Dagur


Dagur - 04.11.1959, Qupperneq 5

Dagur - 04.11.1959, Qupperneq 5
4 DAGUR Miðvikudaginn 4. nóvember 1959 Miðvikudaginn 4. nóvember 1959 D A G U R 5 og skurði, Hinir kunnu skipstjórar á Akureyri, þeir Egill Jóhanns- son og Bjarni Jóhannesson, segja hér frá ferð sinni í boði Landssambands íslenzkra úí- vegsmanna, sem farin var nú í haust, og er Egill ferðasögu- ritarinn. unnn. Skrifxtofa t Hal'narstraMt 90 — Simi 11 íiíi RlTSrjÓRl: E R L I N c; IJ R D A V í D S S () N AuglýsiogasljtWi: j Ó\ S V \J V ELSSON Áfgangtiriun kostar kr. 7r>.0<) Itlaflifl kt'mui út á miflvikuilíigttm og laugnrdtigiim, þrgar rfni standit til Cjatddagi rr 1. jiili „ PHF.NTVF.UK Ol)DS HJÓRNSSONAR H.F. Kiinnir skipstjórar segja frá ferðalagi um meginlásid Evrópu ÓVÍST UM STJÓRNARMYNDUN SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN hefur tapað meiri hluta sínum í Reykjavík, svo að segja má, að Mökkurkálfi skjálfi á Grjót- túnagörðum. Flokkurinn hlaut þar 51% at- kvæða við kosningarnar í vor, eða 17243 at- kvæði. Nú hlaut Sjálfstæðisfiokkurinn ekki nema 46,7% atkvæða, eða 16474 atkvæði í höfuðborginni, en aðrir flokkar samtals 18836 atkvæði, eða 53,3%. En samt varð niðurstaðan sú, að Sjálfstæð- isflokkurinn með sín 46,7% hlaut 7 þing- menn kjöma, en hinir flokkarnir með 53,3% atkvæða á bak við sig, ekki nema 5 þingmenn kjörna. Þannig kemur hið stærðfræðilega réttlæti hlutfallskosningafyrirkomulagsins út. Og víst sýnist „réttlætið“ nokkuð vafa- samt, svo að ekki sé meira sagt. Kosningarnar í heild sýna, að Alþýðuflokk- ur og Alþýðuhandalag hafa endurheimt nokkurt fylgi, sem frá þeim hvarf í vor til Framsóknarflokksins. En þannig er ekki ástatt um Sjálfstæðisflokkinn. Fyrir hann eru þessar kosningar töluvert mikið áfall, sem ekki þýðir að sniðganga, enda gera forystu- menn flokksins sér fulla grein fyrir hinum óhagstæðu kosningaxirslitum flokks síns. Sjálfstæðisflokkurinn átti, samkvæmt kosn- ingaúrsitunum í vor, að fá 27 þingmenn, en fékk aðeins 24 þingmenn. Sigurður Bjarna- son átti að komast að á Vestfjörðum, en féll. Friðjón Þórðarson átti að ná kosningu í Vest- urlandskjördæmi, en féll líka eins og Alfreð Gíslason í Reykjaneskjördæmi. Og þar sem heildaratkvæðatala flokksins lækkaði, nægðu uppbótarsætin honum ekki til að bæta upp mannfallið. Og mannfallið breytti líka áætl- un flokksstjórnarinnar um það, hverjir hljóta skyldu uppbótarsætin. Framsóknarflokkurinn vann mikinn sigur í kosningunum í vor. Að því fylgi óbreyttu átti hann að fá 17 þingmenn kjörna nú í haustkosningunum. Þessa 17 þingmenn hlaut hann líka. Þótt flokkurinn setti sér hærra mark í kosningabaráttunni, munu flestir vera sammála um það nú, að hann megi vel við úrsitin una. Hann hlaut að þessu sinni 25,7% greiddra atkvæða í landinu, en í kosn- ingunum 1953 hlaut hann 21,9% atkvæða og .16 þingmenn kjörna. Þeir, sem ætluðu sér að koma Framsóknar- flokknum á kné með kjördæmabyhingunni, munii hafa orðið fyrir miklum vonbrigðum. Enn er ekki víst, hvenær Alþingi kemur saman, en eigi á