Dagur


Dagur - 07.01.1960, Qupperneq 5

Dagur - 07.01.1960, Qupperneq 5
D A G U R Fimmtudaginn 7. janúar 1960 Fimmtudaginn 7. janúar 1960 D A G U R Dagub Skrifsiíila i HafnárstnHi ‘»>l — Simi Uö(i RITSTJÓKI: ERLIN G II R I) A V í I) S S O N AugKsitijjastjóii: j Ó \ S V M V ’ r. I. S S () N Árgangurinn kostai kr. 75.00 ltlaAiA ktniur til á iniOvikuiliigitiu og iaiigaidögum, jicgar cfni stanila lil fijaltldagi cr 1. júlí PUENTVEUK <)I)I»S BJÍ'mNSSONAR H.F. HVERJU Á AÐ TRÚA? ÞÓTT TVÖ sunnanblaðanna vildu þurrka út hið nýbyrjaða ár og teldu sjötta áratug þessarar aldar lokið síðasta gamlaársdag, verðum við að horfast í augu við þá stað- reynd, að nú er aðeins að byrja síðasta árið er fyllir sjötta tuginn um næstu áramót, en á þeim tíma verður mikið vatn runnið til sjávar og þá hafa eflaust mörg og stór tíðindi orðið með þjóð okkar, sem fáa órar fyrir nú. En öll vonum við að þau tíðindi megi sem flest verða okkur til farsældar. í nýársboðskap forsætisráðherra og oftar á síðustu vikum, er mjög vikið að þeirri fornu dygð, að segja sannleikann, og ekkert nema hann. Þjóðinni verði að segja allan sannleika í efnahagsmálum, svo að hún hafi þrek til þess að þola þær aðgerðir í efnahagsmálum, sem nauðsyn beri til að leggja á hennar bak. Þetta er bæði rétt og satt, og fátt væri meira fagnaðarefni en nokkurt afturhvarf til hinna fornu dygða meðal æðstu manna þings og þjóðar. Það vill svo til, að forsætisráðherrann og flokkur hans fengu í sínar hendur allar opinberar efnahagsskýrslur frá tíð vinstri stjórnarinnar og létu síðan eigin efnahags- ráðunauta og hagfræðinga halda áfram rann- sóknum. Auk þess liafði sami flokkur stjórn- að landinu um eins árs skeið með Alþýðu- flokknum og átti því ekki að vera úti á þekju þegar sömu flokkar skiptu um stóla og bættu nýjum við hinn 20. nóvember sl. og mynd- uðu nýtt ráðuneyti undir stjórn Ólafs Thors. En ekki er vitað hvort afturhvarfið hafi þá verið komið til í huga æðstu manna og sann- leiksástin farin að skipa veglegan sess. Núverandi ríkisstjóm, sem ákallar sann- leikann og sárbænir landsfólkið að trria sér, neitaði að gefa þingheimi nokkrar upplýs- ingar um efnahagsástandið og þótti ekki tímabært. Hins vegar sagðist hún þurfa að hugsa og rak hina nýkjömu þingmenn heim, þingmenn, sem loksins vom þó kosnir „í réttu hlutfalli við þjóðarviljann“ samkvæmt breytingu stjórnarskrárinnar. Hins vegar hef- ur ríkisstjórnin gefið ófagrar lýsingar á efna- hagsástandinu utan þings, og vitnar þá óspart í sérfræðinga sína. Samkvæmt því vantar hundruð milljóna í Útflutningssjóð á þessu ári, við blasir öngþveiti út á við vegna skulda og öngþveiti inn á við vegnaverðbólg- unnar. Rétt fyrir kosningarnar gáfu þó hvorki meira né minna en þrír ráðherrar þá samhljóða yfirlýsingu, að liagur Útflutnings- sjóðs og ríkissjóðs stæði með hinum mesta blóma og að stjórnarflokkarnir hefðu sigrazt á verðbólgunni, framundan væri breiður vegur og auðfarinn til bættra lífskjara fyrir öll landsins börn. Að sjálfsögðu ber að hafa það, sem sannast er í hverju máli. En hvort er þá sannara, það sem stjórnarflokkamir sögðu fyrir síðustu kosningar, eða það, sem þeir sögðu eftir þær? í dag, þann 5. janúar 1960, er til grafar borið lík Ingimars Ey- dals kennara og ritstjóra, ásamt líkamsleyfum konu hans, en bál- för hennar fór fram frá Foss- vogskapellu 1. október 1956. Ingimar Eydal