Dagur - 30.04.1960, Page 8
8
Vörukynningarnámskeið á Norðurlandi Þeir ivíhlaða trillurnar
Þáttakendur frá norðlenzkum kaupfélögum.
Olga Ágústsdóttir veitti námskeiðinu forstöðu
Nú er nýlokið fyrsta norð-
lenzka vörukynningarnámskeið-
inu, og var það haldið á vegum
Húsmæðrafræðslu SÍS. Ungfrú
Olga Ágústsdóttir veitti nám-
skeiði þessu forstöðu, en það
fór fram að Hótel KEA, verzl-
unum félagsins og verksmiðjum
samvinnumanna hér í bæ. Nám-
skeið þetta er fyrir búðar- og
verzlunarfólk, þar sem því er
kennt að kynna vörurnar fyrir
kaupendunum, og ýmislegt ann-
að í sambandi við dagleg verzl-
unarstörf.
Fyrst var þriggja daga nám-
skeið og kennt í fyrirlestrum og
með kvikmyndasýningum, en
síðan hófst hin verklega vöru-
kynning í verzlunum KEA, þar
sem 850 manns brögðuðu ljúf-
fenga rétti.
Námskeiðið sótti fólk frá
kaupfélögunum á Norðurlandi
og hafði það bæði gagn og gam-
an af. Jakob Frímannsson setti
námskeiðið, en erindi fluttu,
auk forstöðukonunnar, sem
kenndi vörukynningu, verk-
smiðjustjórarnir Ragnar Ólason,
Björgvin Júníusson, Jónas
Kristjánsson og Valdimar Har-
aldsson og fjölluðu þau um
vörur verksmiðjanna, sem þeir
veita forstöðu. Auk þess talaði
Kristinn Ketilsson um búðaeft-
irlit og kjörbúðir, Gunnlaugur
Kristinsson um fræðslumál og
Baldur Ágústsson aðstoðaði við
undirbúning.
Ovenjuleg fiskigengd er nú við Grímsey
Fréttaritari Dags í Grímsey
skýrði blaðinu svo frá í stuttu
viðtali í gær, að óvenjulega
mikill fiskafli væri nú við eyna
og hefði verið síðan fyrir
páska.
Trillurnar koma fullfermdar
kl. 3 á daginn og fara strax 'aft-
ur og er stutt á miðin.
Fjórtán aðkomubátar, flestir
frá Eyjafjarðarhöfnum, eru nú
í höfninni. Fiskurinn veiðist
allur á handfæri.
Bjargfuglinn er farinn að
leita varpstöðvanna, en oftast
byrjar hann að verpa upp úr
miðjum maímánuði.
ni
0
AV:
Grásleppa enn
Dalvík 29. apríl. — Ennþá er
mikil glásleppuveiði. Mjög gott
er talið að fá 20 stk. í 60 faðma
net. Reiknað er með 800 gr. af
hinum dýrmætu hrognum úr
hverri grásleppu.
Grásleppan er hengd upp og
seld sigin, t. d. til Reykjavíkur,
og er herramannsmatur, þegar
hún verkast vel.
Syndaselurinn, gamanleikur-
inn sem hér hefur verið sýndur
við góðan orðstír, verður enn.
sýndur í kvöld, og svo á Húsa-
vík um helgina, ef ekkert óvænt
kemur fyrir.
Stundum tekur hann
Reyiihljð 29. apríl. — Nú er
kuldi og rénningur en lítill
snjór. Beitarjörð hefur verið
góð í vetur og mikið notuð.
Óttast er um, að silungurinn
hafi drepizt í stórum stíl í vet-
ur í Laxá, vegna vatnsskorts,
þegar rennslistruflanirnar urðu
sem mestar.
Mikill ís er á Mývatni, en
heldur lítil veiði. Þó tekur hann
dag og dag, en aðra daga fæst
ekkert á dorg.
Hvergi er farið að sleppa fé
ennþá.
Fundir samvinnu-
manna á Blönduósi
Blönduósi 29 .apríl. — Fundir
samvinnumanna hefjast hér
mánudaginn 9. maí, aðalfundir
kaupfélags, sláturhúss og mjólk
ursamlags.
Próf eru hafin í barnaskólan-
um og lýkur þann 7. maí.
Steinunn Hafstað hefur tekið
Kvenanskólann á leigu í júlí og
ágúst í sumar og rekur þar
gistingu og greiðasölu eins og í
fyrra.
Fá ekki í matinn
Hrísey 29. apríl. — Hér er svo
fisklaust, að maður fær ekki
einu sinni fisk í soðið. — í
morgun komu góðir gestir, en
það Voru rjúpumar, sem fljúga
til fjalla á vetrum, en koma
hingað þegar vorar. Og það
leynir sér ekki, að þær kannast
við sig þessar, því að þær gera
sig heimakomnar, fara strax
inn á húslóðir og vappa þar um
eins og alifuglar.
