Dagur


Dagur - 30.04.1960, Qupperneq 7

Dagur - 30.04.1960, Qupperneq 7
7 - Á DORG Á SVARTÁRVATNI Framhald. af '5. siðu. þeir, sem fyrst koma á vett- vang til að nema ný lönd. Rafsíöðin og silungurinn. í Svarárkoti er merkileg heimilisrafstöð við upptök Svartár, rétt við hlaðvarpann. En fallhæðin er innan við einn metra. Til þess að fá þó þessa fallhæð, var vatnið dýpkað með fyrirhleðslu. En við það að vatnsborðið hækkaði um eitt fet eða svo, óx silungurinn svo mjög í vatninu,, að sumir álíta, að veiða þurfi ósleitilega til að forða offjölgun. Skilyrði á fyrsta aldursskeiði eru senni- lega mjög góð og viðkoman mikil. En fjöldi vatnafiska verðm' ávallt að miðast við fæðuskilyrðin, ef þroski og bragðgæði eiga að haldast. Silungsveiðin í Svartárkoti eru mikil hlunnindi og silung- urinn getur að nokkru rakið ættir sínar til hins fræga sil- ungastofns í Mývatni. Þaðan hefur silungur verið fluttur í Svartárvatn til að blanda blóði við héimasilunginn, og er þá engin furða þótt hann sé góður. Sumarfegurð í Svartárkoti. Sumarfegurð er talin mikil og sérstæð í Svartárkoti. Víður fjallahringur með fögrum lit- brigðum er fögur umgjörð mikilla og gróskuríkra heiða- landa í allar áttir. En hið næsta er vatnið góða, fullt af silungi Þökkum innilega öllum, sem auðsýndu okltur samuð og veittu okkur hjálp við andlát og útför ÞÓRU JÓHANNESDÓTTUR. Einnig viljum við þakka þeim, sem á einn eða annan hátt, veittu aðstoð í hinum langvinnu veikindum hennar. Sérstak- Jega þökkum við læknum og hjúkrunarliði Sjúkrahúss Akureyrar. Guðvin Gunnlaugsson, börn og tengdasonur. Hjartans þakkir til allra, sem auðsýndu okkur samúð og kærleika við andlát og jarðarför SIGURLAUGAR KRISTJÁNSDÓTTUR, Mógili. — Guð blessi ykkur öll. Sigmar Jóhannesson. Helga Sigmarsdóttir. Kjartan Magnússon. Gerður Sigmarsdóttir. Árni Bjarnarson. Hjartanlega þökkum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og jarðarför litlu dóttur okkar MARÍU LILJU, sem andaðist 23. þ. m. — Ennfremur þökkum við læknum og hjúkrunarliði Sjúkrahúss Akureyrar og Barnadeildar Landsspítalans í Reykjavík fyrir góða hjúkrun. Bára Sigurðardóttir. Sigurjón Sigurðsson. __ og fugli, margra tegunda auk svanahjónanna heimaríku. f Svartárvatn rennur engin á og ekki nema litlar lækjarspræn- ur, en úr því rennur Svartáin, töluvert vatnsmikil. Uppsprett- ur eru víða á vatnsbotninum og a. m. k. á einum stað svo gífurlega miklar, að þar ólgar yfirborðið eins og gos væri í aðsigi. Margir hafa lagt leið sína til Svartárkots, fremsta bæjar Bárðardals, til að njóta fegurð- ar í víðsýni hins afskekkta heiðabæjar. Jafnvel hinn kald- ranalegi Dimbilvikudagur dyl- ur ekki með öllu töfra staðar- ins, sem freistar til annarrar ferðar þegar vorið hefur leyst vetrarböndin af hinni gróandi náttúru og magnað þá töfra, sem hvert íslenzkt sumar býr yfir, hvort sem það kemur vik- unni fyrr eða seinna. E. D. Auglýsingar þurfa að berast fyrir hádegi dag- inn fyrir útkomudag. - Beðið eftir Godot Framhald af 6. síðu. og of djúpan skilning á eymd- arstrengjum mannlegs lífs til þess að allur fjölinn kunni að meta hann. Miklum leiklistar- unnendum