Dagur - 26.08.1959, Blaðsíða 5

Dagur - 26.08.1959, Blaðsíða 5
Miðvikudaginn 26. ágúst 1959 D A G U R 5 Myndin tekin mn borð í Þór, María Júlía á bakborða, Eastbourne í baksýn. Jónas Guðmimdsson, fyrsti stýrimaður á Ægi: í ISLENZKRI LANDHELGI Geta Bretar stundað landlielgisbrot til frambúðar? Ægir renndi mjúklega gegnum togarahópinn út af Hornbjargi. Það voru ein átta skip fyrir inn- an núna, frá Horni að Kóp. Brezki tundurspillirinn fylgdi fast í kjiilfarið og vakti yfir hverri steínubreytingu Ægis. — Daginn áður hafði Þór spilað fyr- ir okkur af segulbandi síðustu kveðju commodore Andersons, sem nú var farinn utan fyrir fullt og allt. Þar sagði, að hann myndi ausa eldi og blýi, ef íslenzku varðskipin væru að derra sig í landhelginni. Við lögðum að hverjum togaranum eftir öðrum, þétt með síðunni á þeim, og þeir tóku því misjafnlega. Flestir voru víggirtir þeim megin, sem varpan var ekki. Það átti sýni- lega ekki að hleypa okkur um borð að nauðsynjalausu. Þeir bregðast misjafnlega við. Það er annars mjög fróðlegt að sjá viðbrögðin hjá brezku tog- araskipstjórunum, við hátölurum varðskipanna og öðrum aðgerð- um. Sumir verða viti sínu fjær af reiði og öskra ókvæðisorðum að varðskipunum. — Þeir hafa ekki botnlanga, segja strákarnir á Ægi, en aðrir loka öllum brúar- gluggum og þykjast ekkert heyra, né sjá. Það eru þeir, sem hafa botnlangann ennþá. Það gæti verið betra að hafa sparað stór- yrðin, ef botnlanginn skildi nú bila fyrirvaralaust. Hið lúmska líffæri setti brezkan heiður í hættu. Eg veit ekki með vissu, hvern- ig þetta byrjaði aftur, þetta með botnlangann, en sennilega hefur sú frétt, sem lesin var í gær- kvöldi, ao gæzluflugvélin Rán hefði sótt brezkan „sjómann“ í herskip á Grundarfirði, og flutt í sjúkrahús í Reykjavík, átt sinn þátt í því. En hvað um það, það var aftur farið að ræða um botn- langann, þetta lúmska líffæri, líffæri, sem var að fara með heiður brezka flotans í fiskveiði- deilunni. í hvert skipti, sem rennt var að togara, voru við- brögðin hjá togaraskipstjóranum metin á eftir, í gamni auðvitað, hvort viðkomandi hefði botn- langa. En það voru ekki aðeins togaramennirnir brezku, sem gizkað var á um botnlangann, heldur var meira að segja tals- vert rætt um það, hvort sjálfur commodore Anderson hefði þetta líífæri ennþá. Gamlir kunningjar. Þótt skipt sé um áhöfn, þá eru skipin sömu. Þess vegna kannast margir. íslendingar við ýmsa brezka togara, sérstaklega þá elztu, þeir hafa svo oft leitað ís- lenzkra hafna, í stormum, með slasaða menn, eða vegna bilana. Svo hafa þeir á stundum komizt á forsíður blaðanna, hafa strand- að og náðst út aftur, eða verið teknir í land'nelgi. King Sol, York City o. fl. eru þekkt nöfn á ís- landi. Já, og einmitt þennan dag voru nokkrir slíkir að veiðum innan landhelgi út af Vestfjörð- um. Einn þeirra var Wolíer- hamjjton Wanderes, eða „Wolf“, eins og Bretar kalla hann. Það var rennt upp að síðu togarans og skipstjóranum sagt, að skipið væri að ólöglegum veiðum. Skip- stjórinn veifaði aðeins og benti á tundurspillinn, sem rann í kjöl- vatns Ægis. Við vissum ekki þá, að það væri einmitt skipverji af þessu skipi, sem gæzluflugvélin Rán flutti helsjúkan til læknis daginn áður. Sem