það að verða síðar en föstu- daginn 20. nóv. Ryrjað er að ræða um vænt- anlega stjórnarmyndun og eru margir mögu- leikar fyrir hendi. Fyrir liggur yfirlýsing Framsóknarflokksins um, að flokkurinn muni að kosningum loknum kanna mögu- leika á myndun vinstri stjórnar, og verður að sjálfsögðu við það staðíð. Sumir nefna þjóð- stjóm til þess að unnt væri að gera gagngerð- ar breytingar í efnahagsmálum, en ennþá mun fullkomin óvissa ríkja um stjórnar- myndun. Raunar var förin farin í sam- bandi við og að nokkru leyti í boði tveggja viðskiptafyrirtækja okkar fslendinga, í neta-, línu- og nótagerð, en þessi fyrirtæki eru Apeldoom Netfabrik í Hol- landi og Esbjærg Toverksfabrik í Danmörku, og vorum við því á vegum netaverksmiðjunnar í Apeldoorn, á meðan við dvöldum í Hollandi, en á vegum tóg- verksmiðjunnar í Esbjærg, frá landamærum Danmerkur og Þýzkalands til -Kaupmannahafn- ar, en eftir það voru allir sjálf- ráðir ferða sinna. HópUrinn, sem að þessu sinni taldi 41 meðlim, var samansafn- aður víðs vegar að af landinu, aðallega þó áf Vestur- og Suð- vesturlandi, - t. d. var einn frá Austfjörðum og einn frá Vest- mannaeyjum. Þetta var vel. skípulögð ferð, með fjórum fararstjórum, öilum frá Sambandi íslénzkra útvegs- manna. Sigurður Egilsson for- stjóri var aðalfararstjóri og fórst honum það mjög vel. Hann er ágætur leiðsögumaður, gæddur verulegu magni af kímnigáfú og' mátulegri gamansemi til að hafda hópnum í góðu slíapi. Gunnlaug- ur Björnsson og Kristján Ragn- arsson voru honum til aðstoðar við að halda hópnuru saman og létta undir, þar sem þess. þurfti með, og Sigurður Stefánsson annaðist öll peningamálin, og sá um að hver fengi sitt. ' Við flugum frá Reykjavík þann 22. september síðastliðinn með Hrímfaxa, og var flogið um háloftin til Prestwick, og tók sú ferð 2% klukkustund. Þar var skipt um flugvél, því að Hrím- faxi var á leið til Kaupmanna- hafnar, og stigið upp í hollenzka flugvél, Super Constellation, og flogið með henni til Amsterdam í Hollandi. Þangað vorum við komnir kl. 0,35, ísl. tími, og hafði því ferðin frá Reykjavík til Am- sterdam tekið 4% klst. með við- komu í Prestwick. -Skurðirnir miklu og fljótandi hús. Að tollskoðun lokinni vorum við látnir stíga upp í gríðarmik- inn. langferðabíl, sem tók allan hópinn og farangurinn líka og síðan haldið til borgarínnar, en flugvöllurinn er nokkuð utan við og þegar inn í borgina kom, var hópnum boðið í bátsferð um síki sem hun er full af, og síðan um höfnina. Hollenzkur stúdent, sem talaði ensku, hafði verið fenginn til að skýra frá því helzta, sem fyrir augun bæri í ferðinni. Farið var undir fjölda brúa, liggja yfir síkin og skurðina, stúdentinum sagðist svo frá,. að síki og skurðir borgarinnar væru 60 km. að lengd, að yfir þau lægju 503 brýr. Víða voru fljót- andi íbúðarhús bundin .við sík- isbakkana, og taldi leiðsögumað- að um 1600 slík hús mundu vera í borginni, með um 6000 íbúum, sem greiddu 6 gyll- ini á mánuði fyrir að mega hafa þau bundin við bakkana, það er að segja hvert