Dagur


Dagur - 21.11.1959, Qupperneq 4

Dagur - 21.11.1959, Qupperneq 4
D AGUR Laugardaginn 21. nóvember 1959 Laugardaginn 21. nóvember 1959 D AGUR 5 Skrífstnfii i Hafititrstt'ivtt !t() — Sítni ! f()(i RJTSTJÓUf: ERLIN G U R i> A V í I> S S O N Auí’lvstnaast jói i: JÓ.N S V M T f I SSON Árganguriiin knstiir kr. 7.r».(H! Jil.uSiA kt'tnur út á niifívtkuÁöguni og lauganltiguni, þcgar t'lni stantla til C.jaltldagi cr I. júlí PUENTVF.HK C)l)I>S UJÖItNSSOVAR H.F. NÝ RÍKISSTJÓRN J FYRIR NÁLEGA einu ári varð sá atburð- ' ur í íslenzkri stjórnmálasögu, að verkalýðs- ! flokkur myndaði ríkisstjórn með fulltingi 1 auðhyggjumanna. Síðan hefur Alþýðuflokk- ! ur, studdur af Sjálfstæðisflokknum, farið i með æðstu völd í landinu. Stjórnin hóf feril sinn á [>ví að færa niður laun manna með lög- um, ennfremur verð vsíitöluvara, hækkaði ! útflutningsuppbætur og niðurgreiðslur um liundruð milljóna, lækkaði framlag til verk- j legra framkvæmda, jók innflutning hátoll- í aðra og miður nauðsynlegra vara, setti bráða- i birgðalög er sviftu bændur viðurkenndum i réttindum og eyddi helztu sjóðum þjóðarinn- i ar. Vísitala framfærslukostnaðar hélzt óbreytt, ! svo og vinulaun. Alþýðuflokkurinn hélt því fram fyrir kosn- i ingarnar í haust, að unninn væri sigur á dýr- tíðardraugnum og benti á vísitöluna og kaup- I gjaldið. Honum láðist að geta þess, að hinar gífurlegu niðurgreiðslur og uppbætur af ýmsu tagi, kostuðu nokkur hundruð millión- 1 ir króna — fram yfir það sem áður var. — ' Dýrtíðardraugurinn var því ekki yfírunninn, heldur alinn og fitaður meira en nokkru I sinni áður á kostnað almennings, því að i hver einasti eyrir til uppbóta og niður- i greiðslna, er sóttur í vasa borgaranna. Hið 1 einstæða glapræði, að Alþýðuflokkurinn tók í við stjórnartaumunum, veldur því að erfið- ! ara er nú en fyrir ári síðan að sporna við vax- ! andi öngþveiti í efnahagsmálunum. Á nær , eins árs stjórnarferli Alþýðu og Sjálfstæðis- i flokksins hefur aðeins verið tjaldað til eínnar ] nætur og afleiðingunum af bráðabirgðaráð- stöfunum í efnahagsmálum velt yfir á fram- ! tíðina. Sjálfstæðisflokkurinn lagði megin- ! áherzlu á tvenns konar áróður í sumar og I haust. í fyrsta lagi að ófrægja vinstri stjórn- I ina og í öðru lagi halda því blákalt fram, að I leiðin til bættra lífskjara væri sú ein, að gefa flokknum aukin völd. — Kjósendur svöruðu j :með því að svifta flokkinn nokkru atkvæða- I magni. Nú er ný ríkisstjórn mynduð undir forsæti formanns Sjálfstæðisflokksins og með aðstoð og þátttöku Alþýðuflokksins, og fara því í sömu flokkar með stjórn landsins og verið hefur frá því seint á fyrra ári. Snögg umskipti eru orðin á pólicískum greinum aðalblaða stjórnarflokkanna síðustu vikur. Morgunblaðið gerir þá uppgötvun, að nú sé fyrir mestu að segja þjóðinni satt og ! rétt af ástandinu í efnahagsmálunum og hefði fyrr mátt vera. Þar segir líka að hinar auknu uþpbætur og niðurgreiðslur séu „eng- in varanleg lækning á því meini, sem nú þjái íslenzkt efnahagslíf“. Hvar er nú sá arfur, sem Alþýðuflokksstjórnin, með aðstoð Sjálfstæðis- i flokksins, leggur í lófá framtíðarinnar? Eða i er blaðið hrætt við eigin verk og flokks síns? i Framtíðin ein fær úr því skorið, hvort sú hræðsla hefur við rök að styðjast eða ekki. Fyrrverandi stjórn var ekki vandanum vaxin, samkvæmt umsögn aðalstuðningsblaðs henn- ar. Ný stjóm er tekin við völdum, mannfleiri cn hin fyrri, en af sömu rót mnnin. . . . Stákk af austur í Selland. — (Ljósmynd: vig.) .''