Dagur - 21.11.1959, Qupperneq 8
8
Baguk
Laugardaginn 21. nóvember 1959
Úflendingar fullvinna liskinn okkar og
selja hann síSan um allan heim undir
í vörumerki
Hráefnasjónarmiðin verða að vikja fyrir
fullri nýtingu aflans í landinu sjálfu
íslendingar flytja út mikið magn
síldar og ufsa, sem hráefni, og
veiða aldrei nóg. Hráefnasjónar-
miðin hafa verið nær alls ráðandi
í sjávarútveginum og allt kapp
lagt á öflun meiri fiskjar, meira
hráefnis til að senda á erlenda
markaði. En okkar ágætu vörur
eru síðan fullunnar erlendis. Það
er í sannleika hart, að til þess
þu.rfi ekki minna en fjögurra ára
löndunarbann í einu helzta við-
skiptalandi okkar, til þess að
opna augu manna fyrir því, að
það er engu minna vert að auka
verðmæti aflans í landi og selja
vörurnar fullunnar á heimsmark-
aðinn en að auka sjálfar veið-
arnar.
En þótt við lærðum töluvert og
okkur til mikilla hagsbóta, af
löndunarbanninu, eigum við þó
fleira ólært.
í framhaldi af þessum hugleið-
ingum hitti blaðið Karl Friðriks-
son verkstjóra á Hraðfrystihúsi
U. A., en hann er nýlega kominn
heim úr stuttri ferð til Þýzka-
]ands, þar sem hann var að kynna
sér fiskiðnaðinn þar.
Hver er mest áberandi niunur
á fiskvinnslu þar og hér?
Það fyrsta, sem maður tekur
eftir á þýzkum fiskverkunar-
stöðvum er hreinlætið. Það er til
stórkostlegrar fyrirmyndar og
hráefnið talið svo dýrmætt að vel
er með það farið. Til dæmis sá
maður tæplega nokkra konu í
velktum slopp, þar sem hundruð
kvenna unnu á fiskverkunar-
stöðvum. Allar voru hvítklæddar.
Húsin voru sérstaklega hrein og
sjálfvirkar vélar tóku við hinum
ýmsu störfum hver af annarri,
svo að mannshöndin þurfti ekki
nærri að koma.
Hins vegar er vinnsla og hrað-
frysting á fiski ekki lengra á veg
komin en hjá okkur. En eftirlitið
er mjög strangt.
En niðursuðan?
Það er öðru máli að gegna,
segir Karl, og það stóð einmitt
svo á meðan eg var úti, að ekki
barst mikið til húsanna af fiski
og þá var tíminn notaður til niðr
ursuðu, til dæmis á síld og ufsa.
Viltu segja frá því, hvernig
farið er með ufsann?
Já, og rétt er að geta þess, að
við íslendingar seljum mikið
magn úr landi af söltuðum ufsa.
Ufsaflökin eru snyrt og roðrifin,
skorin í hæfilega bita fyrir þær
umbúðir, sem notaðar eru. Þá
eru bitarnir skornir í þunnar
sneiðar í þar til gerðum vélum og
settar á vírnetsbakka. Færiband
tekur bakkana og fæi'ir þá í gegn
um litarbað, smávegis þurrkun
og síðan gegnum reykofn. Og nú
er þetta ekki ufsi, heldur sjólax.
Og enn heldur færibandið
áfram og færir bakkana til
stúlkna, sem leggja sneiðarnar í
dósir. Dósirnar koma af öðru
færibandi og að nokkru áfylltar
matarolíu, og auðvitað halda þær
áfram í gegnum áfyllingarvél og
þar næst lokunarvél, sem einnig
setti lokin á, eftir það í gegnum
þvottavél og þurrkara og síðast
líma vélarnar vörumerkin á.
Á svipaðan hátt er1 farið með
kryddsíldina okkar, sem Þjóð-
Verjar telja hið bezta hráefhif
sem hægt sé að fá og margar
þjóðir hafa auglýst út um allan
heim fyrir okkur undanfarna
áratugi, sem íslenzkar vörur. —
Þess vegna ætti að vera auðveld-
ara fyrir okkur, þegar við erum
menn til að fullvinna þessar vör-
ur, að afla okkur markaða fyrir
þær erlendis.
En sástu hvergi soðna niður
smásíld eins og þá, sem veiðist
hér á Pollinum?
Jú, svipaða síld var verið að
sjóða niður. Síldin var ýmist
soðin niður í tómatsósu eða steikt
fyrst og svo soðin niður. Mér
varð hugsað til smásíldarinnar á
Eyjafirði. ,
Vélar verksmiðjanna voru
hvarvetna hinar fullkomnustu og
vöruvöndunin frábær, enda sam-
keppnin hörð.
Blaðið þakkar Karli Fi'iðriks-
syni fyrir samtalið, sem stj'ður
þau sjónarmið, að í næstu fram-
tíð beri að leggja mikla áherzlu
að fullvinna aflann og marg-
falda þannig gjaldeyrisöflun
landsmanna og atvinnuna í landi.g
Þegar margir íeggjasf á eitt
Tófan, hrafninn og músin granda sauðfé
Margt þjakar sauðféð um
þessar mundir. Þegar stórhríðin
geisaði um mikinn hluta landsins
fór fjöldi fjár í fönn, svo sem
l'réttir hei-ma. En þá kom fleira
til. Refir grófu sig í gegnum snjó-
skaflana, þar sem lifandi fé var
undir og léku það grátt, hrafnar
réðust einnig á sauðfé í hríðinni,
er það stóð fast í fönnum og
hjálparvana. 'Var hörmulegt að
finna lifandi fé, sem búið yar að
kroppa augun úr.