í dag er jarðsungin frá Foss-
vogskirkju Kristín Benedikts-
dóttir, fyrrum húsfreyja í
Bröttuhlíð á Árskógsströnd. —
Síðustu æviárin dvaldi hún hjá
Hrefnu dóttur sinni í Rvík.
Aflinn að glæðast
Ólafsfirði 29. apríl. — Nú er
aflinn að glæðast hér í Ólafs-
firði og hafa trillur fengið
sæmilegan færafisk, 1500—2000
pund, og hafa aflað þetta út á
Polli og á Héðinsfirði. Mótor-
báturinn Anna kom með 11
tonn af færafiski eftir fjögurra
daga veiðiferð til Grímseyjar,
en þar er góður afli.
í fyrrakvöld fannst lík Axels
heitins Péturssonar, sem fórst
með trillubátnum Kristjáni
Jónssyni. Leitarmenn komust á
bát upp í Sýrdalsvoga og
gengu þaðan inn fjörurnar og
fundu lík Axels hjá svonefnd-
um Forvaða og þar var einnig
stýrishús bátsins og fleira brak.
Afmælishóf U.M.F.Æ.
Breiðabóli 25. apríl. — Laug-
ardaginn 23. apríl sl. minntist
UMF Æskan 50 ára afmælis
síns í samkomuhúsi Svalbarðs-
strandar með veglegri sam-
komu. Fjölmenni var og hittust
þar eldri og yngri félagar, sum-
ir langt að komnir. Hafði hófið
verið vel undirbúið. Veizlu-
stjóri var Haukur Berg, for-
maður félagsins.
Setti hann það með sköru-
legri ræðu og stjórnaði því af
myndarskap.
Sameiginlegt borðhald var. —
Ræður fluttu:
Guðmundur Benediktsson, er
rakti sögu félagsins. Tryggvi
Kristjánsson sagði minningar
frá veru sinni í félaginu og
nokkrar kímnisögur. Stefán
Stefánsson skemmti með ferða-
sögu o. fl. Jón Bjarnason ræddi
áhrif félagsskapar og lét góð-
látlegar visui- fljóta með, mönn-
um til ánægju. Jóhannes Laxdal
flutti félaginu beztu framtíðar-
óskir. Sigurbjörg Benedikts-
dóttir minntist sveitarinnar og
félagsins einkar hlýlega.
Jóhann Konráðsson söng með
undirleik Áskels Jónssonar, við
afburðagóðar undirtektir.
Meðan á borðhaldinu stóð var
almennur söngur. Stjórnaði
honum Sigurbjörn Benedikts-
son í Ártúni. Flutti hann, eins
og aðrir ræðumenn, félaginu
fagrar og innilegar afmælis-
óskir.
Sýndur var sjónleikurinn:
„Misheppnuð tilraun."
Hófið fór í alla staði virðu-
lega fram. Það stóð alla nóttina.
Félaginu bárust peningagjaf-
ir, sem renna eigá til sundlaug-
arbyggingar. •-
Félagið fékk mörg heilla-
skeyti, sem sýndu tryggð og
hlýhug sendenda til þess. Þakk-
aði veizlustjóri gjafir, hamingju
óskir og velvild alla til félags-
ins fyrr og nú, og óskaði að það
mætti alltaf verða fært um að
rækja hlutverk sitt með heiðri
og sóma. — G. B.
Reytingsafli
Sauðárkróki 26. apríl. Skag-
firðingur losaði 50 tonn hér á
Sauðárkróki í gær. Bátarnir fá
reitingsafla.
Vegir eru orðnir sæmilegir.
Leikfélag Siglufjarðar sýndi
hér sjónleikinn Forríkur fá-
tæklingur bæði á laugardag og
sunnudag. Aðsókn var ágæt.
Sjóveður er sæmilegt og gæft-
ir hafa verið góðar í vikutíma.
{Hátíðaliöldin 1. maíf
Samkvæmt upplýsingum frá
I. maí-nefnd verkalýðsfélag-
anna hér í bæ, verða hátíða-
höldin 1. maí fjölbreytt á Akur-
eyri.
Ræðumenn verða: Jón Sig-
urðsson, bóndi, Yztafelli, Guðm.
J. Guðmundsson, Rvík og Bjöm
Jónsson alþingismaður. Lúðra-
sveitin leikur og farin verður
kröfuganga. — Útifundur þessi
hefst kl. 2 e. h.
Síðar um daginn hefjast svo
fjölbreyttar skemmtanir, kl.
3.30 í Samkomuhúsinu, og síðar
í Landsbankasalnum og Al-
þýðuhiísinu. — Sérstök bama-
skemmtun^ verður í Alþýðuhús-
inu kl. 3.30.
