Dagur - 17.02.1960, Blaðsíða 8

Dagur - 17.02.1960, Blaðsíða 8
8 Bagxjk Miðvikudaginn 17. £ebrúar 1960 Búnaðarframkvæmdir í Eyjafirði og leiðbeiningaslarf Búnaðarsambandsins RáðunautarHÍr Erik Eylands og Ingi G. Sigurðs- son fluttu starfsskýrsiur á aðalfundi B.S.E. I framhaldi af frásögn blaösins af aðalfundi Búnaðarsambands Eyjafjarðar, verður hér getið nokkurra atriða úr starfsskýrslu ráðunauta sambandsins, þeirra Inga Garðars Sigurðssonar og Ei- ríks Eylands, sem þeir fluttu á fundinum. Þríþætt starf. Vélaráðunautur, Eirík Eylands, hafði sömu störf með höndum og áður og eru þau þríþsett. Hann annast aðgerðir á vélakosti sam- bandsins og hefur umsjón með honum, veitir vélanámskeiðum forstöðu og í þriðja lagi veitir hann bændum margs konar aðstoð og leiðbeiningar. Ræktunarsamböndin greiða 30 krónur fyrir vinnustund ráðu- nautsins. Varahlutir og viðhald. Erfiðlega gekk að fá næga vara- hluti í jarðyrkjuvélarnar sl. sumar og taldi ráðunauturinn það sér- staka heppni, að hægt var að hafa vélarnar gangfærar lengst af. En með núverandi ástandi telur hann óhugsandi að standsetja vélar eins og skyldi fyrir vorið. Námskeiðin. Vélanámskeið voru haldin á Dalvík, Svalbarðseyri og Akur- eyri. Víðast er erfitt um húsnæði, þó hefur Ræktunarsamb. og Bún- aðarfélag Svarfdæla og Dalvíkur- hrepps komið sér upp eigin húsnæði. Námskeiðin eru hin þörfustu og spara bændum stórar fjárfúlgur. Leiðbeiningastarfið. Ráðunauturinn telur leiðbein- ingastarfið mun minna en æskilegt væri og stafar það einkum af tímaskorti. Ráðgert var að fara í eins konar yfirreið og koma á alla bæi til „skrafs og ráðagerða“ Þetta er góð hugmynd, en tíma- frek x framkvæmd, en ráðunautur- inn hefur þó fullan hug á að gera tilraun í þessa átt. Boðsferð. A síðastliðnu hausti fór Eirík Eylands í eins konar námsferð til nágrannalandanna í boði Fordson- dráttarvélaverksmiðjanna í Eng- landi. Kynnti hann sér ýmsar nýj- ungar, ekki sízt í Noregi, svo sem áður hefur verið sagt nokkuð frá hér í blaðinu í sambandi við; bændaklúbbsfund. í skýrslu Inga Garðars Sigurðs- sonar jarðræktar- og sauðfjárrækt- arráðunauts kom það glöggt fram, að enn eru jarðræktarfram- kvæmdir miklar. Jarðabætur. Nýræktarframkvæmdir voru 437,29 ha. Er það um 70 ha. meira en árið 1958 og eru þetta því lang stærstu nýræktir, sem mældar hafa verið á einu ári. Matjurtagarðar 7;,00 ha. Grjótnám 1.536 rúmm. Handgrafnir skurðir 390 m., 318 rúmm. Lokræsi, hnaus 257 m. Lokræsi, grjót 670 m. Byggingar. Aburðargeymsla, safnþrær 366 rumm. Áburðarhús 2.474 rúmm. Heygeymslur. Þurrheyshlöður 16.022 rúmm. Súgþurrkunarkerfi 3.317 rúmm. Votheyshlöður 310 rúmm. Kartöflugeymslur 356 rúmm. Byggingafracmkvæmdir. Byggingaframkvæmdir voru minni á þessu ári heldur en árið á undan, t. d. er byggt tæpum 4.000 rúmm. minna af þurrheys- hlöðum heldur en 1958, súgþurrk- un um 700 ferm. minna, votheys- hlöður um 400 rúmm. minna, en hins vegar er byggt