Dagur - 04.11.1959, Page 8
Daguk
Miðvikudaginn 4. nóvembcr 1959
Fordson Major yfirbyggður á Akureyri
Grímur Valdimarsson, bifreiða-yfirbyggingasmiður á Akureyri,
hefur nýlega byggt hús það á Fordson Major dráttarvél, sem með-
fylgjandi mynd sýnir. Það er sterkt mjög og talið þola veltu og vel
smíðað, að því er séð verður. — Dráttarvél þessi er tekin til starfd
við Akureyrarflugvöll. — Vegna hinna tiðu slysa í sambandi við
alístur dráttarvéla, er nauðsynlegt að fylgjast með öllum nýjungum,
sem til þess mættu verða, að veita meira öryggi í meðíerð þessara
tækja. — (Ljósmyndina tók E. D.).
Norðmenn fefa í slóð íslendinga
Jens Steffensen, form. fiskifé-
lags Noregs, sagði nýlega í við-
tali við Aftenposten, að framtíð
norskra fiskveiða byggðist á 12
mílna landhelgi. Ef ráðstefnan í
Genf yrði árangurslaus, væri
ekki um annað að gera fyrir
Norðmenn en að feta í fótspor ís-
lendinga og færa landhelgina út
í 12 mílur.
Margir sviptir ökuleyfi á þessu ári
Olvun er tíð við akstur og hart á því tekið
í gær munu tveir eða þrír
menn hafa verið sviftir ökuleyfi
vegna ölvunar. En alls munu
þeir vera um eða yfir 30, sem af
þessum sökum hafa verið sviftir
ökuleyfi hér það sem af er þessu
ári, og er það mun meira en á
sama tíma í fyrra.
Vera kann, að ölvun sé þó ekki
meiri en verið hefur, en eftirlit-
Kuldaúlpurnar
Kuldaúlpurnar eru sennilega
beztu skjólfötin, sem íslendingar
hafa nokkru sinni átt. Þær eru
nú orðnar svo algengar, að kalla
má þær eins konar þjóðbúning
íslendinga.
Framleiðsla þeirra er um
tveggja áratuga gömul og er
mjög vaxandi. ,
Norðlendingar kannast við
Hekluúlpurnar. Erlendis vekja
þessar úlpur mikla og verðskuld-
aða athygli. En vegna innflutn-
ingstolla í öðrum löndum hefur
útflutningur í stórum stíl ekki
getað orðið.
Illræmdar mannætur
Enn eru órannsökuð stór en
torfarin landsvæði í Nýju Gíneu.
Þar búa hinir illræmdu hausa-
veiðarar og mannætur. Ur flug-
vélum hafa menn horft yfir land
þeirra og er þar sýnilega nokkur
verkmenning, svo sem áveitur.
En frumskógar og fjallgarðar
hafa torveldað alla rannsókn á
þessum þjóðflokkum til þessa.
ið strangara, og þykir það lík-
legra. — Yfirleitt mun þess ekki
hafa verið gætt sem skyldi, að
ölvun og akstur fer illa saman,
og er meira en mál til komið fyr-
ir ökumenn að hugsa alvarlega
um þessa hluti.
Löndunartregða.
Hinn 25. okt., kosningadaginn,
varð hörð rimma á fjölmennum
fundi fisklöndunarmanna í
Grimsby. Samþykkt var þó á
endanum, að landa úr íslenzka
togaranum Karlsefni, sem þá var
á leiðinni þangað með fisk. Þar
með var hið nýja löndunarbann
úr sögunni, a. m. k. í bráðina.
Ymis fíðindi úr nágrannabyggðism
Síldarverksmiðjan
athuguð
Húsavík 3.' nóvember. Smáföl
er á jörð og fremur stopular
gæftir. Hingað kom nýlega
tæknilegur framkvæmdastjóri
Síldarverksmiðja í'íkisins til at-
huga möguleika á stækkun síld-
arverksmiðjunnar hér og gera
áætlanir þar um.
Byrjað er að leggja gangstéttir
hér í kaupstaðnum. Nýlega er
lokið viðgerð og endurbótum á
vatnsveitu kaupstaðarins. Lögð
var aðalvatnsæð í norðurhluta
hans og er þar með bætt úr lang-
vinnum vatnsskorti í þeim bæj-
arhluta.