Merki dagsins verða seld á
götunum.
Síðásti Bændaklúbbs-
fundurinn á þessu vori
verður haldinn að Hótel KEA
mánudagskvöldið 2. maí næstk.
kl. 9. — FUhdatefni: SAUÐ-
FJÁRRÆKTIN. Frúmmælandi
verður Páll Zóphoníasson, fyrr-
verandi búnaðarmálastjóri.
ÞEGAR MENN TYNA ÁTTUNUM
Þegar sjófuglar villast svo langt upp á land,
að þeir sjá ekki sjó, gleyma þeir að fljúga og
má taka þá með höndunum.
Því er líkt farið með Braga Sigurjónsson,
síðan hann gerðist handbendi íhaldsins, og er
síðasti Alþýðumaðurinn glöggt dæmi um það.
Hann segir, að sérstök lög, sem vernda sam-
vinnufélögin við ranglátri skattlagningu, séu
fyrir löngu orðin ranglát. Þetta er hin mesta
skynvilla. Hafi samvinnufélögin nokkru sinni
átt vernd þjóðféálagsins skilið, vegna sérstakra
starfshátta sinna, eiga þau hana engu að síður
skilið nú, eftir að reynslan hefur sýnt árangur-
inn af starfi þeirra.
Bragi er orðinn svo villtur, að honum finnst
það i sannleika hart, að KEA skuli gera kröfur
til að nota orku frá Rafveitunni og hafa afnot
af höfninni og telur líka vafasamt, að því er
helzt verður skilið, að samvinnumenn hafi lagt
nóg til gatnagerðar í bænum (til þess að mega
ganga á götunum?)
Stærri er sú villa ritstjórans, að tala nú máli
íhaldsins í skattamálum, þar sem ihaldið vill
taka þann rétt af samvinnumönnum, að mega
sjálfir ávaxta sparifé sitt og leggja einnig
veltuútsvar á félagsmannaviðskipti samvinnu-
félaga. Bragi er víst búinn að gleyma því, hver
er munur á verzlun samvinnufélaga og kaup-
manna. Hann er hættur að skilja það, að til
eru sérstök lög um það, á hvern hátt tekjuaf-
gangi slíkra félaga er ráðstafað, auk þess sem
aðalfundur getur ákveðið, þar sem allir hafa
málfrelsi og allir fulltrúar atkvæðisrétt. Og
hann er búinn að gleyma því líka, að einstakl-
ingsverzlun getur ráðstafað sínum tekjuafgangi
og einnig öllum eignum að eigin vild og geð-
þótta.
Og svo lágt leggst Bragi, að hann vill þrengja
hag og starfsgetu samvinnufélaganna, af því að
það komi illa við Framsóknarflokkinn. „Fjár-
magn það, er Framsóknarflokkurinn fær hjá
kaupfélögunum, hlýtur að minnka,“ segir hann
og bætir svo við: „eða þau verða að taka hin
auknu útsvör (veltuútsvörin) nærri sér í ein-
hverri mynd.“ Þetta hefur nú verið kallað, að
hengja bakara fyrir smið.
Eitt augnablik virðist Bragi fá ofurlitla
glóru og talar þá eins og Þingeyingur, og segir
að „heiðarlega rekin kaupfélagsverzlun sé
eðlilegri og æskilegra vérzlunarform en kaup-
mannasverzlun, m. a. vegna arðsfyrirkomulags-
ins. . . . “, einnig vegna þess, að þau byggi upp
og haldi í fjármunina í heimkynnum sínum „og
er bæði ljúft og skylt að viðurkenna slíkt og
þakka“, bætir hann við. En samt vill hann
þjóna íhaldinu í því að gera félögin máttvana.
Alþýðuflokkurinn barðist gegn harðýðgi
kaupmanna og braskara og taldi þjóðnýtingu
bezta formið til að losna undan „þrældómsok-
inu“. Nú hefur hann kastað frá sér gömlum
baráttumálum, vinnur jafnvel mjög ötullega
að þeim málum nú, sem hann fordæmdi allra
mest fyrir nokkrum árum, samanber söluskatt-
inn. Vegna skynvillu sinnar berst hann nú við
hlið íhaldsins gegn samvinnufélögunum, af því
að honum er sagt, að það hljóti að vera Fram-
sókn til bölvunar. Allir sjá, hve steinrunnin sú
pólitík er, sem þannig er rekin.
íhaldið hefur það sér til afsökunar, að það
er andstæðingur samvirmufélaganna, eins og
það hefur verið frá fyrstu tíð. Afsökun Al-
þýðuflokksins er sú, að hann villtist of langt
frá stefnu sinni og markmiðum, týndi áttun-
um og flúginu í gjörningaveðri íhaldsins. Þá
tók íhaldið hann með höndunum og brúkar
hann síðan að vild.