Dagur - 13.06.1959, Blaðsíða 5

Dagur - 13.06.1959, Blaðsíða 5
Laugardaginn 13. júní 1959 D A G U R 5 Gamia konan sem beið Þýdd smásaga úr Tlie Weeldy News gÍLLlNN, SEM STANZAÐI fyrir framan húsamiðlunar- skrifstofu Jim Hackers, bar merki New Yorkborgar. Jim þurfti aðeins að líta sem snöggvast á farartækið til þess að sjá, að eigandinn var ókunnur skuggsælum götum Bergfléttubæj- ar. Þetta var stór, rauður bíll. Enginn slíkur var til í bænum. Maðurinn steig út úr bifreiðinni. „Sally," sagði Jim við ungu stúlk- una, sem sat geispandi og tyggjandi eitthvað við ritvélarborðið. „Láttu eins og þú bafir eitthvað að gera.“ „Já já, herra Hacker.“ „Það er viðskiptavinur á leið- inni,“ sagði Jim. „Já já,“ sagffi Sally og setti papp- írsörk í vélina. Já, ekki var efi á Jrví, að þarna fór viðskiptavinur tilvonandi. Hann stefndi beint á dyrnar, og hann hélt á samanbrotnu blaði í heridinni. Jim sagði seinna, að hann liefði veriff dálítið Jréttvaxinn, en hann var í rauninni talsvert feitur. Hann ieit út, eins og hann væri um fimmtugt, en hann hafði ekkert misst af hári sínu. Það var dökkt og lirokkið. Hann var rjóður í andliti. Augun voru Jnirrleg og köld. Hann opnaði dyrnar og gekk inn. Hann leit á stúlkuna, sem hamaðist við ritvélina. Svo leit hann á Jim. „Eruð þér herra Hacker?“ „Já, herra ntinn," sagffi Jim og brosti. „Hvað get ég gert fyrir yð- ur?“ Sá feiti sveiflaði blaðinu. „Ég sá frá yður auglýsingu um húsakaup." Fín borg, maður. „Já,“ sagði Jim. „Ég auglýsi allt- af. Ymsir peningamenn í stórborg- unum hafa áhuga á ]>ví, hr...?“ „Waterbury," sagði maðurinn. Hann tók upp hvítan vasakhit og Jjurrkaði sér í framan. „Það er heitt í dag.“ „Já, Jtaff er óvenjulega heitt í dag,“ sagði Jim. „Jæja, viljið J)ér ckki fá yður sæti, lierra Water- bury?“ „Þakka yffur fyrir." Maðurinn stundi við og settist á stólinn. „Mér fannst sjálfsagt að athuga málið, áður en ég ákvæði nokkuð. Ljóm- andi bær.“ „Já,“ sagffi Jim, ,,}>að finnst okk- ur. Má bjóða yður vindil?" Hann opnaði vindlakassa á skrifborðinu. „Nei, þakka yffur fyrir, herra Hacker. Ég hef í rauninni ekki mikinnn tíma aflögu. Ætli ]>að sé ekki bezt að við snúum okkur að viðskiptunum?" ’ „Já, allt í lagi mín vegna," sagffi Jim. „Hættu Jjessu ritvélarskrölti, Sally." „Já, herra Hacker." Hún Iét nú hendur hvíla í kjöltu sér og starði á meiningarlausu stafakássuna á örkinni. „Jæja þá," sagði Jim svo. „Var }>að eitthvert sérstakt hús eða stað- ur, sem ]>ér liafið áhuga á, hcrra Waterbury?" „Já, í rauninni er J)að. Það var hús í úthverfi bæjarins, handan við veginn, ekki langt frá stórri og gamalli byggingu." „Er Jkiö húsið með súlunum?" spurði J im. Tilfinningasemi. „Já, það er Jxið hús. Er það ckki á lista hjá yður? Mig minnir, að ég hafi séð þar auglýsingu um, að ]>að væri til siilu, en ég er ekki viss.“ Jim hristi höfuðið og hló kulda- lega: „Jú, það er svo sem á lista hjá okkur." Hann fletti bók með laus- um blöðum og benti á vélritaða blaðsíðu. „Þessi áhugi yðar verður ekki langlífur." „Nú, hvi Jjaff'?" Jim rétti honum bókina. „Lesið J>að, sem þarna stendur." Feiti maðurinn gerði það. „Traust, gamalt hús, 8 herbergi, 2 baðherbergi, sjálfvirk olíukynd- ing, súlnagöng, skógi vaxin lóð, skólar og verzlanir ekki langt frá, 75 }>ús. dollarar." „Er áhuginn enn við lýði?“ Hr. Waterbury ók sér vandræða- lega. „Hví ekki ]>að? Eru þetta skakkar upplýsingar?" „Já,“ sagði Jim og klóraði sér í höfðinu. „Hún gamla frú Grimes bauð húsið til sölu fyrir fimm árum, þegar sonur hennar dó. Hún fc>l mér að selja það, en ég kærði mig ekkert um það, og það sagði ég henni. Húsið er nefnilega alls ekki þeirra peninga virði, sem hún vill hafa fyrir það. Fjandakornið ef það er einu sinni kaupandi fyrir 10 þúsund!" Sá feiti gapti: „Tíul Og hún vill fá sjötiu og fimm!