Dagur - 14.10.1959, Blaðsíða 4

Dagur - 14.10.1959, Blaðsíða 4
D AG UR Miðvikudaginn 14. október 1959 Daguk Skrifstofa i Hafaai'sihi'ti !>ll — Sími 116(5 RITSTJÓRÍ; E R L í N GV R D A V f » S S O N AtiglýwngSstjðrí: JÓN S A M t'ELSSO.N Arjjángiirinri fciíUái- kr. 75.00 HlaftiA ketnúr út á miAvikuílíígitm og iaugaftlíiguin, þcgar eftíi standa lil fijaltltlagi er I. júfí 1ÍUENTVERK OÚDS BJÖRNSSONAR H.F. Þegar „sérrénmdin" voru afnumin ÞÉSSAR VÍKÚR stendur hÖfuðbarátia stjórnmálanna á mlli tveggja stjórnmála- ílokka í landinú, Framsóknárflokksins og SjálfstæðisflokksinS. Sjálfstæðisflokkurinn hafði lehgi orðið að sætta sig við minna fylgi í flestum kjördæmum landsins utah höfuð- staðarins, en víða munaði^ litlu um úrslitin. Eii loksins þraut þolinmæðin og þessi flokk- ur leitaði annarra úrræða en að berjast um fylgi kjósenda á jafnréttisgrundvelli á hverj- um stað. Þá var fundið upp það slagorð, að Fram- sóknarflokkurinn nyti „sérréttirida", sem lag- færa þyrfti. Auðvitað var þelta hin mesta rökvilla. Framsóknarflokkurinn keppti á fullkomnum jafnréttisgrundveili og hafði í engu betri aðstöðu í kjördæmum landsins, nema máístaðinn. Fólkið trúði honum bezt fyrir málefnum sínum á löggjafarþinginu og studdist þar að sjálfsögðu við langa reýnslu. í pólitísku hefndarskyni var kjördæma- byltingih fundin upp og framkvæmd til þess að lækka gengi Frarnsóknarflokksins. En sú tilraun misheppnaðist, svo sem kosningarnar í vttr sýndu glögglega. Þá sópaði Framsóknar ilokkurinn til sín fylgi, verkálýðsflokkarnir töpuðu stórlega og Sjálfstæðisflokkurinn stóð í stað. Þá þegar var sýnt, að þetta her- bragð SjálfstæðisflokksinS og hinna kaup staðaflokkanna ,að áfnema kjördæmin, hafði algerlega mistekizt. En hvað þá um „sérrétt indi" Frámsóknarflokksins? Ekki hefur verið hægt að benda á það í nokkru einasta kjör- dæmi landsins, að einn stjórnmálaflokkur hefði sérréttindi umfram annan. Fólksflutn ingar til ákveðinna staða landsins kröfðust hins vegar breyttrar þingmannatölu þar, svo sem allir viðurkenna og hægt var að bæta úr án kjördæmabyltingar. En eins og það er víst, að það er ekki hægt að knésetja rótgróinn og vinsælan stjórn- máiaflokk með lagaboði einu saman, þótt hátt sé hrópuð sú falskenrting, að flokkurinn njóti „sérréttinda", þá er rétt að athuga nán- ar um „sérréttindi". Héruðin nutu þeirra „sérréttinda", eða fólkið sem í þeím bj'ó, að hafa sínn sérstaka fulltrúa á Alþingi. Það var hinn sögulegi, náttúrlegi og víðast landfneðilegi réttur hér- aðanna að kjósa sinn eiginn þingmann, sem einn bar ábyrgð gerða sinna á Alþingi gagn- vart kjósendum. Ekkert einasta hérað eða kjördæmi í landinu hafði óskað eftir því, að þessu yrði breytt, enda óafsakanlegt glap- ræ&i. Þetta sjá menrt æ skýrar, sem lengra líð- ur. Þau einu sérréttindi, sem afnumin voru með kjördæmabyltingunni, voru þau rétt- indi héraðanna að hafa sérstakan þingmann, hvert fyrir sig. Eftir kjördæmabreytinguna raskast enn valdahlutfallið í þjóðfélaginu á kostnað Jandsbyggðarinnar. Sfuðningsmenn Óðum styttist nú tíminn til undirbúnings kosningánna 24. ökt. n. k. — Eru aílir stuðn- ingsmenh B listans hvattir til að gefa sig fram við kosningaskrifstofuna í HafnarstrÆti 95 (Hótel Goðafoss) og láta héhni í té upþlýsing- ar, sem að gagni mættu koma. Símar FramSóknarskrJfstofUhnar eru 1443 og 2406 amskeio i „njalp i viðlogum Guðm. Pétursson erindreki stjórnar því, heim- sækir slysavarnardeildir, skóla og vinnustaði Guðmundur Pétursson, full- trúi hjá Slysavarnafélagi íslands, er staddur hér um þessar murid- ir. Hann hefur heimsótt slysa- varnadeildirnar hér viö Eyja- Guðmundur Pétursson. fjörð, sýnt fræðslumyndir í slysavörnum og „Björgunaraf- rekið við Látrabjarg", hvarvetna við húsfylli og ágætar viðtökur. f fyrradag hófst svo námskeið í íþróttahúsinu hér á Akureyri í „hjálp í viðlögum", og geta þeir komist þar að, sem vilja, á með- an húsrúm leyfir. Ennfremur ¦ heimsækir Guð- mundur Pétursson barnaskólana og fjölmennustu vinnustaðina. Á morgun, fimmtudag, sýnir hann svo kvikmyndir í Nýja- Bíó og fjalla þær um slysavarn- ir, og ennfremur sýnir hann þá einnig „Björgunarafrekið við Látrabjarg". Fólk e'r hvatt til að sækja námskeið bg sýningar Guð muridar Péturssonar. Bókasafn Eírikabókasafn, um 1000 bindi, bækur og rit, verður til sölu í dag og næstu daga. í safni þessu eru m. a. And- vari, Blanda, Ársrit Fræðafélasfsins, Skaorfirzk fræði, 1.