Dagur - 18.11.1959, Blaðsíða 8

Dagur - 18.11.1959, Blaðsíða 8
Bagtjk Miðvikudaginn 18. nóv. 1959 Tíu Mývetningar við fjárgæzlu í óbyggðum Reynihlíð 17. nóv. — Víða vantar fé ennþá, og ekki öll kurl komin til grafar. Tíu menn halda til austur í Péturskirkju við fjár- gæzlu. Þangað fóru svo tveir menn í gær með nesti handa iþeim. Fjárgæzlumennirnir eru að færa féð saman og búa það undir heimferðina. En það er klökugt mjög eftir hríðina og illfært til gangs fyrr en klakabryjnan losn- ar af því. Eftir hríðina hafa um 30 kisdur fundist í fönn. Á Gautlöndum hrakti 13 kindur fram af bakka Sandvatas og fórust þær allgr. Nokkrar kindur frá Grænavatni hafa fundist dauðar. Menn treystu um of á veður- stofuna að þessu sinni og voru grunlausir um þann skaðræðis- byl, sem yfir gekk. Ekki er bílfært um syeitina, en snjóbíll kom hingað til að sækja rjóma og kemur aftur þeirra er- inda á morgun. Enn rekur tundurdufl Leifshúsum 16. nóv. — í óveðr- inu sem gekk hér yfir 8. og 9. þ. m. setti niður allmikinn snjó. — Flestir bændur hér í sveit náðu öllu sínu fé í hús strax í byrjun hríðarinnar. Einn bónda vantaði þó nokkrar ær, en þær fundust í fönn eftir 2—3 daga, og voru þær úr nág Bændaklúbbsfundur verður að Hótel KEA mánu- daginn 23. þ, m. á yenjulegum tíma- Umræðuefni: Félags- heimili og rekstur þeirra. — Frummælandi verður Þor- steinn Einarsson íþróttafulltr. Spilakvöld hjá Iðju Eins og auglýst er í blaðinu í dag hefur Iðja, félag verksmiðju- fólks, spilakvöld í Alþýðuhúsinu n.k. föstudag kl. 8.30 e. h. — Sér- stök ástæða er til að vekja at- hygli á hinum glæsilegu verð- launum, sem er ferð til megin- landsins fyrir tvo, önnur verð- laun 12 manna matarstell og þriðju verðlaun skíðaskór. Ágóð- in rennur í styrktarsjóð félagsins. lifandi. — Rafmagnslaust var hér, eins og annars staðar á orku- veitusvæði Laxár, í 4 sólarhringa, líka biluðu rafmagnslínur. Mikið var líka um að símalínur slitn- uðu, en nú mun aðgerðum á þeim lokið. Hríðarbylur þessi var, hvað veðurhæð og sjógang snerti, svip aður mannskaðaveðrinu 14. des. 1935. Mjólkurflutningar féllu niður í 3 daga, en um miðja sl. viku voru vegir ruddir, og er nú greiðfært til Akureyrar. ,Fjárheimtur eru í lakara lagi, og er helzt kennt um hríðaráhlaup- unum sem gerði í júpí sl„ en þá voru flestir búnir að sleppa fé. Nokkrir bátar hafg farið á sjó, og hefur veiðzt töluvert af svart- fugli. Enn hefur eitt tundurdufl rekið hér, í þetta skipti á fjörur Svein- bjarnargerðis, virðist seint ætla að taka fyrir þann ófögnuð, og þá hættu, sem af því getur stafað. S. Y. Rafmagnssæstrengur- inn til Mríseyjar bilaði Hrísey 17. nóv. — í ofsaveðrinu um fyrri helgi bilaði rafmagns- strengurinn, sem liggur frá Naustavík á Árskógsströnd til Hríseyjar. Bráðlega verður gert við hann, eða svo fljótt sem veð- ur leyfir og undirbúningur hefur farið fram. Mikið hafrót var hér og aldrei hafa önnur eins feikn af þara borizt hér á land. Þara- bunkarnir eru nær mannhæðar háir og upp í 10 metra breiðir í fjörunum. Klapparós stíflaðist Kópaskeri 17. nóv. — Smám saman lagast heimturnar. Fé er að finnast, þótt enn vanti töluvert margt. Á Einarsstöðum vantaði til dæmis 40 kindur, sem frá var sagt í fréttum. En í gær fundust 33 af þeim. Yfirleitt vantar eitt- hvað af fé ennþá á mörgum bæj- um. Bílfært er fram í miðjan Ax- arfjörð. En þegar fram að Ærlæk kemur vex snjórinn mjög og er þar ófært bifreiðum. í Keldu- hverfi er ástandið mun verra hvað fénaðarhöld snertir og virð- ist töluvert tjón hafa orðið þar. Sjór gekk yfir veginn hjá Harð- bak og á milli bæjanna Blikalóns og Sigurðarstaða á Sléttu og tók hann af, svo að þar þarf miklar viðgerðir til að bílfært verði. Þá stíflaðist Klapparós og myndað- ist