Dagur - 21.10.1959, Side 2
2
D A G U R
Miðvikiidaginn 21. október 1958
Bændavinátta Sjálfstæðisflokksins í verki
Útvarpsræða Garðars Halldórssonar 15. {). m.
Góðir hlustendur!
Ómildar eru örlaganornirnar
hæstvirtum landbúnaðarráð-
herra, Friðjóni Skarphéðinssyni,
er talaði hér í gærkvöldi. Fáir
hér um slóðir munu hafa þekkt
hann, sem þann Friðjón, er
Framsóknarmenn á Akureyri
kusu á þing 1956, eða þann Frið-
jón sem eyfirzkir bændur kynnt-
ust sem réttsýnu yfirvaldi, svo
heltekin er hann orðinn af höf-
uðborgarstefnu Alþýðuflokksfor-
ystunnar, að hann sér þá leið
eina færa í sl. mánuði, til stöðv-
unar dýrtíðarskrúfunni, að varna
bændum leiðréttingar á verð-
lagsgrundvellinum, leiðréttingar
sem þeir eru búnil- að bíða eftir
árlangt og aðeins er til samræmis
við Dagsbrúnarverkamenn. Og
telur að það sé hið eina rétta, að
taka, með bráðabirgðalögum, af
bændastéttinni, lagalega viður-
kenndan samningsrétt, 'um kaup
sitt og kjör.
í ræðu sinni í gærkvöldi talaði
hæstvirtur ráðherra um skort á
stjórnmálaþroska og að stórir
stjórnmálaflokkar mættu ekki
beita lýðskrumi. Það var auð-
heyrt að hann taldi sinn flokk,
ekki stóran flokk —.
Tryggva varð hált á
skónum
Tryggva Sigtryggssyni, þeim
ljúfa manni, varð hólt á skónum
á Alþýðuflokkshélunni í gær-
kvöld. Hann sagði bæði að 3,18%
hækkun verðlagsgrundvallarins
væri réttlát og eðlileg og hann
sagði líka að sín verðhækkunar-
krafa væri varhugaverð og
ósanngjörn.
Auðheyrt vaj: að Tryggvi Sig-
tr. hafði mikla samúð með þeirri
tillögu neytendafulltrúanna, að
landbúnaðarframleiðslan hefði
aukizt syo ,mikið s. 1. tvö ár, að
þess vegna mætti nú lækka
vöruverðið til bænda um 7—8%.
Nú vil ég biðja Tryggva, ef hann
ekki tekur aftur hér til máls, að
láta svara því hér á eftir, hvers
vegna neytendafulltrúarnir létu
ekki þessa tillögu sína ganga til
gei ðárdórfiSifis',' 'éf þéir hefðu
sjálfir trúað því að hún væri
réttmæt.
Nei, auðvitað vissu þeir fullvel,
að hér væru þeir að tala um af-
urðaaukningu, sem komin var
inn í verðlagsgrundvöllinn, með
samkomulagi við fulltrúa fram-
leiðenda 1957 og 1958, en bæði
þau ár var afurðamagnið aukið
— mjólkin um 8,6% og kjötið
um 11,4%.
Líka gátu neytendafulltrúarnir
vitað, ef þeir hefðu viljað, að ef
afurðamagn vísitölubúsins er
margfaldað með bændatölunni
6000, kemur fram meira afurða-
magn, en bændurnir í landinu
framleiða og er þó enginn raun-
hæfur grundvöllur fyrir aukn-
ingu afurðamagns vísitölubúsins
nú —.
Byggði ekki á frum-
heimildum
Leitt var að heyra í gærkvöldi,
jafn mætan bónda og mér er sagt
að Björn Þórarinsson sé, fara
með staðlaust fleypur um for-
göngu Sjálfstæðisflokksins að
setningu mikilsverðra landbún-
aðarlaga. Líklega hefur Björn
flaskað á því, að taka trúanlegan
áróður Sjálfstæðismanna og
ekki gætt þess að hyggja að
frumheimildum í Alþingistíðind-
unuin, en þau sanna nefnilega
hið gagnstæða. Það voru ekki
Sjálfstæðismenn sem undir-
bjuggu og settu lögin um land-
nám og nýbyggðir 1952, eða
landnám ríkisins 1941 né hækk-
un um jarðræktar- og húsagerð-
arsamþykktir 1945.
Einnig þakkaði Björn Sjálf-
stæðisfl. lög um verðlagningu
landbúnaðarvara og hlýtur hann
þar að eiga við lögin um Búnað-
arráð, því það eru einu lögin sem
Sjálfstæðisfl. setti um þau mál.
Munu þeir bændur fáir vera,
er taka undir með Birni, að
Garðar Ilalldórsson.
