra-
skógi, sem er systursonur Ilannesar.
Hann mælti fyrir nokkrum árum:
„Því verður ekki neitað, að í
skjóli ríkisstjórnar og alls konar
hiifuðborgarfríðinda stendur liún
(]). e. höfuðborgin) vel að vígi til
að skara eld að sinni köku, jafnvel
á kostnað annarra landshluta, en
mun j)á einnig kenna Jreirra vaxtar-
verkja, sem oft fylgja gelgjuskeið-
inu og of hröðum vexti. .. Um eitt
skeið var um Jiað ritað og rætt, að
færa byggðina saman, flytja fólkið
frá svonefndum afdölujn og útskög-
um til samyrkjuhverfa miðsveitis...
Það hefur aldrei Jiótt dygð í Jiessu
landi að liafa börn út unditn. Þess
vegna eiga þing og stjórn, fyrir
hönd alþjóðar, að rétta þessu af-
skipta fólki hjálparhönd," og skáld-
ið hét á þjóðina að stuðla að [)ví að
byggðin lærðist ekki saman, heldur
(Ljósmynd E. D.
slitum í úthlutun almannafjár úr
ríkissjóði. Vænta má, að kjósandi
geri [xið upp við sig, að vel athug-
uðu máli, hvað hann telur þjóðinni
fyrir beztu í þessu máli og greiði
svo atkvæði sitt samkvæmt J)ví einu.
Hvaða kosningafyrirkomulag tel-
urðu heppilegast
Ég held, að bezt sé að skipta land-
inu í einmenningskjördæmi, en læt
þó Reykjavík hlutlausa, hvað Jietta
snertir. Láta einfaldan meirihluta
ráða úrslitum án uppbótarþing-
manna. Það er ekki undir fjiilda
þingmanna komið, að vel ráðist
lram úr málefnum þjóðarinnar.
Færri alþingismenn hafa betri að-
stöðu til samkomulags um velferð-
armálin en margir, auk [>ess sem
[jingkostnaður yrði minni. Fækkun
alþingismanna yrði verulegur sparn
aður lyrir jijóðina og gæti ef til vill
orðið uppliaf að gætilegri fjármála
stjórn.
Við kveðjum Hannes Davíðsson
með [xikk fyrir viðtalið og margan
fróðleik jiess utan og ökum heirn
á leið. En þótt Hannes sé kvaddur
og Hof að baki, mun mér oft verða
hugsað til ánægjulegrar morgun
stundar með bóndanum, sem gaf
bæði lönd og lausa aura til að klæða
landið, örva búnaðarframkvæmdir
og af Jivi að hann „nennti ekki“,
eins og liann orðaði það, að eyða
fjármunum fyrir sjálfan sig. — ED.
Framhald af 1. siðu.
fallskjör í tvímenningskjördæm-
um, til þess að koma í veg fyrir,
að kjördæmin yrðu lögð niður.
Stefna Framsóknarflokksins í
kjördæmamálinu, miðlunartil-
raunir hans og starfsaðferðir til
þess að koma í veg fyrir árós ó
héraðakjördæmin, allt er þetta
miklu ljósara og skýrara og nýt-
ur meiri vinsælda meðal almenn-
ings en andstæðingunum þykir
gott. Og þar af stafar allt það
moldviðri, sem þeir reyna að
þeyta upp um málið.
Kjarni þessa mikla máls er sá,
að [tríflokkarnir vilja ekki á ann-
að hlusta en að leggja niður nú-
verandi kjördæmi, enda þótt á
þvi sé etígin þörf til þess að jafna
kosningaréttinn meira en nú er í
þéttbýli og strjálbýli. Það er
hægt að gera eftir miðlunarleið
Framsóknarflokksins. Sá réttur
manna og héraða að kjósa sér-
staka fulltrúa fyrir hvert byggð-
arlag á Alþingi hefur frá upphafi
hins nýja Alþingis beinlínis ver
ið grundvöllurinn að þeim miklu
almennu framförum, sem orðið
hafa víðs vegar um land. Kunn-
ugleiki þingmanna, náið samband
við kjósendur, bein ábyrgð þeirra
hvers um sig á málefnum héraðs-
ins hefur orðið grundvöllur að
þeirri sókn í framfaramálum hér
aðanna hvers um sig og fleiri
saman, sem þingmenn hafa haldið
uppi á Alþingi. En þau öfl, sem
fyrir kjördæmabreytingunni
standa nú, kalla þetta aðhald,
sem héraðakjördæmin veita
þingmönnum til þess að vinna að
málefnum héraðanna, pólitíska
spillingu.
Tveir háttvirtir þingmenn Sjálf
stæðisflokksins, þeir hv. þm.
Borgfirðinga og hv. 2. þm. Skagf.
hafa haldið því fram hér á Al-
þingi, að það væri miklu betra
fyrir kjósendur, að kjördæmun-
um væri steypt saman í stærri
heildir, þá geti hver kjósandi
snúið sér til flokksbróður síns á
Alþingi o. s. frv. Ég hef aldrei
orðið þess var, að kjósendur í
mínu kjördæmi hafi ekki getað
snúið sér til mín, hvar í flokki
sem þeir hafa staðið, og sama
veit ég að er um báða þessa hv.