andaðist á Fjórðungssjúkrahúsi Akureyrar aðfararnótt 28. des. sl. Líkams- þróttur hans var að mestu þorr- inn en hugsun og minni nær óskert fram á síðustu daga. Ingimar Jónatansson Eydal var fæddur að Stekkjarflötum í Saur bæjarhreppi 7. apríl 1873. For- eldrar hans bjuggu á hluta úr Stekkjarflötum frá 1865 til 1879. Síðan í Skriðu í þrjú ár. Eftir það munu þau hafa verið búlaus. Faðir Ingimars var Jónatan, fæddur 1833, d. 1904, Jónsson bónda í Flöguseli í Hörgárdal og síðar í Hólakoti í Saurbæjar- hreppi til 1867. Jón var fjórgiftur og var fyrsta kona hans og móðir Jónatans Salvör Gísladóttir bónda í Bási í Hörgárdal Gunn- arssonar pósts Rafnssonar. Faðir Jóns í Hólakoti var Benedikt bóndi í Flöguseli Sigfússon bónda á Brita á Þelamörk Sig- fússonar. Móðir Ingimars Eydals og kona Jónatans, var Sigríður Jó- hannesdóttir bónda á Sámsstöð- um í Öngulsstaðahreppi Gríms- sonar „græðara“ bónda á Espi- hóli; fæddur 1761, d. 1836, Magn- ússonar bónda á Hrísum í Eyja- firði, Grímssonar. Kona Magnús- ar á Hrísum var Ingiríður Pét- ursdóttir bónda í Víðigerði í Hrafnagilshreppi Jónssonar Bjarnasonar prests að Grund Hallssonar „harða“ sýslumanns í Möðrufelli, Bjarnasonar, bónda í Skriðu í Hörgárdal Pálssonar. Kona Bjarna í Skriðu var Hall- dóra Björnsdóttir prests á Mel Jónssonar biskups Arasonar. Kona Gríms græðara á Espihóli var Sigurlaug Jósefsdóttir bónda á Stórulaugum í Þingeyjarsýslu, og síðast í Ytra-Tjarnarkoti í Öngulsstaðahreppi, (dáinn 1825) Tómassonar bónda í Hvassafelli í Eyjafirði, Tómassonar bónda á Gleraá og Kollugerði í Krækl- ingahlíð Sveinssonar. Fyrri kona Jósefs Tómassonar, og móðir Sigurlaugar á Espihóli, var Ingi- björg Hallgrímsdóttir smiðs á Kjarna og Naustum við Eyja- fjörð Jónssonar. Bróðir Ingi- bjargar var séra Gunnar Hall- grímsson prestur á Uppsum og Laufási, faðir Gunnars px-ests í Laufási Gunnarssonar föður Kristjönu þriðju konu Péturs Hafstein amtmanns á Möðruvöll- um, en þau voru foreldrar Hann- esar Hafstein skálds og ráðherra. Bróðir Sigurlaugar á Espihóli var Kristján Jósefsson bóndi á Halldórsstöðum í Reykjadal, fað- ir Jóhannessonar á Laxamýri föður Sigurjóns bónda þar föður Jóhanns skálds Sigurjónssonar. Bróðir Jósefs Tómassonar í Ytra-Tjarnarkoti, var Jónas bóndi í Hvassafelli Tómasson. Dóttir hans var Rannveig Jónas- dóttir kona séra Hallgríms á Hrauni og Steinsstöðum í Öxna- dal, Þorsteinssonar prests í Stærra-Árskógi, Hallgrímssonar. Sonur séra Hallgríms og Rann- veigar Jónasdóttur var Jónas skáld Hallgrímsson. Annar bróðir Jósefs Tómasson- ar var Davíð bóndi á Arnarstöð- um og Völlum í Eyjafirði, Tóm- asson. Dóttir hans var Rannveig kona Páls Gunnarssonar bónda á Helgastöðum í Eyjafirði. Sonur þeirra var Jón Pálsson bóndi sama staðar, faðir Páls skálds Jónssonar Árdals. , Jónas Hallgrímsson var þriðji ættliður frá Tómasi Tómassyni í Hvassafelli, Páll Árdal fjórði, Jóhann Sigurjónsson og Ingimar Eydal fimmti ættliður. Hannes Hafstein var fjórði ættliður frá Hallgrími Jónssyni á Kjarna og Naustum, en Ingi- mar Eydal fimmti ættliður. Foreldrar Ingimars Eydals bjuggu á litlu og rýru jarðnæði, enda fátæk jafnan. Þau áttu þrjú börn: Ingimar, Jóhannes, sem dó á unga aldri, og Hólmfríði. Hún giftist fyrst Ólafi bónda í Mel- gerði Ólafssyni og síðar Sigfúsi bónda á Arnarstöðum Jónssyni. Um fermingaraldur fór Ingi- mar að vinna fyrir sér sjálfur, fyrst