Dagur - 21.10.1959, Qupperneq 4
4
D A G U B
Miðvikudaginn 21. október 1959 Miðvikudaginn 21. október 1959
D A G U B
5
hlýjan og bjartan.
Flest minnti á gamla daga,
meðan litast var um að Laugum
irust skólanum góð
eldri nemendum. —
Mennfasetur Þingeyinga að Laugum í Reykjadal
Hálft annað hundrað nemendur í héraðsskóla og húimæðraskóla nema verkleg og bókleg fræði
Fyrir 100 árum áttu íslendingar aðeins einn viðurkenndan
skóla, Latínuskólann í Reykjavík. En eftir nokkurt sjálfstæði
1874 risu upp skólar á ýmsum stöðum og skipta nú hundruð-'
um. Fjórði liver íslendingur situr nú á skólabekk hálft árið.
svo að vel ætti að vera séð fyrir menntun landsmanna yfirleitt.
Þingeyingar byggðu tvö
menntasetur að Laugum í
Eeykjadal. Kéraðsskólann að
Laugum íyrir 35 árum og Hús-
mæðraskólann að Laugum fyrir
30 árum. Skólar þessir voru þeir
fyrstu, sem reistir voru á jarð-
hitasvæði og hafði staðið um þá
styrr mikill á Alþingi. Jónas
Jónsson frá Hriflu beitti áhrifum
sínum á Alþingi fyrir aukinni
alþýðufræðslu og hagnýtingu
jarðhitans og sýslungar hans
heima fyrir undirbjuggu málið
að sínum hluta og voru ódeigir.
til framkvæmda, konur ekki síð-
ur en karlar, svo sem húsmæðra
skólinn vitnar. Hugmyndin um
héraðsskóla í sveitum fékk ekki
hljómgrunn hjá ihaldinu ogmálið
varð hið mesta hitamál. And-
stæðingar héraðsskólanna höfðu
í heitingum við liinar nýju stofn-
anir og kváðu þar hvern stein
stolinn. Nú eru þessi deiiumál úr
sögunni fyrir löngu, en æskan í
landinu nýtur þeirrar aðstöðu,
sem framsýnir menn veittu henni
fyrir þriðjungi aldar.
í þessum eða líkum hugleið-
ingum var eg á austurleið þegar
Reykjadalur opnaðist og gamal-
kunnar og kærar stöðvar frá
yngri árum blöstu við á kyrrum
haustdegi. Og að þessu sinni
skyldi haldið að Laugum til að
líta á staðinn, fólkið, sem nú er
þar, og til þess að anda að sér
ilmi frá liðnum dögum.
Enginn nemandi úr
kaupstað
Sigurður Kristjánsson skóla-
stjóri setti héraðsskólann með
ræðu 14. október, að aflokinni
guðsþjónustu sóknarprestsins,
eéra Sigurðar Guðmundssonar.
Nemendur eru 117 talsins, en
umsóknir voru á þriðja hundrað.
í skólánum eru .nokkru fleiri
piltar en stúlkur, eða- 68 og
49 stúlkur. Athyglisvert-er, að af
þessum nemendahóp eru 90 ung-
menni úr Þingeyjarsýslum. Telja
má til undantekninga, ef ungir
Þingeyingar fari ekki til náms að
Laugum. Þá er þess að geta, að í
þetta sinn er enginn nemandi úr
kaupstað. Skólaár það, er nú er
háfið, er híð 35. í sögu Héraðs-
skólans að Laugum.
ll
Kennarar í hópi nemenda sinna að Laugum.
Starfslið skólans
Sigurður Kristjánsson skóla-
stjóri, sem er guðfræðingur að
menntun og ættaður úr Svarfað-
ardal, er ókvæntur maður, hefur
áunnið sér vináttu og virðingu í
og þar er kallað, er Stefanía Jón-
asdóttir.
Ný bygging
Sigurður Kristjánsson
skólastjóri.
einkar farsælu skólastarfi og ber
hag nemenda mjög fyrir brjósti.
Hann hefur haft á hendi skóla-
stjórn 9 síðustu árin.
Þórhallur Björnssón smíða-
kennari frá Ljósavatni, er eízti
kennari skólans, hefúr starfað
þar frá upphafi, en mun nú brátt
láta af því starfi fyrir aldurs
sakir, en hann er riú 69 áfá.
Undir stjórn hans varð smíða-
deild Laugaskóla :þekkt úm land
allt að ágætum. Þai- á rætur hinn
einfaldi__-og ysmekklegiy:
stíll húsgagna, sem hver maður
hlýtur að taka eftír í Þingéyjár-
sýslum.
