Dagur - 02.09.1959, Side 1
XLII. árg.
Akureyri, niiðvikudaginn 2. september 1959
45. tbl.
Biskupinn yíir Islandi, hr. Sig-
urbjörn Einarsson á tröppum
Hóladómkirkju. (Ljósm.: E. D.).
Séra Ásmundur Guðmundsson, fyrrv. biskup og Bjarni Jónsson
vigslubiskup ganga úr kirkju. — (Ljósmynd: E. D.).
Virðuleg biskupsvígsla á Hóiuni
Séra Sigurður Stefánsson prófastur að Möðru-
völlum í Hörgárdal vígður af biskupi íslands til
vígslubiskups hins forna Hólastiftis
Á sunnudaginn vígði biskup-
inn yfir íslandi, herra Sigurbjörn
Einarsson, séra Sigurð Stefáns-
Héraðssamkoma
F ramsóknarmanna
í Eyjafirði
verður haldin að Freyvangi á
sunnud. og hefst hún kl. 9 e. h.
Gísli Guðmundsson alþingis-
maður flytur ræðu, JÓhann Kon-
ráðsson syngur, Hjálmar Gísla-
son skemmtir og að síðustu verð-
ur dansað.
Sætaferðir frá Ferðaskrifstof-
unni á Akureýri.
Þess er vænst að héraðssam-
koman verði fjölsótt.
son prófast að Möðruvöllum í
Hörgárdal til vígslubiskups hins
forna Hólastiftis.
Vígslan fór fram í Hóladóm-
kirkju. Kirkjan var þéttsetin og
athöfnin hin virðulegasta, hófst
hún kl. 2 e. h. með skrúðgöngu
kennimanna í kirkju.
Vígsluathöfnin fór fram, svo
sem auglýst var, og áður hefur
verið frá sagt hér í blaðinu.
Helgi hinnar gömlu kirkju og
virðuleiki vígslunnar og guðs-
þjónustunngr allrar snart alla
viðstadda.
Þar sem ákveðið mun vera, að
þessum minnisstæða atburði
verði útvarpað, sennilega um
næstu helgi, verður frásögnin
ekki ýtarlegri hér, en birtar
nokkrar myndir í þess stað.
Hinn nývígði vígslubiskup Hóla-
biskupsdæmis, séra Sigurður
Stefánsson prófastur á Möðru-
völlum. — (Ljósmynd: E. D.). —
Þór, forystuskip íslenzku landhclgisgæzlunnar. Annað fullkomið varðskip er í smíðum með útbúnað fyrir þyrilvængju.
Ofbeldisaðgerðir Breta á íslandsmiðum
hafa staðið í eitt ár
ÖIl blöð landsins minntust þess afmælis í gær, að eitt ár er
liðið síðan 12 mílna fiskveiðitakmörkin hér við land tóku
gildi og Ríkisutvarpið helgaði þessu sérstæða afmæli hluta
dagskrár sinnar.
Nákvæmlega jafn langan tíma hafa Bretar — einir allra fiski-
veiðiþjóða — óvirt þessa stækkun fiskveiðilandhelginnar í
verki með ofbeldisaðgerðum á miðunum.
Þeir hafa sent 37 herskip, tundutspilla og freigátur, á Is-
landsmið og fyrirskipað hverjum einasta brezkum togára að
brjóta íslenzk lög með því að gerast veiðiþjófar tiltekinn Iág-
markstíma í hverri veiðiferð. Þessi herskipafloti BTeta, ásamt
birgðaskipum, er um 66.400 toíin og á honum hafa verið 8—
9000 hermenn. Verkefni hans hefur verið það éitt að vernda
brezka togara gegn löglegum störfum hinnar íslenzku land-
helgisgæzlu, auk þess að sjá um að reglubundin landhelgis-
brot væru framin án undantekninga.
Þessi eindæma níðingsháttur hinnar voldugu bandalags-
þjóðar hefur vakið þjóðarreiði og algera samstöðu allra Is
lendinga. — Þrettán landhelgisbrjótar hafa verið tíl jafnaðar
dag hvem innan hinna íslenzku fiskveiðilakmarka. AIls hefur
landhelgisgæzlan kært yfir 260 brezka togara, suma margoft.
Allir sjá hve gífurlegur og raunar heimskulegur kostnaður
fýlgir þesstim veiðiþjófnaði Bretanna. Þeir hafa 8—9000
manna herlið til að gæta hinna 13 togara, sem til jafnaðar
stunda veiðiþjófnaðinn með um 250 sjómenn innanborðs. —
Afli hinna brezku togara hetur einnig minnkað. Hins vegar
er Bretúm annt um stórveldisásjónú sína. Sú ásjóna er orðin
að grárri og fjándsamlegri grettu, sem ber í sér eliimörkin og
hnignuúina. — Ránsvæði Bretanna hér við land hafa verið
um 2.450 ferkílómetrar, eða 3,5% af landhelgihni. Þessar töl-
Uí tala skýru tnáli, 96,5% landhelginnar hafa verið laús við
erlenda ágengni.
í gær var búizt við Stórum tíðindum af miðunum. Én þegar
bláðið fór i pressuna höfðu engir óvenjulegir atburðir gei zt.
AÍIir íslendingar standa sem einn maður um fullan rétt sinn
tif útfærslu fiskveiðiíandhelginnar.
MORÐ FRAMK) Á AKRANESI?
Aðfaranótt mánudags er talið
að 22 ára drukkinn sjómaður á
Akranesi hafi myrt konu eina
vanheila á elliheimilinu þar. —
Sat hann yfir likinu er að var
komið. Krufning bendir til að
konan, sem hét Ásta Þórarins-
dóttir, hafi verið kyrkt.