Dagur - 10.12.1959, Page 8
8
Fimmtudaginn 10. desember 1959
Baguk
Þing Landssambands hestamanna
Næsta fjórðungsmót verður á Vestfjörðum
lögregluþjónn, Hafnarfirði, og
var hann endurkjörinn. Aðrir í
stjórn sambandsins eru: Steinþór
Gestsson, Hæli, Hreppum, form.,
Sigursteinn Þórðarson, Borgar-
nesi, ritari, Jón Brynjólfsson,
Reykjavík, gjaldkeri, og Samúel
Kristbjarnarson, Reykjavík.
Formaður sambandsins, Stein-
þór Gestsson, minntist í upphafi
fundarins Ara heitins Guð-
mundssonar, verkstj., Borgarnesi,
en hann var ötull áhugamaður
um stofnun og starf sambandsins
og sat í stjórn þess frá stofndegi,
enda kunnur hestamaður um
land allt. Fundarmenn heiðruðu
minningu hans með því að rísa
úr sætum.
-®
Steinunn Ingimundardóttir.
Fyrsfa stálskipið af þreffán komið
Austur-þýzkt skip, 94 rúmlestir að stærð '
Nýlega er komið 94 smálesta
stálskip til Vestmannaeyja, smíð-
að í Austur-Þýzkalandi og hið
fyrsta af 13 slíkum skipum, sem
eru í smíðum fyrir íslendinga. —
Heitir það Eyjaborg og eigandi
Sigurður Þórðarson útgerðar-
maður.
í þessum mánuði koma til
landsins eftirtaldir bátar af sömu
stærð: Leó, eigendur Oskar Matt
híasson og Sigmar Guðmundsson,
Vestmannaeyjum, Mímir III, eig-
andi Mímir h.f., Hnífsdal, Straum
nes, eigandi Kögur h.f., ísafirði,
og Ófeigur, eigendur Þorsteinn
Sigurðsson og Ólafur Sigurðsson,
Vestmannaeyjum, Auk þessara
fimm báta eru átta bátar sömu
Síðasti Bændaklúbbsfundurinn
Þangað f jölmenntu nú húsfreyjur i fyrsta sinn
Frummælandi var Steinunn Ingimundardóttir
10. ársþing Landssambands
hestamannafélaga var haldið í
Rvík 20.—22. nóv. í sambandinu
eru 17 hestamannafélög til heim-
ális víðs vegar á landinu. Mættu
fulltrúar frá flestum þeirra 36
að tölu.
Forsetar þingsins voru kjörnir
Egill Bjarnason, ráðunautur,
Sauðárkróki, og Jón M. Guð-
mundsson, Reykjum, Mosfells-
sveit.
Auk reikninga sambandsins og
landsmótsins við Skógarskóla,
tók þingið fyrir til afgreiðslu
ýmis mál var-ðandi hestamennsk-
una, svo sem umferðamál, kapp-
reiðareglur, skipulag dómstarfa,
sýningar og mál varðandi út-
flutning hrossa, auk ýmissa inn-
anfélagsmála.
Næsta fjórðungsmót sambands-
ins verður í Vestfirðingafjórð-
ungi. Úr stjórn sambandsins átti
að ganga Kristinn Hákonarson,
Akureyringar á skaut-
um við Blönduós
Skautamenn á Akureyri eru
áhugasamir eins og fyrri daginn,
en svellalög bregðast. Þá er leitað
í næstu sveitir og sýslur.
Um helgina fóru 12 skautamenn
til Blönduóss, fundu ágaétt svell
þar skammt frá og héldu skauta-
mót. Veður var gott, en hvessti
er leið á daginn. — Áhorfendur
urðu margir, því að forvitnileg
iþótti íþrótt þessi vestur þar.
SJUKRAFLUG
Nýlega flutti sjúkraflugvél-
in á Akureyri fyrsta sjúkling-
inn. Hann var frá Grímsey.
Tryggvi flugmaður fór aðra
sjúkraferð til Ólafsfjarðar í
fyrradag. f gær var nýja
sjúkraflugvélin enn á ferðinni
og fór til Ólafsfjarðar, Rauf-
arhafnar og Þórshafnar. Vélin
er skjót í förum, búin beztu
öryggistækjum og flugmaður-
inn öruggur.
Dylgjur um villiflug og
litla hæfni hinnar nýju sjúkra
flugvélar til sjúkraflugs við
misjöfn skilyrði, missa alger-
lega marks.
f sambandi við mjög frek-
legt ranghermi í Morgunblað-
inu um eina ferð vélarinnar,
er rétt að taka fram, að sú frá-
sögn var Ieiðrétt síðar.
í haust var góður afli við Gríms-
ey, sem eyjarbúar notfærðu sér vel.
Gæftir vorú góðar í októbermánuði,
og var þá Íiskað vel. Róið er á
trillubátum og er oftast einn á báti.