hús. Ekki voru hús stærri en svo í mínum augum, að ta'lin mundu þau þröngur húsakostur hér heima á íslandi. Drottningarhöllin og litla húsið. Fram hjá höll drottningarinnar var farið, þar sem hún dvelur, þá sjaldan hún kemur til Amster- annars hvað hún eiga.eitt- meira af slíkum höllum til og frá um Holland. Minnsta hús borgarinnar fengum við einnig að sjá, því að það var borað inn á milli tveggja stórhýsa, eða tvö stórhýsi byggð upp að því, og vitum við ekki hvort heldur var, enda mátti okkur á sama standa, en þettá hús, sem er upp á tvær hæðir, hefur aðeins einn glugga á framhlið hvorrar hæðar, og eru þeir gluggar ekki stórir, enda gefur framhliðin ekki pláss fyr- ir meira. Leiðbeinandinn lét þess einnig getið, að nafn borgarinnar, Amsterdam, væri þannig til komið, að á smáeyju 'í ánni Amster, en þessi á rennur um borgina og eyja heitir áhollenzku Dam, hefði fyrsta húsið verið byggt, og lá þá nafnið í augum uppi. Risaskip. Höfnin í Amsterdam er allstór, og mikil skipa- og vélasmíða- starfsemi fer þar fram. Þar gat að líta stór skip í smíðum, full- smíðuð og svo eldri skip, sem gegna eiga flutningaþörfum hol- lenzku þjóðarinnar. Mest bar þarna á skipum Konunglega skipafélagsins, sem kvað eiga um 90 skip, öll fleiri þúsund smálest- ir. Þó kvað höfnin í Rotterdamj FYRRI HLUTl en hána fengum við ekki að sjá, vera mörgum sinnum stærri en í Amsterdam, og var okkur tjáð, að á síðasta ári hefði umferðin um Rotterdamhöfn verið þriðja stærsta í heiminum, miðað við tonnatölu þeirra skipa, sem um höfnina fóru, og finnst okkur það stórkostlegt, ef satt er. Annars eru Hollendingar engir aukvisar í framkvæmdúm, sem greinilega má marka á því, að nú eru t. d. að hefjast byggingar á fjórum risaskipum, sem verða þau stærstu, sem ennþá hefur verið hafin smíði á í heiminum. Þetta eiga að verða fjögur 120 þúsund að veita vatninu alveg af gróður- reitunum, þar sem fólkinu er ætlað að sefja upp bú sín. Vatn- ið á svo sð renna eftir þessum skurðum að dælustöðvunum, sem svo dæla því fyrir skjólgarðana, sem hlaðnir eru utan um svæðin, til að varna vatninu inngöngu utan frá. Skjólgarðar þessir eru mjög öflugir og vel byggðir og alveg óhugsandi að þeir geti bilað, nema að sprengjukast eða miklar jarðhræringar eigi sér stað, en það hefur enginn getað ráðið við hingað til. Viðbúnaður til að mæta slíku, ef til kæmi, mun þó vera fyrir hendi, eins öflugur og mannlegt hugvit nær. Nýtt mannvirki fyrir 3 milljónir manna. Þegar búið er að þurrka upp alla þrjá áfanga, er gert ráð fyrir að um þrjár milljónir manna fái þar skilyrði til lífsafkomu, því að hafsbotninn þarna er þrunginn gróðurmagni, sem bezt sést á því, að jafnskjótt og sáð var í hið ný- þurrkaða svæði, þaut grasið upp. Fljótt á litið virðist landið þarna vera um það bil 3—4 metrum lægra en sjórinn utan við garðana. Fagurt er á Rínarbökkum. smálesta farþega-flutningaskip, sem ætlað mun að keppa við flugið” yfir Atlantshafið, þ. e. a. s. halda fargjöldunum niðri. Skip þessi munu eiga að fara með mun meiri hraða