Kirkjukórar á æfiiigu
Reynihlíð 3. nóvember. Á
sunnudaginn var komu allir
kirkjukórar í Suður-Þingeyjar-
sýslu saman í Skjólbrekku. Hófst
samkoman með kaffidrykkju, en
einstakir kórar sungu á meðan
uppi á leiksviðinu. Þarna voru
saman komin 240 manns.
Ræður voru fluttar og sameig-
inleg söngæfing að borðhaldi
loknu og að lokum var dansað
fram á nótt. Fundur þessi mun
hafa verið haldin til undirbún-
ings söngmóti næsta vor.
Mikið er unnið að byggingum.
Sex íbúðir eru í smíðum í sveit-
inni og nokkur útihús, bæði fjós
og hlöður. Ennfremur hefur ver-
ið unnið að kirkjubyggingunni í
Reykjahlíð í sumar. Ekki er hið
nýja guðshús fokhelt orðið, en
þó komið undir þak.
Nokkrir hafa farið til rjúpna,
en veiði verið misjöfn og yfirleitt
lítil.
Kennarafundur á
Sauðárkróki
Sauðárkróki 3. nóvcmber. Föl
er á jörðu en veður gott. Afli
hefur verið hinn sæmilegasti að
undanförnu.
Nýlega var haldinn hér sam-
eiginlegur fundur kennara fyrir
Húnavatns- og Skagafjarðarsýsl-
ur og prestum boðið á fundinn.
Á fundi þessum voru 41 og þar
af 35 starfandi kpnnarar.
Stefán Jónsson námsstjóri
flutti erindi um móðurmálið og
hættur þær, sem að því steðjuðu.
Séra Lárus Arnórsson flutti er-
indi um kristindómsfræðslu í
skólum og Þoi'steinn Einarsson
íþróttafulltrúi um líkamsrækt og
iðkun íþrótta í skólum. Þá sýndi
Gestur Þorgrímsson skuggamynd
ir og kynnti notkun þeirra í
kennslu og Jón Björnsson ávarp-
aði fundinn og flutti skorinorða
tillögu um áfengismál.
Fundti heita uppsprettu
Blönduósi 3. nóvembcr. Eftir-
leitarmenn á Eyvindarstaðaheiði
fundu heita uppsprettu í Tjarn-
ardragi uppi undir Hofsjökli. —
Mýi-ardrag þetta, hið svonefnda
Tjarnardrag, er ógreitt yfirferð-
ar, en sér vel yfir, svo að gangna
menn munu ekki oft hafa um það
farið.
En að þessu sinni var sá mað-
ur með í för, sem vel kannaðist
við hverahrúður og önnur þau
litbrigði, sem venjulega fylgja
Hvað eiga þeir gömlu að gera?
Langlífinu fylgja mörg vandamál
Vincent Asky, forseti lækna-
félags Bandaríkjanna, sagði ný-
lega, að líkur bentu til þess að
meðalaldur manna myndi bráð-
lega verða 100 ár eða jafnvel
125 ár.
Þá ágizkun rökstuddi hann m.
a. með því að benda á þróun
Þreftán nýir menn sifja á Álþingi
Töluverðar breytingar verða á
skipan Alþingis eftir þessar
Selja dætur sínar
Samkvæmt erlendum fréttum
fer það mjög í vöxt í Japan, að
fátækir foreldrar selii dætur sín-
ar til leynilegra pútnahúsa. Lög-
reglan þar í landi hefur látið það
uppi, að fyrstu 6 mánuði þéssa
árs hafi 2850 ungar stúlkur verið
seldar á þennan hátt. Vændishús
hafa að vísu verið bönnuð þar í
landi með lögum, en í þess stað
eru tehús, gistihús og vínkrár,
sem að nokkru þjóna sama hlut-
verki. Verðið er um 500 krónur
fyrir 14—20 ára stúlkur, misjafnt
eftir vexti og verkhæfni.
kosningar. Til dæmis fjölgar
þingmönnum úr 52 upp í 60.
Þrettán nýir þingmenn taka nú
sæti á þingi. Þeir eru þessir:
Garðar Halldórsson, Jón Skapta-
son, Sigurður Ingimundarson,
Jón Þorsteinsson, Birgir Finns-
son, Pétur Sigurðsson, Birgir
Kjaran, Alfreð Gíslason, Geir
Gunnarsson, Bjartmar Guð-
mundsson, Jónas Pétursson,
Auður Auðuns og Eðvarð Sig-
urðsson.
