Dagur - 04.11.1959, Side 2
2
D A G U R
Miðvikudaginn 4. nóvcmber 1959
KVEÐJUORÐ
Snæbjörn Þorleifsson
bifreiðaeftirlitsmaður
Það var sannarlega þung raun
að verða að bergja þann beiska
bikar, sem við hjónin urðum að
gera og aðrir vinir Snæbjarnar
Þorleifssonar fulltrúa, er við
fiéttum lát hans sunnudags-
morguninn 25. þ. m., og erfitt að
átta sig á því, svo mjög sem það
kom á óvænt, þótt þyngst hafi
raunin orðið hjá ástvinum hans.
En enginn ræður sínu skapa-
dægri, öll verðum við að hlíta
kallinu þegar það kemur. Það er
sannarlega stórt skarð höggvið í
hóp samborgaranna hér á Akur-
eyri við fráfall hans. Hann var
mjög vinsæll maður, greiðvikinn
í orðsins fyllstu merkingu, dag-
farsprúður og drengskaparmað-
ur hinn mesti. Eg, sem þessar
línur rita, hef, og heimili mitt,
átt því láni að fagna að eiga hann
að vini. Hann var ætíð boðinn og
búinn að verða við óskum ann-
arra, hvernig sem á stóð hjá
honum. Eg get aldrei fullþakkað
honum það sem hann var mér og
mínu heimili.
Hann var hinn hlýi, glaði og
góði gestgjafi. Margar ógleyman-
legar ánægjustundir höfum við
átt á heimili hans og þeirra
hjóna.
Jarðarförin fór fram frá Akur-
eyrarkirkju laugardaginn 31. okt.
að viðstöddu fjölmenni. Það
sýndi þar, hve vinsæll maður
Snæbjörn Þorleifsson var og all-
ir vissu hve vel hann rækti störf
sín í þágu hinna mörgu sem við-
skipti höfðu við hann.
Hina kirkjulegu athöfn önn-
uðust • prestarnir, skólabræður
séra Birgis, sonar hans, og nánir
vinir fjölskyldunnar, séra Sig-
urður Haukur Guðjónsson á
Háfsi, sem jarðsöng og flutti að-
alræðuna, og séra Ingimar Ingi-
marsson á Sauðanesi, sem flutti
kveðju' óg þákkarorð frá sér og'
bekkjarbræðrum.
Nú er vinur minn, Snæbjörn,
horfinn sjónum okkar, en minn-
ingin um hann tendrar Ijós og yl
í hjörtum okkar. Að síðustu bið
eg Guð að blessa og styrkja ást-
vini hans, sérstaklega beini eg
þeirri ósk minni til konu hans,
vinkonu minnar Jóhönnu Þor-
valdsdóttur.
Helga Jónsdóttir frá Öxl,
Á laugardaginn var fylgdu
Akureyringar og Eyfirðingar
einum vinsælasta ' samborgara
sínum, Snæbirni Þorleifssyni
fulltrúa, til grafar.
Snæbjörn var. yngstur 13 syst-
kina, ættaður frá Grýtu í Eyja-
firði, sonur Þorleifs Jónssonar
bónda þar og Júlíu Flóventsdótt-
ur konu hans, og fæddur 22.
marz 1901.
Hann ólst upp með foreldrum
sínurn og hinum stóra systkina-
hóp við lítil efni, en fór ungur til
dvalar á Munkaþverá til merkis-
bóndans Stefáns Jónssonar. —
Þaðan tók hann sig upp 19 ára
gamall og hélt til Hvanneyrar og
útskrifaðist þaðan árið 1922. En
ekki lá þó leið hans til búskapar,
enda seinfarin þeim, sem efna-
lausir voru á þeim tíma.
Snæbjörn flutti til Akureyrar
og lagði stund á bifreiðaakstur.