þm. og raunar flesta þm. Ég held
að t. d. hv. þm. Borgfirðinga
(P. Ott.) sé alveg talandi tákn
um það hvers virði þm. einmenn-
ingskjördæmis getur verið héraði
sínu. Borgarfjarðarsýsla og
Akraneskaupstaður bera ljóst
vitni um j)að og framfarirnar þar
afsanna alveg þau ummæli þessa
þingmanns, að héraðið hafi nokk-
urn tíma verið látið gjalda póli-
tískrar afstöðu hans. Ég er alveg
viss um að þessi þm. hefði komið
minnu til leiðar, ef hann hefði
verið einn af 5 þm. hins stóra
svæðis, frá Hvalfjarðarbotni að
Gilsfirði. Það hefði dreift áhuga
hans og kröftum.
Ég hef oft hugsað um það
undanfarnar vikur, hvað Jdví geti
valdið, að hæstvirt ríkisstjórn,
sem skipuð er góðum og gegnum
mönnum persónulega, lætur sér
verri menn hafa sig til þess að
koma fjármálum þjóðarinngr í
slíkt öngþveiti, sem fyrirsjáan-
legt er, þegar á þessu ári, eða
minnsta kosti á næsta ári.
Ég held, að svarið við þessu
geti ekki verið nema eitt. Hæst
virt ríkisstjórn leggur út á þessa
glæfrabraut vegna tilfinningar,
sem margir hafa fyrr og síðar
þjáðst af. Tilfinningar, sem
hrundið hafa af stað styrjöldum
á milli þjóða og verið orsök
margra óhæfu- og jafnvel glæpa-
verka. Og þessi tilfinning er
óttinn. Flokkm' ríkissjórnarinnar.
Alþýðuflokkurinn, er hreint og
beint hræddur við dauða sinn og
hyggur, að kjördæmabreytingin
geti tryggt honum lífið. Þessi
flokkur var þó fyrir tiltölulega
fáum árum töluvert öflugur,
bæði á Alþingi og utan þings,
rannig hafði hann til dæmis eitt
sinn tíu þingmenn. Nú er hann
hræddur um, að hann komi eng-
um manni ó þing hjálparlaust,
nema með breyttri kjördæma-
skipun og hlutfallskosningum.
En það er ekki kjördæmaskipun-
inni að kenna, að flokkurinn er
nú í hættu sem þingflokkur. Það
sýnir fyrri saga flokksins. Heldur
er orsökin sú, að flokkurinn hef-
ur tapað fylgi meðal þjóðarinnar
og haldi sú þróun ófram, gagnar
honum ekkert nein kjördæma-
breyting, nema ef til vill rétt í
bili. Sjálfstæðisflokkurinn aftur
á móti hyggst auka völd sín
með kjördæmabreytingunni og
hnekkja Framsóknarflokknum.
Hvort tveggja [ætta er þó næsta
óvíst að takist.
,Stjórnarskráin kveður svo á, að
þegar stjórnarskrárbreyting er
samþykkt á Alþingi, skuli þing
rofið og kosningar fara fram og
öðlast stjórnarskrárbreytingin.
ekki gildi nema næsta þing á eft-
ir kosningum samþykki breyt-
inguna aftur. Þetta ákvæði er
sett til þess að þjóðin geti tekið
í taumana, ef hún er óánægð með
breytinguna og sent meiri hluta
á þing, sem vijja fella slíka
breytingu. Ráðgert er að hafa
aukaþing í sumar. Ekki er ætlazt
til að það þing geri annað en að
endursamþykkja stjórnarskrár-
breytinguna og setja kosningalög
í samræmi við hana. í haust á svo
venjulegt þing að koma saman,
að loknum nýjum kosningum.
Kosningarnar í vor eiga því ein-
göngu að snúast um kjördæma-
málið, því að aukaþingið, sem
kosið er til, fjallar ekki um ann-
að.
Þeir, sem vilja afnema núver-
andi kjördæmi, sem mundi leiða
til áframhaldandi glæfrastefnu
núverandi stjórnarflokka í fjár-
mólum, kjósa að sjálfsögðu Sjálf-
stæðisflokkinn eða Alþýðuflokk-
inn. Hinir, sem vilja halda við
núverandi kjördæmum, sem er
undirstaða þess, að jafnvægi
haldist í byggðum landsins og
að stjórn og þing sinni störfum
þess fólks, sem býr út á lands-j-
byggðinni í sveitunum og kaup-
stöðum þar og öðrum sjávar-
plássum, þeir kjósa að sjálfsögðu
þann eina stjórnmálaflokk, sem
berst á móti þessum ófögnuði.
Þeir kjósa Framsóknarflokkinn
við kosningarnar í vor.
Hvert atkvæði, sem Framsókn-
arflokknum verður greitt í vor
kemur að gagni sem mótmæli
gegn afnámi kjördæmanna. Ykk-
ur verður að vísu sagt, kjósendur
góðir, að það þýði ekki að kjósa
Framsóknarflokkinn vegna kjör-
dæmamálsins. Það mál sé þegar
útkljáð og flokkurinn geti ekki
fengið meirihluta né stöðvunar-
vald á aukaþinginu. En jafnvel
þó svo fax-i, mun það sýna sig, að
ef Framsóknarflikkurinn fær
stór aukið fylgi í kosningunum
í vor, bæði að kjósendafjölda og
þingmannatölu, þá mun koma hik
á hina flokkana. Þeir kæra sig
ekkei't um að hi'inda frá sér
fjölda kjósenda út um allt. Þá
kynni svo að fara, að hætt yrði
við að keyra þetta mál í gegn
á aukaþinginu, en í þess stað
setzt að samningaborðinu og
sanngjöi'n lausn fundin í kjör-
dæmamálinu, án þess að leggja
núverandi kjördæmi niður, svip-
að og gei't var eftir kosningarnar
1931. Veitið því Framsóknar-
flokknum öruggt fylgi í kosning-
unum í vor, kjósendur góðir.'1