rúmum 700 rúmm. meira af áburðarhúsum en nákvæmlega jafn margir metrar af safnþróm 1959 og 1958 ,eða 366 rúmm. Framræsla. Vélgrafnir skurðir voru 61.530 Fjársöfnun Eins og alþjóð er kunungt, fórust tveir sjómenn af mótorbátnum Maí TH 194 21. október síðastl. Báðir þessir menn áttu fyrir fjölskyldum að sjá. Við undirritaðir höfum ákveðið að beita okkur fyrir fjársöfnun til handa ekkjum hinna látnu sjómanna. Er það einlæg ósk okkar, að vel verði brugðist við í þessu efni, ekki sízt þar eð dánarbætur frá tryggingum eru í slíku tilfelli, sem þessu, aðeins kr. 19.000.00 í stað kr. 90.000.00, þegar bátar, er sjómenn farast af, eru yfir 12 smálestir. Húsavík, 31. janúar 1960. Vernliarður Bjarnason, Páll Kristjánsson, Jóhannes Jónsson, Þorvaldur Árnason. „DAGUR“ hefur tekið að sér að veita framlög- um til söfnuriar þessarrar móttöku og koma þeirn til for- stöðumanna söfnunarinnar. VKííííííílííííííííííííííííííííííííííííííííííííííííííííííííííííííííííí:: m. að lengd, en 265.037 rúmm., og er það nokkru meira en verið hefur undanfarin ár, eða um 70 þús. rúmm. meira en 1958. Jarðabótamenn voru alls á ár- inu 417, eða 29 fleiri en árið 1958. Sauðfjárræktarfélögin. 10 sauðfjárræktarfélög skiluðu skýrslum á árinu, og er það tveim færra en undanfarin ár, en það voru félögin í Grýtubakkahreppi og Ólafsfirði, sem nú hafa helzt úr lestinni. Alls munu vera 87 starfandi fé- lagsmenn og áttu þeir alls á skýrslum 1.467 ær, þar að þing- eyskum stofni 771 ær; var meðal arður eftir hverja á 22.41 kg. af kjöti, en eftir þær vestfirzku, sem voru 696 að tölu, 22.59 kg. Þessir bændur fengu mestan arð eftir félagsærnar: 1) Valdimar Kristjánsson, Sigluvík, með 17 ær í félagi sem skiluðu 31.05 kg. eftir á. Vest- firzkur stofn. 2) Halldór Albertsson, Neðri- Dálksstöðum, með 22 ær í félagi sem skiluðu 30.28 kg. af kjöti eft- ir á. Vestfirzkur stofn. 3) Friðrik Magnússon, Brag- holti, með 11 ær í félagi sem skil- uðu 28.47 kg. af kjöti eftir á. Vestfirzkur stofn. 4) Gestur Sæmundsson, Efsta- landi, með 14 ær í félagi sem skil- uðu 27.88 kg. af kjöti eftir á. Þing- eyskur stofn. Brátt er allt tilbúið og þá verður haldið á miðin til fanga. — í vetur hafa nokkur ,nýju togskipanna Iegið í höfn á Akureyri til viðgcrðar. Borðstokkarnir hafa verið hækkaðir, skipt um kjölfestu og fleiri endurbæíur verið gerðar eftir því sem reynslan hefur sýnt að þörf var á. — Skipin hafa látið úr höfn hvert af öðru til veiða. — f síðustu viku var verið að ljúlta viðgerð á Jóni Trausta, og eins og myndin sýnir, var líka gert við vörpuna áður en Iagt var frá landi. Senn er von á síðasta 250 lesta austur-þýzka stálskipinu og kemur það til Dalvíkur. Það fer væntanlega fyrst á togveiðar, en á síld í sumar. — (Ljósmynd: E. D.). Svörfu sandskaflarnir eyða ölfu lífi Þjóðfélagið verður að lijálpa útvörðum norðlenzkra byggða Eg var á skemmtireisu til Aust- urlands í sumar og kom þá við í Hólsseli á Fjöllum. Þar