yfir hafið, en hingað til ihefjir tekizt að ná á þessum leiðum. Furðuleg mannvirki. Annað stórkostlegt vitni um dugnað og elju þessarar þjóðar, fengum við að sjá, á meðan við dvöldum í landinu, en það er uppþurrkun á botni Suðurssjáv- ar (Suidersee). Okkur voru sýnd þessi mannvirki, sem hljóta að vekja stórfurðu og jafnframt að- dáun þeirra er þau sjá, fyrir því afreki sem þarna blasir við. Meira en 2/5 hlutar, eða næst- um helmingur af Suðursjónum, er nú í takinu í þremur áföngum. Fyrsti áfanginii er að verða að nytjalándi, eða verður það innan skamms, landið orðið að mestu þurrt, en eftir að grafa skurði til Heidelberg — hinn frægi og fagri háskólabær. Við vorum fluttir sjóveg út með varnargörðum þessum, en fórum í bílnum til baka. Akveg- urinn liggur eftir garðinum og er mjög breiður. Yzt úti á landi þessu er verið að byggja upp nýjan bæ eða borg, sem heitir Leiley Stad. Borgin er nefnd svo tii heiðurs verkfræðingnum Leiley, sem fyr- ir aldamótin síðustu gerði teikn- ingar og útreikninga, og lagði á ráðin um uppþurrkun sjávar- botnsins á þessum slóðum, og svo djúpskyggn var þessi verk- fræðingur í áætlunum sínum og aðferðum, að þrátt fyrir stó.rstíg- ar framfarir og jafnvel stökk- breytingar í verklegum efnum síðan, eru áætlanir hans ennþá þær, sem taldar eru beztar og farið er eftir. , Grjótklæddir garðar. Sérstaka furðu vekur einnig, að til þess aS grjótkiæða þessa vai-nargarða utan, en það ’hefur reynzt nauðsynlegt til að tryggja þeim nægilegt viðnámsþol, að ekkert grjót er til í Hollandi, og hefur því orðið að flytja það inn, aðallega frá Þýzkalandi. Einhver úr hópnum hafði orð á því, að við á íslandi mundum geta séð af svo sem einu fjalli handa þeim án þess að bíða við það nokkurt tilfinnanlegt tjón. Ekki þykir oss samt líklegf að til þess konii, því að flutningar svona langa leið sennilega kostnaðarsamir. Netaverksmiðja. Að sjálfsögðu var okkur sýnd hétavérksmiðjan í Apeldoorn, því að til þess vgr ferðin fyrst og fremst farin. Þetta er mikil verksmiðja og ein sú stærsta í þeirri grein í álfunni. Mjög er gaman og athyglisvert að sjá, hvernig hinar ýmsu vélar vinna, og hægður var hraði þeirra á með.an við skoðuðum, til þess að hægt væri að sjá þetta betur. — Sérstaka athygli vakti vélin, sem hnýtti tvo hnúta á möskvana. — Það hefur sem sé verið töluvert umkvörtunarefni, síðan nylonið kom til' sögunnar, hversu mjög hnútunum hætti við að dragast til, og er þessi tvíhnýting tilraun til að ráða bót þar á. Stjórnend- ur verksmiðjunnar lögðu áherzlu á þá ósk sína, að látnar væru í ljós allar aðfinnslur og umkvart- anir varðandi framleiðsluna, ef einhverjar væru, svo að hægt væri að bæta þar um. Tilrauna- stofa er starfandi í þessu sam- bandi við verksmiðjuna; og er þar reyndur styrkleiki allra þráð anna sem unnið er úr, til að tryggja vöruvöndun, og var okk- ur einnig gefinn kostur á að sjá það. Áður fyrr hafði þessiverksmiðja unnið net sín úr bómull, naestum eingöngu, en nú er unnið úr ny- loni að 95%. Dieselvéiar. Tvær stórar