sem léttadrengur síðan vinnumaður á ýmsum stöðum og misjöfnum, éins og gerðist í þá daga. Hann var snemma bók- hneigður og las allt, sem hann náði í, einkum ljóðmæli. En lítill var bókakostur á þeim heimilum, sem hann dvaldi. Ekki hafði hann ráð á að eignast bækur fyr- ir eigið fé, því að lítið var kaup- ið og ekkert framan af nema nauðsynlegustu spjarir. En eitt sinn taldi hann sig hafa komizt að góðum bókakaupum. Tombóla var haldin í sveitinni og fór Ingi- mar þangað. Ekki hafði hann samt neitt verðmæti handbært, svo að ekki gat han freistað gæf- unnar í því happdrætti. En á tombólunni var maður, sem dreg ið hafði ljóðmæli Jónasar Hall- grímssonar og þótti lítið til koma og vildi selja fyrir annan drátt, sem kostaði 25 aura. Ingimar langaði mjög til að eignast bók- ina, en hafði ekkert fyrir að kaupa. Fór hann því til húsbónda síns, sem þarna var og bað hann að kaupa fyrir sig bókina, og auðvitað reikna sér andvirðið í kaupreikningi sínum. En ekki hafði hann aura með sér né ann- að verðmæti, svo að hann gæti þetta. Fór hann þá til nágranna síns og bað hann að lána sér 25 aura svo að hann gæti keypt bókina. Nágranninn kvaðst skyldi gera það, ef húsbóndi hans ábyrgðist skuldina. Vékst hús- bóndinn greiðlega undir ábyrgð- ina. Nágranninn lánaði honum þá hálfsokka, sem var verzlunar- vara í þá tíð. Voru nú hnútarnir leystir og gat Ingimar eignast bókina. Þótti honum þetta feng- ur góður, og mun tæplega ofsagt að hann lærði Ijóðmælin spjalda á milli á skömmum tíma. Þá var hann 15 eða 16 ára. Þrátt fyrir nokkurn fæðuskort á stundum, umkomuleysi og eril milli ýmissa staða, náði Ingimar góðum líkamsþroska, varð meira en meðalmaður að hæð, burða- maður mikill og verkmaður ágætur. En þráin til skólagöngu og menntunar vaknaði snemma hjá honum og jókst með aldrin- um. Loks köm þar að hann ákvað að brjótast í skólagöngu og scótti um upptöku í Möðru- vallaskóla. Síðasta árið, sem hann var í vinnumennsku, 1891 til 1892, var hann á Æsustöðum. Þann vetur fékk hann tilsögn í dönsku um hálfsmánaðar tíma hjá Daníel Sigfússyni í Gnúpu- felli. Af sjálfsdáðum hafði hann lesið nokkuð undirstöðuatriði ís- lenzkrar málfræði. Lá sú fræði- grein mjög vel fyrir Irgimar og hafði hann yndi af henni, enda varð hann síðar aðkvæðagóður íslenzkumaður. Haustið 1892 settist hann svo í neðri bekk Möðruvallaskóla, þá 19 ára. Voru þó fararefni harla smá, bæði að því er snerti undir- búning námsins, svo og veraldleg efni, því að engan stuðning gátu bláfátækir foreldrar hans veitt honum. Um aðra var ekki að tala. Hann tók próf upp úr neðri bekk og settist haustið eftir í efri bekk. Um vorið 1894 fann hann mjög til þess að námið, þessa tvo vetur, hafði ekki veitt honum þá þekkingu og þann andlegan þroska, sem hann þráði að ná. Olli því mest ónógur undirbún- ingur námsins, sem tafði fyrir honum. Yfirborðsmenntun lét hann sér ekki nægja. Varð það því að ráði með samþykki Hjaltalíns skólastjóra, að Ingi- mar hvarf próflaus úr efri bekk að því sinni, en ákvað að sitja næsta vetur aftur í sama bekk. Vorið 1895 tók hann svo gagn- fræðapróf frá skólanum með fyrstu einkunn, 56 stig, og skorti aðeins fjögur stig til að hljóta ágætiseinkunn. Taldi hann sig hafa lært mest þennan síðastavet ur og þroskast talsvert andléga. Næstu ár stundaði hann barna- kennslu á vetrum en vann að jarðabótum og heyskap á sumr- um. Á