/'/'✓'/v/v/'/v/'-/v/v/'/'/v/'^'/'rv>v/--/-v/--/'/-v/--/v/'-/v/'/^/v/--/v/v/'Vv/'-/'/'/"rv/--/-/'v/-v/v/^'.-v/v/--/--/v/'-/'v/-v/v.*v/'/'/v/'v/v/v /v/v/'/'-/'/-v/'/v/'-/v/--/v/-/-/'/--/v/-/-/v/-/-/-/'/'/v/-/'/'-/--/'/-W''/'/v/v/v/yv/yv/vVv/v/v/-yyv/'-/v/v/v/v-/v/v^/v/v/--/v/VA-/'-/VA/V Heimsókn í Bókaforlag Odds Björnssonar og samtal við Sigurð 0. Björnsson, prentsm.stj. neitað, að þar er teflt á tæpasta vað —■, og hvernig hún, eftir björgunina úr prísundinni, losnar hægt og bítandi úr hinum innri viðjum fyrir natni Og yfirburði fólksins á Akri og marksækni ástar þess, er varð seinni unn- usti hennar og loks eiginmaður. Ef lýsingin á þróun viðskipta þeirra tveggja er ekki með slíkri sálfræðilegri dýpt, að byrjandi „í faginu“ eigi fyrir það viðurkenn- ingu skilið, þá er eg glámskyggn- ari en svo, að eg þori að trúa því að svo stöddu! í seinasta þriðjungi „Kjördótt- urinnar“ er kynnt önnur saga — fólksins á Akri — með þeim hætti, að mér þætti undarlegt, ef flesta lesendur langaði ekki ákaft til að kynnast þeirri sögu nánar. Sú saga er einmitt sögð ýtarlega í „Draumnum". Draumurinn er m. a. að því ólíkur „Kjördótturinni", að hann er ekki í innbyrðis ólíkum, köfl- um, heldur úr einum steini höggvinn. Hins vegar er marg- breytileiki kafla „Kjördóttur- innar“ engan veginn sjálfsagður ókostur — sýnir fjölhæfni höf. og efnisauð sögunnar; málaferla- kaflinn t. d. er ákaflega fjörlega og skemmtilega sagður — hreint og beint „dramatískur“. Hins vegar er því ekki að leyna, að „Drautnurinn" er samfelldara verk, rishærra og fegurra. Hinar mörgu innbyrðis ólíku persónur „Kjördótturinnar“ eru, að mér finnst, ýmsar skilmerki- lega dregnar og með góðu lífi. Meðal þess sem ritdómarar hefðu vel mátt minnast á, um höfund „Kjördótturinnar“, er það, að hann er tiltölulega sjálf- stæður og frumlegur, af byrjanda að vera, og hugrakkur vel. Mér finnst synd að ætla að „þegja í hel“ slíkan byrjanda. Og mér finnst það ekki bera vott um víð- sýni og stórsýni af hálfu ritdóm- ara, að reka ekki augun í þetta athyglisverða dæmi um það, hve íslenzk sveitaalþýða er enn í dag merkilegum gáfum og áhuga gædd í bókmenntalegu tilliti. „Draumurinn“ er saga um svo mikið drengskaparfólk, með æsku íslands, að það lagði allt í hættu, fyrr og síðar, til að vera hjarta sínu og manndómi trútt. Þar er alveg ný útgáfa af „þríhyrningn- um“, sem er eitthvert sígildasta viðfangsefni heimsbókmenntanna — Hafsteinn lætur sig ekki muna um að leysa þann hnút, sem allir aðrir höfundar hafa orðið að láta sér nægja að höggva á eða ganga frá óhreyfðum ella. Og það ótrú- lega er, að hann gerir það — í krafti frjálshuga kristinnar trúar — þannig, að lesandanum dylst ekki að það gæti verið satt. Unglingasagan er ný Árna- saga — höfundur Árna-sagnanna er Ármann Kr. Einarsson. Þær sögur eru nú teknar að koma einnig út á norsku og að verða álíka vinsælar þar í landi og hér. Þessi nýja nefnist Flogið yfir flæðarmáli. Framhald smásagnanna „Strák- ur á kúskinnsskóm“, eftir ungan höfund er kallar sig Gest Hann- son, nefnist Strákur í stríði — myndskreytt, eins og hin bókin af bróður höfundar. „Strákur á kú- skinsskóm“ seldist upp á viku- tíma, og er upplag „Stráks í stríði“ þess vegna stórt. Seljist það upp, verður fyrri bókin væntanlega endurprentuð. AÐRAR FAGRAR BÓKMENNTIR. Til fagurra bókmennta verður og að telja ferðabók Þorbjargar Árnadóttur, er nefnist Pílagríms- för og ferðaþættir. Tólf sérprent- aðar myndasíður prýða bókina, auk þess sem gerðar hafa verið teikningar við hvern kafla. Fyrri hluti bókarinnar segir frá því, sem öðru fremur hefur vakið at- hygli og hreyft við tilfinningum höfundar í ferðalögum erlendis, en í seinni hluta bókarinnar lýsir höfundur gönguferðum sínum hérlendis — aðallega í Þingeyjar- sýslu. Raunar mætti telja allar bæk- urnar, sem Forlagið gefur út á þessu hausti með meira og minna rétti, til „fagurra bókmennta", því að allar þær bækur, sem enn eru ótaldar, eru skrifaðar af við- urkenndum stílistum, eru flestar sögulegs eðlis og rétt nefndar skemmtilestur, þó að fróðleiks- bækur séu. Skal þá fyrst telja ellefu sagnaþætti eftir hinn vel metna höfund Magnús Björnsson á Syðra-Hóli. Nefnist sú bók Hrakhólar og höfuðból. Fyrsta bók Magnúsar „Manna- ferðir og fornar slóðir“, sem kom út 1957, hlaut verðskuldaða við- urkenningu allra, bæði leikra og lærðra. Sú bók skipaði Magnúsi óumdeilanlega á bekk með örfá- um færustu rithöfundum og fræðimönnum þjóðarinnar um þjóðleg efni. „Hrakhólar og höfuðból“ hafa að geyma ellefu þætti um fólk og fyrirbæri, flest tilheyrandi öld- inni sem leið. í frásögn Magnúsar kennir margra ólíkra grasa, eins og í fyrri bókinni. Þar standa á öðru leitinu hofmóðugir höfðingj- ar fyrir dyrum sinna höfuðbóla, en á hinu hrakhólalýður og oln- bogabörn. Þar finnast aukvis- ar og ættarlaukar, sem eignast misjafna sögu, — en sögu þó. Yf- ir grónar traðir gleymsku og fymsku, leiðir höfundurinn per- Framhald á 7. siðu. Nú er komið að þeim tíma, að gaman er að skyggnast um í gluggum bókaverzlananna. Mikið úrval bóka, útgefnum á þessu ári, er þegar komið, og nýjar bækur bætast við claglegii. Útgefendur og préntsmiðjur hafa unnið sleitulaust allt árið við að ganga sem bezt frá þeim bókum, sem eiga að koma á markaðinn nú fyrir jólin og er auðséð, að í mörgum tilfellum hefur það tekizt vel. Við, „útkjálkamennirnir", eig- um eitt nokkuð stórt útgáfufyr- irtæki, Bókaforlag Odds Björns- sonar. Þetta bókaforlag hefur gefið út margar á'gætar bækur á undanförnum árum, og virðist hafa í fullu tré við. stórú forlögin í Réykjavík. Það væri ekki úr ■vegi, að' við,. hér úti á landinú, styddum við bakið á þessu út- gáfufyrirtæki með því að kaupa frekar bækur þess, að öðru jöfnu. ' 'Til