Kostnaður er lítill og fiskurinn
kemur óskemmdur til hafnar og er
hin ágætasta vara.
Fyrir nokkrum dögum var ný
dieselrafstöð tekin í notkun í Sand-
vík í Grímsey 'og er hún 35 kíló-
wött og mun í ráöi að setja upp
aðra til viðbótar. Raflagnadeild
Mánudagskvöldið 7. des. hélt
Bændaklúbburinn einn.af sínum
velþekktu fundum að Hótel K.
E. A. Fundurinn var að því leyti
sérstæður, að þangað fjölmenntu
nú húsfreyjur og heimasætur úr
héraðinu til að hlýða á fræðslu-
erindi ungfrú Steinunnar Ingi-
mundardóttur húsmæðrakennara
um hagnýtingu ísl. fæðuefna og
grænmetis. Steinunn Ingimund-
ardóttir er orðin landskunn fyrir
störf sín sem húsmæðrakennari
og nú síðustu árin. hefur hún
haldið fjölda matreiðslunám-
skeiða um land allt, en hún
starfar nú sem ráðunautur hjá
Kvenfélagasambandi íslands.
Á þessum fundi mættu 80
manns og voru 2/3 hlutar fund-
argesta konur.
í framsöguerindi sínu. lagði
Steinunn höfuðáherzlu á nauðsyn
þess, að hin daglega fæða væri
holl og heppilega samsett að nær
ingarefnum og bætiefnum í hlut-
falli við þarfir hvers og eins á
hinum ýmsu aldursskeiðum og
við mismunandi störf. Nefndi
hún í því sambandi fjölda dæma
HEYBRUNI
í fyrradag varð heybruni í
Haukagili í Vatnsdalshreppi og
brunnu 40—50 hestar heys. —
Slökkvilið var kvatt til aðstoðar
við slökkvistarfið.
Snjólaust er þar vestra og fé
lítt eða ekki á gjöf, nema lömb.
KEA sá um uppsetningu hennar.
F<)lk er með fæsta rrföti í eynni
nú, eða 50 manns, en 60 eru á
manntali. Aðeins einn snjóskafl
var á eynni um síðustu lielgi.
Við mcssu síðastliðinn sunnudag
söfnuðust 1900 krónur tii flótta-
mannahjálparinnar.
Mikið af fugli er í björgunum,
eins og jafnan þegar tíð er góð.
Snarpur jarðskjálftakippur kom
í Grímsey :í þriðjudagsmorguninn,
laust eftir kl. 7.
og sýndi töflumyndir til skýring-
ar máli sínu.
Að loknu erindi Steinunnar
hófst kaffisamdrykkja fundar-
gesta að venjulegum hætti, en að
henni lokinni fjörugar umræður
um fyrrgreint málefni. Guð-
mundur Karl Pétursson yfir-
læknir var mættuf á fundinum
og flutti hann skemmtilega ræðu.
Kom læknirinn víða við. Meðal
annars varaði hann mjög við
hinni miklu ofnotkun almennings
á pillum og skömmtum ýmiss
konar sem menn eiga nú aðgang
að með og án lyfseðla í lyfjabúð-
unum. Þá benti hann á þá hættu
sem mörgu fólki er búin af ofáti,
eða ofneyzlu kolvetnaríkrar fæðu
Lögregluþjónn einn í Japan
hefur fundið upp aðferð til að
hræða menn frá að drekka sig
fulla. Aðferðin er eingaldlega
þessi: Þegar drukkinn maður er
fluttur á lögreglustöðina, eys
hann úr sér skömmum og ókvæð
isorðum, eins og títt er um
drukkna menn. Hann öskrar og
lætur öllum illum látum, þegar
hann verður þess var, að hann er
fangi lögreglunnar. Allur þessi
þáttur er tekinn á segulband, án
þess að viðkomandi sökudólgur
viti af. Næsta morgun fær hann
svo að hlusta á sjálfan sig. Þetta
fær svo mikið á marga, að þeir
skammast sín og lofa bót og
betrun, og það fylgir fréttinni,
að þeir standi oftast við orð sín.
Jólahefti Heima er bezt
er komið út og flytur m. a.:
Bernskujólin mín eftir H. J.
Magnússon, Bræðurnir frá Efstu-
Grund verða úti 1912 eftir Árna
Árnason, Æviminningar Bjargar
Dahlmann eftir Þóru Jónsdóttur.
Enn skrifar Stefán Jónsson þátt
unga fólksins og um Strandar-
kirkju. Guðrún frá Lundi og
Ingibjörg Sigurðardóttir eiga
þarna sínar framhaldssögur ög
margt fleira er í þessu hefti.
og þar af leiðandi óhæfilegrar
fitusöfnunar. Þetta þyrftu hús-
mæður sveitanna einnig að taka
til athugunar, þó að svo sé, að
sveitafólkinu stafi jafnaðarlega
minni hætta af offitu en fólki,
sem stundar hægari störf.