Páll H. Jónsson kennir söng o.
fl., Óskar Ágústsson er íþrótta-
kennari, Anna Stefánsdóttir
handavinnukennari, en aðrir
fastir kennarar eru: Ingvi
Tryggvason, bóndi, Kárhóli,
Guðmundur Gunnarsson, Laug-
um, Lilja Kristjánsdóttir er
stundakennari í vetur.
Skólaráðsmaður er Helgi Sig-
urgeirsson frá Stafni, en ráðs-
konur Guðrún Jósepsdóttir og
Sigurveig Ásvaldsdóttir. Um-
sjónarkona, eða húsmóðir, eins
Nú er verið a3 byggja borð-
stofu og eldhús norðan við skól-
ann, jafnlangt vestur og aðal-
skólahúsið nær. í það verður
innangengt úr forstofu skólans.
íbúð verður á efri kæð bygging-
arinnar. Muri bygging þessi bæta
mjög ,úr því hörmungarástandi,
sem verið hefur í skólanum
vegna þrengsla.
Þá hefur vegur verið lagður
meðfram ánni vestan skólans, til
að létta á umferðinni við skól-
. ann og er það einnig nauðsynleg
breyting og mjög til bóta fyrir
' skólasetrið.
Góðar
f sumar
ar gjafir frá
■ » » ~ , .Jp
'***&£-*'' *■!
Iléraðsskólinn, elzta hús staðarins.
Smíðakennslan fer fram í Dvergasteini.
brotið. Um byggingarnar má að
sjálfsögðu deila eins og önnur
mannanna vei’k. En víst er það,
að skólinn hefur verið mörgum,
vonandi öllum, mikils virði. Jarð
hitinn,sem notaður var til að hita
húsis öll og yfirbyggð sundlaug
ní rrin drnlrinn
Hraustlegar konur g;leðjast við nám og starf.
Anna Stefánsdóttir kennslukona og nokkrir nemendur.
Tíu ára gagnfræðingar gáfu mál-
verk af séra Hermanni Hjartar-
syni fyrrv. skólastjóra og 5 nem-
endur, sem prófi luku frá skól-
anum fyrir 30 árum, gáfu borð-
fána og bjöllu.
íþróttavöllur skólans hefur
verið stækkaður og lagfærður.
Það verk framkvæmdi Héraðs-
samband S.-Þingeyinga. Völlur-
inn er skjólsæll og fagrar brekk-
ur, vaxnar lyngi og ungum skóg-
viði, hið ákjósanlegasta áhorf-
endasvæði, sem hugsast getur.
Bjartur og hlýr skóli
Reykjadalur er mjög hlýleg og
gróðurmikil sveit. Umhverfi
skólans er vinalegt, en ekki stór-
hinn kyrra haustdag. Nemendur
eru yngri nú en áður, en þrosk-
aðri eftir aldri og frjálsmann-
legri.
Nokkrir piltar voru að íþrótta-
æfingum á túninu austan við
skólann, áðrir voru í sundlaug-
inni, unnið var að hreingerningu
og hið veika kyn bar þess nokk-
ur merki að dansað yrði um
kvöldið. Ærsl voru engin, en
kátína nokkur.
Skólastjórinn gerði mér þann
greiða, að kalla saman þá nem-
endur og kennara, er til náðist þá
í svipinn til þess að eg gæti tekið
nokkrar meðfylgjandi m'yndir.
Og eftir að hafa þegið kaffi í
skrifstofu hans, fengið ýmsar
þær upplýsingar um skólann,
sem hér hefur verið frá greint og
rætt við hinn glögga og skarp-
leita skólamann og nokkra sam-
kennara hans um stund, var er-
indi mínu og ánægjulegri heim-
sókn lokið.
Með grein og myndum
hér á opnunni fylgja
árnaðaróskir til
skólanna að Laug-
um og þakkir fyrir
ágætar móttökur.
Ritstj.
Húsmæðraskólinn að Laugum.
Húsmæðraskólinn aí Laugum þrjáfíu ára
Þann 18. nóvember í haust er Húsmæðraskólinn að Laugum
í Reykjadal 30 ára og verður þess afmælis eflaust minnzt á
viðeigandi hátt. Enginn kemur að Laugum, án þess að taka
sérstaklega eftir þessum kunna húsmæðraskóla, og víst hafa
margir átt stór erindi í huga, er þeir komu þar. Af skólanum
fór snemma mikið orð fyrir margra hluta sakir, sem allar
voru á einn veg og honum til lofs.