þá mikil uppistaða í lóninú innan við. Brúin yfr ósnn fór í kaf upp á mið handrið og mann- hæðardjúpt vatn varð á veginum. Lónið hljóp svo fram á þriðju- daginn. Fjörutíu metra skörð í skjólgarðinn Ólafsfirði 17. nóv. — Nú er veður gott. Bátarnir hafa róið og fengið 6—8 skippund í róðri, — Skemmdir urðu meiri á skjól- garði hafnarinnar, en fyrst var áætlað, í garðinn komu tvö skörð, sem eru um 40 metrar samanlagt. Þar gengur sjórinn óbrotinn í gegn. Um 40 ær fórust á Narfastöðum Hvítafelli 17. nóv. — í Reykja- dalshreppi mun hafa farizt um 100 fjár, þar með talið fé, sem enn hefur ekki fundizt. Hjá Karli bónda Jakobssyni á Narfastöðum fórust um 40 ær og er það nær helmingurinn af fé bóndans og skaðinn tilfinnanlegur. 1 Stafni eru 30 kindur dauðar og týndar. Á mörgum bæjum vantar enn nokkrir kindur og er ekki séð fyrir endann á því ennþá, hvað af því fé, sem enn vantar, er dautt. í Stafni fór yfir 100 fjár í fönn og enn eru að finnast fenntar kindur. Færi er sæmilegt hér í dalnum og stillt veður, en út í Aðaldal hefur vei'ið renningur og mjög 'erfitt yfirferðar, þótt reynt hafi verið að brjótast áfram á trukk- um. Steindór Jónsson skipstjóri og útgerðarmaður við stýrið á Drang og Tryggvi Heigason við nýju sjúkraflugvclina. (Ljósmynd: E. D.). Þeir stjórna nýju farartækjunum Nýr póstbátur og ný sjúkra- I Grímseyjar og Kópaskers. Hún flugvél eru fagnaðarefni Norð- er nú ferðbúin til sjúkraflutn- lendinga. En þessi farartæki' inga og annarra fex-ða, þar sem lendingarskilyrði leyfa. En und- aníarið hefur Tryggvi Helgason flugmaður unnið við ýmsan und- irbúning bæði við vél og flug- skýli. Afgreiðslusími sjúkraflugvél- arinnar verður 1790, en þangað til er síminn 1217. komu samtímis til Akureyrar og hefur áður verið getið. Drangur hefur farið sínar póst- ferðir til nokkurra norðlenzkra hafna og hefur hvarvetna verið vel fagnað. Sjúkraflugv'élin hefur líka far- ið sínar fyrstu feröir, bæði til Ókeypis fónlisfarkynning í Lóni Næstkomandi sunnudag (22. Leikur hinn heimsfrægi snilling- nóv.) kl. 4 síðdegis verða haldnir hljómleikar í salnum í Lóni. Ak- ureyrardeild MÍR gengst fyrir þessum hljómleikum, og verða þar flutt af hljómplötum nokkur rússnesk og sovézk tónverk, sungin og leikin af ýmsum af frægustu tónlistamönnum Sovét- ríkjanna. Allir eru velkomnir meðan þúsrúm leyfir. Aogangur er algerlega ókeypis. Þessi tónverk verða flutt: 1. Strokkvartett nr. 1, eftir rússn. tónskáldið P. Tsjajkovskíj. Kvenfélagið Baldursbrá minnist 40 ára afmælis Á laugardaginn var minntist Kvenfélggið Baldursbrá í Gler- árhverfi á Akureyri 40 ára af- mælis síns með myndarlegu sam- - íslendingar drekka ... Framhald af 1. siðu. arar ekki undanskyldir, ganga einnig í lið með honum í verki, er ekki heldur von á góðu. Á meðan vín þykir hæfa á mestu |sæti í Landsbankahúsinu. Núver- hátíðastundum þjóðar og ein- staklinga, er ekki nema von að unglingarnir taki vinsamlega af- stöðu til vínnautnarinnar og gangi áfengispúkanum á hönd fyrr eða síðar. Hvort sem menp neita því eða játa, að vínneyzla sé ætíð skað- leg á einhvern hátt, ættu menn áð geta verið samtaka um, að fordæma svo mikla drykkju, að hún leiði til ofurölvunar, þ. e. að menn verði ósjálfbjarga, bæði andlega og líkamlega. Vera má, að íslendingar hafi efni á að drekka, um það má endalaust deila. Þó mætti það vera meira til umhugsunar, að einstaklingarnir, sem allir keppa að betri lífskjörum, drekka áfengi samanlagt dag hvern, sem svarar til verðs á einbýlishúsi. Félagið var stofnað til að styðja bágstadda og hefur starfað til að 2efa andi formaður félagsins, frú Svanhildur Þorsteinsdóttir, stjórn aði því, en frú Margrét Jóhann- esdóttir, fyrrv. formaður, rakti sögu félagsins í