Dagur - 31.07.1959, Blaðsíða 4
4
D A G U R
Föstudaginn 31. júlí 1959
Daguk
Skrilfitola í HalitiilstViiMi !*<) — Síini )l<ití
lUTSIjÓKI:
EULÍNCl! R O A V í I) S S O N
AuglýMMgasijóri:
JÓN S AMl El. SSON
.trjíangiirinn kuslal' kr. 75.00
ltlaðið kt'iiiin tit á iuiAvikudögum og
larijínrOOgiiin. þrgnr cfni stantla til
Gjaltklat'i rr 1. júlí
PUr.NTVF.RK OD!>S IIJCÍUNSSONAR Il.F.
Blekkingar „þríflokkanna“
ALÞINGI var kvatt saman 21. júlí sl. til að
fjalla um stjórnarskrárbreytingu þá, sem síðasta
reglulegt Alþingi samþykkti.
Framsóknarflokkurinn stendur einliuga gegn
fyrirliugaðri breytingu, sem er í því fólgin að
leggja niður öll kjördœmi utan Reykjavíkur, en
íiiynda í þess stað fá en stór kjördæmi með hlut-
fallskosningum. Hann vildi fara aðra leið: Fjölga
’ þingmönnum þéttbýlisins í samræmi við breytta
búsetu í landinu, án þess að leggja kjördæmin
’ niður sem slík og svifta þau sérstökum fulltrúum
sínum á Alþingi. Þessari samkomulagsleið var
hafnar og þjóðinni hrundið út í tvennar kosningar
l
á yfirstandandi sumri.
Oft hefur því verið haldið fram, að virðing Al-
þingis færi þverrandi, þingmennskan væri ekki
slík virðingarstaða og áður var og liin pólitíska
barátta væri mannskemmandi. Því miður verður
að viðurkenna þá hættu, að þessar ályktanir liafi
við of mikil rök að styðjast. f hinum hörðu átök-
I um stjórnmálaflokkanna í landinu eru stundum
notuð þau áróðursbrögð, sem ekki eru fyllilega
heiðarleg og auka á fyrrnefnda hættu. Glöggt og
I nærtækt dæmi er baráttan um kjördæmamálið.
Fyrir kosningarnar sagði aðalblað Sjálfstæðis-
flokksins, að ekki væri fyrst og fremst kosið um
kjördæmabreytinguna, heldur um vinstri stjórn-
ina. Þjóðviljinn sagði, að kjördæmamálið væri
raunverulega afgrcitt með samningi þríflokkanna
' svonefndu: Sjálfstæðisflokksins, Alþýðubanda-
, lagsins og Alþýðuflokksins, svo að ekki væri
’ kosið um það, þess vegna væri bezt að kjósa um
.1 landhelgismálið, og Alþýðublaðið reyndi eftir
megni að leiða huga kjósendanna frá því eina
’ máli, sem samkvæmt sjálfri stjórnarskránni átti
að kjósa um, kjördæmabreytinguna. Allir alþing-
1 ismenn, forystumenn stjórnmálaflokkanna, rit-
stjórar hinna pólitísku blaða, svo og velflestir
kjóscndur í landinu vissu, að liinn 28. júní átti að
kjósa um kjördæmamálið eitt. En formælendur
kjördæmabreytingarinnar blekktu þjóðina vísvit-
andi í þessu efni og sögðu það opinberlega, svo
sem blöðin og ræður manna bera vitni um, að
; kosið væri um allt annað. Þannig viltu þeir um
’ fyrir kjósendum með endurteknum ósannindum
og notuðu til þess allan þunga áróðurstækninnar.
Meö þessu móti komu þríflokkarnir í veg fyrir
það, að kosningarnar 28. júní væru þjóðarat-
kvæðagreiðsla um kjördæmafrumvarpið, svo sem
] vera bar. Fyrir kosningarnar var sagt, að fyrst og
! fremst ætti að kjósa um vinstri stjórnina, land-
helgisdeiluna o. s. frv., cn ekki um kjördæma-
málið sérstaklega, en eftir kosningarnar segja
! sömu aðilar, að það hafi einmitt verið kosið um
! kjördæmamálið. Vinnubrögð af þessu tagi rýra
álit stjórnmálamanna, af því að þau eru ekki
heiðarleg og stríða gegn réttlætisvitund ahnenn-
ings, jafnt þeirra manna, sem eru í lijarta sínu
fylgjandi stórum kjördæmum og hlutfallskosn-
ingum eða ekki.