“ „Já já. Og spyrjið mig ekki um ástæðuna. Húsinu hefur ekki verið haldið við árum saman. Þetta er lík- lega einliver tilfinningasemi. Hún veður nefnilega alls ekki í pening- um. Sonurinn var fyrirvinnan, og þegar hann dó, þá vissi hún vel, að skynsamlegast myndi að selja húsið. En einhvern veginn gat hún ekki fengið af sér að skiljast við það. Þess vegna heimtaði hún þaff verð fyrir það, að enginn vildi líta við því. Það var eins og hún væri að létta einhverju af samvizkunni." Hann .hristi höfuðið, dapur í Itragði: „Já, það er einkennilegur heimur, sém við lifum í.“ „Ojá,“ sagði Waterbury annars hugar. Því næst stóð hann á fætur. „Ég skal nú segja yður, hr. Hack- er, að ég er nú að hugsa um að fara og spjalla viff frú Grimes. Ég get kannske fcngið hana til þess að lækka verðið." „Það er ekki til neins, hr. Water- bury. Ég hef nú reynt það án ár- ángurs í fimm ár.“ „Jæja, ég ætla nú samt að reyna." Of gömul til að breyta um skoðun. Waterbury ók út að húsi Sadic Grimes, og hann mætti engu farar- tæki á leiðinni. Hann skildi bílinn eftir við ftnu rimlagirðinguna. Rimlarnir stóðu með ójöfnum bilum eiris og verðir fyrir utan skuggalegt og gamalt húsið. Lóffin var í órækt. lllgresi óx upp með súlunum. Konan, sem kom til dyra, var lág og þéttvaxin. Það vortt rauðir dílar í hvítu hárinu. Drættirnir í andlit- inu vortt festulegir. Hún var í ull- arpeysu þrátt fyrir hitann. „Þér munið vera hr. Waterbury," sagði hún. „Jim Hacker hringdi og sagði, að þér væruð á leiðinni." „Já,“ sagði sá feiti og brosti. „Hvernig líðtir yðttr, frú Grimes?" „O, svona sæmilega. Ég býst við, aff þér viljið konta inn fyrir.“ „Já, það er heitt úti,“ sagði Wa- terbury og hló við. „Já, kömið þá inn. Ég á límonaði í ísskápnum. En reynið ekki að þrúkka við mig, hr. Waterbury. Það er gagnslaust við manneskju eins og mig.“ „Auðvitað förum við ekki út í þá sálma,“ sagði Waterbury vinsam- lega og gekk inn i húsið. Gatrila konan gekk beint að ruggustólnum, settist þar og spennti greipar, alvarleg á svip. „Jæja, herra Waterbury," sagði hún. „Ef yður liggur eitthvað á hjarta, þá er bezt, að þér komið með það strax." Feiti maðurinn ræksti sig. „Frú Grimes. Ég hef nú rætt við fast- eignamiðlarann yðar. „Já, já. Það veit ég allt saman. Jim er hálfgerður asni. Það var ó- tækt af honum að láta yður koma hingaff í ]>eirri trú, að þér gætuð fengið mig til að breyta um skoðun. Ég er of gömul til þess að breyta um skoðun, herra Waterbury." „Ja, hm, ég veit nú ekki, hvort ég kont nú hingað bemlínis til þess að fá yður til þess að breyta um skoð- un, frú Grimes. Ég vildi aðeins svona spjaíla við yður.“ Hún hallaði sér aftur í stólnum og ruggaði sér. „Já, það er ódýrt að spjalla. Spjallið við mig. Gerið þér svo vel.“ „Ég greiði það, sem þér setjið upp.“ „Já.“ Hann þurrkaði svitann af andlitinu- og setti vasaklútinn að- eins hálfan í vasann aftur. „Já, frú Grimes, málið er þannig vaxið, að ég hef fengizt við ýmis viðskrpti, ég hef auðgazt talsvert, og nú er ég að draga mig i hlé. Ég vil setjast að einhvers staðar þar, sem ró er og kvrrð.'Mér gezt vel að Berg- fléttubæ. Nú, þegar ég ók í gegnum bæinn í dag og sá þetta Inis, þá fannst mér það vera einmitt hús fyrir mig.“ „Já, mér líkar Ifka vel við þetta hús, hr. Waterbury. Það er þess vegna, að ég vil fá sanngjarnt verð fyrir það.