stórum dráttum. Baldursbrá var stofnuð 1919 af 33 konum í Glæsibæjarhreppi. — Hvatamaður að félagsstofnuninni var Stefán Stefánsson á Hlöðum. En frú Guðrún Jóhannsdóttir frá Ásláksstöðum stofnaði félagið og var formaður þess 15 fyrstu árin. Markmið þessa félags var frá upphafi, að rétta bágstöddum hjálparhönd. Aðalstarf' félagsins hefur verið í því fólgið að afla fjár til að gefa og má segja, að slíkur félagsskapur á sér enga andmælendur, en marga vini og velunnara. Félagið stofnaði Systrasjóð til að hjálpa félagskonum í veikind- um eða fátækt. Það réði Önnu Sigurjónsdóttur, nú húsfreyju að Þverá, til hjúkrunarstarfa og gegndi hún því starfi í 3 ár. Vorið 1936 fékk Baldursbrá 2 dagsláttur lands á fögrum stað í hverfinu og ræktaði garðávexti, en síðan var plantað þar trjá- plöntum, sem da'fna vel, þar er að verða hinn fegursti reitur, eins konar lystigarður í Glerárhverfi. En Glerárhverfi er eitt hið feg- ursta bæjarstæði sem til er hér á landi og mikil fjölbreytni í lands- Ingi og sérkennilegir staðir. Kvenfélagið Baldursbrá hefur gefið peningaupphæðir til fjöl- margra líknar- og menningar- mála. Það nýtur vinsælda og vinnur enn í anda þeirra hug- sjóna, sem það er sprottið af. í hófi Baldurbráar svignuðu borð undir krásuni. Margar stutt- ar ræður voru fluttai- og árnað- aróskir. Þessir kvöddu sér hljóðs: Sesselja Eldjárn, Elinborg Jóns- dóttir, séra Pétur Sigurgeirsson, Ingibjörg Halldórsdóttir, séra Kristján Róbertsson, Theodór Daníelsson og Jón Rögnvaldsson. Allt mælti fólk þetta hlýlega til afmælisbarnsins og árnaði því heilla. Gamanþátt fluttu frú Kristín Konráðsdóttir, ungfrú Bára Ax- elsdóttir og Jón Ingólfsson. Jó- hann Ögmundsson söng afmælis- kvæði við undirleik Áskels Jóns- sonar og á milli atriða var al- mennur söngur. Að lokum var stiginn dans. Félaginu barst peningagjöf frá Bergi Björnssyni, Höíða brekku, í tilefni afmælisins. Kvenfélagið hefur gert þessar konur að heiðursfélögum sínum: Guðrúnu Jóhannsdóttur frá Ás- láksstöðum, Sigríði Jónsdóttur, Bandagerði, og Guðrúnu Jóns dóttur frá Svalbarði. j> Á merkum tímamótum hinna ýmsu kvenfélaga rifjast það upp hve fórnfús störf þau hafa unnið um land allt á undanförnum ára- tugum. Þar er Baldursbrá sann arlega engin undantekning. — Skylt er og ljúft að þakka slík störf og meta þau að verðleikum. ur Davíd Ojstrakh á fyrstu fiðlu. 2. Nokkur rússnesk sönglög, susgin a ffrægum sovézkum ein- söngvurum. 3. Minningaljóð, lagaflokkur eftir sovézka tónskáldið G. Svírídov. Flytjendur eru tenor- söngvarinn Alékséj Maslénnikov og Hinn akademíski rússneski ríkiskór Sovétsamyeldisins, ásamt Fílharniónísku ríkishljómsveit- inni í Moskva. Stjórnandi: E. Svétlanov. 4. Söngkviða um ættjörðina eftir sovét-armenska tónskáldið A. Arútjúnjan. Flytjendur eru einsöngvararnir Z. A. Dolúkhan- ova og V. P. Zakharov, ásamt Kór og hljómsveit Ríkisútvarps Sovétsamveldisins. Stjórnandi E. T. Svétlanov. Um tvö síðasttöldu tónverkin má geta þess, að hljómplöturnar með þeim eru, ásamt nokkrum fl'eiri plötum, gjöf frá stjórn Tónskáldafélags Sovétríkjanna, valdar sérstaklega sem táknandi dæmi um Sovét-tónlist. Allir tónlistarunnendur eru hvattir til að hlýða á þessa tónleika, ef þeir geta komið því við. Salurinn í Lóni er einkar vistlegur og fer mjög vel með tónlist. Tónverkin verða kjmnt stutt- lega, jafnóðum og þau verða flutt. Á. S. Sigurður Lúther á Foss- lióli látinn Sú harmafregn barst hingað sl. föstudag, að Sigurður Lúther Vigfússon bóndi og gestgjafi á Fosshóli væri látinn. Hann var héraðs- og lands- kunnur fyrir hjálpfýsi, dugnað og óbilandi bjartsýni og lífsgleði, og verður hans nánar getið síðar hér í blaðinu. i

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.