þess að láta'ekki sitt eftir liggja, fór tíðindamaður Dags á fund forlagsins og spjallaði við' framkvæmdastjórann, Sigurð O. Björnsson, úm útgáfubækur Bókaforlags Odds Björnssonar á þessu ári.' Mig minnir, Sigurður, að þú segðir hér í blaðinu fyrir ári síð- an, að bókaútgefendur berðust árlega í gegn um tíu mánaða myrkur og lifðu svo í fagnaði í tvo sólskinsmánuði. En mér sýn- ist þú ekki þess-legur núna, að myrkrið hafi kúldað þig neitt sérstaklega. Nei, það er alveg rétt hjá þér, og eg skal segja þér hvernig á því stendur. Eg sneri nefnilega á myrkur-mánuðina og stakk áf austur í Selland í Fnjóskadal, en eins og þú sjálfsagt veizt, þá er eilíft sólskin í Fnjóskadal, og þangað nær ekkert áhyggju- myrkur. Stakkst af austur í Selland í Fnjóskadal og sleiktir sólskin? En ekki hefurðu enzt til að sleikja sólskin í tólf eða fjórtán tíma á dag. Eitthvað annað hef- urðu haft fyrir stafni? Já, eg sló reyndar tvær flugur í einu höggi og stúndaði mína skógrækt og sleikti sólskinið samtímis. Eg kom eiginlega til þess að tala við þig um bókaútgáfu, og nú finnst mér við vera farnir að tala um nokkuð f jarskylt efni. Ekki nú aldeilis. — Skógrækt og bókaútgáfa eru náskyld efni. Pappír er búinn til úr trjáviði, eins og þú veizt, og ef enginn trjáviður væri til, þá er eg hræddur um, að bókakosturinn yrði heldur fáskrúðugur. Hefurðu trú á því, að þessi til- raun þín til skógræktar núna geti seinna meir orðið að papp- írsiðnaði? Eg hef ekki aðeins trú á skóg- rækt, heldur líka vissu fyrir því, að nytjaskógur getur vaxið á ís- landi. Augljós dæmi um það getur að líta um allt land, en þó kannske einna augljósust á Hall- ormsstað. Þar er nú vaxinn úr grasi á tuttugu árum stærsti sam- felldi nytjaskógur á íslandi — lerkiskógurinn, ■ sem Guttormur Pálsson lét gróðursetjá árið 1938. Hæstu trén eru komin yfir tólf metra — hugsaðu þér'; 12 -métra á tuttugu árum, — er það ekki stórkostlegt? Og . greniplantan- irnar hjá Lýshól í Hallormsstaða- skógi, þær eru jafnvel enn glæsi- legri. Eg sá hvergi í Noregi þroskavænlegra greni né fallegri árssprota. Tromsfylki í Noregi liggur um það bil 500 kílómetrum norðar en ísland. Sumrin þar eru bæði styttri og hrakviðrasamari en á íslandi, en samt vex þar há- vaxinn greniskógur í öllum hlíð- um, svo að það er ekkert merki- legt við það, þótt nytjaskógur geti vaxið á íslandi.... Heyrðu, Sigurður, eg var ann- ars að hugsa um að fá upplýsing- ar um bóka. .. . Já, já, bíddu aðeins, eins og krakkarnir segja. Eg ætlaði bara að segja, að.vantrú valdamanna á skógrækt hér á íslandi er með ólíkindum. Það má segja, að sjá- andi sjái þeir ekki og heyrandi heyri þeir ekki. Stjórnarvöldin . hér'skera styrk til skógræktar við riogl. Erlendis er þessu öðruvísi farið. í Norégi t. d., þar sem eru þó miklir skógar fyrir, þar þykir stjórnarvöldunum svo mikils um vei-t að nýjum skógum sé plantað, að opinberir aðilar veita hverjum prívatmanni, sem plantar skógi, plöfttur og girðingarefni ókeypis, og að auki 50% af plöntunar- kostnaði. Almenningur á íslandi tekur þessu máli állt öðruvísi