“ Waterbury deplaði augunum á- kaft. „Sanngjarnt verð? ei, Sjáið þér nú til, fr úGrimes. Þér verðið nú að viðurkenna, að hús eins og þetta ætti eiginlega ekki að kosta meira en..." „Nei, það þarf nú ekki að tala meira ttm þetta," hrópaði sú gamla. „Ég sagði yður það strax, hr. Water- bury. Ég kæri mig ekkert um að sitja hér í allan dag og þrúkka við yður um verðið. Ef þér viljið ekki borga það, sem ég set upp, ]>á skul- um við bara hætta að ræða um mál- ið.“ „Nei, heyrið þér mig nú, frú Grimes...“ „Verið þér nú sælir, hr. Water- bury,“ sagði gamla konan og stóð á fætur. Svipurinn gaf til kynna, að hún bjóst við, að hann gerði slíkt hið sama. En hann sat kyrr. „Nei, bíöið nú andartak, frú Grimes. Það er auð- vitað mesta vitleysa af mér, en þá það. Ég greiði það, sem þér setjið upp.“ Hún horfði lengi á hann. „Er yffur alvara, hr. Waterbury?" „Já, fullkomlega. Ég á næga pen- inga. Ef ekki er hægt að gera kaup- in öðruvísi, þá verður þetta bara að hafa sinn gang.“ Hún brosti dauflega. „Nú býst ég við að límonaðið sé orðið vel kalt og svalandi. Þa ðer bezt að ég nái í það, og svo get ég sagt yður ýmis- legt um húsið.“ Hann var að þttrrka sér í framan með vasaklútnum, er hún kom með drykkinn. Hann tók stóra sopa úr glasinu. „Þetta hús,“ sagði liún, „liefur verið í eigu sömu fjölskyldunnar síðan 1802.“ „Drengurinn minn varð hálfgerður villingur.“ „Ég veit, að þetta er svo sem ekki bezt byggða húsið í Bergfléttubæ. Eftir að Mikael sonur minn fæcld- ist, þá flæddi inn í kjallarann, og síðan ltefur eiginlega aldrei verið þurrt þarna niðri. En ntér þykir samt vænt um húsið. Ég vona, að þér skiljið ]>að.“ „Auðvitað," sagði Waterbury. „Maðurinn minn dó, þegar Mik- ael var níu ára gamall. Hann sakn- aði föður síns, ef til vill meira en ég. Er hann óx upp, ja, ]>á fór nú verr en skyldi. Drengurintl minn varð hálfgerður villingur. Það verð- ur að segjast, því miður.“ Feiti maðurinn hló, lágum og skilningsríkum hlátri. „Þegar Mikael útskrifaffist úr gagnfræðaskóla, þá fór hann til New York. Honum hlýtur að hafa gengið vel að komast áfram þar, því að hann sendi mér peninga reglulega." Hún varð diipur á svip. „En ég sá hann ekki í níu ár.“ „Einmitt það, já,“ sagði maður- inii samúðarfullri röddu. „Já, það var ekki skemmtilegt fyrir ntig. En verra var þó, þegar Mikael kom loks hingað heim, því að þá var hann kominn í einhverja alvarlega klípu.“ „Nei, var það?“ „Ég vissi ekki, hve alvarlegt þetta var allt saman. Hann kom hingað um míðja nótt, og hann var svo horaður og ellilegur, að mér kross- brá. Hann hafði engan farangur meðferffis, aðeins eina litla svarta tösku. Þegar ég ætlaði að taka tösk- una af honum, þá varð hann því nær óður, og það munaði minnstu, að ltann berði mig, sína eigin móð- ur! Ég hjálpaði honum í rúmið, alveg eins og ltann væri aftur orð- inn lítill drengur. Hann svaf óró- lega og var að kalla uþp úr svefn- inum annað slagið um nóttina." Taskan, sem livarf. „Daginn eftir bað liann mig að yfirgefa húsið og lofa sér að vera einum nokkrar klukkustundir. Hann sagffist þurfa að gera dálítið. Hann gaf engar aðrar skýringar. Þegar ég kom aftur urn kvöldið var svarta taskan hvergi sjáanleg." Augu feita mannsins ljómuðu af áhuga ofan við límonaðiglasið. „Hvernig stóð á því?