Tvær gáfaðar og stjórnsamar
forstöðukonur hafa mótað þenn-
an þingeyska skóla, þær Krist-
jana Pétursdóttir og Halldóra
Sigurjónsdótíir núverandi for-
stöðukona. En þingeyskar konur
eiga heiðurhm af því, að hafa
með samtakamætti og miklum
dugnaði verið hinn skapandi
kraftur skólans í upphafi.
Húsmæðraskólinn er glæsileg-
ur árangur af sameiginlegu átaki
þingeyskra kvenna með aðstoð
stórhuga og vinveittra stjórn-
málaforingja.
Gamalt og riýtt í góðri
sátt að Laugum
Allir kannast við hinn gamla
og burstabyggða húsmæðraskóla,
ef ekki af eigin sjón, þá af
myndum. Sá skóli reyndist allt-
of lítill og var stækkaður á árun-
um 1947—1948. Ekki var burst-
um bætt við í hina nýju við-
byggingu, en það er eins og nýtt
og gamalt hafi getað komið sér
saman á þessum stað á viðunandi
hátt. Á bak við skólann er
vöxtulegur skógur, þar sem áður
var grjótholt.
En um svipað leyti og lauf
falla á haustin, fyllist skólinn
ungum konum og verðandi hús-
mæðrum. Ferðinni var einnig
heitið á þennan stað. Sólin var
hálf yfir brún Fljótsheiðar og
skipti skini og skuggum í
Reykjadal og enn var húsmæðra
skólinn sólarmegin, eins og hann
hefur raunar alltaf verið.
Skólasetning og starfslið
Húsmæðraskólinn að Laugum
var settur 22. september í haust
og er því nær fuilskipaður, en
hann mun taka 34—36 nemend-
Forstöðukona er, eins og áður
er sagt, Halldóra Sigurjónsdóttir,
og hefur haft það starf á hendi
frá 1946. Auk hennar kenna við
skólann: Kristín Jakobsdóttir,
Jónína Bjarnadóttir og Auður
Gunnlaugsdóttir.
Frú Halldóra Sigurjónsdóttir
skólastýra.
En auk þess njóta námsmeyj-
ar skólans að einhverfju leyti að-
stöðu við sundlaug héraðsskól-
ans, svo og þeirra félagslegu
hlunninda, sem margmenni stað-
arins og gott nábýli geta veitt.
Húsmæðrafræðslan
Húsmæðramenntun að Laug-
um hefur ætíð þótt hin ágætasta
og svo er enn. Enda eru þar öll
skilyrði góð, svo sem séð verður
í stuttri heimsókn. Húsakynni
eru alveg óvenjulega vistleg og
hafa ekki þann verksmiðjustíl,
sem sums staðar verður ekki
komist hjá að veita eftirtekt í
nýrri skólum.
Matreiðsla, margs konar
saumaskapur og hússtjórn eru
aðalnámsgreinarnar, auk nokk-
urra bóklegra fræða.
Mikil áhrif
Enginn stofnun hefur haft eins
sýnileg og áberandi áhrif á hin
myndarlegu híbýli Þingeyinga og
Húsmæðraskólinn að Laugum.
Önnur áhrif skólagöngunnar
mæti ætla, að væru sízt minni,
þótt slíkt verði ekki metið á
annan hátt en þann, sem við
blasir á heimilu mnámsmeyjanna
víða um land.
Ekki hef eg kunnugleika á nið-
urröðun námsefna á þessum stað,
en kennsla mun yfirleitt hafa
verið samræmd svo í húsmæðra-
skólum landsins, að mjög svipar
saman. Hins vegar hefur skólinn
tekið upp þá nýbreytni, að taka
á móti húsmæðrum til stuttrar
dvalar á skólatímanum, til kynn-
ingar og skemmtunar. Þetta er
mjög vinsælt. Forgöngu um
þetta hafði Kvenfélagasamband
S.-Þing.
Fyrirmyndar heimili
Halldóra Sigurjónsdóttir for-
stöðukona sýndi mér skólann,
sem allur er hinn myndarlegasti,
hvar sem litið er.
Það er að vísu ekkert frétt-
næmt að sjá vel byggðan og
vandaðan skóla á þessum tímum.
Húsakynni gefa heldur ekki
mikla hugmynd um það, hvort
skóli er góður eða lélegur. Þar
ræður allt annað úrslitum.
Góður skóli þarf að vera eftir-
mynd af góðu heimili, og leiðin-
legur kennslutími ætti að varða
við lög, sagði kunnur skólamað-
ur einhverju sinni.
í Húsmæðraskólanum að Laug
um haldast í hendur bóklegt og
verklegt nám, og þar þarf engum
nemanda að leiðast.