Nokkrir menn víkja nú af
þingi, sem áður hafa setið þar
lengi, svo sem: Bernharð Stef-
ánsson, Páll Zóphoníasson, Björn
Olafsson, Sigurður Bjarnason,
Jón Pálmason og Áki Jakobsson.
Óvíst hvenær Alþingi hefst.
undanfarandi ára og hinna stór-
stígu framfara læknavísindanr.a,
ásamt bættum lífskjörum fólks í
ýmsum löndum.
En með lengdu æviskeiði skap-
ast ýmis ný þjóðfélagsvandamál,
sagði hinn bandaríski læknir. —
Það er til dæmis nauðsynlegt að
hverfa frá þeirri firru, að láta
menn hætta störfum á sjötugs-
aldri.
KRAKKAR
Sjáið þáttinn ykkar á sjöundu
síðu. — Geymið hann!
hinum heitu stöðum. Þóttist
hann sjá þess merki í mýrar-
dragi þessu, að þar myndi heitt
vatn, og var þetta þá rannsakað
og reyndist rétt vera. Ekki er um
það vitað, að menn hafi fyrr orð-
ið þessa jarðhita varir.
Á laugardaginn kemur halda
stuðningsmenn B-listans sam-
komu í Húnaveri og mun hún
verða vel sótt eftir hin góðu
kosningaúrslit í Norðurlands-
kjördæmi vestra.
Um mánaðamótin opinberuðu
trúlofun sína Bjarni Sigurðsson,
Barkarstöðum, og ísgerður Gunn
arsdóttir, Þverárdal, ennfremur
Sigfús Guðmundsson, Eiríksstöð-
um, og Jóhanna Björnsdóttir,
Gili. Fólk þetta er allt í Bólstað-
arhlíðarhreppi.
Byrjaði að snjóa fyrsta
vetrardag
Ólafsfirði 3. nóvember. Hér tók
að snjóa fyrsta vetrardag og er
kominn ofurlítill snjór. Þó hefur
Lágheiði verið fær bifreiðum
fram að þessu.
Fiskafli hefur verið heldur
tregari en áður. Ógæftir hafa
líka hamlað veiðum. Ekki voru
farnir nema þrír róðrar í síðustu
viku.
Búið er að spila félagsvist í
þrjú kvöld. En fram undir þetta
hafa allir haft nóg að starfa, bæði
við sjóinn og einnig við bygg-
ingaframkvæmdir. Nú hefur
verið gripið inn í og torveldað
vinnu til sjós og lands. En menn
mega vera ánægðir, því að
haustið hefur verið með ágætum
hvað atvinnu og alla afkomu
snertir.
Slátrun í Haganesvík
Hagaiiesvík 3. nóvember. Slátr-
un lauk 12. október. Alls var
lógað 4021 fjár og var meðalvigt
dilka 14.66 kg., en var í fyrra
13.75 kg. Aðgætandi er, að mör-
inn fylgir ekki skrokkunum, en
hann er um 1 kg.
Þyngsti dilkurinn var 25 kg.
Eigandi Alfreð Jónsson, bóndi,
Reykjarhóli. En mesta meðalvigt
dilka var 17.395 kg. hjá Hart-
mann Guðmundssyni, Þrasa-
stöðum í Stíflu.
Sjaldan hefur verið farið á sjó,
en aflast vel.
Siglufjarðarskarð er nú talið
teppt, en jeppi fór þar þó um í
dag.
Enn sfanda ógnir af mæðiveikinni
Hún hefur stuiigið sér niður við ísafjörð
Liðið er nokkuð á annan ára-1 Nú í haust varð mæðiveiki
tug síðan fjárskipti vegna mæði- vart á bænum Múla í Nauteyrar-
veikinnar hófust. Hinn stórfelldi hreppi við ísafjaroardjúp.
niðurskurður í heilum landshlut-
um og . fjárskiptin, öllu bænda-
stéttinni gífurlegu tjóni.
Vonir manna um algerða út-
rýmingu mæðiveikinnar hafa
brugðist, þrátt fyrir hinar miklu
Niourskurður var fyrirskipað-
ur þegar í stað á öllu fénu á
bænum, 220 fjár. Engin skýring
heíur fengist á því, hvernig
veikin hefur borizt í Nauteyrar-
hrepp, þar sem ósýkt svæði
liggja þar að.