“ spurði hann. „Ég vissi það ekki þá. En ég komst að því seinna, því miður, allt of snemma. Næstu nótt kom einhver maður hingað í lnisið. Ég veit ekkert, hvernig hann helur komizt inn. Ég heyrði allt í einu hávært samtal uppi í herbergi Mika- els, og svo skothvell. Þegar ég kom upp í herbergið, var glugginn op- inn og ókunni maðurinn horfinn. Mikael var á gólfinu. Hann var dáinn." Það brakaði í ruggustólnum. „Þetta var fyrir fimm árum,“ hélt luin áfram. „Það eru fimm löng ár síðan. Það leið talsverffur tími áður en ég gat áttað mig á því, hvað raunverulega hafði skeð. Lögreglan sagði mér, að Mikael og hinn mað- urrnn hefðu verið viðriðnir glæp, hræðilegan glæp. Þeir ltefðu stolið mörg hundruð þúsundum dollara." Síðustu orðin. „Mikael hafði víst tekið þessa peninga alla og flúið með þá hing- aff. Hann hafði ætlað að njóta þeirra einn. Svo veit ég nú, að hann hefur falið peningana • einhvers staðar hérna í húsinu, og ég hef enn ekki minnstu hugmynd um, hvar hann faldi þá. Svo kom hinn maðurinn. Hann elti son minn hingað og heimtaði sinn hlut. Er hann sá, að peningarnir voru horfn- ir, og Mikael vildi ekki segja hon- um, hvar þeir væru, þá drap hann son minn.“ Hún leit upp. „Þetta er orsökin til þess, að ég bauð húsið mitt til kaups fyrir 75 þúsuncl dollara. Ég var viss um, að morðingi sonar míns myndi koma aftur. Ég var sannfærð um, að hann myndi koma aftur og reyna að kom- ast yfir húsið, hversu dýrt sem það væri. Ég vissi, að ég þyrfti ekki ann- að en bíða, þar til einhver kæmi, sem vildi greiða okurverð til þess að eignast liús gamallar konu.“ Hún ruggaði sér í stólnum. Waterbury setti tómt glasið frá sér á borðið og sleikti varirnar með tungunni. Augun Ijómuðu nú ekki lengur, þau voru sljó, og höfuðið var valt. Síðustu orðin, sem hann sagði, voru þessi: „Þetta límonaði er beiskt á bragðið." ÞANKAR OG ÞYÐINGAR Spurningar og svör. Lútherskur söfnuður í Alrnelo í Hollandi hefur gert tilraun með breytingar á messugerð. A meðan presturinn flytur pre- dikun sína, er safnaðarmeðlimum leyfilegt að grípa fram í og spyrja, og svarar þá prestur um leið. Vel liefur þessi háttur reynzt, að því er kirkjusókn varðar, og hafa guffsþjónustur þessar reynzt lær- dómsríkar íyrir söfnuff og prest. Vill nokkur söfnuður fá slíka messugerð hér á landi? Týnl og fundið. Dag nokkurn árið 1953 kom 8 ára drengur til lögreglustöðvarinnar í Duisburg í Þýzkalandi með hlaupa- hjól, sem hann hafði fundið, en langaði þó auðsjáanlega til að eiga sjálfan. Lögreglufulltrúinn varð hrifinn af skilvísinni, og nú satndi hann um það við dagblöð borgarinnar, að þau birtu framvegis nafnalista allra skilvísra finnenda tvisvar í viku. Til þessa ltafa komið á prenti nöfn meira en 3 þús. skilvísra finn- enda, og uppátæki þetta er talið hafa haft talsverð áhrif í rétta átt. Stærsta „tillagið" kom frá fátækum 11 ára dreng. Hann fann 10 þús. mörk, sem fátækur innheimtumað- ur hafði týnt. Innheimtumaðurinn var svo snauður, að hann hafði ekki ráð á því að greiða fundarlaun, en þá hlupu nágrannarnir undir bagga og skutu saman í reiðhjól handa drengnum. Það gæti áreiðanlega haft góð áhrif viffar en í Duisbttrg að birta nöfn skilvísra finnenda. Degi væri það kært að birta nöfn skilvísra finnenda hér í bæ, ef lög- reglaii og fleiri aðilar vildu gela honum nöfn þeirra og ef til vill nánari atvik. Fullgild afsökun. Englandsbanki í London er göm- ttl og hátíðleg stofnun, og þar ríkja fastar reglur um marga hluti. Ein reglan er sú, að þeir, sem mæta of seint til vinnu sinnar á morgnana, skrifa nöfn sín í sér- staka bók og greina um leið frá or- sök óstundvísinnar. En starfsmenn bankans eru stundvísir, og það er raunar aðeins ein ástæða tilgreind í bókinni, nefnilega þoka, en hún er oft bik- svört í London og tefur alla um- ferð. Skrifar þá sá fyrsti af hinum óstundvísu: „Þoka,“ og hinir allir „ditto“ fyrir neðan. Einn þokumorgun um dagiun sþrifaði sá fyrsti, sem of seint kom: Framhald á 7. siðiL, . K*iRSg&XWtít> -----—____________a

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.