þessum árum las hann allmikið enskar bækur og var orðinn allvel fær í ensku bók- máli. En það fann hann að sig skorti æfingu í talmálinu og réttum framburði. Til að bæta úr þessu tók hann sig upp haust- ið 1902 og fór til Skotlands. Settist hann að í Edinborg. Þar var hann öllum ókunnur og hafði engan stuðning landa sinna né annarra. Fæði og húsnæði keypti hann hjá gamalli matsölukonu, sem reyndist honum mjög um- hyggjusöm. Vinnu fékk hann hjá skipafélagi nokkru við ferming og afferming flutningaskipa. Var hann þar í ákveðnum vinnu- flokki. Líkaði honum sæmilega við vinnufélaga sína. Þó’var þar einn, sem var ofláti mikill og ekki vinsæll af félögúm sínum. Gerði hann sér dælt við íslend- inginn og varð Ingimar oft fyrir áreitni hans í orði og athöfn, en skeytti því lítt. Eitt sinn voruþeir félagar að flytja sekkjavöru í geymsluhús og báru sekkina á annarri öxlinni og komu fyrir í stafla í húsinu. Eitt sinn er Ingi- mar kom með sekk á öxlinni og var að því kominn að setja hann í stæðuna, sem orðin var vel axlarhá, kemur umræddur ná- ungi þar að og hrindir honum til, svo að sekkurinn féll á gólfið. Rann þá Ingimar mjög í skap. Greip hann piltinn allómjúkum tökum, hóf hann á loft og kast- aði upp á sekkjastaflann. Kvað þá við ánægju- og aðdáunaróp frá vinnufélögunum. En maður þessi gerðist aldrei síðan til að bekkjast við Ingimar. Ekki undi Ingimar vel hag sínum þar í Edinborg og nokkru eftir áramótin 1902—1903 tók hann sér far með Agli gamla, sem sigldi milli Noregs og ís- lands, með viðkomu í Edinborg. Á leiðinni hreppti skipið norðan- stórhríð með miklu frosti. Var það mjög hætt komið sakir óveð- urs, en þó einkum klaka, sem hlóðst á skipið. Komst Egill nauðuglega í höfn á Austfjörð- um. Eftir þessa Skotlandsför hvarf Ingimar aftur að sínum fyrri störfum næstu árin. En þráin eft- ir meiri menntun og meiri and- legum þroska gaf honum enn eigi ró. Um langskólanám var ekki að ræða, frekar nú en fyrr. Það varð því úr að nú leitaði hann til Danmerkur og hafði Askov-lýð- háskóla í huga. Til Danmerkur fór svo Ingimar haustið 1905 og fékk inngöngu í Askov-lýðhá- skóla. Þar líkaði honum vel að vera. í bréfi til mín, er hann skrifaði frá Askov 4. janúar 1906 segir hann: , „Eg finn þó að eftir þenna stutta tíma, stend eg þrátt fyrir alt einu hænufeti nær menntun- inni en áður. Eg hef þó séð inn í nýja andansheima, það er að segja nýja fyrir mig. Og ein breyting er virkilega orðin á mér við veru mína hér. Hún er þessi: Eg ber miklu meiri lotningu fyrir mannlegum anda en áður. Hér er söguleg kennsla í Matematik og Fysik og á þann hátt kemst maður í kynni við þá menn, er stærstar uppgötvanir hafa gert í hugsanaheimi, og það er afar að- dáunarvert, hvað andi þeirra hefur getað hafið sig hátt, hvern- ig sannleiksþráin hefur gagntek- ið þá, og hvernig þeir hafa brot- izt yfir allar torfærur til sann- leikans einungis með því að hugsa.