dieselvélaverk- smiðjur voru okkur sýndar á meðan við dvöldum í Hollandi, og er önnur þeirra í Svolle og heitir Merkspoor, en hin í Am sterdam, og heitir Stork. Einnig þar fengum við að sjá öll stig framleiðslunnar, allt frá mótun glóandi málmstykkjanna að vél- Vatnsorgelið víðfræga. unum í gangi. Viðskipti við þessar verksmiðjur hafa víst verið lítil eða engin hingað til, en nú mun í ráði að hefja viðskipti við þær. Þar sem þeir staðir, sem vér höfum getið um, eru í verulegri fjarlægð hver frá öðrum, er ljóst að aka varð töluverðar vega- lengdir, og var það og gert, í og með til að sýna okkur sem mest af landinu, enda fórum við um verulegan hluta þess. Landinu þarf varla að lýsa, því að svo margir hafa gert það áður, en það er afar frjósamt land, og blómskrúð er þar mjög mikið. Þrifnaðinum má heldur ekki gleyma, en hann er framúrskar- andi, því að á öllum vegum sem við fórum um sást ekki fis'. Á meðan við dvöldum í Hol- landi, gistum við á hótelinu Keisara Krónan, sem er í útjaðri Apeldoorn borgar. Það var ágætur staður að dvelja á, og ráðvendni var þar á hástigi, sem við fengum mjög greinilega stað- fest. Umhverfið aðlaðandi, epla- trén og aðrar nytjajurtir í blóma og kyrrð og rólegheit eins og bezt varð á kosið. Um Rínardal. Eftir fjögurra daga dvöl kvödd- um við Holland. Áætlunin hljóð- aði þannig ,að ekið skildi upp eftir Rínardal, sem viðurkennd- ur er eitthvert fegursta umjerða- svæði Þýzkalands, nokkur hluti leiðarinnar skildi farinn með far- þegaskipi Rínar og gist í Riides- heim, sem er lítil borg á austur- bakka fljótsins. Þangað áttum við að vera komnir að kveldi laugar- dagsins 26. september, en þá var búizt við mikilli uppskeruhátíð með tilheyrandi gleðskap í Rud- esheim, sem þeim kunnugu mun hafa þótt eftirsóknarverður. — Daginn eftir skildi svo ekið upp til Heidelberg til að skoða þann eftirlætisbæ. Fara til Rudesheim Framhald d 6. siðu. Krisfín Jóhannsdóftir KVEÐJUORÐ Dáin, horfin, varð mín fyrsta hugsun, er eg frétti andlát frú Kristínar Jóhannsdóttur, er lézt 15. október síðastilðinn. Eg játa, að mér var harmur í huga að samveru- stundum okkar frú Kristínar var lokið hér í þess- um heimi. Við höfðum ekki verið kunnugar um langt skeið, en við vorum engu að síður tengdar sterkum vinaböndum. Því er það þó að eg segi við andlátsfregn hennar: dáin, horfin, þá er það raun- ar fjarstæða ein, hún er mér hvorugt. Hún lifir í minningum mínum og' er mér ljóslifandi fyrir hug- skotssjónum, eftir sem áður. Frú Kristín var mikil kona, sem átti þann persónuleika, er sálubót var að kynnast. Mun eg naumast ein um þann vitnisburð. Já, minningarnar um frú Kristínu streyma fram. Eg minnist okkar fyrstu kynna, þegar við fórum saman á flugvöll Akureyrar, er sú margþráða stund að fyrsta sjúkraflugvél Norðlendinga skyldi koma á völlinn. En flugvélinni stjórnuðu og voru meðeigendur 2 synir Kristínar. Eg man og gleymi aldrei, hve mikil gleði og eldmóður ljómaði af henni við þetta tækifæri og hversu hamingjusöm hún var yfir, að synir sínir