Dagur - 18.11.1959, Blaðsíða 4

Dagur - 18.11.1959, Blaðsíða 4
4 SkrifWofu i ■HalnoAlra.'ti !»() — Sími 1106 klTSTJÓRf: ERLIN G l! R 1) A V í I) S S O \ -V ut' I vsii iitast jmi: : JÓN SVMÚELSSON ___ * .Vrjjangiirinn kostar kr. 75.00 ~ BIaðiíí Ktinurjút;i iniðvikmlögUT' faugarduguni, þcgar cftii stamla til Gjaltldagi tr I. juli RRENTVT.HK <»I>DS HJtÍRNSSONAR H.F. Ætlar strandkapteinninn að sigla? UNDANFARNAR vikur hafa stöðugar samningaviðræður farið fram á milli Sjálf- stæðisflokksins og Alþýðuflokksins um mynd- un nýrrar ríkisstjórnar. í gær höfðu viðræður þessar þó ekki borið þann árangur, sem við hefur verið búizt. Þó er útlit fyrir að saman dragi hjá þessum flokkum og að þeir myndi ríkisstjóm. Aðrar viðræður milli stjómmála- flokka hafa ekki orðið. Framsóknarflokkur- :inn óskaði eftir því við Alþýðubandalagið og Alþýðuflokkinn, að flokkarnir athuguðu giundvöll fyrir myndun nýrrar vinstri stjóm- ar. Alþýðubandalagið taldi sig fúst til við ræðna, en Alþýðuflokkurinn hefur enn ekki svarað, enda upptekinn af samvinnu sinni við íhaldið. Allt síðan kosningar fóru fram, hefur for- maður Sjálfstæðisflokksins verið að streitast við stjórnarmyndun. Aðalblað flokks hans lýsti því yfir að kosningum loknum, að sam- stjórn Sjálfstæðis- og Alþýðuflokks væri það, sem koma skyldi. Stefnuskrár þessara flokka eru líka orðnar svo líkar, að trúlegt má telja, að ekki verði mikill málefnaágreiningur. — Einnig væri eðlilegast, að ílokkarnir, sem stjórnað hafa landinU sðasta ár, haldi því áfram. af því að þeir hafa til þess nægan meirihluta á Alþingi. Mun þá brátt koma í ljós, hvort J>eir eru þess megnugir. Og víst hafa þéir til þess unnið að taka við stjóm landsins úr eigin hendi. En ]>að er táknrænt í umræðum um stjóra- armyndunina, sem sunnanblöðin segja dag- lega frá, að hvergi er .þar minnzt á væntanlega stefnu í nokkru máli, en fyrst og fremst rætt um menn í þennan eða hinn ráðherrastólinn. Hins vegar gloppast það stundum upp úr stjórnarblöðúrium. að efnahagsmálin séu komin á svo hættulegt stig, að nýjar ráðstaf- anir séu knýjandi nauðsyn, og mun rétt vera, ]>ótt það stangist á við þær endurteknu og ósvífnu fullyrðingar Alþýðuflokksins fyrir kosningamar, að stjórnin hefði unnið bug á dýrtíðinni í landinu. Sjálfstæðismenn, með Ólaf Thors í broddi fylkingar, hafa við ýmsan vanda að etja í brimgarði stjórnmálanna. I»eir töpuðu í síð- uistu kosriingum og svíður það meira en flest annað. Flokkurinn skiptist í tvær andstæðar fylkingar í afstöðu sinni til Alþýðubandalags- ins. Flokksformaðurinn og ýmsir fylgismenn hans tréysta sér ekki til að stjóma landinu við fjandsamlega afstöðu Alþýðubandalagsins, en aðrir þverneita að hafa við þá nokkust sam- neyti. „Leiðtogar, sem tapað hafa höfuðorr- ustu, verða að minnsta kosti að hlusta á vam- aðarorð þeirra fylgismanna sinna, sem enn standa uppi,“ segir kunriuT, reykvískur Sjálf. stæðismaður í Vísi 7. þ. m. Formaður Sjálfstæðisflokksins, sem mestur er strandkapteinn allra íslenzkra stjómmála- jmanna, vill sigla, en byr hlýtur að ráða. D A G U R Miðvikudaginn 18. nóv. 1959 Takið eftir! TIL SÖLU ER NÝR HEKLUFRAKKI Til sýnis í Brekkugötu 31, niðri. — Sími 1952. Herbergi til leigu Fæði.fyrir 2 á sama stað. • Afgr. vísar á. TIL SOLU: Armstólar og unglingarúm. Uppl. i NorSurgötu 44. - „Allir eitt“ klúbburinn Munið ÐANSLEIKÍNN í Alþýðuhúsinu laugardaginn 21. þ. m. kl. 9 e. h. Mætið stundvíslega. STJÓRNIN. Tónlistarkynning MÍR í Lórii sunnudaginn 22. nóv. kl. 4. — Aðgangur ókeypis. r Utvarpstæki með bátabylgju, til 'sölú í Brekkugötu 1, 3. hæð, (sama hus og Kjörbúðin). Takið eftir! DÖMUPEYSUR fallegt iirval. ÚLPUR úr ullarefnum. Gærufóðraðar úlpur SKÍÐABUXUR SKÓLABUXUR mislitar, fallegir Iitir. NÆRFÖT hlý og ódýr. BABYDOLL NÁTTFÖT mjög