Dagur - 06.02.1960, Page 8
Bagijr
Laugardaginn 6. febrúar 1960
ÆFIR ÞÚ KNATTSPYRNU?
Knattspyrnuunnandi og heimsfrægur knatt-
spyrnumaður hafa orðið í þessari grein
Knattspyrnan hefur undramik-
inn seiðmátt, sem kunnugt er.
Hún er meðal vinsælustu íþrótta-
greina, gerir miklar kröfur til
leikmanna, en færir þeim ótelj-
andi ánægjustundir.
I þessari grein hafa tveir menn
crðið. Hinn fyrri er gamall
íþróttamaður og sérstakur knatt-
spyrnuunnandi og áhorfandi á
öllum knattspyrnukappleikjum
hér á Akureyri og víðar um
fjölda ára.
>
Knattspyrnuunnandi segir:
Fyrir nokkrum árum var eg í
Hafnarfirði á þessum árstíma og
sá hóp ungra manna, á að gizka
25 manns, hlaupa í íþróttabún-
ingum út úr bænum. Þetta gerðu
þeir a. m. k. tvisvar í viku. Loks-
ins eru strákarnir orðnir alveg
vitlausir, heyrði eg einhvern
segja þar.
Piltarnir í Hafnarfirði voru að
búa sig undir knattspyrnukapp-
leikina næsta sumar, en voru að-
eins byrjendur í þessari íþrótt.
Þjálfari þeirra vissi, að ekki er
nægilegt að læra knattmeðferð,
keppendurnir verða einnig að
hafa mikið þol á úrslitastundum
kappleikjanna.
Eg hugsaði þá norður til Akur-
eyrar. Og enn er eg að hugsa um
knattspyrnuna hérna hjá okkur.
Æfa knattspyrnumenn í vetur?
Æfa þeir innanhúss og utanhúss?
Æfa þeir hlaup til að auka þolið?
Hvers vegna eru ekki utanhúss-
æfingar hér á vetrum eins og í
öðrum löndum? Er einhver þjálf-
ari ráðinn fyrir okkar úrvalslið?
Þessar spurningar koma í hug-
ann og þeim þarf að svara. Ekki
með þögn og tómlæti, heldur
með æfingum og undirbúningi.
Eigum við Akureyringar að
liggja undir eftirfarandi dómi
iþróttafréttaritara Morgunblaðs-
ins frá I sumar, þar sem segir
meðal annars:
„Leikur þessi sannaði átakan-
lega hvað breiddin er ennþá lítil
í knattspyrnu okkar. Hvorugt
þeirra liða, sem kepptu þennan
úrslitaleik virðast eiga annað er-
indi í fyrstu deild, en að falla aft-
ur nður í II. deild, nema því að
eins a ðum mikla framför verði
að ræða.“
Svo mörg voru þau orð um
Akureyringa og Vestmannaey-
inga í úrslitaleik íslandsmeistara-
mótsins á Melavellinum í Reykja-
vík föstudaginn 21. ágúst 1959.
Og enn vil eg bera fram þá
spurningu, hvort knattspyrnu-
menn á Akureyri geri sér ljóst
hvaða ábyrgð hvílir á þeim gagn-
vart bæjarfélaginu í heild? Og
hvað er verið að gera nú við
íþróttavöllinn? Fáir munu borga
glaðari en eg til íþróttamála, og
eg held að fáir telji það eftir að
töluvert sé gert fyrir íþróttirnar
af hálfu bæjarins.
En okkur er ekki sama um
íþróttaheiðurinn. Næsta sumar
verða sennilega leiknir hér fleiri
knattspyrnuleikir en nokkru
sinni fyrr. Þá viljum við fá að sjá
okkar pilta í beztu röð og veg
þeirra, og um lei ðokkar allra,
sem mestan.
Góðir knattspyrnumenn! Glat-
ið ekki tíma og tækifærum, æfið
dyggilega nú í vetur og gefið
ykkur örlítinn tíma til að hugsa
um spurningar mínar ykkur til
uppörfunar.
Og þá hefur knattspyrnuunn-
andi lokið máli sínu að sinni.