og betur en stjórnarherrarnir. Það sýnir meðal annars það, að al- þýða manna á íslandi setur í jörðina í sjálfboðavinnu megnið af þeirri milljón plantna, sem skógræktarstöðvarnar ala upp árlega. Og almenningur greiðir með glöðu geði skatt af að minnsta kosti tveimur sígarettu- tegundum til styrktar skógrækt- inni. En annars ætlaði eg að segja, að skógræktin í Sellandi er liður í hundrað ára áætluninni. Hundrað ára áætluninni? — Flestir láta sér nægja 5 ára áætl- anir. Já, en þær eru í Rússlandi og þriggja ára áætlanir í Kína. En við hér í P. O. B. höfum að minnsta kosti eina hundrað ára áætlun. Og hún er á þessa leið: Eftir hundrað ár eiga Prentverk Odds Björnssonar og Bókaforlag Odds Björnssonar að vei'a stærstu og fullkomnustu stofnan- ir sinnar tegundar á íslandi. Ekki öðruvísi! Hér er hugsað fram í tímann. Já, sjáðu nú til. í Noregi, til dæmis, fullvex skógur á 60—70 árum. Til vonar og vara gefum við honum 30 ár til viðbótar hér á fslandi, eða með öðrum orðum, skógurinn verður hér 100 ár að full-vaxa. — Rafveitustaurarnir kosta í dag tólf hundruð krónur. Eftir áttatíu og átta ár — því að 100 ára áætlunin byrjaði fyrir tólf árum — getum við höggvið árlega og um aíla framtíð tíu þús- und rafveitustaura, eða látið trjáviðinn í efnaiðnaðinn, sem þá verður orðinn stóriðja á íslandi, og gefur meira verð fyrir trjávið- inn. Tíu þúsund rafveitustaurar á 1200 kr. stykkið kosta því hvorki meira né minna en tólf milljón krónur. En þá -er eftir að draga frá vinnukostnað við skóg- arhögg eða vinnslukostnað í verksmiðju, ef trjáviðurinn færi í efnaiðnaðinn. Eg vona, að þessi glæsilega áætlun rætist. Já, og hún er meira að segja hvorki grín né of mikil bjartsýni. Þessi sjóður, sem hefur þann eig- inleika að vaxa á meðan við sof- um, hefur auðvitað úrslitaáhrif þegar þar að kemur. En nú er víst kominn tími til að minnast á bækurnar, sem eru að koma út þessa dagana. Bókaforlag Odds Björnssonar gefur að þessu sinni út fleiri bækur á haustinu en nokkru sinni fyrr. Þeirra á meðal eru tvær ljóðabæk.ur eftir eyfirzka höfunda — Eyjafjarðarsýsla hef- ur löngum lagt drjúgt í bú ís- lenzsks ljóðaskáldskapar. Ljóð Þorsteins eru í 2 vönduðum skinnbindum. LJÓÐABÆKUR. Skal þá fyrst sagt frá Ljóða- safni Þorsteins Þ. Þorsteinssonar í tveimur vönduðum skinn- bindum. Gísli Jónsson, mennta- skólakennari á Akureyri, sá um útgáfuna. Upplagið er lítið. Þor steinn var Svarfdælingur að upp- í-una, en dvaldi lengst ævi sinnar í Kanada. Ljóðunum er skipt í fimm kafla eftir efni. Richard Beck gefur skáldinu þennan vitn- isburð: „Hann er fjölhæfastur vestur-íslenzkra skálda.... frum legur í efnismeðferð, orðavali og bragarháttum. . og fellir þá vel að efni.... gæddur mikilli rím- fimi.