Aukaþing það, sem nú situr, hófst með því, að
Bjarni Benediktsson og Einar Olgeirsson studdu
; hvor annan í mestu virðingarstöður Jjingsins og
I rnunu nú láta kné fylgja kviði og knýja fram af-
, nám kjördæmanna, án þess að þjóðin hafi fengið
tækifæri til þess að velja og
hafna á eðlilegan hátt,utan hinna
jröngu sjónarmiða pólitísku
flokkanna. Stjórnarskrá lýðveld-
isins Island var dregin inn í
flokkabaráttuna og óvirt. Einni
grein hennar á áð breyta, en
heildarendurskoðun enn skotið á
frest. Breytingin, afnám hinna
gömlu kjördæma, er svo óvinsæl
úti um land, að stjórnmálaflokk-
arnir, sem að henni standa, þrí-
flokkarnir svonefndu, þröngvuðu
kjósendum sínum með viður-
styggilegustu blekkingum til að
kjósa eftir þrengstu flokkslínum
og um alla hluti aðra en sjálf
sjórnarskráin mælir fyrir um.
Blekkingarnar hafa blöð þrí-
flokkanna staðfest eins glöggt og
verða má, nú að kosningunum
28. júní sl. loknum.
„Oh, my baby! Oh, my love,“ í
minningu séra Matthíasar.
HÉR Á LANDI örlar nú fyrir
áhuga, sem vonandi á fyrir sér að
vaxa og leiða til þess, að þjóðin
eignist efnisleg minningaverð-
mæti um merka andans menn og
listaskóld.
Inni í „Fjörunni“ er Nonna-
húsið orðið safn, sem hefur að
geyma ýmsa kæra muni rithöf-
undarins pater Jóns Sveinssonar,
í því umhverfi, er hann ólst upp
í, og er þar vel af stað farið af
hálfu Zontaklúbbsins hér í bæ.
Þá hefur nú verið stofnað félag
í því skyni að koma á fót safni til
minningar um þjóðskáldið séra
Matthías Jochumsson í húsinu
Sigurhæðum, þar sem skáldið
bjó lengst af hér á Akureyri.
Tala félagsmanna er nú nokk-
uð á annað hundrað og á þeim
vonandi eftir að fjölga, því að
engum blandast hugur um ágætt
markmið félagsins.
Fyrir skömmu gekkst félagið
fyrir útisamkomu við sundlaug
bæjarfins til ágóða fyrir starf-
semi sína og ber að sjálfsögðu
nauðsyn til fjáröflunar, þar sem
að framkvæmdir munu kosta
ærna upphæð, ef vel á að fara og
myndarlega. — Eg lagði leið
mína upp að sundlaug þetta
kvöld í von um góða skemmtun í
samræmi við málefnið, minningu
séra Matthíasar.
Allmargir bæjarbúar höfðu
safnast þar saman og á laugar-
barminum blasti við ein kunn-
asta danshljómsveit Akureyrar.