“ Það er auðheyrt að kennsl- an og kennsluaðferðin á Askov hefur gagntekið Ingimar og fundið hljómgrunn í hugskoti hans, þar sem nær allar náms- greinarnar voru kenndar í fyrir- lestrum og myndskýringum, og ekki sízt stærðfræði og eðlis- fræði, einmitt þær greinarnar, sem Ingimar lagði einkum fyrir sig á Askov.Hann dáir mjögkenn arana. Um La Cour segir hann í sama bréfi: „Mér finnst hann standa ofar mínu lofi. Appel er líka fyrirtaksmaður. Gaman hefði eg af, ef þið, sem hafið ver- ið í gagnfræðaskólanum, gætuð verið í einum reikningstíma hjá Appel til þess að sjá og heyra hvernig hann færi að kenna reikning eða þá Matematik. Fenger hefur talsverðan áhuga á íslenzkum bókmenntum og hnýsist töluvert í þær. Kann enda dálítið í íslenzku. Axelsen kennir sögu fyrirtaksvel. Ensku- kenslu hef eg hjá Fenger, og þó eg segi sjálfur frá, er eg beztur í ensku af þeim, sem hann kennir. Enda er mér kannske ekki þakk- andi fyrir það.“ Einna mest per- sónuleg kynni kveðst Ingimar hafa ahft af Fenger. Hefur áhugi hans á íslenzkum bókmenntum og íslenzku máli vafalaust hneigt hugi þeirra saman, enda ekki komið að tómum kofum þar sem Ingimar var. Ekki er að efa að Ingimar hef- ur allmikið mótast af verunni í Askov-skóla, og haft hæfileika til að tileinka sér kennsluaðferð- irnar þar og nota þær síðar við kennslu sína, sem að verður vik- ið. En veran á Askov hefur orðið honum nokkuð kostnaðarsöm og þá hafa, eins og stundum fyrr, kaldar loppur fjárhagsörðugleika teygt sig að honum. Um þetta segir hann í umræddu bréfi: „Getur vel verið að eg komi heim á næsta vori, og getur vel verið að það verði ekki. Mig langar til að vera lengur, en mig ógar líka við þeim skuldum, sem eg nú safna. Það getur orðið hálförðugt að koma heim til ís- lands með aðra eins skuldabyrði og eg hef, ekki sízt ef eg kosta mig hér lengi, og mega svo má- ske standa iðjulítill á mölinni." Eg held að skuldirnar, sem Ingimar stóð svo mikill stuggur af, hafi vaxið honum meira í augum en efni stóðu til. En ótt- inn við að geta máske ekki staðið í fullum skilum við lánardrottna sína, var sívakandi í huga hans. Brigð í viðskiptum var afar fjar- lægt eðli hans, og tilhugsun um að einhver tapaði fé sínu fyrir hans sakir var eitur í beinum hans. Það fór svo að eftir eitt skólaár á Askov-lýðháskóla kom Ingi- mar heim aftur sumarið 1906. Á þessum árum, og þó raunar miklu fyrr, hafði Magnús Sig- urðsson bóndi og kaupmaður á Grund, borið þá hugmynd mjög fyrir brjósti að komið væri upp barnaskóla fyrir þrjá hreppana fi-aman Akureyrar, sameiginlega. En á seinni árum hafði Magnús hrifist mjög af lýðskólahugsjón Grundtvigs, sem komin var í framkvæmd í Danmörku og þótti gefast mjög vel. Var nú áhugi Magnúsar vaknaður fyrir þessu máli, og varð brátt að brennandi hugsjón hans að komið yrði á stofn slíkum skóla í Eyjafirði. Þótti nú Magnúsi bera vel í veiði er hann vissi að nú var nýkom- in ungur og efnilegur maður beint frá Askov-lýðháskóla, Ey- firðingur að ætt og uppruna. Kom nú Magnús sér brátt í sam- band við Ingimar Eydal, til að fá frekari fræðslu um allt fyrir- komulag dönsku lýðskólanna. — Ræddu þeir þetta efni allýtarlega sumarið 1906. Ákvað Magnús að byggja skólahús og búa nauðsyn- legum tækjum fyrir eigið fé og gefa Eyfirðingum ef þeir og landssjóður tækju að sér rekstur skólans. Ekki vildi Magnús bíða með skólahaldið eftir væntanleg- um skóla. Varð það að ráði þeirra Magnúsar og Ingimars að þegar á næsta hausti skyldi hafizt handa um skólahald, er vera skyldi fyrsti vísir til lýðskóla í Eyja- firði. Tók Ingimar að sér kennsl- una, en Magnús annaðist rekst- urinn. Hófst svo skóli þessi á Grund haustið 1906. Nemendur voru 12, allt Eyfirðingar nema einn, Magnús Stefánsson, er síðar nefndist Örn Arnarson skáld. Eg var einn nemendana þennan vet- ur, og kynntist því skólanum af eigin raun. Eigi