— 10., fjöldi af þjóðsögum, sagnaþáttum og ævisögum, t. d. Gráskinna 1.—4, samstæð, Rauðskinna; samstæð, Þjóðsögur Sigf. Sigfúss. o. fl. o. fl. — Auk þessa mörg hundruð skáldsögur, þýddar og frumsamdar, mjög ódýrar. Einnig bækur um margvísleg efni og smápésar. BÓKAVERZL. EDDA, Strandgötu 19 (Brattahlíð). - Sími 1366. Þakjárn Allir þeir, sem pantað hafa þakjárn hjá oss, eru vin- samlegast beðnir að endurnýja pantanir sínar fyrir 25. þessa mánaðar. BYGGINGAVORUDEELD Áppelsínu-Marmelade (Assis) Kr. 16.50 glasið. NYLENDUVORUDEILD QG UTIBUIN ÞANKAR OG ÞÝÐINGAR FERDINAND SAUERBRUCH (1875—1956) þýzkur prófessor í skurðlækningum. Er Sauerbruch var ungur maður, var.hann um skeið tímakennári í bekkjardeild, þar sem hegðun og námsáhugi var ekki upp á það bezta. Hinn ungi doktor missti að lokum þolinmæðina, og þá sagði hann nokkur vel valin orð, sem ekki hafa týnzt aftur úr þýzkri skólasögu: - . — Ef hinir háttvirtu nemendúr aftast í stofunni vildu nú bara vera eins þöglir og herrarnir í miðj- unni, sem eru að lesa rómana, þá gætu hinir hæst- virtu nemendur á fremstu bekkjunum haldið áfram að sofa í friði. Eitt sinn í prófi spurði Sauerbruch stúdentinn, hvað hann vissi um starf miltisins. Stúdentinn komst eitthvað úr jafnvægi og svaraði: — Eg get ekki skýrt frá því núna, því að eg hef því miður rétt gleymt því." | — Það var mikill skaði, sagði Sauerbruch. Þér eruð áreiðanlegi eini maðurinn, sem eitthvað hefur vitað um starf miltisins, og svo leýfið þér yður að gleyma því! Sauerbruch var maður fámáll og stuttorður, og eitt sinn kom á lækniricrastofuha til hans koha: sem f var lík honum að þessu leyti. Er hún kom inn í lækningastofuna, sagði hún ekkert, heldur lét sér nægja að rétta fram höndin'a, sem var mjög bólgin. — Bruni? spurði læknirinn. — Högg! ! — Grautarbakstur! Sjúklingurinn kom daginn eftir, og var samtaliS á þessa leið: — Skárra? — Verra! ... — Meiri bakstur! ..;...... Nokkrum dögum seinna kom konan svo í þriðja sinn. . . — Betra? spurði læknirinn, — Já. Reikninginn! ...... — Ókeypis, sagði læknirinn, Skynsamasta korta, sem eg hef hitt! BERTRAND RUSSEL <f. 1872) enskur heimspekingtu*. — Það er undarlegt misræmi á milli hinnar heilbrigðu tortryggni mannskepnunnar gagnvart sínu daglega umhverfi og hinnar blindu trúar á öllu, sem snertir vísindin, sagði Bretrand Russel eitt sinn í fyrirlestri, og bætti við: — Segið fólkinu, að það séu 180.802.635.409 stjörnur í himingeimnum, og það trúir því eins og nýju neti, en hengið skilti, sem á stendur: „Ný- málað" á einhvern bekk, og það fer strax að þukla til þess að vita, hvort það sé nú rétt! CHRISTIAN JERNTOFT ("1858—1931) danskur yfirkennari. Jerntoft yfirkennari kenndi latínu og leikfimi. Þegar nemendurnir gátu ekki beygt rétt latnesku sagnirnar, var hann variur að kasta viðarbútum í hausinn á þeim. Hann fékk umsjónarmanninum í bekknum það starf fyrir hvern latínutíma að taka búta úr eldiviðarkassanum og setja á kennaraborð- ið, svo að þeir væru til taks. Bache rektor var hið mesta prúðmenni í öllum sínum háttum. Honum líkaði illa þetta framferði yfirkennarans og fann oft að því við hann. Eitt sinn, er rektor átti að kenna í næstu skóla- stofu, hafði yfirkennarinn gert samning við einn nemanda sinn áður en tíminn byrjaði. Er tíminn var um það bil hálfnaður, tók hann þennan nem- anda sinn upp, og er honum fataðist í latínunni, tók yfirkennarinn skammbyssu upp úr vasa sín- um, miðaði á hann og hleypti af. Nemandinn féll á gólfið. Þegar rektor heyrði skothvellinn, kom hann hlaupandi inn í stofuna, horfði skelfingu kostinn á kennarann með rjúkandi skammbyssuna og nem- adann, sem lá eins og liðið lík á gólfinu. — Hvað hefur komið fyrir? hrópaði hann. — Eg skaut hann, sagði yfirkennarinn.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.