— Eg vil taka það fram, áður en
lengra er haldið, að eg er enginn
„puritani" eða hatrammur siða-
postuli og tel danstónlist ekki
skeyti frá skrattanum til sturl-
unar mannkyninu. — En mér féll
illa að heyra hljómsveitina hefja
tryllingsóð um „Oh, my bay! Oh,
my love!“ í minningu þjóðskálds-
ins. Þannig var haldið áfram
góða stund og söng vinsælt dans-
par hvert dunandi rocklagið á
fætur öðru og að auki á enskri
tungu, en flestum er kunnugt um
bókmenntalegt gildi textanna,
sem eiga næsta lítið skylt við
andagift séra Matthíasar. Akur-
eyri býr svo vel, að í bænum
starfa tveir karlakórar, sem æfa
söng nokkra mánuði ársins. Fög-
ur lög eru til við mörg ljóð
skáldsins, og vel við hæfi góðra
kóra. Trúi eg ekki öðru en að
flestum muni bera saman um, að
betur hefði farið á því, að annar
hvor þessara karlakóra eða
kirkjukórinn hefðu flutt það efni
í upphafi skemmtunarinnar, sem
betur hæfði þessu tækifæri. —
Er fyrrgreind hljómsveit hafði
leikið nokkra stund, setti for-
maður félagsins samkomuna með
nokkrum smekklegum orðum. —
Hófst þá sama hljómlist og hélzt
góða stund. Þegar hljómar síð-
asta slagarans dóu út, hóf Hann-
es J. Magnússon, skólastjóri, er-
indi um skáldið. Var það eina
efni þessarar dagskrár, sem var
við hæfi, en Hannes er vel máli
farinn og líklegur til að geta gert
efni sem þessu góð skil. En í
upphafi máls síns gat hann þess,
að sér væru skammtaðar tíu
mínútur til að fjalla um jafn um-
fangsmikið efni. Fæ eg ekki skil-
ið hvaða orsakir hafa legið til
þessa tímasparnaðar. Þá spilaði
lúðrasveitin nokkuð mörg lög að
erindinu loknu. Er leik hennar
lauk var mönnum tilkynnt að
sýndur yrði þáttur úr leikritinu
Skugga-Sveini, og því bætt við,
að hann væri færður í nútíma-
búning. Komu tveir unglingspilt-
ar fram á laugarbarminn. Á.ttu
þeir að sýna þá Skugga-Svein og
Ketil skræk í spegli nútímans.
Hófu þeir að ryðja úr sér útvötn-
uðum fimmaura-bröndurum með
fíflslegum fettum og brettum.
Var þetta atriði hámark smekk-
leysisins og lítil skemmtun. Ekki
hefur það ennþá heyrzt að Svíar
afbaki verk Selmu Lagerlöf sér
til skemmtunar eða Norðmenn
leikrit Ibsens. Hvernig ætli að
leiklistarmönnum og bókmennta
fræðingum á Bretlandi líkaði
það, ef leikritum Shakespears
væri snúið á þennan hátt á leik-
listarhátíðum í minningarleik-
húsi skáldsins í Stratford on
Avon? Sennilega miður. — ís-
lendingar eru ek’ki það auðugir
af leikbókmenntum, að efni séu
á fíflsku sem þessari. — Hér hef-
ur starfað leikfélag um áratugi,
er hefur haft ágætum starfs-
kröftum á að skipa. Félagið hefur
sett leikritið Skugga-Svein oftar
en einu sinni á svið og eru ekki
ýkja mörg ár síðan það var síðast
sýnt. Ótrúlegt er, að félagið hefði
verið tregt, eða þurft að leggja of
mikið á sig til þess að unnt hefði
verið að leika þætti úr leikritinu
þarna, og hefði það sett annan
svip á hátíðarhöldin, en það
heimskuþvaður, er áður um get-
ur, þó að fullkomin leiktjöld
væru ef til vill ekki fyrir hendi,
— Þá má geta þess, að ekkert
kvæði eftir séra Matthías var
flutt við þetta tækfæri og hefði
þó ekki þurfi að kosta mikið um-
stang í 8 þúsund manna bæ til
að leita uppi frambærilegan upp-
lesara.
Skemmtun þessi var Matthías-
arfélaginu til lítils sóma og á
engan hátt samboðin minningu
hins stórbrotna anda. Hún var
sízt til að auka traust almennings
á gerðum ráðamanna félagsins,
þegar að framkvæmdum á Sig-
urhæðum kemur.
Bolli Gústafsson.
Fjölsóttur aðalfundur Sambands
norðlenzkra kvenna á Laugalandi
SAMBAND norðlenzkra kvenna hélt 46. aðalfund
sinn í Húsmæðraskólanum á Laugalandi dagana 20.—
23. júní sl.
Voru þar saman komnir fulltrúar af Norðurlandi
víðs vegar. I SNK eru sjö sýslusambönd, og áttunda
sambandið er í Akureyrarbæ. I SNK eru 2447 konur
í 64 félögum.