er hér rúm til að lýsa nákvæmlega skólahaldinu. í stuttu máli skal þess aðeins get- ið, að kensluna sneið Ingimar mjög eftir aðferðum Askov- skóla, eftir því, sem við varð komið, Fór hún að mestu fram í fyrirlestrum kennarans með myndskýringum á töflu. Einkum var hér um að ræða sögu, eðlis- fræði og stærðfræði. Tókst Ingi- mar að gera þessar námsgreinar svo ljósar og skiljanlegar fyrir nemendum að þeir bjuggu að því lengi síðan. Sem dæmi má geta þessa atviks: Einn af yngstu nemendum Ingimars frá Grundarskólanum sat næsta vetur á eftir í öðrum bekk Gagnfræðaskóla Akureyr- ar. Sagði þá stærðfræðikennar- inn eitt sinn í tíma á þá leið um Pýþagorasar-setninguna svo- nefndu, að hún væri of flókin og erfið til að útskýra hana að sinni. Rétti þá nemandinn frá Grund- arskóla upp hönd og lét þess get- ið að hann héldi sig geta útskýrt þetta viðfangsefni. Kennarinn varð nokkuð undrandi, en lét þó piltinn koma upp að töflunni. Útskýrði hann þar með ljósum orðum og mynd á töflunni eðli og úrlausn viðfangsefnisins, á svip- aðan hátt og hann hafði lært hjá Ingimar. Hafði kennarinn ekkert við þetta að athuga. Nemandi þessi var Benedikt Árnason frá Litla-Dal. Sýnir þetta litla dæmi hve vel Ingimar tókst að gera nemendum sínum viðfangsefnin ljós og minnisstæð. Var unun að hlusta á kennslu hans í sögu og þó einkum eðlisfræði. Kryddaði hann þar ræðu sína með helztu æviatriðum upfinningamannanna og hvernig hinir ýmsu þættir eðlisfræðinnar þroskuðust stig af stigi og hvernig kenningar hinna eldri meistara, sumar hverjar, urðu smátt og smátt að þoka fyr- ir nýju þekkingarljósi, sem yfir þær var varpað. Með þessari kennsluaðferð duldist eigi að hæfileikar Ingimars nutu sín mjög vel, ljós og rökföst fram- setning, þekking á málefninu, góður framburður og meitlað mál. Allt þetta skapaði sam- ræmda heild, sem gerði kennar- ann að afburða ræðumanni, sem nemendurnir hlutu að hlusta á með athygli. Þennan vetur, 1906—1907, ræddu þeir mikið um skólamál Magnús og Ingimar, og einkum um fyrirkomulag og búnað hins væntanlegá lýðskóla. Var það ákveðinn vilji Magnúsar að Ingi- mar tæki að sér skólastjórn. En því miður fór það svo, þegar eftir var leitað, neituðu tveir stærstu hrepparnir, af fjárhagsástæðum, að taka þátt í rekstri skólans. Stuðningur frá landssjóði fékkst ekki heldur. Þar með var hug- sjón Magnúsar um lýðskóla í Eyjafirði að engu orðin. • Grundarskólanum var haldið uppi næsta vetur í sama sniði og áður. En um vorið 1908 var hon- um lokið, og var hvorugum sárs- aukalaust, Ingimar eða Magnúsi. —o— Haustið 1907, þann 28. septem- ber, kvæntist Ingimar Eydal Guðfinnu, f. 17. sept. 1881, Jóns- dóttur bónda á Viðastöðum í Norður-Múlasýslu Eiríkssonar og konu hans Margrétu Sig- urðardóttur. Var Guðfinna hin myndarlegasta kona, greind, hyggin og ráðdeildarsöm og hin mætasta húsmóðir. Hún andaðist 23. sept. 1956. Þeim hjónum varð fimm barna auðið, sem öll eru á lífi: Hörður Ólafur, f. 13. febr. 1909. Kona hans er Pálína Indriða- dóttir. Margrét Hlíf, f. 25. sept. 1910. Ógift. Brynjar Víkingur, f. 22. okt. 1912. Kona hans er Brynhildur . Ingimarsdóttir. Þyri Sigríður, f. 5. nóv. 1917. Gift Birni Bessasyni. Gunnar Birgir, f. 1. nóv. 1925. Kona hans er Selma Jónsdóttir. Um störf Ingimars Eydals í þágu skóla- og samvinnumála, svo og þátttöku hans í þjóðmál- um, vísa eg til minningagreina um hann, sem