Okuskírteini hans var hið 14. í
röðinni. Hann vann lengi hjá
Bifreiðastöð Akureyrar og ók
bifreiðum árum saman á lang-
leiðunum, bæði austur og suður,
og þótti með færustu ökumönn-
um. Á þessum árum eignaðist
Snæbjörn óteljandi vini, því að
hann var, auk þess að vera flest-
um hæfari ökumaður á erfiðum
vegum, hvers manns hugljúfi
vegna alúðlegrar framkomu
sinnar og óvenjulegrar greiða-
semi.
Árið 1937 varð Snæbjörn full-
trúi bifreiðaeftirlitsins og gegndi
því starfi hér í bænum til dauða-
dags. í því starfi var hann vin-
sælli en almennt gerist um opin-
bera starfsmenn, jafn ófús að
beita hörku réttvísinnar og að
þola yfirgang þeirra mörgu, sem
ekki taka nægilegt tilht til ann-
arra í vaxandi umferð og æfin-
lega fús til að greiða hvers
manns götu.
Á yngri árum var Snæbjörn
hinn vaskasti íþróttamaður og
var oft sóttur til keppni þegar
mikils þótti við þurfa á Akureyri.
Hann var mjög góður knatt-
spyrnumaður, og eitt sinn mun
hann hafa jafnað íslandsmet i
800 metra hlaupi. Snæbjörn var
gæddur fumlausri og drengilegri
keppnishörku á leikvangi íþrótt-
anna og hana átti hann alla tíð,
þótt hógværð, háttprýði og vel-
vilji væru þeir eðlisþættir, sem
alla tíð einkenndu hann mest,
bæði í starfi og utan þess.
Eftirlifandi kona hans er Jó-
hanna Þorvaldsdóttir og varð
þeim þriggja barna auðið.
Snæbjörn Þórleifssoh hafði
kennt sér vanheiísu síðustú árin,
en varð bráðkvaddur 24. október.
Nú, sem ætíð áður, eru daprar
stundir við dánarbeð og syrgj-
endur sárir í hjarta. Þá knýr
ráðgátan mikla um líf og dauða
ástvini og aðra til umhugsunar
um ferðina miklu, sem framund-
an er. Við vegamótin eru hin
svokölluðu veraldargæði eftir
skilin. En góðir menn eiga þó
gildan farareyri til hinna ókunnu
stranda. Farareyririnn er vinátta
allra þeirra, sem eftir standa og
hlýhugur samborgaranna, og
hann mun öllum auði betri við
þáttaskil á kveðjustund. Þá vin-
áttu vil eg votta hinum látna
heiðursmanni, Snæbirni Þorleifs-
syni fyrir mína hönd og annarra
samferðamanna, sem blessa
minningu hans, með þakklátum
huga. — E. D.
- Nýja sjúkraflugvélin
Framhald aj 1. siðu.
Tryggvi Helgason fór svo til
Bandaríkjanna fyrir fimm vik-
um, til að festa kaup á flugvél.
Er hann hafði undirbúið kaupin
og gengið frá þeim, skrapp Aðal-
björn Kristbjarnarson flugstjóri
vestur til að aðstoða Tryggva við
heimferðina.
Þeir félagar lögðu svo af stað
frá Bradley Field, sem er litlu
norðar en New York, og héldu
heim á leið á miðvikudaginn var.
Fyrst flugu þeir norður að
Houlton við landamæri Kanada
og hafði íslenzk flugvél aldrei
sézt þar áður. Þaðan var haldið
til Goos Bay og síðan Saglek. —
Þaðan var flogið beint til
Grænlands og lent í Syðri
Straumfirði og tók sá áfangi 5,30
klst. Á þessari leið urðu þeir fé-
lagar veðurtepptir einn dag.
Á sunnudagsmorguninn var enn
lagt af stað og flogið þvert yfir
Grænlandsjökul, í stefnu til
Reykjavíkur. En þegar ófarnar
voru um 80 mílur eða svo, var
stefnunni breytt til norðausturs,
flogið yfir Snæfellsnes og beina
leið til Akureyrar.
Þá hafði flugvélin verið 23,55
klst. á lofti.