betur fór tókst íslenzku læknunum að bjarga augum sjómannsins og hann mun halda sjóninni. Hins vegar munu menn undrast smekkleysi skipstjórans á Wolf, að Iiafa sig ekki úr landhelgi rétt á meðan skipverji hans liggur á skurðarborðinu. En þetta er víst að hafa „reynslu“ í utanríkis- málum. En Wolferhamptcn Wanderes er ekki eini „kunningi“ landhelgis- gæzlunnar að þessu sinni. Brátt var lagt að síðu gamals togara. Hann var í landhelgi. Skipin lyftust og hnigu á undiröldunni svo nærri hvort öðru, að manni fannst að þau mundu skella saman. í baksýn voru Vestfjarða fjöllin dökk og svipmikil. En það hafði áður verið skammt á milli þessa skips og varðskips á þess- um slóðum, því að fyrir nokkrum árum var togari þessi á reki í vetrarstormi og stórsjó. Hafði togarinn fengið vír í skrúfuna og rak þess vegna stjórnlaust undan sjó og vindi. Nokkrir togarar reyndu að koma dráttar(aug yfir í togarann, en tókst ekki vegna stórsjóanna. Þá tókst varðskip- inu Þór, með því að sigla hættu- lega nærri hinu nauðstadda skipi, að koma vír yfir og síðan dró varðskipið togarann til lands, í skjól við fjöllin. Þá var ekki hrópað klám og ókvæðisorð, ásamt utanaðlærðum rullum um „frelsi á úthafinu" eins og nú. Ef til vill er nú annar skipstjóri á þessum togara, en þó er ekki að vita nema einhver um borð muni eftir grámáluði skipi, sem kom siglandi fjallháar öldur út úr náttmyrkrinu og skaut línu, þeg- ar allar aðrar bjargir voru bann- aðar. Þeir glata mannorði sínu. Það er ekki sagt frá þessu at- viki til þess að blanda saman á neinn hátt alþjóðapólitík og drengskap, heldur aðeins til að sýna, hvað „verndarar11 landhelg- isveiðanna, Bretai', hafa metið mannslífin. Kjarkmiklir og hrein skiptnir togarasjómenn Breta, sem áunnið hafa sér gott orð hér á landi, með fáeinum undantekn- ingum, eru í nafni „frelsisins" á „úthafinu" látnir glata mestöllu mannorðí sinu á íslandi, vegna heiftar nokkurra brezkra útgerð- armanna út af friðunarráðstöfun- um íslendinga. Engir vita það þó eins vel og brezkir togarasjó- menn, að veiðar við ísland er útilokað að stunda án fyrir- greiðslu í landi, svo sem eins og að njóta læknishjálpar, að því ógleymdu, hversu glæfralegt það getur orðið, að komast ekki í landvar í stórviðrum. Þeir, sem senda þá, vita, að þeir þurfa ekki annað en að bæta í ofninn á skrifstofunni í vetrarkuldunum og læknishjálp er á næsta leiti við útgerðarskrifstofurnar. Commodore Andersen. Nú hafa ofbeldisveiðar Breta í íslenzkri fiskveiðilögsögu staðið í fulla 11 mánuði. Svo sem gert hafði verið ráð fyrir, hafa afla- brögð brezku togaranna á ís- landsmiðum stórminnkað. Á þessum tíma hefur á ýmsu geng- ið, en óþarft er að rekja það hér, að brezkir togarar hafa notið verndar til brota á landslögum, ekki einasta innan 12 sjómílna fiskveiðitakmarkanna, heldur einnig innan við þrjár sjómílur frá landi, en það er þó sú regla, sem Bretar telja sig vera að vernda. Svo að ekki sé minnzt á veiðar brezkra togara innan fyrri (4 sjómílna) marka, sem á sínum tíma hlutu þá viðurkenningu, að brezk herskip töldu töku brezkra togara löglega innan þeirra marka, bæði fyrir og eftir út- færsluna í 12 sjómílur. Á þessu tímabili hefur commodore Anderson verið veiðistjóri Breta í hartnær 11 mánuði. í fyrstu virtist þetta ná- ungi sem kunni til verka á sinn hátt, en í seinni tíma varð commodore uppstökkur og kjaft- for, sérstaklega þegar hann var í í ávarpi, sem Styrktarfélag vangefinna í Rvík hefur birt í blöðum og útvarpi, er þess að engu getið, að hér á Akureyri er einnig búið að stofna slíkt félag, og með miklu meiri þátttöku hlutfallslega, heldur en í höfuð- borginni.