Dagur - 03.02.1960, Blaðsíða 4

Dagur - 03.02.1960, Blaðsíða 4
4 D AGUR Miðvikudaginn 3. febrúar 1960 Skrilstoí.i i Hafiiatstra-tí ')() — Sími 1 ififi RITSTJÓRI: E R L í N G V ll I> A V í J) S S O X Aui’lýsingastjóii: JÓN SAMÍEISSON Árgangurjnn kostar kr. 75.00 ItlaðiA keinur út á miðvikudögum og iaugardögitnt, |>q>ar cfni standa til Cjaltldaj’i t-r !. jú!i prentvf.uk odds hjórnsso.nar h.f. STÓRTS UM FÁTT er meira rætt en fjárlögin nýju og væntanlegar efnahagsaðgerðir, og er það mjög að vonum eftir þær stórkostlegu yfirlýs- ingar stjórnarflokkanna um ástandið í þeim efnum og boðskap þeirra um nýtt efnahags- kerfi. Samkvæmt fjárlagafrumvarpinu tek- nr ríkisstjórnin stórt skref í efnahagsmálum, en hvort það skref verður fram á leið, mun tíminn leiða í ljós. En þegar er sýnilegt að slíkar stóraðgerðir eða breytingar lcrefjast þess, að sú stjórn, sem þær gerir, hafi bein í nefi og geti framfylgt þeim, að öðrum kosti er verr af stað farið en heima setið. En til þess að efnahagsaðgerðirnar íenni ekki út í sandinn, þarf núverandi ríkisstjórn mikið traust þjóðarinnar að baki sér. Það traust á hún því miður ekki og hefur ekki til þess unnið undanfarin missiri. En þar með er ekki sagt að efnahagsaðgerðir þessar séu óal- andi og óferjandi, þótt svo kunni að virðast í ýmsum greinum við athugun fjárlagafrum- varpsins. Ekki verður það véfengt, að þjóðartekjur íslendinga hafa vaxið verulega frá ári til árs að undanförnu. Það á því að vera meira til skiptanna en áður og lífskjör þjóðarinnar að fara batnandi. Hinar nýju ráðstafanir virðast ekki fara vel við þessa staðreynd. Eyrirhuguð gengisbreyting mun hækka vöruverðið tii muna, en gert er ráð fyrir óbreyttu kaupi, og auk þess lagðir á nýir skattar. En þá kemur hin mikla spurning, hvort nauðsynlegt sé að skerða lífskjör almennings, hvort það sé al- menningur, sem lifað hafi of hátt og í dýrleg- um fagnaði langt um efni fram. Sé svo, verð- ur að taka afleiðingunum. Hitt mun þó sönnu nær, að það sé aðeins hluti þjóðarinn- ar, sem um langt skeið hafi lifað í dýrlegum fagnaði á kostnað alls almennings, og það eru hinir ríku, t. d. nokkur hundruð milljóna- mæringar sem gera út Sjálfstæðisflokkinn. — Vonandi sýnir ríkisstjórnin það réttlæti, að leggja réttmætan þunga á herðar þessara manna, væri þá nokkur von, að aðrir yndu sínum hlut. Ennfremur er hverri ríkisstjóm nauðsynulegt að láta orð og efndir vera í nokkm samræmi. Því miður verður það ekki sagt um núverandi stjórnarflokka, að þeir hafi unnið sér traust á þeim grundvelli. Yfir- lýsingar Sjálfstæðis- og Alþýðuflokksins fyrir kosningar um hinn ágæta hag Útflutnings- sjóðs og ríkissjóðs og hversu vel hefði tekizt að stöðva verðbólguna, hafa orðið sér og höf- undum sínum til hinnar mestu háðungar. Núverandi yfirlýsingar sömu flokka um efna- hagsástandið verða því teknar með varúð og efnahagsaðgerðirnar teknar undir smásjá þegar þær eru allir fram komnar. Samdráttur í verklegum framkvæmdum og auknir almennir skattar koma þyngst niður á hinum fátækari, en skara eld að köku gróða- manna og braskara. Sú stefna leiðir til at- vinnuleysis og örbirgðar og hún á ekki rétt á sér í landi, þar sem þjóðartekjurnar aukast. HaUgrímur Þorbergsson áttræður Fyrr í þessum mánuði, eða nánar tiltekið 8. janúar, varð Hallgrímur Þorbergsson bóndi á Halldórsstöðum í Laxárdal í S,- Þingeyjarsýslu áttræður. Hann er einn hinna lands- kunnu Þorbergssona. En bræður hans eru þeir Jónas Þorbergsson, fyrrum ritstjóri og útvarpsstjóri, og Jón H. Þorbergsson bóndi á Laxamýri. Hallgrímur er fæddur á Helga- stöðum í Reykjadal, átti erfiða æsku, en brauzt þó til mennta, fyrst við Búnaðarskólann á Eið- um, en síðan fór hann utan og dvaldi í Bretlandi og Noregi og kynnti sér þar einkum sauðfjár- rækt. Þegar hann kom heim aft- ur, ferðaðist hann um mikinn hluta