Vel búið farartæki.
Hin nýja sjúkraflugvél er búin
mjög fullkomnum blindflugs-
tækjum og miðunarstöð. í henni
eru tveir radiokompásar. Hún er
tveggja hreyfla af Piper Apache-
gerð. Hver hreyfill hefur 150
hestöfl. Einkennisstafir eru:
TF—JMH.
Þessi flugvél hefur 6,30 klst.
flugþol og má auka það veru-
lega með varabenzíngeymi. —
Flughraði 150—170 mílur. Hún
tekur 4 farþega eða sjúkrarúm
og einn til tvo fanþega. Fullhlað-
in þarf hún 300 metra langa
flugbraut, en mjög létthlaðin
ekki nema 120 metra völl.
Nýja sjúkravélin getur lent á
öllum •, jTiqi’kjtunj-, flugvöllum við
venjulég skílyrði. Hún mun
kosta um 700 þús. krónur með
nauðsynlegum varahlutum.
Eigendur eru: Tryggvi Helga-
son flugmaður, Rauðakrossdeild-
in og Slysavarnadeild kvenna. —
Tryggvi verður flugstjóri, og er
hann búinn að fljúga um 11 ára
skeið, síðustu árin hjá Flugfélagi
íslands, og nytur mikils trausts
allra þeirra, sem til hans þekkja.
Sjúkraflug geta nú hafizt hér
innan skamms. Vélin verður
staðsett hér á Akureyri. Gæfan
fylgi henni hvert sem hún fer.
m
rékknesk rafeldavél, nijög
nýleg. — F.nn fremur ensk-
ur Collaro-plötuspilari með
innbyggðum magnara, í
ágætu lagi.
Afgr. vísar á.
Nokkrar stúlkur óskast
Gætum einnig bætt
í Hraðfrystihus Ú. A.
við nokkrum stúlkum seinni hluta dagsins
N Ý K O M I Ð
Taftsilki, 12 litir
Slankbelti
Baðhandklæði
Flónel, köflótt
Rennilásar
og mikið af alls konar SMÁVÖRUM.
SPILAKVOLD
Munið SPII.AKVÖLD skemmtiklúbbs Léttis föstudag-
inn 6. nóvember kl. 8.30 e. h. í Alþýðuhúsinu.
Mœtib slundvíslega, góð skemmtun.
SKEMMTINEFNDIN.
00 A12
Hesputré með gárnvindu
NÝKOMI N.
Verð kr. 156.00.
Nauðsynleg fyrir alla KNIT FAX-eigendur.
Póstsendum.
BRYNJÓLFUR SVEINSSON H.F.
Sími 1580. - Pósthólf 225.
Laugarborg
# r * f , : /i’. ’
DANSLEIKUR laugardagskvöldið 7. þ. m. kl. 9.30.
JÚNÓ-kvartettinn leikur. — Sætaferðir.
U. M. F. Framtið — Kvenfélagið lðunn.
SKAGFIRÐINGAFÉLAGIÐ Á AKUREYRI
heldur AÐALFUND sinn að Túngötu 2, laugardaginn
7. þ. m. kl. 5 e. h.
Vejijuleg aðalfundarslörf.
STJÓRNIN.
Jörðiri MERKIGIL í Hrafnagilshreppi er til sölu og
laus til ábúðar í næstu fardögum. Á jörðinni er stein-
steypt íbúðarhús, fjós fyrir 32 kýr og hlaða, sem tekur
1500 hesta af heyi, hvort tveggja nýlegt. — Tún allt vél-
tækt, vel ræktað. Stærð ca. 30—35 hektarar. — Ræktan-
legt land mikið. — Sími, rafmagn lrá Laxárvirkjun. —
Jörðin liggur 14 km frá Akureyri. — Vélar og bústofn
getur fylgt ef óskað er. — Venjulegur réttur áskilinn. —
Allar upplýsingar gefur eigandi jarðarinnar
PÁLL JÓNSSON, Mcrkigili, simi um Grund.