mér færari menn birta í þessu blaði. Ingimar Eydal hafði hið mesta yndi af góðum ljóðum og kunni ógrynni af þeim og lausum vis- um, sem hann mundi fram til síðustu daga. Hann var dulur í skapi og geðmikill, en stjórnaði skapsmunum sínum vel. Að eðl- isfari var hann hlédrægur og laus við að ota sér fram. Hann var blíðlyndur og hlýr og ein- lægur vinur vina sisna. Undir- hyggja og eigingirni var honum fjarlæg. Hvers konar volgur og smásálarskap virti hann til van- þroska. Hann var viðurkenndur ágætur ræðumaður, rökfastur og skýr. Þegar honum þótti ómak- lega ráðist á skoðanir og málefni, sem honum voru kær, var hann jafnan ótrauður til varna, og gat þá gjarna hlaupið kappi í kinn og orðið þá fastmæltur nokkuð. Eg átti því láni að fagna að kynnast Ingimar Eydal allnáið, allt frá æskuárum mínum og fram á síðustu daga hans. Eg tel mig hiklaust hafa af því haft mikinn ávinning. Eg sakna þessa kæra vinar míns, en læt þó þá tilfinningu víkja fyrir annarri, þeirri að eg samgleðst honum yfir að andi hans er laus við viðjar hrörlegs líkama og getur nú byrjað nýtt líf, — sem hann þráði — á landi lifenda. Gleðilegt nýtt og betra ár, kæri vinur minn. Hólmgeir Þorsteinsson. Eg kynntist Ingimar Eydal fyrst haustið 1930. Eg hafði kom- ið austan af landi með skipi þann 17. okt., en þann 18. okt. átti að vígja hið nýja skólahús á brekk- unni. Eg var öllum ókunugur og gekk því einn míns liðs til skóla- vígslunnar. Þegar eg nálgaðist skólann, slóst í för mína maður einn ókunnur. Hann var hár vexti, nokkuð við aldur, bjartur yfirlitum og allur hinn drengi- legasti. Rödd hans var djúp, augun hvöss, en góðleg og glettnisleg í senn. Hann var nokkuð fastmæltur og var sem hann vægi hvert orð áður en hann lét það frá sér fara. Mér leið vel í návist hans. Við tókum tal saman og kynntum okkur. — Þetta var Ingimar Eydal kennari við Barnaskóla Akureyrar og ritstjóri vikublaðsins Dags á Ak- ureyri. Óbein kynni hafði eg haft af honum í sambandi við þetta litla blað, og höfðu mér þótt öll skrif hans þar frjáísmannleg og drengileg. Eftir þetta áttum við samleið í Barnaskóla Akureyrar um 8 ára skeið og skyggði ekkert á þau kynni. Ingimar Eydal er fæddur 7. apríl árið 1873 að Stekkjarflötum í Saurbæjarhr. og var því rúml. 86 ára gamall er hann lézt nú um jólin. Foreldrar hans voru þau hjónin Jónatan Jónsson bóndi í Skriðu í Eyjafirði og Sigríður Jóhannesdóttir frá Sámsstöðum í Öngulsstaðahreppi. Ingimar varð gagnfræðingur frá Möðruvöllum vorið 1895. En hugur hans stóð til meira náms og fór hann því til Danmerkur og stundaði nám á hinum fræga lýðháskóla í Askov veturinn 1905 —1906 og var þar á kennaranám- skeiði sumarið eftir. f millitíðinni hafði hann stundað kennslu í Eyjafirði. En þegar heim kom, gerðist hann kennari við ungl- ingaskóla, sem haldinn var á Grund í Eyjafirði, og kenndi þar í tvö ár, en haustið 1908 varð hann kennari við Barnaskóla Akureyrar og gegndi þeirri stöðu í 30 ár, eða þar til árið 1938, er hann lét af störfum 65 ára gam- all. Veturinn 1929—30 var hann settur skólastjóri við skólann. Ingimar Eydal var einn í hópi hinna svokölluðu aldamóta- manna, sem stóðu í blóma lífsins, þegar ný öld gekk í garð með fangið fullt af vonum og fyrir- heitum. Það var því að líkum, að Ingimar þótti sem hann þyrfti víða að taka til höndum. Hann beið ekki eftir verkefnum. Verk- efnin biðu eftir honum. Hann