landsins á vegumBún.félags íslands og kynnti sér sauðfjár- rækt landsmanna og kynnti ýmsar nýjungar. Hann er fyrsti íslendingurinn, sem á vísinaaleg- an hátt greindi kyneinkenni ís- lenzka fjárstofnsins. Hann inn- leiddi sundbaðkerin, nýjar bað- lyfstegundir til útrýmingar kláða og fleiri óþrifum og hann beitti sér fyrir kynblöndun á íslenzku fé og skozku og hafði þær til- raunir með höndum í nær tvo áratugi. Þá ritaði Hallgrímur Þorbergs- son margt í blöð og tímarit um landbúnaðarmál, sérstaklega sauðfjárrækt, og hélt óteljandi fyrirlestra um þau efni og auk þess hefur hann tekið mikinn þátt í félagsmálum sýslunnar og löngum þótt tillögugóður, hug- myndaríkur og djarfhuga. En Hallgrímur er þó fyrst og fremst bóndi, hefur búið á Hall- dórsstöðum síðan 1915 ásamt konu sinni, Bergbóru Magnús- dóttur Þórarinssonar, og hallast þar ekki á um rausn og höfðings- skap. Öldungurinn á Halldórsstöðum er enn hið höfðinglega glæsi- menni og gleðimaður. Sextugur Steindór Jóhannsson, fiskimats- maður, Víðivöllum 18 hér í bæ, varð sextugur 26. janúar síðastl'. Hann er Skagfirðingur, en fluttist fjögurra niánaða gamall í Svarf- aðardal. Hingað til Akureyrar fiutti hann árið 1926 og hefur starfað við fiskmat lengst af síðan 1928. Steindór er vinsæil mann- kostamaður. Blaðið sendir hon- um beztu afmælisóskir. í mínum huga er Laxárdalur meiri töfrum búinn en aðrar sveitir. Hann er svolítið af- skekktur ævintýraheimur, nokk- uð til hliðar við alfaraleiðir. Þar vex skógur í hlíðum og litbrigða- ríkur runnagróður allt til efstu heiðabrúna. í dalbotninum eru sléttar grundir milli hraunfláka og þar er Laxá fegurst, lygn og yfirbragð hennar hrekklaust. En svo sagði mér „listamaður“ einn, er við deildum um náttúrufegurð á öðrum stað, að fegurðartilfinn- ing mín væri ekkert annað en skynvilla á háu stigi, og hann leiddi mig í „allan sannleika" hversu áfátt var á umræddum stað. Þar vantaði þrjú fjpll af sérstakri gerð og fleiri hluti stóra. En lengi má deila um fegurðina og illa eru þeir menn á vegi staddir, sem líta alla hluti „gagn“augum. Ef til vill hef eg orðið skyggn á fegurð dalsins við það að ganga undir hönd Hall- gríms á Halldórsstöðum í heima- byggð hans, og þá er heiðurinn Hallgríms megin og mitt að þakka. Eg sendi afmælisbarninu inni- legustu afmæliskveðjur og kærar þakkir fyrir gömul kynni. 29. janúar 1960. E. D. Páll Guðmundsson KVEÐJUORÐ Mánudaginn 28. des. sl. lézt að Elliheimilinu í Skjaldarvík Páll Guðmundsson frá Seljahlið, rúm- lega sjötugur að aldri. Páll var fæddur og uppalinn að Seljahlíð í Sölvadal í Eyjafirði. Voru foreldrar hans Guðmundur Friðfinnsson Þorlákssonar, og Rósa Jónasdóttir, er bjuggu þar allan sinn búskap, 1887 til 1924. Bjó Guðmundur þar góðu búi, var talinn allvel efnaður og hafði margt sauðfé, því að jörðin er beitarjörð góð. Páll bjó nokkur ár í Seljahlíð eftir föður sinn. — Var kona hans Laufey Jósefsdótt- ir. Þau voru barnlaus. Árið 1936 flutti PáU frá Selja- hlíð, yar jörðin þá í eyði um skeið. En jafnan var Páll kennd- ur við þann bæ. Eftir það bjó hann litlu búi á nokkrum jarðar- hlutum í sveitinni meðan kona hans lifði. En seinustu árin í sveitinni átti hann heima á Skáldstöðum. Var heilsa hans þá mjög farin að bila og seinustu æviár sín var hann að Eiliheimil- inu í Skjaldarvík. Páll var sérkennilegur maður, höfðu sumir gaman af að glettast við hann, en hann svaraði oft vel fyrir sig, því að hann var allvel greindur og hafði kímnigáfu til að bera. Hann var jarðaður að Möðru- völlum í Eyjafirði 5. jan. sl. Ekki gat eg fylgt þessum frænda mín- um til grafar og verð því að láta nægja að senda honum kveðju frá mer og öðru frændfólki hans, sem vildi vera við jarðarför hans, en gat ekki farið af ýmsum ástæðum. Blessun fylgi honum á hinu nýja ári nýs lífs. . P. K. Skákimnendur! - Notið tækifærið! Innan