þakka þau lög, .er landbúnaðar-
ráðherra einn tilnefndi mennina
í ráðið, til eins árs í senn og
hafði þann veg verðlagninganna
í hendi sér.
Tilgangurinn með setningu
þeirra laga var að reyna að kæfa
í fæðingu s'téttasamtök bænda,
en þau voru þá að mótast.
Framsóknarflokkurinn stóð
óskiptur gegn setningu þeirra
laga. '" .
Aftur á móti eigum við Fcam-
sóknarflokknum að þakka
lögin um Framleiðsluráð, verð-
skráningu landbúnaðarvara o. fl.
frá 1947.
Sögulegar staðreyndir
Þessu til viðbótar ætla eg svo
að benda á nokkrar fleiri sögu-
legar staðreyndhyer.sýna ^lögg-
lega hvaða stjórnmálaflokki, við
sem út um landið búum, við sjó
og í sveit, getum bezt treyst til
þess að gæta hagsmuna okkar á
Alþingi og í ríkisstjórn. Mun þá
fram koma, að kosningaloforð,
stefnuskrár og fögur orð í blöð-
um og ræðum andstæðinga okk-
ar Framsóknarmanna, er lítt að
marka. Það eru sitthvað orð og
efndir.
Lánsfjárþörf landbúnaðarins
er, eins og annarra atvinnuvega,
sem hafa verið og eru að byggja
sig upp í samræmi við vaxandi
tækni, mjög brýn.
Hvaða stjórnmálaflokkur hef-
ur stutt bezt að þvi að mæta
þeim þörfum?
Á árunum 1945 og 1946 þegar
nýsköpunarstjórnin sat að völd-
um, var lánað úr Ræktunar-
sjóði og Byggingasjóði kr.
883,500 kr., en árið 1947 og 48
þegar Framsóknarmenn voru
komnir í stjórn og fóru með
landbúnaðarmálín, voru lánaðar
15.681.900 kr., eða meira en 18
sinnum hærri upphæð en á jafn-
löngum tíma meðan nýsköpunar-
stjórnin var við völd og hafði
hún þó yfir meiru fjármagni að
ráða, en nokkur önnur stjórn,
sem setið hefur að völdum hér
á landi, þar sem hún hafði ná-
lega 600 millj. kr. stríðsgróða
undanfarandi ára til ráðstöfunar,
til viðbótar árlegum tekjum
þjóðarinnar.
Það var að vísu gert ráð fyrir,
að af þeim 300 millj. ki'óna, sem
nýsköpunarstjórnin batt á ný-
byggingarreikningi og verja átti
til framleiðslutækja, gengju 50
millj. til uppbyggingar í þágu
landbúnaðarins, en mikið vant-
aði á, að þeirri áætlun væri
framfylgt, hvað landbúnaðinn
snerti.
Hitt liggur fyrir, að margir
gæðingar stjórnarflokkanna
fengu þá álitlegar fjárfúlgur í
erlendum gjaldeyri, af nýbygg-
ingafénu, til ýmissa hluta, sem
vafasamt er að telja framleiðslu-
tæki, t. d. var skipt nál. 1 millj.
króna milli blaða nýsköpunar-
stjórnarinnar til þess að endur-
nýja prentsmiðjurnar, og margir,
m. a. Sjálfstæðishúsið í Rvík.
fengu ís- og sælgætisvélar.
Það er óhrekjandi staðreynd,
að þegar Framsóknarflokkurinn
hefur verið í ríkistjórn, þá hefur
sjóðum Búnaðarbankans verið
séð fyrir miklu meira starfsfé, en
pegar Sjálfstæðisflokkurinn hef-
ur farið með landbúnaðarmálin
í ríkisstjórn.
A annað hundrað ínillj.
Á s. 1. áratug hefur, fyrir for-
göngu Framsóknarflokksins, ver-
ið með sérstökum lögum, varið á
annað hundrað millj. kr. af
greiðsluafgangi ríkissjóðs til upp-
byggingar við sjó og sveit. Hafa
þessi framlög veríð undirstaða
bátakaupa, íbúðarhúsabygginga í
kaupstöðum og kauptúnum og
ræktímar og bygginga i sveitum.
í beinu framhaldi af þessu, lagði
Framsóknarflokkurinn til á Al-
þingi s. 1. vetur að varið yrði 25
millj. kr. af greiðsluafgangi rík-
isins 1958 til söniu framkvæmda
en núverandi þingmeirihluti
felldi þá tillögu, en ákvað í þess
stað að fleygja greiðsluafgang-
inum í verðbólguhítina —.