ódýr. Undirkjólar, skjört, buxur og crepbuxur o. m. fl. KLÆÐAVERZLUN SIGURÐAR GUÐMUNDSSONAR H.F. Sögufélagsbækurnar 1958 eru komnar. Áskrifendur eru beðnir að vitja þeirra sem fyrst. INDRIÐI HELGASON IÍáðhústorgi 1. Bíll til sölu Willy’s Statión, smíðaár ’53. Afgr. vísar á. TIL SOLU 2 Westinghouse hitatúbur, 10 og 5 kw. — Enn fremur Rafha-hitadunkur. Uppl. í sírna 1879. Spilakvöld hjá Iðju IÐJETKLÚBBURINN verður n. k. föstudag í Alþýðulnisinu kl. 8.30. — Spiluð verður félágsvist. — Góð kvöldverð- laun. — Ðömuverðlaun verða Heklunáttkjóll. — Herraverð- laun, saumalaun og tillegg á herraföt (Saumastofa Jóns M. Jónssonar). — Dansað á ejtir. Hljómsveit hússins leikur. — Helena syngur með hljóm sveitinni. — Munið hin glæsi- legu heildarverðlaun. STJÓRNIN. Frá Feldinum Hinir margeflirspurðu „Lady“-jakkar kornnir aftur. Bleikir, bláir, grænir, drapp. EINNIG „0rlon“-jakkar 2 teg. hvítir. VERZL. DRÍFA SÍMI 1521 FELAGSFUNDUR Verkakvennafélagið Eining heldur félagsfuhd í Ásgarði (Hafnarstræti 88) sunnudag- irin 22. nóvember kl. 4 síðd. DAGSKRÁ: 1. Inntaka nýrra félaga. 2. Ýms aðkállandi félags- mál. 3. Kvikmynd. Fjölmennið stundvislega. STJÓRNIN. Stúlka óskast hálfan daginn á gott heim- ili í Reykjavík. Fæði og húsnæði fylgir. Tilvalið fyr- ir þá, sem vildi stunda t. d. kvöldnámskeið. — Úppl. í síma 1792, Akureyri. KJOLAEFNI _ mikið urval, dökkir og Ijósir litir. BÓMULLAREFNI röndótt og köflótt i pils og buxur. CREPNYL0NS0KKAR saumlausir og með saum. KVENBUXUR bómullar, kr. 17.00. VERZLUNIN LONDON TÆKIFÆRISGJAFIR Höfum mikið og fjölbreytt úrval af GJAFAVÖRUM. Úra og skartgripaverzlun FRANC MICHELSEN Kaupvangsstræti 3 . Sími 2205 £»íííííííí=ííííííí=ííííííííííííííííííííííííííííííííííííft LJÓSABRAGUR (Sunginn í revíunni „Ekki er hann iðjUlaUs“ hér á Akureyri 1941.) LAG: ÓLI SKANS. Hér kotíi fyrst af hreinni list 13 Helgi magri á skipi, kom með bú, börn og frú, beljur og aðra gripi. Ljósin, ljósin, ljósin hans brunnu þó að stífla kæmi í bæjarlækinn hans. Ljósin, íjósin, Ijósin háns voru bara tólgarkerti á tóiletborði hans. LAG: FINGRAPOLKI. En svo koma seinna grútarlampar olíulámpar og eldhúslampar, og svo koma loksins glóðarlampar, og Glerá er virkjuð og Laxá svo. Og útkoman af þessú öllu, sko! Já, er ekki myrkrið, do, do, do? Eirihver frétt er að oss rétt um Snjóflóð í fjallinu Otterstedt. LAG: ÓLI SKANS. Já, því er verr, nú þokað er þúsund ár til baka og um að gera að eiga sér einhvem kertastjaka, því rafmagnsljósin, Ijósin hér brenna helzt á sumrin, þegar bjartasólskin er, én vetrarijós og ljósmatUr eru: tunglið, norðurljósin, kerti Og eldspýtur. Jj. S. (Veturinn 1940—41 féll snjófióð á línuna í Ljósavatnsskarði, og varð af þeim sökum rafmagnslaust hér um hríð.) ÞANKÁR OG ÞÝÐINGAR VARNAÐARORÐ Hinn frægi danski bindindispostuli, Larsen-Ledet, kom eitt sinn til sveitaþorps nokkurs til þess að flyxja ræðu uiii birtdindisiiiál. Hann h'óf mál .sitt á þessa leið: — Hvað er það, sém hressir mann bezt á Sólheitum sumardegi, hvað styrkir mest og endurnærir eftir langa og erfiða göngufefð. ... Er hér var koiiiið, rauk formáður bindindisfélagsins í þorpinu upp úr s’æti sínu og kallaði: — Ef nokkur hér inni nefnir öl einu orði, þá verður honúm hent út! HVENÆ.R -? Þýzki leikarinn Alexander Moissi (1880—1935) lék einu sinni sem gestur í Dagmar-leikhúsinu í Kaup- mannahöfn. Dag nókkiirn, er Moissi er staddur á svið- inu, hittir liann leikstjórann og spyr: — Wann beginnt die Probe morgen friih? (Hvenær fayrjar æfingin í fyrramálið?) Leikstjórinn starir á Moissi,-en skilur ekki. — Wann? hrópar Moissi óþolinmóður. Allt í einu rennur upp ljós fyrir leikstjóranum. Hann þýtur út af syiðinu og kemur fagnandi aftur að vörmu spori með Vatnsglas í hendinni.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.