er því eindregið ráð- lagt að sjá leikinn sem fyrst. Ólafur Gunnarsson. ÖHum þeim mörgu, nær og fjær, sem auðsýndu mér sam- úð og vinarhug við andlát og jarðarför eiginkonu minnar, GUÐRÚNAR GUÐNADÓTTUR, votta eg mitt innilegasta þakklæti. Sverrir Guðmundsson. ui 11111 it n iii tiiiiiiiimiii 111111111111 ii 1111111111111111111111» NÝJA-BÍÓ Sími 1285 \ Aðgöngumiðas. opin frá 7-9 i i Næsta mynd: TÓNAREGN í (MUSIK PARADE.) I Bráðskemmtilg, ný, þýzk § söngva- og músikmynd. i Aðalhlutverk leikur hin nýja i stjarna I BIBI JOHNS H. & V.: yj HULD 5960547, IV/V — Lokaf. Slysavarnafélagskonur Akur- eyri. Skemmtifundur verður í Lóni laugardaginn 30. apríl, fyr- ir telpurnar kl. 5 síðdegis og konurnar kl. 9. — Konur! Gjörið svo vel að taka með ykkur kaffi. — Stjórnin. Frá Amtsbókasafninu. Allir þeir, sem haldið hafa bókum lengur en hálfan mánuð, gjöri svo vel og skili þeim nú þegar. Bókamóttaka alla virka daga til 14. maí. Kvennadeild Slysavarnafél. hér barst 500.00 króna minning- argjöf um Guðnýju Björnsdótt- ur frá ónefndri konu. VIÐTÖL VIÐ BILSTJÓRA i og i PETER ALXANDER. 1 \ — Danskur texti. — i Frá Kvenfélaginu Hlíf Um sumarmálin á ári hverju leitar Kvenfélagið Hlíf til bæj- arbúa um fjárstuðning við dag- heimilið Pálmholt. Nú sem fyrr hafa bæjarbúar brugðizt vel við í þessu efni. Viljum við hér með flytja öllum, sem lögðu hönd að verki eða létu eitthvað af hendi rakna okkar innileg- ustu þakkir. Sérstaklega viljum við þó þakka leikflokki frá bindindisfélaginu „Dalbúinn" í Saurbæjarhreppi fyrir þá vin- semd að sýna endurgjaldslaust leikinn „Alice frænka“ til ágóða fyrir félagið. Bæjarbúar! Okkar innilegustu þakkir fyrir góðan stuðning við málefni barnanna. — Stjórnin. ÁVARP frá Mæðrastyrksn. Akureyrar. Góðir Akureyringar! Ef þið hafið aflögu föt, eru þau góðfúslega þegin hjá Mæðrastyrksnefnd Akureyrar. — Skrifstofa nefndarinnar í Strandgöngu 7 er opin á þriðju- dögum kl. 4.30—6.30. Einnig taka undirritaðar konur á móti gjöfum til nefndarinnar: Ingi- bjöi’g Eiríksdóttir, Ásabyggð 17. — Margrét Antonsdóttir, Austurbyggð 8. — Sólveig Ein- arsdóttir, Páls-Briemsgötu 20. — Guðrún Melstað, Bjarmastíg 2. — Guðrún Jóhannesdóttir, Sandvík, Glerárhverfi. — Soffía Toharensen, Strandgötu 25. — Ingibjörg Benediktsd., Strand- götu 13. — Guðný Magnúsdótt- ir, hjúkrunarkona við Barna- skólann. ALIANDAREGG Ljúffeng til átu, afbragðs- góð í bakstur. — 38.00 kr. kílóið. LITLI BARINN Framhald af 4. siðu. Sveinn Jónsson Sveinn Jónsson frá Hærings- stöðum er einn þeirra mjólkur- bílstjóra úr Svarfaðardal, sem orðlagður er fyrir dugnað. Enda hentar ekki öðrum en duglegum mönnum að stunda þá atvinnu norður þar, því að Svarfdælingar flytja mjólk hvort sem vegir eru færir eða ekki. Sveinn befur stundað þessa atvinnu í 11 ár á lengstu leið- um samlagssvæðisins og þeim snjóþyngstu. Svarfdælsku bíl- stjórarnir þurfa að aka 150— 200 km vegalengd á dag. Hvað hefurðu verið lengstan tíma á leiðinni frá Dalvík til Akureyrar? Rétta 36 klukkutíma. Þá vor- um við á ferðinni á þremur trukkum en bílstjórarnir voru til skiftanna í þeirri ferð. Yfirleitt hefur verið gott