Jafnvel mýsnar, sem eru þó lítt
fallnar til stórræða, hafa lagzt á
sauðfé, og eru dæmi til þess að
orðið hefur að lóga kindum vegna
sáx-a af þessum sökum.
Á stöku stað eru svo vitrir og
nýtir hundar, að þeir finna fé í
fönn, og eru slíkar skepnur ómet-
anlegar. Þá hafa forystukindur
brotist á undan fjárhópum ótil-
kvaddar og skilað þéim heim við
vei'ðskuldaðan orðstír. Dæmi af
þessu tagi, sem hvoi'ki verða vé-
fengd eða hrakin, sýna Ijóslega
hvaða þýðingú góðir hundar og
foi'ystufé geta haft á búum
bænda, auk ánægjunnar af um-
gengni við þessar miklu vit-
skepnur.
Hraðfrystihús Útgerðarfél. Akureyringa á Oddeyri. (Ljósm.: E. D.).
FRÁ ÞINGI NORÐURLANDARÁDSINS
Bernharð Stefánsson fyrrverandi alþingismað-
ur segir fréttir af þinginu
Bernharð Stefánsson, fyrrv. al-
þisgismaðui', er nýkominn heim
af þingi Norðui'landai'áðsins, sem
haldið var í Stokk’nólmi 1.—7. þ.
m., en þangað fór hann, ásarnt
konu sinni, fyrir mánaðamótin.
Blaðið hitti hann að máli um sið-
Reglur Færeyinga m grindadráp
Færeyingar hafa stundað hval-
veiðar allt frá landnámstíð og
þykja manna fremstir í þeirri
íþrótt.
Marsvínavöðui', sem Færeying-
ar kalla „grind“, eru mjög al-
gengar í kringum Færeyjar, sér-
Skáli Ferðafél. Akureyrar við Hcrðubreiðarlindir. Ljósm.: (B. B.).
staklega á sumrin. Um meðfei'ð
þessa veiðifangs gilda enn í dag
lög frá því á dögum Magnúsar
konungs lagabætis (Grindabálk-
ur), með ýmsum viðbótum þó.
Þegar bátur finnur gi'ind,
dregur hann merki að hún, og
þegar menn sjá það úr landi, var
áður fyrr boðum komið áleiðis
með reykmerkjum (Glaður) frá
ákveðnum stöðum, nú nota menn
símann.
Hvalvaða er helzt aldrei rekin
að landi, nema í löglega viður-
kenndum hvalvogum, en þar er
frumskilyrði að botn sé hi-einn og
sléttur alla leið upp í fjöru (eng-
inn mai-bakki).
Rekstri og di'ápi stjórna lóg-
skipaðir grindafoi'menn og eru
bátar þeirx-a auðkenndir með
fána.
Áhöld við þessar veiðar eru
eins og tíðkast hafa frá uphafi:
Framhalcl á 7. síðu.
ustu helgi og spurði hann
frétta af þinginu. Sagðist honum
frá á þessa leið:
í fyi'st lagi, sagði Bei’nharð, var
eg í miklum vafa um það, hvoi't
Bernharð Stefánsson.
eg ætti að fara á þetta þing, þar
sem eg er ekki lengur alþingis-
maðui'. Eg var kosinn á síðasta
Alþingi til að mæta þarna og var
þá enn þingmaður og átti kosn-
ingin að gilda þar til næst yrði
kosið á reglulegt Alþingi. En þar
sem Alþingi er enn ekki komið
saman, hefur sú kosning ekki
fram farið. Eru því ekki aðrir
fulltrúar til en þeir, sem síðast
voru kosnir. Vai'amaður minn,
Páll Zóphoníasson er einnig
kominn út úr Alþingi. Eg bar það
undir formann Framsóknar-
flokksins, hvoi't eg ætti að fai'a og
sagði hann að eg skyldi gera það.
Þess má geta, að annar maður,
sem kosinn var fulltrúi, Sigurður
Bjai-nason, féll í kosningunum, en
var þó talinn fullgildur fulltrúi.
Þingið tók fyi'ir fjölda mála,
tuttugu og fimm tillögur fi'á full-
trúum, þx-jár frá ríkisstjórnum,
og auk þess lá fyrir þinginu
fjöldi af tilkynningum og skýrsl-
um út af þeim málum, sem fjall-
að hefur verið um á fyrri þing-
om. Fátt af þessu snerti þó ís-
land beinlínis. Við íslendingarnir
höfðum því fi-emur lítil afskipti
af meðferð mála. Mörg málin
snertu aðeins tvö eða tx-jú lönd.
Til dæmis eins og réttindi Lapp-
anna og stuðningur við þá, vega-
sambandið milli Noregs, Svíþjóð-
ar og Finnlands o. s. frv.
Aðalmál undanfai'inna þinga
hefur verið tollabandalag eða
sameiginlegur markaður Norð-
urlanda. Var það mál og fjár-
hagsleg samvinna yfirleitt mikið
rædd á þinginu. En tollabandalag
Norðurlanda vii'ðist nú algerlega
vera úr sögunni, þar sem þi'jú af
löndunum: Danmöi'k, Noregur og
Svíþjóð hafa nú gengið í þetta sjö
ríkja frívei'zlunarsvæði.
Ymis mál voru einnig til með-
ferðar, sem eingöngu snertu
samgöngur á Eysti'asalti o. s. frv.
Rætt var um samræmingu laga
og menningarsambönd landanna.
Ráðgert var að þýða eitthvað úr
finnskum og íslenzkum bók-
menntum á hin Norðui'landamál-
Framhald á 7. siðu.