Sá heimsfrægi segir:
Knud Lundberg hefur um tvo
áratugi leikið með danska liðinu
AB, er læknir að menntun og
blaðamaður að atvinnu. Hann
skrifar mikið um knattsþyrnu,
t. d. í Familie Journal. Hann
segir m. a.:
Líkamsbygging mín er alls
ekki heppileg fyrir knattspyrn-
una. Eg er of hægfara og of lang-
ui’. En allt frá því fyrsta hef eg
haft mjög gaman af knattspyrn-
unni, meira en flestir aðrir. Það
er líklega þess vegna að eg hef
leikið yfir 70 landsleiki í þrem
íþróttagreinum: knattspyrnu,
handknattleik og körfuknattleik.
Sem strákur hafði eg mikinn
hraða og gott úthald. En þegar
eg fór að taka út vöxtinn, varð
eg að hægfara og þolinu ábóta-
vant. Þá varð eg að leggja meiri
áherzlu á knattmeðferð og auk-
inn skilning á leiknum. í knatt-
spyrnu reynir á að vera fljóturað
hugsa og framkvæma, en um síð-
asta leikinn þýðir ekki að brjóta
heilann, eins og i skák.
Það er mjög skjallandi og
ógleymanlegt, þegar menn hafa
haldið því fram, að eg væri bezti
knattspyrnumaðurinn í víðri ver-
öld, ef eg væri örlítið fljótari.
En þetta er alveg út í hött. Þótt
eg hafi verið liðinu til einhvers
gagns, er það hreint ekki af því
að eg hefði „fjögur lungu og gull-
fætur“, heldur vegna þess, að
eftir að eg varð fullvaxinn og
þunglamalegur, fór eg að „Iæra“
knattspyrnu.
Yfirleitt hafa knattspyrnu-
dómarar verið mér vinveittir,
sumir alveg úr hófi. Það er e. t.
v. vegna þess, að við fyrstu sýn
verður maður svo hissa á því, að
slíkur gíraffi skuli leika knatt-
spyrnu, að frammistaðan er of-
metin.
Oft hef eg verið spurður ráða í
knattspyrnu. ítali nokkur vildi t.
d. fá hjá mér uppskriftina að því,
hvernig ætti að koma knettinum
í netið, allt frá fyrstu spyrnu og
þar til knötturinn hafnaði í
marki andstæðingsins, þannig að
engum vörnum yrði komið við.
Það tók mig klukkutíma að út-
skýra það fyrir honum, að slík
fyrirfram gerð áætlun gæti því
aðeins staðist, að mótleikir and-
stæðinganna væru fyrirfram
þekktir.
Drengir á öllum aldri hafa leit-
að ráða hjá mér um knattspyrnu
og alla langar þá til að komast í
landsliðið.
Tómstundirnar eru okkar
mannréttindi. Það hafa allir ein-
hverjar tómstundir, líka þeir,
sem eru í skóla, séu þeir í rétt-
um bekk.
Leikgleðin er gulli betri, og
hún er mest virði þegar erfiðleik-
ar steðja að. *
Sfórir menn í liflu húsi
Sigurður M. Helgason, settur bæjarfógeti, og Gísli
Ólafsson yfirlögregluþjónn kvöddu nýlega blaða-
menn á sinn fund og skýrðu mörg atriði lögreglu-
mála svo og aðstöðu lögreglunnar til starfa
Tveir í viðbót.
Eins og flestir vita eru 10 starf-
andi lögregluþjónar hér í bæn-
um. Þar af greiðir ríkið laun
tveggja en bæjarfélagið átta. —
Fjárhagsáætlun Akureyrarkaup-
staðar fyrir yfirstandandi ár ber
það með sér, að ráðgert er að
fjölga enn lögregluþjónum af
bæjarins hálfu. En miðað við
fólksfjölda telja þeir, sem lög-
reglumálum eru kunnugastir,
nauðsynlegt að fjölga þeim um
tvo. Kæmi þá væntanlega i hlut
ríkissjóðs að greiða tólfta lög-
regluþjóni bæjarins, samkvæmt
því, sem annars staðar hefur
skipazt.