að aka í vetur, sennilega bezti veturinn síðan ég byrjaði. Þó vorum við einu sinni rúman sólarhring að sækja mjólkina fram í dalina og flytja hana til Akureyrar. Sjáið þið nokkuð dularfullt á ferðum ykkar? Ég hef aldrei séð nein dular- full fyrirbrigði. En aðrir hafa orðið þeirra varir, til dæmis hafa rnargir orðið varir við reimleika á Hámundarstaða- hálsi. Um þá eru til ýmsar sagnir og bílstjórar hafa séð þar mann á ferð, ætlað að spara honum sporin og numið staðar við hlið hans á veginum til að taka hann upp i. En þá hefur hann horfið algjörlega og er ekki laust við að menn hafi orðið skrekkaðir, þegar maðurinn gufar upp. Finnst þér atvinnan erfið? Já, hún er töluvert erfið og sérstaklega bindandi. Yfir sumartímann þarf maður á fæt- ur upp úr kl. 5 á morgnana og er ekki laus fyrr en um kl. 11 á kvöldin, að vísu með svona tveggja til þriggja tíma hvíld um miðjan daginn. Ilvað finnst þér skemmtileg- ast við starfið? Maður kynnist mörgu fólki, sem oftast er til hinnar mestu ánægju. Vegna þessa starfs verður maður líka þátttakandi í flestu því, sem er að gerast í Svarfaðardal, eða svo finnst manni að minnsta kosti. Enda er það svo, að bílstjórarnir leggja jafnan eitthvað af mörlc- um í sjálfsagðri og eðlilegri fyrirgreiðslu. Minnið æfist vel í þessu starfi, enda þarf á því að halda að vera ekki allt of gleyminn. Margt þurfið það að kaupa fyrir bændur? Já, allt frá tvinnakeflum upp í stærstu jarðyrkjuvélar. Stundum kemur það fyrir, þeg- ar húsbóndinn eða húsfreyjan fara í kaupstaðinn, að þau gleyma bæði einu og öðru. Þá eru bílstjórarnir beðnir að kaupa það næsta dag, og í guðs bænum að gleyma því nú ekki! Aldrei velt bílnum? Nei, en einu sinni fór stýrið úr sambandi og ók ég þá á nokkurri ferð út í mó. Bíllínn fór þó ekki af hjólunum. Far- þega, sem með mér var, varð þá að orði: „Hvern- andskotann ertu nú að fara, Sveinn“. Ég gat bundið stýrisarminn við togstöngina og ekið til Dalvík- ur. Annars er bifreiðunum ágætlega við haldið. Oft er fall- egt á þessari leið, einkum snemma morguns að sumarlagi og þá gleymast allir erfiðleikar frá vetrinum. — E. D. | Framfærsluvísitala | [ 104 stig | Kauplagsnefnd hefur reiknað vísitölu framfærslukostnaðar í byrjun apríl 1960 og reyndist hún vera 104 stig, eða 3 stigum hærri en hún var í marzbyrjun 1960. Verðhækkanir síðan 1. marz 1960 af völdum gengis- breytingar og vegna hins nýja söluskatts námu 6,6 vísitölustig- um, en þar á móti kom 2,8 stiga vísitöluhækkun vegna hækkun- ar fjölskyldubóta frá 1. apríl 1960. Lækkun vísitölunnar af þessum sökum verður alls 8,5 stig, og hefur því nú verið tek- inn inn í vísitöluna þriðjungur þeirrar lækkunar. (Frá Hagstofunni.) Æskulýðsblaðið J 1. hefti þessa árs er komið út. Fjölbreytt og fagurt að vanda. Af efni þess má nefna: Við- horf mitt til framtíðarinnar eft- ir Sigríði Hannesdóttur, M. A. Hinn nýi æskulýðsfulltrúi þjóðkirkjunnar skrifar grein, sem hann kallar: „Þú sagðir já.“ Þá er þýdd grein eftir Pal Boone um framtíð æskumanns- ins. Aðalritstjóri þessa heftis er sr. Sigurður Haukur Guðjóns- son.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.