skyldu velja sér svo göfugt hlutverk, sem sjúkraflugið var, og var henni þó ljós hættan sem því fylgir. Frú Kristín var stór í augum mínum þá í stolti sínu og fögnuði. En mörgum sinnum stærri var hún í sorg sinni, er elzti sonur hennar fórst, ásamt þremur ungum mönnum, hinu ógleymanlega flugslysi. Þetta var áfall sem mörgum hefði orðið erfitt að bera af sér. Eg minnist þessa sorglega slyss. Aldrei á ævi minni hefur mér liðið verr en þá. Eg hugsaði til móður flugstjórans, hvílíkur harmur væri að henni kveð- inn, og taldi mér skylt að fara til hennar, og trúði jafnvel að eg gæti ef til vill gert þar eitthvert gagn. Eg fór þar enga erindisleysu, en á allt annan hátt en eg hugsaði. Það var eg sem huggun hlaut frá henni, en hún ekki frá mér. Hún tók mig í faðm sinn og sagði: Elsku Sesselja mín. Við mennirnir ályktum en guð ræður og frá honum kemur ekk- ert nema það sem gott er, og hví skyldum við þá mögla. Þannig brást hún við fráfalli elskulegs son- ar, þá móðurhjartanu blæddi. Og hún reyndist söm við sig, áhuginn fyrir málefninu dofnaði ekki. Er efna skyldi í nýja flugvél og annar sonur hennar taka upp starf bróður síns. Og svo er nú málum komið, að nýja sjúkraflugvélin er komin og sonur Kristínar flugstjórinn, en nú gat Kristín ekki stað- ið á flugvellinum til að fagna syni sínum. Því mið- ur auðnaðist henni ekki að lifa þá stund. Nú beið hún sonarins á líkbörunum. En hún fagnar honum samt engu minna en áður og verður honum vernd- arengill í starfi hans í enn ríkari mæli en nokkru sinni fyrr. Þannig veit eg að hann muni einnig tráa og verða að trú sinni. Eg vil nú leyfa mér að mæla við þig, Kristín, í fyrstu persónu: Eg þakka þér samveruna, vináttuna og áhuga þinn fyrir fögru og góð umálefni. Nú vil eg biðja þig, að þú megir skynja hugsun mína. Berðu syni þínum og dánarfélögum hans hjartans kveðju mína og vert þú og þeir vafin guðs forsjón um tíma og eilífð. Vertu ætíð blessuð og sæl. Eg sendi manni Kristínar, börnum og skyldu- liði mínar og systur minnar innilegu samúðar- kveðjur. Sesselja Eldjárn. ÞANK&R OG ÞÝÐ1NGAR Þýfi skilað. Eins og getið var um hér í blaðinu, þá hurfu 6 málverk eftir fræga meistara (Rembrandt, Frans Hals, Rubens og Renoir) úr listasafninu í Toronto í Kanada í september síðastliðnum. Voru menn svartsýnir um, að þýfið kæmi fljótlega til skila. Hin ríðandi kanadiska lögregla og ríkislögreglan bandaríska (F. B. I.) höfðu þegar leitið mikið — en árangurslaust. En í miðjum fyrra mánuði hringdi einhver, sem ekki lét nafns síns getið, til lögreglunnar í Toronto og skýrði henni frá, að málverkin væri að finna í bifreiðaskýli þar í borginni. Lögreglan hafði auga með bifreiðaskýlinu í heilan dag í von um að ná þjófunum. Það varð árangurslaust, en málverkin fundust, lítið sem ekkert skemmd. Telja menn, að þjófarnir hafi gefizt upp við að koma dýrgripum þessum í verð (málverkin voru metin á 640 þús. dollara), og því hafi þeir ekki þorað að hafa þau lengur í fórum sínum.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.