voru sandskaflar í túni. Kristján Sig- urðsson leysti greiðlega úr spurn- ingum mínum þessu viðkomandi. Og hann sýndi mér verksummerki þeirrar ógnar, sem nú herjár þar um slóðir meira en áður var og leggur grænan gróður undir svarta sandskafla. Fannalögin láta undan sól og sunnanþey og ísinn grotnar niður á hverju vori — en hinn svarti sandur drepur allt. Einangrun, vetrarríki og hvers konar erfiðleik- um í lífsbaráttu Fjallabúa, er mætt með þeirri karlmennsku, sem ein dugði þjóðinni á undan- gengnum öldum. En hver einstak- ur bóndi stendur ráðþrota frammi fyrir sandfoki og uppblæstri, þar verður samfélagið að hlaupa und- Þriðji hver bíll Opel Eins og sagt var frá í síðasta blaði voru 390 bílar keyptir frá V.-Þýzkalandi árið sem leið, en þaðan eru m. a. Volkswagen-bíl- arnir og Taunus, eins og getið var. En þriðji hver V.-þýzkur bíll, sem inn var fluttur, var Opelbíll, sem mjög er orðinn vinsæll hér á landi, ir bagga. Saga sandgræðslu og landgræðslu sýnir þetta ljóslega. Með sameiginlegu átaki hefur jafnvel tekizt að breyta sandinum í frjósamt land. Stöku bændur hafa líka af eigin rammleik rækt- að sand og gert að töðuvelli. En á Hólsfjöllum sér vítt yfir sand auðnina. Þar ganga svartir sand- byljir yfir og eyða öllu lífi. Þar verður að gera stórt átak til hjálpar, veita viðnám og snúa vörn og flótta í sókn. Og þetta þarf að gera áður en sandurinn færir allt í kaf og hrekur útverði norðlenzkra byggða til annarra landshluta. FRÁSÖGN KRISTJÁNS í HÓLSSELI. Kristján í Hólsseli sagði efnis- lega á þessa leið: í febrúar árið 1957. gerði hér ofsarok að suð- vestri. Jörð var þá að mestu auð. Þá fór hluti af túninu hérna undir sandinn og varð sá hluti ekki sleginn sumarið eftir. Þá komu til min tveir „landnámsmenn" og töldu þeir, að eg fengi þennan skaða bættan. Varð það úr, að eg fékk héraðsráðunautinn, Grím Jónsson bónda í Ærlækjarseli, sem gaf skriflega lýsingu á skemmdunum, og sendi eg hana suður, ásamt beiðni um að fá skaðann bættan. En ekkert er nú komið út á þetta ennþá. Eg von- aði þó, að Steingrímur Steinþórs- son búnaðarmálastjóri gerði eitt- hvað í þessu. Svo var það veturinn 1959, að það gerði svipað veður. Þá setti grófa sandmöl yfir sama svæðið og áður varð fyrir skemmdunum og hefur það ekki verið heyjað í þrjú sumur, því að ekkert hefur upp úr því sprottið. Við urðum því að kaupa hey og er það mikið neyðarúrræði. Til dæmis keypt- um við 6 bíla af töðu fyrir átján þúsund krónur heim komið, og er það enginn smápeningur. Framhald á 7. siðu. Friðrik Ólafsson, stórmeistari, kemur hingað til Akureyrar um helgina í boði Skákfélags Akur- eyrar og teflir fjölskák við bæj- arbúa og nærsveitarmenn í Landsbankasalnum á sunnudag- inn kl. 2 e. h. Öllum er heimil þátttaka á meðan húsrúm leyfir, en vænt- anlegir keppendur þurfa að hafa með sér töfl og mæta svo sem hálftíma fyrr en áhorfendur.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.