Stórvirkar ræktunarvélar,
heimilisdráttarvélar og tilheyr-
andi tæki eru undirstaða þess, að
heyja sé aflað á ræktuðu landi
og annað veigamesta skilyrði
blómlegs landbúnaðar.
Afstaða flokkanna til innflutn-
ings þessara tækja er táknræn
og segir vel til um hug þeirra til
landbúnaðarins. —
Næstu árin éftir nýsköpUnar-
ævintýrið 1944—1947 var þröngt
um erlendan gjaldeyri og svo-
nefnt Fjárhagsráð veitti þá inn-
flutningsleyfi. í Fjárhagsráði
áttu sæti 5 menn, þar af 2 fram-
sóknarmenn.
Árið 1949 áætlaði Fjárhagsráð
að leyfa innflutning véla til jarð-
ræktar og heyskapar fyrir 9,9
millj. kr.. Framsóknarmennirnir
í Fjárhagsráði lögðu til að upp-
hæðin yrði 5,8 millj. hærri. Sú
tillaga var felld í Fjárhagsráði
og síðar af ráðherrum Sjálfstæð-
is- og Alþýðuflokksins í ríkis-
stjórninni eftir að málinu hafði
verið áfrýjað til hennar. Skömmu
áður höfðu þó nokkrir þingmenn
Sjálfstæðisfl. flutt tillögu á Al-
þingi um að auka innflutning
landbúnaðarvéla.—
1949 lögðu fulltrúar Framsókn-
arflokksins í Fjárhagsráði til, að
leyfður yrði innflutningur jeppa-
bifreiða fyrir 6 millj. kr.. Fjár-
hagsráð leyfði innflutning fvrir
3 millj. en samtímis fluttu sjálf-
stæðismenn á Alþingi tillögu um
að stórauka innflutning á jepp-
um.
Auðvitað var sú tillaga látin
daga uppi á Alþingi. Henni var
aldrei ætlað annað, en að vera
snuð upp í bændastéttiha.—
Á Alþingi s. I. vetur samþykkti
stjórnarliðið að skera niður at-
vinnuaukningarsjóð á fjárlögum,
um 26% og sýndi með því hug
sinn til íbúa sjávarþorpa og
kaupstaða úti um land. En at-
vinnuaukningarféð hefur verið
mikil lyftistöng og stuðlað að
uppbyggingu atvinnutækja víðs
vegar um landið.
Nýjasta afrekið
Bráðabirgðalögin um verð
landbúnaðarvara er nýjasta afrek
Alþýðuflokksins og Sjálfstæðis-
flokksins í markvissri stefnu
þeirra að þrengja kosti fólksins
úti um landið. í því máli hagar
Sjálfstæðisflokkurinn sér, eins
og hann standi á glóðum. Hann
styður setningu bráðabyrgðalag-
anna af því, að hann vill gjarnan
skapa fordæmi um lögbindingu
kaupgjalds og hugsar gott til,
fengi hann að ráða því hvenær
samningsréttur launþega og at-
vinurekenda, er í heiðri hafður.
f öðru orðinu afneitar hann,
af öllum sínum kröftum, fylgi
við lögin. Það eiga bændur að
hlusta á, enda lofar hann þeim
fébótum fyrir réttindaránið, þeg-
ar Alþingi kemur saman. Nú
eiga bændur að vera búnir að
gleyma því, sem gerðist á Al-
þingi s. 1. vetur, þegar stjórnar-
flokkarnir settu lögin um niður-
færslu verðlags og launa, þar
sem hlutur þeirra var gerður
verri en annarra stétta. Þá sögðu
sjálfstæðismenn að það yrði leið-
rétt í verðlagsgrundvellinum í
sumar. Nú hjálpa þeir Alþýðu-
flokknum til þess að koma í veg
fyrir þá leiðréttingu.
Slík er bændavinátta Sjálf-
stæðisflokksins í verki og slíkur
er jafnan málaflutningur allra
stétta flokksins, Sjálfstæðisfl.
Kjósendur góðir!
Þið sem vinnið hörðum hönd-
um fyrir lífsafkomu ykkar og
byggið auk þess, með vinnu
ykkar, grundvöll að afkomu
annarra stétta þjóðfélagsins, því
á fi’amleiðslunni verður þjóðin
öll að lifa, hugleiðið þessi mál
fram að kosningum. Vegið og
metið hvaða stjórnmálaflokki, er
bezt til þess treystandi a'ð vinna
í samræmi við hagsmuni ykkar
og eftirkomendanna, með því að
beita sér fyrir auknum atvinnu-
tækjum og bættri aðstöðu til
þ<jss -að hagnýta framleiðsitma —
o^ með þyf .'gera Ipndið ,^llt Sgin
byggilegást — skapa skilyrði
fyrir batnandi lífskjörum til
jafns við það sem bezt gerist á
hverjum tíma.