Á þetta er bent sérstak- lega af þeirri ástæðu, að nú stendur yfir sala happdrættis- miða fyrir þetta málefni. Útsölustaðirnir eru þessir hér á Akureyri: Bókabúð Jónasar Jóhannssonar. Bókabúð Rikku. Shell-búðin. Afgreiðsla Dags. KEA-útibúið í Glerárhverfi. Kjörbúð KEA, Hafnarstr. 20. Ennfremur fást miðarnir hjá stjórn félagsins ,og þar að auki munu sölumenn fara um allan Vil kaupa litla þriggjn herbergja íbúð ÁSDÍS RAFNAR. Sími 1223. Bretlandi til „skrafs og ráða- gerða“. Gg nú er hann farinn, al- farinn. Það hafði lengi verið rætt uiti það hjá strákunum, hvort commodore hefði botnlanga eða ekki. Sumir töldu að þetta ágæta líffæri væri enn á sínum stað, en flestir töldu að útilokað væri, að brezka flotamálaráðuneytið, sern hefur mikla „reynslu“ í að vernda frelsið á úthafinu, hefði sýnt það kæruleysi að fela manrti með botnlanga svo mikið trúnað- arstarf. En svo kom svarið. Þegar hann kvaddi ísl. varðskipin, varð ekki lengur um villzt, að hann taldi sig úr allri hættu. Hann myndi ekki þurfa að leggjast á sjúkrahúsið á Patreksfirði. — Hann var þá með botnlanga eftir allt, hugsuðu menn með sér. Orðalagið á kveðjunni leyndi sér ekki: Til helvítis með varðskipin! Svona nokkuð gat botnlangalaus maður ekki farið að segja upp úr þurru á heimleið, eftir að hafá um 11 mánaða skeið orðið að láta sér nægja biblíuna til að ná sér niðri á íslendingum, að vísu við misjafnan orðstír. Hvað skyldi nú taka við? Við vitum ekki einu sinni enn um eftirmanninn, hvað þá hvort hann hefur botnlanga eða ekki. —o— Það væri synd að segja, að varðskipin okkar séu einmana þessa dagan. Þau hafa fengið fé- lagsskap. í dag dugar ekki minna en tundurspillir. Hann er grár og stór, og í fjarska minnir hann einna helzt á stóra, gotneska kirkju. Innanborðs eru tæplega 300 brezkir sjóliðar, sem eyða hluta æsku sinnar í baráttunni fyrir „frelsi á úthafinu". Ekki ónýtt það. Þegar við komum að Kóp, sneri tundurspillirinn við, en Ægir lensaði óáreittur suður fyrir Látrabjarg. 3. ágúst 1959. bæinn skömmu áður en dregið verður í happdrættinu. — Minn- ingarspjöld félagsins eru til sölu í Bókabúð Rikku. Hér á Akureyri og við Eyja- fjörð munu vera eigi færri en 30 —40 manns, sem þyrfti að hjálpa á sérstakan hátt, af fyrr greind- um ástæðum. Málsstaður þessara bágstöddu borgara og aðstand- enda þeirra, er málefni okkar. 113 Akureyringar hafa þegar gerzt félagsmenn hér á Akureyri, og vafalaust eiga einhverjir eftir að gefa sig fram ennþá. Fylkjum liði, svo að fyrr en seinna verði hægt að sýna í verki viljans merki. Styrktarfélag vangefinna, Akureyri. (Sími 2331.) TIL SÖLU: Ford-Junior. Tækifærisverð Upplýsingar gefur Magnús Árnason, Þórunnarstræti 124. Akureyringar sfofnuðu sit) eigið Styrktarfélag vangefinna

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.