Á fundinum voru fluttar marg-
ar ræður og fyrirspurnir bornar
fram, bæði af konum og körlum,
en Steinunn svaraði með tveimur
ágætlega fræðandi ræðum, auk
framsöguerindisins.
Fundarstjóri var Jónas Krist-
jánsson. Fundinum lauk kl. 1,45
eftir miðnætti.
Síðasti fundur.
Þetta mun verða síðasti fund-
ur Bændaklúbbsins á þessu ári,
en gert er ráð fyrir, að hinir vin-
sælu fundir klúbbsins hefjist að
nýju eftir áramótin. ,
Hér á íslandi hefur verið stung-
ið upp á að taka af slíkum kvik-
mynd. Ekki mælum vér með því.
Segulbandsupptakan er mein-
lausari.
Áfengisvarnanefnd Akureyrar.
Um helgina voru gluggar
verzlana mjög skreyttar hér í
bæ. Staðnæmdust vegfarendur
fyrir utan þá og nutu þess að
horfa á vöruvalið. Ekki var hægt
að sjá neinn fátækrablæ innan
við gluggaglerið, en mismunandi
handbragð útstillingarfólksins
setti sinn sérstaka svip á hverja
verzlun. Óhófsvörur, dýrar vörur
og lélegar vörur, voru áberandi
og er ekki til fyrirmyndar, ef allt
Dánardægur
Gísli Sveinsson, fyrrverandi
sendiherra og Alþingisforseti lézt
í Reykjavík 30. nóv. sl., 79 ára að
aldri. Hann var, þjóðkunnur
maður og merkur, Oræfingur að
ætt.
stærðar í smíðum í A.-Þýzka-
landi, og eru þeir væntanlegir á
næsta ári.
Aðalmál.
Aðalmál Eyjabergs eru þessi:
Öll lengd 25,004 metrar. Lengd
milli lóðlínu 21,60, breidd á bandi
6,00, dýpt 2,00.
Skipið er smíðað eftir fyrir-
mælum þýzka flokkunarfélagsins
Germanischer Lloyd fyrir fiski-
skip á Norður-Atlantshafi og
styrkt fyrir siglingu í ís.
Ennfremur er skipið smíðað
samkvæmt íslenzkum reglum og
eftir teikningum Hjálmars R.
Bárðarsonar, skipaverkfr., Rvík.
Skipaskoðun ríkisins hefur haft
eftirlit með smíði skipsins í sam-
ráð við austui'-þýzka eftirlitð
DSRK, og hafa vélfræðingarnir
Kári S. Kristjánsson og Jóhann
Þorláksson haft eftirlit með hönd
um í Austur-Þýzkalandi.
Skipið er úr stáli og allt raf-
soðið saman. Aðalvélin er 400
hestafla MWM vél og hjálparvél
er 25 hestöfl.
VEL TIL KVENNA
Nýlega komu hörundsdökkir
söngvarar til höfuðstaðarins og
skemmtu Reykvíkingum. Aðrir
landsmenn heyrðu óminn af
skemmtan þessari
f viðtölum við sunnanblöðin,
segjast þeir víða hafa farið, og
mun það rétt vera, og kynnzt
konum margra landa, og má satt
vera, en hvergi hafi þeim orðið
eins vel til kvenna og í Reykja-
vík! Ofsalegri kvenhylli hafi þeir
aldrei notið, því að giftar konur
og unnustur hafi skilið sig frá
mönnum sínum og hlaupið þeim
í fang svo að kveðjustundir
hefðu orðið annríkar mjög.
Um síðustu ummælin skal
ekkert fullyrt, en ekki er það ný
bóla, að hvítar konur séu hinum
dökku leiðitamar til nokkurra
kynna.
fer saman, þótt einhver fegurð
fyigi-
Sem betur fer, er kaupgeta al-
mennings töluvert mikil og
margir geta veitt sér einhver
kaup fram yfir venju, til gagns
og gleði, nú fyrir jólin. En nú,
sem endranær, er kaupendum
vandi ,á höndum að velja og
hafna.
Nokkrar verzlanir hafa á síð-
ustu árum komið fyrir ljósa-
skreytingum utanhúss og lífgar
það bæinn upp og er þakkarvert
og sízt vanþörf í svartasta skamm
deginu.
Gaman væri að taka upp þann
sið, að veita verðlaun fyrir feg-
urstu, smekklegustu eða list-
rænustu sýningarglugga í bæn-
um. Hver vill gangast fyrir því?
Fimmfíu manns eru nú í Grímsey
En tekjur þeirra eru góðar og velmegun í eynni
Ný aðferð við drukkna menn
Jófaskreyfingar verzlana á Ák.
Gaman væri að veita verðlaun fyrir fegurstu,
smekklegustu eða listrænustu sýningargluggana