Samþykktir voru gerðar í aðaláhugamálum Sam-
bandsins, en einnig eftirfarandi samþykkt, sem við-
kemur öllu landinu:
„Fundur Sambands norðlenzkra kvenna, haldinn
á Laugalandi í Eyjafirði 20.—23. júní 1959, lcyfir sér
hér með að snúa sér til háttvirts Aljringis og alls al-
mennings í landinu vegna hinnar alvarlegu og hnska-
legií minkapldgu i landinu, og skorar á allan almenn-
ing að útrýma algerlega Jjeim ófögnuði, hvað sem
það koslar að fé og fyrirhöfn. Þessi ófögnuður er að
eyða fuglalífi og vatnaíiski í landinu.
Ef ekki er tekið hörðum höndum á þessum ófögn-
uði nú Jjegar, verður hanri að öðrum kosti sams kon-
ar plága og tófan, sem við höfum barizt við í Jjúsund
ár, ef ekki verri.
Við skorum á Alþingi og allan almenning að taka
Jjetta mál fastari og ákveðnari tökum en hingað til
hefur verið gert.“
Héraðssamband eyfirzkra kvenna sá um móttökur,
sem voru í alla staði hinar ágætustu og ánægjuleg-
ustu, buðu í ferðalag um Eyjafjörð og til miðdegis-
verðar síðasta fundardaginn. Eru fundarkonur Jjakk-
látar Sambandinu og skólastjórn og kennurum fyrir
alla fyrirgreiðslu.
Kvenfélagið „Iðunn" í Hrafnagilshreppi bauð til
kaffidrykkju í hinu nýja félagsheimili að Laugar-
borg annan fundardaginn. Var J*ar fjölmenni og góð
skemmtun.
Eyjafjörður skartaði hinu fcgursta fundardagana.
Sala áfengis á tímabilinu frá
1. apríl til 30, júeí
ÁFENGISVERZLUN ríkisins liefur látið í té eftir-
farandi greinargerð um sölu áfengis tímabilið frá I.
apríl til 30. júní 1959.
kr. 35.421.619.00
- 3.300.983.00
- 1.208.177.00
—• 784.025.00
- 912.412.00
Samtals kr. 41.627.216.00
Sala i pósti til héraðsbannsvæðis frá aðalskrifstofu
í Reykjavík:
Vestmannaeyjar ................. !kr. 1.141.946.00
Afengi selt lil veilingahúsa:
Frá aðalskrifstofu.............. kr. 1.126.400.00
Heildarsala:
Selt í og frá Reykjavík ..
Selt á og frá Akureyri ..
Selt á og frá ísafirði . .. .
Selt á og frá Seyðisfirði . .
Selt á og frá Siglufirði ..
Frá 1. jan. til 31. marz 1959 nam áfengissalan alls
kr. 34.779.094.00.
Salan samsvarandi tímabil á árinu 1958 var kr.
27.916.315.00.
Fyrstu sex mánuði Jjessa árs hefur sala áfengis til
neyzlu frá Áfengisverzlun ríkisins numið alls kr.
76.406.310.00, en á sama tíma 1958 nam hún kr.
61.610.769.00. Það skal tekið fram, að nokkur verð-
liækkun varð á áfengum drykkjum á þessu ári.
Rétt er að geta Jiess, að áfengiskaup vínveitinga-
húsa, en þau eru nú átta og iill í Reykjavík, fara ekki
sérstaklega gegnum bækur áfengisverzlunarinnar, þar
sem um kaup er að ræða úr vínbúðunum.
Salan til vínveitingahúsa nernur því raunverulega
allmiklu hærri upphæð en framanrituð skýrsla ber
með sér.
Frd Afengisvarnaráði.
Síróp og sakkarín
Sírópið er þykk en fljótandi sykurupplausn,
gult eða brúnleitt að lit. Sumir rugla því saman
við molasses, sem er framleitt úr Jjeim sykri,
sem ekki kristallast í verksmiðjunum og hag-
kvæmt þykir við rommbrugg og er all bragð-
sterkt. -Bestu tegundir þess eru Jjó seldar sem
síróp og notaðar á sama hátt.
Sakkarín var mjög notað á fyrri stríðsárunum
í kaffi í stað sykurs og til fleiri hluta. En Jjað er
beiskt og í Jjví er enginn sykur. Það er búið til úr
steinkolatjöru. Sakkarin er 700 sinnum sætara á
bragðið en sykur og er selt sem natríumsalt með
85% sakkaríni.