“ Hin ljóðabókin er eftir Ármann Dalmannsson, hinn þjóðkunna leiðtoga í skógrækt, landbún- aðarmálefnum og íþróttalífi hér- aðsins. Heitir bókin Ljóð af laus- um blöðum, og eru ljóðin 73 að tölu en blaðsíðurnar 173. SKÁLDSÖGUR. Skal þá næst nefna skáldsög- urnar, tvær þýddar og tvær inn- lendar. Auk þess unglingabók þeirrar tegundar og framhald af „Strákur á kúskinnsskómý ■ Onnur hinna þýddu skáldsagna ér eftir hinn fræga og vinsæla höfund, A. J. Cronin, og nefnist,- í íslenzkun hins kunna þýðanda ; Magnúsar Magnússonar, Fórn snillingsins. Hin er eftir hina ungu stjörnu franskra bók- mennta, Francoise Sagan, þýdd af Thor Vilhjálmssyni, nefnist hún í þýðingunni Dáið þér Brahams . .. Bókaforlag Odds Björnssonar hefur gefið út þýðingu allra fjög- urra skáldsagna Sagan. Þessi síð- asta saga hennar er í nokkuð öðr- um dúr en hinar fyrri, og þegar mjög umrædd. Höfundar íslenzku skáldsagn- anna eru báðir óbrotnir alþýðu- menn, ung kona og roskinn bóndi, og hefur Bókaforlagið þegar áð- Ur kynnt þau bæði íslenzkum al- menningi — Ingibjörgu Sigurð- ardóttur með útgáfu skáldsög- unnar „Sýslumannssonurinn"; sem kom út í sumar, og Hafstein Sigurbjarnarson með útgáfu skáldsögunnar „Kjördóttirin á Bjarnarlæk11, sem kom út sl. haust, og varð ein af metsölubók- um þess árs. Skáldsaga Ingi- bjargar, er nú kemur ú’t, nefnist Systir læknisins — ástarsaga, er gerist í sveit og sjávarþorpi. Hafstein er full ástæða til að ræða nánar, því að hann hefur ekki hlotið þá viðurkenningu rit- dómara, sem hann verðskuldar, fyrir „Kjördótturina á Bjarnar- læk“. Og enda þótt vona megi að úr því verði nokkuð bætt, af þeirra hálfu, með „Draumnum“, þá finnst mér ástæða til að minn- ast á nokkur einkenni „Kjördótt- urinnar“, sem eg hefði haldið að bentu til þeirra hæfileika og þeirrar skáldsalvöru, er varasamt sé að höggva ekki eftir í verki byi'janda. í fyrsta lagi leynir sér ekki frá- sagnargleði höfundar. Frásagnar- gleði höfundar gæðir sögu ævin- lega meiri eða minni þokka, sé ekki því klaufalegar á haldið — hún fer yfir í lesandann. Klaufi getur þessi roskni byrjandi í hinni göfugu íþrótt skáldsögu- smíðar hins vegar alls ekki tal- izt, þó að aldrei nema benda megi á ertt og annað í sögunni, er af vanefnum megi kalla. Hann skrifar gott, alþýðlegt mál, mærðarlaust með öllu. Um stutt- leika málfarsins og hraða at- burðarásarinnar minnir stíll hans víðast hvar á beztu hefðir í þjóð- legum bókmenntum vorum. Það þarf flausturslegan lestui' — sem raunar mun ekki ótamur ýmsum er ritfregnir skrifa, og mun nokkurt vorkunnarmál — til að skipa „Kjördótturinni“ í sveit „reyfara“. Því að lesanda, sem í senn er skynbær og alúðarsamur, mun varla dyljast, að í þeirri bók er virðingarverð tilraun til að skyggnast niður í undirdjúp sál- arlífs söguhetjunnar — og raun- ar, með hæfilega minni áhei-zlu, ýmissa annarra sögupersóna einnig —, og þróun sögunnar víða einmitt sprottin, öðrum þræði, beint upp úr þeirri sálkönnun. Má í þessu sambandi benda á breytinguna sem varð á sögu- hetjunni, „kjördótturinni“, í varðhaldinu — þó að ekki skuli ÞÁNKAR OG ÞYÐINGAR IVHCHELANGELO BUONARROTI (1475—1564) ítalskur málari, myndhöggvari og hugvitsmaður. Þegar Michelangelo var að mála hina stóru dómsdagsmynd sína í Sixtinsku kapellunni, móðg- aðist hann mjög við hinn páfalega yfirkammer- •herra. En listamaðurinn hefndi sín snilldarlega, því að hann málaði óvin sinn á