Það er skylda ykkar, við ykk-
ur sjálf og framtíðina að íhuga
þetta vandlega og láta stjórn-
málaflokkana njóta og gjalda
verka sinna.
Ef þið gerið það, þá kjósið þið
Fr amsóknarf lokkinn.
Nýr skólameistari
I)r. Sveinn Þórðarson Hefur, sam-
kvæmt eigin ósk, fengið lausn frá
embxtti skólameistara við Mennta-
skólann að Laugarvatni frá I. þ. m.
að telja og jafnframt verið skipað-
ur kennari við Menntaskólann í
Reykjavík frá sama tíma. Þá hefur
forseti íslands að tillögu mennta-
málaráðherra skipað Jóhann S.
Hannesson M.A. skólameistara við
menntaskólann að Laugarvatni frá
1. janúar næstk. að telja, en Olafur
Briem gegnir skólameistaraembætt-
inu til áramóta.
Frá menntamálaráðuneytinu.
Primúlur springa út. Víða eru
ennþá útsprungin blóm í görðum.
Til marks um veðurblíðuna má
til dæmis nefna, að primúlur eru
að springa út.
-Hverjir svíkja
Framhald af 1. síðu.
Ætli það séu samvinnufé-
lögin, sem árlega birta reikn
inga sína endurskoðaða þús-
undum félagsmanna út um
allt land?
Skyldu það vera launa-
mennirnir, sem vinna í þjón-
ustu annarra, er gefa skatta-
yfirvöldunum upj> kaup
þeirra?
Skyldu það vera bændurnir
í sveitunum, þar sem „allir
þekkja alla“ og skattanefndir
vita um hvern eyri, scm btiin
framleiða, auk þess sem allar
búsafurðir eru skráðar hjá af-
urðasölufélögum bændanna
sjálfra?
Nei, þær 700—800 milljónir,
sem sviknar eru undan skatti ár-
lega og Ólafur Björnsson talar
um, er ekki að finna lijá þessu
fólki.
En þá fara böndin að
berast að öðrum
Hver „kontrolerar" gróðann hjá
kaupmönnum og hjá iðníyrir-
(ækjum einstaklinga, svo og hjá
ýnisum þjónustufyrirtækjum
þeirra?
Það skyldi þó ekki vera, að
þar — einmitt þar — leyndust
700—800 milljónirnar, sem
sviknar eru undan skatti?
Kemur þetta 1 ckki' líka dável
heim við stóreigivaskáttinn? llve'
margir bændur og launomenn
landsins ætli þeir séú, scni kom-
ust í hinn fríða' fiokk' stóreigha-
skattsmanna?
-Heróp Sjálfstæðisfl.
Framhald'af l. siðu.
Kjósendur eiga að ráða
stefnunni ~~~
SjálfstæðisflokkuFÍnn hyggur sig
hafa Alþýðuflokkinn í hendi sér til
frambúðar og hefur sannarlega á-
slæðu til.að ætla jiað, cftir- reynsl-
unjii á Jies&Ujáfi, Þ/i vei.t ijánn líka
— og það vita flestir — að formaður
Aljiýðubandaladsins, Einar Olgeirs
son, vill fyrir sinn flokk samstjórn
með Sjálfstæðinn. Það fór liann
ekki dult með á sumarjiinginu.
Eftir kosningarnar er líklegt, að
Spegillinn fái efni í afbragðs for-
síðumynd:
Forma&ur Sjálfstœðisflokksins
stendur á tröþpum Stjórnarráðs-
hússins og breiðir út faðminn. í
fang hans hlaupa forrnaður Alpýdu
flokksins og forrnaður Alpýöu-
bandalagsins. Hann prýstir peirn að
sér og segir: Aldrei framar vinstri
sljórn, elsku vinir!
Eitt er ]>að jjó, sem komið getur
í veg fyrir tilefni myndarinnar. Það
er, ef stuðningsmenn Alþýðuilokks-
ins og Aljjýðubandalagsins, sem
skilja jjað, að sú tilraun til vinstri
stjórnar, sem gerð var 1956, var
merkileg og stefndi í rétta átt, taka
sig ti! og aðvara flokksforustur sín-
ar, með jjví að greiða Framsóknár-
flokknum atkvæði að jjessu sinni.
Það er sú eina aðvörun, sem for-
mennirnir munu taka til greina, sva
jjeir lilaupi ekki í fang Sjálfstæð-
inu. Og jjá verður næsta vinstri
stjórn miklu traustari en hin fyrri
vegna reynslunnar."