gerði að vísu kennslu að aðal- star.fi, og eg held að hann hafi verið úrvalskennadi. Líklega hefði honum þó látið enn betur að kenna unglingum en börnum, og kannski hefur hann dreymt um starf við íslenzkan lýðhá- skóla, en það virðist aldrei hafa verið verulegur jarðvegur fyrir skólahugsjónir Grundtvigs á ís- landi — því miður. En hvað sem því líður, verður Ingimar brátt áberandi maður á mörgum svið- um, og það gat varla öðruvísi farið, vegna gáfna hans og mann- kosta. Hann verður einlægur sam vinnumaður og kemst brátt í stjórn Kaupfélags Eyfirðinga, sem á þá stöðugt vaxandi gengi að fagna. Hann situr í stjórn þess samfleytt í 34 ár, eða frá 1917—1951, og mun lengi hafa verið varaformaður þess. Þá fer hann mjög að taka þátt i stjórn- málum og verður bæjarfulltrúi fyrir Framsóknarflokkinn sam- fleytt í 17 ár og um leið forseti bæiarstjórnar mörg hin síðari ár. Það sýnir traust bæjarstjórnar á þessum fulltrúa sínum. Þá má geta þess, að hann var ritstjóri íslendings árin 1915—17, en síðar ritstjóri Dags árin 1918 —20 og svo aftur árin 1927—1945. Ingimar var skeleggur baráttu- maður, hvort sem hann flutti ræður eða hélt á penna, og eins og nærri má geta, þurfti hann að taka eindregna afstöðu gegn mörgum af helztu borgurum bæjarins á hinum pólitíska vett- vangi. Eg spurði Ingimar einu sinni að því á efri árum hans, hvort hann hefði ekki orðið var við, að þetta hefði haft óheppileg áhrif á starf hans sem kennari. Hann kvaðst aldrei hafa orðið þess var. Og má vafalaust þakka það drenglyndi hans í hinni póli- tísku baráttu, og þá sennilega um leið drenglyndi andstæðinga hans. Og aldrei heyrði eg hallað á Ingimar sem kennara og þá heldur ekki vegna stjóx-nmála- skoðana hans. , Ingimar Eydal var skemmtileg- ur félagi. Á kennarastofunni var hann hrókur alls fagnaðar, enda bjó hann yfir mikilli kímnigáfu. Hann hafði yndi af fagui'bók- menntum og sögumaður var hann góður. Það var því engin tilviljun, að leið hans lá upp á leiksviðið, og vakti hann þar mikla athygli. Mun hann hafa tekið allmikinn þátt í leiklistinni á vegum Leikfélags Akureyrar. Aldrei sá eg hann þó á leiksviði, enda orðinn roskinn er vð kynnt- umst. Það fer stundum svo, að við veitum ekki naégilega athygli kostum þein-a manna sem eru á veginum með okkur. Það skyggði að vísu ekkert á góða samvinnu okkar Ingimars, er við vorum samkennarar í Barnaskóla Akur- eyrar, en nú þegar hann er allur, þykir mér sem mannkostir hans séu mér allir ljósai'i en á meðan við voi-um saman. Ingimar hefur nú í mörg ár lifað í skugga van- heilsu og elli, en þrátt fyrir það þykir mér nú sem eg sjái hann ungan og glæsilegan með elda áhugans í augum. Einn af hinum beztu fulltrúum hirma svonefndu aldamótamanna. En hann lifði sína sögu að verulegu leyti á fx-ekar umkomulausri öld. Öld mikilla verkefna en þó fárra tækifæra fyrir gáfaða unglinga. Ingimar Eydal varð þó mei'kur sonur þessai-ar umkomulitlu ald- ar, og hann hefur mai'kað sér svo varanleg spor, að hann gleymist ekki. Áx'ið 1937 var hann sæmdur Fálkaoi'ðunni. Kvæntur var hann góði'i konu, Guðfinnu Jónsdóttur bónda að Víðastöðum í Hjaltastaðaþinghá og eignuðust þau fimm mann- vænleg börn. Eg þakka Ingimar Eydal í nafni Bai'naskóla Akureyrar fyr- ir langt og fai-sælt starf við stofn unina. Hann hefur með kennslu- Frarnhald á 6. siðu.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.