Við Akureyringar teljum bæ-
inn okkar rólegan bæ og svipi í
því efni til reglulegs iðnaðarbæj-
ar, svo sem eðlilegt er og gagn-
stætt þeim bæjum landsins, sem
miklir fólksstraumar liggja að og
frá eftir árstíðum.
Næst mesta umferðamiðstöð
landsins.
Þó er Akureyri önnur mesta
umferðamiðstöð landsins og telur
1300 bíla í bæ og sýslu. Sam-
kvæmt umferðateljara, hefur um-
Happdræffi Ferðamálafélags Ák.
Ölæði í miðbænmn
Öðru hverju ber töluvert á öl-
æði hér í bæ. Síðast í fyrrakvöld
varð lögreglan að skerast í leik-
inn og f jarlægja með valdi nokkra
borgara úr miðbænum og setja
undir lás og slá. — Hópur manna
safnaðist við lögregluvarðstofuna
að því Ioknu, en óspekktir urðu
þó ekki þar.
Viðbótarlán til Ú. A.
úr framkvæmdasjóði
Á fundi bæjarstjórnar Akur-
eyrar fyrra þriðjudag var sam-
þykkt að lána Útgerðarfélagi Ak-
ureyringa kr. 400 þús. af fé því,
sem veitt var til Framkvæmda-
sjóðs bæjarins á fyrri ári. Hafa
þá alls verið lánaðar til Ú. A. 1,5
millj. kr. af framlagi Fram-
kvæmdasjóðs 1959. 500 þús. kr.
voru veittar til Vallarráðs vegna
byggingar við íþi’óttavöllinn og
500 þús. kr. af fé sjóðsins er enn
óráðstafað.
Loksins var dregið í þessu
happdrætti og eru bæði ár og
dagar liðnir fram yfir lögskilinn
tíma, og sennilega flestir happ-
drættismiðar glataðir hjá fólki,
sem studdi málefnið á sínum
tíma. Eftirfarandi barst blaðinu
fi’á Ferðamálafélaginu:
Þann 19. jan. sl. fór fram, á
skrifstofu bæjarfógeta, útdráttur
í happdrætti Ferðamálafélags
Akureyrar.
Eftii-talin númer hlutu vinn-
ing:
1. Flugfar fyrir tvo Rvík—
Hamborg—Rvík nr. 22061.
2. Flugfar fyrir tvo Rvík—
K.höfn—Rvík nr. 17981.
3. Flugfar fyrir tvo Rvík—
London—Rvík nr. 17751.
4. Flugfar fyrir tvo Rvík—
Hamborg—Rvík nr. 8906.
5. Flug'far fyrir tvo Rvík—
K.höfn—Rvík nr. 2066.
6. Flugfar fyrir tvo Rvík—
London—Rvík nr. 2265.
7. Flugfar fyrir tvo —Akureyri
—Rvík—Akureyri nr. 11091.
8. Flugfar fyrir tvo Akureyri—
Rvík—Akureyri nr. 14299.
9. Flugfar fyrir tvo Akureyri—
Rvík—Akureyri nr. 10328.
10. Flugfar fyrir einn Akureyri
—RvíkAkui’eyri nr. 16992.
11. Flugfar fyrir einn Akui’eyri
—Rvík—Akureyri nr. 10706.
12. Flugfar fyiir einn Akui’eyri
—Rvík—Akureyri nr. 864. —
(Bii’t án ábii-gðar.)
Vinninga sé vitjað til Kristins
Jónssonar, forstjóra, Brekkugötu
30, símar 2006 og 2007.
DÁLVIKINGAR
fengu 70 rauðmaga
Dalvíkingar lögðu hrognkelsa
net undan Sauðanesi fyrir fnán-
aðamót og fengu 70 í-auðmaga í
fyrstu lögn. Virðist rauðmaginn
ganga venju ’fyrr að landinu
þetta árið.
Um 800 þúsund fjár á fóðrum
Sauðfé hefur fjiilgað nijög hér
á landi hin síðari ár, eftir ao sauð-
fjársjúkdómum var að mestu út-
rýnu með stórfelkium niðurskurði
og fjái’skipum, sem fram fóru svo
að segja um land allt.