Skóli Halldóru á Laugum mun
vera eitt mesta fyrirmyndar-
heimili á Norðurlandi.
Daguk
SKrif.iUiúi i 11 alii.u.initt '»ll — Sínti 11<K»
RITSTJÓHI:
ERLIXGUR D A V í D S S O N'
VtigUtúngattjúii:
jón s \ \ír elsson
Árgangurinn kosiai kr. 75.00
Kliifsift ktiiiui tit á ntlðtikudogum og
laugaidiitjuiii, ]>cear t'ftit stamla jil
OjaI(t<l:u;i cr I. júii
PHENTVEHK OOOS HJÖUNSSONAR H.r.
„Kiækin er kaupmannslund“
! JÓNAS HALLGRÍMSSON, sem ýmsir
1 telja orðsarastan allra íslenzkra skálda, kvað
þó þennan hræðilega dóm yfir erlendu og
' innlendu íhaldi: „Klækin er kaupmanns-
i lund / kæta hana andvörp föðurleýsingj-
! anna.“ Klemens Jónsson segir í sögu Reykja-
1 víkur: „Tómthúsmenn voru í skuldum hjá
j kaujrmönnum og þeim algerlega háðir, enda
I skömmtuðu þeir bæði vinnutíma og dag-
' kaup. — — Alþýðan hafði aldrei peninga
i Iianda milli. Öll fjármál hennar voru í hönd-
! um kaupmanna. Opinber gjökl urðu menn
i að greiða með innskriftum í reikning sinn
hjá kaupmanni. En svo voru menn skyldugir
i að láta kaupmanninn hafa allan fisk sinn.
i Kaupmaður skamtaði sjálfur verð á vörum
i sínum og fiskinum.“
i Kaupmannavaldið var svo algert, að þrátt
i fýrir fátækt almennings, gat það rakað saman
; miklum auði á viðskiptunum, með því bein-
i línis að kiiga fólk og féfletta það.
Samvinnufrömuðir í Þingeyjarsýslu brntu
j fjötrana af verzluninni, síðar komu svo
i verkalýðsfélögin, sem vörnuðu því að hægt
'i væri að kúga einn og einn, og sömdu við at-
vinnurekendur fyrir heildina.
Þessar félagsmálahreyfingar fólksins sjálfs
breyttu ánauðugri alþýðu í frjálsborið fólk.
t Kaupmannslundin er altaf sjálfri sér lík,
I en samkeppni við samtök fólksins í sam-
vínnufélögunum gerðu kaupmenn að siðaðri
mönnum. íhaldsflokkurinn, sem síðar nefndi
sig Sjálfstæðisílokk, hefur alla tíð verið og er
! enn, eins konar einkafyrirtæki kanpmanna
I og auðmanna landsins með noklcur hundruð
j milljónera að greiðslutryggingu fyrir áróð-
j ursritum, gjafablöðum, launuðum frambjóð-
! endum og hagkvæmum bitlingum.
Jónas Rafnar og Magnús Jónsson eru
| launaðir vikapiltar hjá hinum einu og
j sönnu arftökum mannana, sem hið orðvara
! skáld kvað um og áður er vikið að.
! Þessir menn „skiptu um svip eftir sveit-
j um“, og viðurkenna til dæmis störf sam-
j vinnufélaga hér, vegna þess að þeir reyna á
j hverjum stað að tala eins og fólkið vill heyra.
1 En jafnframt predika }>eir um dýrð einstakl-
1 ingsframtaksins og hins almenna frelsis borg-
i aranna — um sæluríki á jörð, ef kaupmanna-
j og auðhyggjuflokkur landsins nær völdum.
; Þeir menn, sem hafa skuggajega foníð,
! vilja ekki á hana minnast. Þeir, sem hafa ill
! áform í huga, bregða gjarnan á léttara hjal.
! Sjálfstæðisflokkurinn og' útsendarar hans
I reyna að tala sem fegurst við fólkið, en
j blanda orð sín sögufölsun og rógi. Til dæmis
! em öll vinsæl mál og þarfar íramkvæmdir,
1 sem gerðar liafa verið, verk Sjálfstæðismanna
! í munni þjóna þeirra, hvað sem ræður
manna og atkvæðagreiðslur á Alþingi sýna.
j Sem dæmi um róginn er „stórsvindlið“ hjá
Olíufélaginu, sem frambjóðendur o. fl,
i íhaldsmenn gaspra oft um. Ef um svindl er
j að ræða þar og einhverjum einstökum stjórn
j málaflokki að kenna, er þess að geta að íhald-
ið á 3 af 5 í stjóm félagsins.