skamms hefst hér á Akureyri óvenjulegt námskeið í skák. Verður það ekki eins og áður hef- ur tíðkast um skákennslu hér á landi, að einn mað- ur leiðbeini nemendum að tafli, eða sýni byrjánir og endatöfl á veggborði, heldur er hér um að ræða skákkennslu í fyrirlestraformi eins og tíðkast í Rússlandi og öðrum miklum skáklöndum, þar sem fyrirlesarinn hefur tvö til þrjú veggborð og aðstoð- armann til hjálpar og flýtisauka, svo að kennslan geti gengið það hratt, að áhorfendur hafi ætíð nóg af skemmtilegum verkefnum til að glíma við. Eru það Æskulýðsheimili templara og Skákfélag Akur- eyrar, sem hafa fengið hinn kunna skákmann Frey- stein Þorbergsson til þess að annast námskeið þetta, en hann hefur meðal annars stundað nám í Sovét- ríkjunum og kynnzt skáklífi þar. Mun Freysteinn einkum leggja áherzlu á að skákkennslan verði fróðleg og skemmtileg dægradvöl fyrir fólk á öllum aldri, ailt frá byrjendum til meistara. Mun hann sýna mikið af skákdæmum eða skákmyndum, eins og kalla mætti þetta, til aðgreiningar frá hinum venjulegu mátþrautum. í skákdæmum þessum er sýr.t hvernig hvítur eða svartur nær jafntefli eða vinnur á skemmtilegan og lærdómsríkan hátt. Einnig mun Freysteinn kenna byrjanir, miðtafl og endatafl séi'staklega og leggur þá meiri áherzlu á hugmyndir að baki leikjanna heldur en vélræna minnisfestingu leikjaraða. Námskeiðið stendur í tæpan mánuð og verður skipt í flokka eftir aldri, byrjunarkunnáttu þátttak- enda og því, hvenær þeir hafa sína frítíma. Miðað er við þrjú skipti í viku fyrir hvern flokk og tvær stundir hverju sinni, eða alls tuttugu tíma alls. Hjá börnum verður fyrrlestur aðeins fyrri stundina, en æfing og tilsögn þá síðari. Börnum verður væntan- lega kennt fyrir kvöldmat, öðrum eftir vinnutíma. í barnaflokki verða veitt bókaverðlaun fyrir góða hegðun og stundvísi, þannig að þátttökuspjald gild- ir sem happdrættismiði, ef hlutaðeigandi kemur vel fram. Reykingar unglinga eru bannaðar á fyrirlestr- unum. Þá verða einnig veitt fleiri veíðlaun í sam- bandi við lausnir þrauta. Innritun og námskeiðsgjald hefur verið auglýst annars staðar, en innritun lýkur mánudaginn 8. febrúar, þegar Freysteinn heldur fyrirlestur um skáklíf í Rússlandi og fleira. Fyrirlestur þessi hefst klukkan 20.30 í stóra salnum í KEA. Er hann opinn fyrir alla. Sjálf námskeiðin hefjast svo 10.—11. febr. Góður árangur á innaufélagsmóti Skautafélags Akureyrar um sl. helgi Skilyrði voru ágæt á laugardag, en nokkur gola á sunnudag. í A-flokki náðust betri tímar en gildandi íslands- met á öllum vegalengdum, en þar sem ekki voru fullgildar aðstæður, mun ekki sótt um staðfestingu metanna. Mót þetta var sérlega skemmtilegt, þar sem keppni var afar jöfn um fyrstu sætin og árangur góður. Er um greinilega framför að ræða hjá flest- um eða öllum keppendum. — Úrslit urðu: 500 m„ A-fl. — 1. Björn Baldursson 46.5 sek. — 2. Sigfús Erlingsson 47.0 sek. — 3. Skúli G. Ágústs- son 49.2 sek. 1500 m„ A-fl. — 1. Skúli G. Ágústsson 2.31.6 mín. — 2. Sigfús Erlingsson 2.34.6 mín. — 3. Björn Bald- ursson 2.35.8 mín. 3000 m„ A-fl. — 1. Sigfús Erlingsson 5.28.6 mín. — 2. Skúli G. Ágústsson 5.31.3 mín. —: 3. Björn Baldursson 5.34.1 mín. 5000 m„ A-fl. — 1. Örn Indriðason 9.31.8 mín. — 2. Skúli G .Ágústsson 9.44.0 mín. — 3. Björn Bald- ursson 9.55.0 mín. Stig. — 1. Björn Baldursson 212.676 stig. — 2. Sigfús Erlingsson 212.800 stig. — 3. Skúli G.Ágústs- son 213.450 stig. 500 metrar, B-fl. — 1. Sveinn Kristdórsson 55,2 sek. — 2. Stefán Árnason 58.3 sek. — 3. Ásgrímur Ágústsson 58.4 sek. 1500 m„ B-fl. — 1. Ásgrímur Ágústsson 3.13.8 mín. — 2. Sveinn Kristdórsson 3.14.4 mín. — 3. Stefán Árnason 3.26.2 mín. 400 metrar, 12—14 ára drengja. — 1. Sævar Jóna- tansson 54.4 sek. — 2. Hallgrímur Indriðas. 55.2 sek.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.