Talið er, að í vetur séu um 800
þús. fjár á fóðrum og flcira cn
nokkru sinni áður. Stórfelld atikn-
ing þessarar búgreinar virðist ekki
miklum takmörkunum háð, enn
sem komið er, þvl að hvort tveggja
er, að ræktarlönd má nota til sauð-
fjárbeitar en hefur lítt verið gert,
víðáttumiklar auðnir má græða upp
með tækni nútímarfs og auka annan
gróður með framræslu og notkun
áburðar á heiðalöndin.
Hrossum fækkar og eru þau nú
talin rúmlega 30 þús. og nautgripir
eru um 48 þús.
En geitur cru aðeins nokkrir tug
ir og þarf að gera ráðstalanir til að
forða algerri útrýmingu þeirra.
ferð bifreiða tvöfaldast á þi’emur
áruiu í bænum og næsta ná-
grenni. Þessi öra þróun skapar
mörg vandamál, er tekur til lög-
reglu og bifi’eiðaeftii’lits. Þá eru
siglingar vaxandi og einng útgerð
og síðast ,en ekk sízt, er hér mik-
ið og margbreytilegt skemmtana-
líf, bæði í bænum sjálfum og þó
enn meira í næsta nágrenni hans.
í sambandi við umferðamálin
má óhætt fullyrða, að umferða-
reglur eru meira og minna þver-
brotnar hér í bænum á hverjum
einasta degi ársins. í opinberum
skýrslum frá bæjarfógetaembætt-
inu eru bókfærð brot á umferða-
lögum og lögreglusamþykkt sam-
tals 191, auk bifreiðaárekstra,
sem voru 106 sl. ár. Þar fyrir ut-
an hefur lögreglan fengist við
nær 500 umferðamál, þar sem
áminningar og leiðbeiningar hafa
verið látnar nægja.
Varðstofan er of lítil.
Ölvun er stundum nokkuð mik-
il hér á Akureyi’i. Ekkei’t skal þó
fullyrt um slík mál í samanburði
við aði’a kaupstaði landsins. Engu
að síður er það staði’eynd, að öl-
óða menn verður að taka úr um-
fex’ð öðru hvoru og stundum
marga í senn, séi’staklega um
helgar eða þegar skip eru í höfn.
Lögregluvarðstofan á Akur-
eyri var byggð árið 1939 og var
xá hx’óflað upp af vanefnum. Þá
var bærinn lítill, íbúar fáir og
ökutæki af skornum skammti. —
Lögi’egluvai’ðstofan er eitt lítið
hei’bei’gi, annað ennþá minna
hei’bei’gi eða kompa, gangur og 3
fangaklefar. Hvergi er afdrep til
yfirheyrslu, bai’smíðar og ölæði
fanga yfirgnæfa mannamál í
nessu húsi, hvergi er geymsla
fyrir hvei’s konar muni, sem lög-
reglan vei’ður að taka í sína
vörzlu, og ekki einu sinni hægt
að hengja upp yfii'hafnir eða
annað nema við útidyr. Hefur
það hent hina fingralöngu vini
lögi-eglunnar, að þegar þeir hafa
horfið frá stofnuninni og eru á
leið til feguri’a lífs, er hið vand-
aða efni lögreglubúninganna við
útidyrnar fyrsta freistingin.
Það kostar 1 milljón.
Settur bæjai’fógeti og yfirlög-
regluþjónn bentu á, að sam-
kvæmt áætlun myndi það kosta
um eina milljón króna að byggja
mjög viðunandi vai’ðstofu með
nægu húsrými, ef hún yrði byggð
sem viðbótarbygging við slökkvi-
stöðina. Þar af greiðir ríkið
helming. ,
Fangaklefar þurfa að vera 7—
10 og tvö góð herbergi, auk varð-
stofu og geymslu.
Sjálfsagt er að búa vel að lög-
reglunni og ætla henni einnig
mikil stöi’f. Réttmætt er líka að
athuga þessar áætlanir og finna
þá úi’lausn, sem bezt gæti leyst
húsnæðisvandamál lögreglunnar
á hagkvæman hátt.