myndina meðal hinna fordæmdu í helvíti. Kammerherrann varð óskaplega reiður og krafð- ist þess, að Páll páfi 2. léti Michelangelo nema and- lit sitt brott af myndinni. En páfinn færðist undan. — Það er ekki gerlegt fyrir mig, sagði hann. Méi' er að vísu gefið allt vald á himni og'jörðu, en eg ræð engu í helvíti! LEYFI DROTTNINGAR. Ungur liðsforingi af aðalsættum hagaði sér eitt sinn eins of hálfviti í veizlu, sem foringjar her- fylkisins tóku þátt í, en veizlustjóri var Montgo- mery marskálkur. Er veizlu stjóri tók unga liðs- foringjann til yfihheyrslu vegna framkomunnar, þá varð Montgomery marskálskur nú heldur forviða, því að liðsforinginn sagðist hafa hagað sér svona samkvæmt leyfi Elísabetar drottningar. Hann var spurður um, hvernig það mætti vera. Jú, hann kvaðst einu sinni hafa hagað sér svipað í hirð- veizlu, og þá hefði drottning sent til sín hirðþjón, sem tilkynnt hefði: — Þannig getið þér hagað yður meðal félaga yð- ar í hernum — en ekki í veizlu hjá Englands- drottningu. DIPLÓMATÍA. Franski sendiherrann og rithöfundurinn, Paul Morand, segði eitt sinn: — Hin æðsta diplómatía, hin fullkomnasta stjórnmálakænska er þessi: — Að segja sannleikann, þegar aðrir halda, að maður segi hann ekki — og segja hann ekki, er aðrir halda, að þeir hlusti á hann. — í hvorugt skiptið er logið. HVf MEÐ OPNUM AUGUM? Hinn heimsfrægi maður, Albert Schweitzer, tók eitt sinn á móti nokkrum evrópskum géstum í stöðvum sínum í Mið-Afríku, þar sem hann hafði m. a. stofnað sjúkrahús fyrir hina innfæddu. Einn gestanna lét undrun sína í ljós yfir því, að hann skyldi hvergi nokkurs staðar hafa séð loft- hitamæli. — Við notum ekki slíka hluti hér um slóðir, sagði Scweitzer. Ef við vissum, hve hitinn væri mikill, þá myndum við alls ekki geta lifað hér. JURTAÆTAN. Sænska skáldið Hjálmar Söderberg var um skeið sem ungur maður hin trúaðasta grænmetisæta. Dag nokkurn kom vinur hans einn að honum á Grand Café, þar sem hann sat við boi’ð með geysi- stórt fat af kjötbollum fyrir framan sig. — Hvað er að sjá þig, Hjálmar? sagði vinurinn. Eg hélt þú værir jurtaæta, grænmetisæta! — Alveg rétt! Hárrétt, sagði Hjálmar Söderberg. En hver er hin mesta gleði grænmetisætunnar? Kjötbollur. JOHN WILKES (1727—1797) enskur stjórnmálamaður og rithöf. Á bautasteininum, sem reistur var á gröf John Wilkes, stendur: „Vinur frelsisins.“ Þessi eftirmæli fékk hann vegna þess, að hann barðist um langt árabil óeigingjarnri baráttu gegn aðli og einveldi en fyrir málfrelsi og borgaralegum réttindum. En hann var líka frægur fyrir drykkjuskip og kvenna- far, og það gengur um hann ýmsar ljótar sögur í þeim efnum. Dag nokkurn hittust þeir í þinghúsinu, Wilkes og jarlinn af Sandwick. Jarlinn sagði við hann: — Það veit hamingjan, herra minn, að annað hvort verður það sýfilis eða gálginn, sem gerir út af við yður að lokum. — Og hvort af þessu tvennu það verðui', svaraði Wilkes, fer algjörlega eftir því, hvort eg læt fremur blekkjast af stjómmálaskoðunum yðar, mylord, eða ástmeyjum yðar.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.