Dagur - 05.05.1960, Síða 4

Dagur - 05.05.1960, Síða 4
4 5 BÆNDUR GERÐIR AÐ SKATT- ÞEGNUM BÆJANNA SAMKVÆMT frumvarpi ríkisstjómarinnar, sem lagt hefur verið fyrir Alþingi, skulu sam- vinnufélög greiða útsvar af veltu sinni „en velta telzt heildarsala vöru, vinnu og þjónustu, jafnt hjá félagsmönnum, sem utanfélagsmönnum, ef um samvinnufélag eða önnur félög er að ræða, áður en frá eru dregin nokkur gjöld vegna starf- seminnar.“ Frá sjónarmiði bóndans lítur þetta þannig út: Hann leggur framleiðsluvörur sínar inn í reikn- ing í næsta kaupfélagi, og kaupfélagið greiðir honum sannvirði fyrir þessar vörur, þ. e. endan- legt söluverð varanna, að frádregnum kostnaði. En ríkisstjórnin vill ekki láta þessa starfsemi af- skiptalausa. Nú skal leggja veltuútsvar á kaup- félögin. Þetta útsvar, sem hér rennur til bæjar- sjóðs Akureyrarkaupstaðar, dregst frá því verði, sem bóndinn endanlega fær fyrir vörur sínar, og skattheimtan endurtekur sig, ef framleiðsluvör- urnar eru sendar í aðra landshluta til sölumeð- ferðar þar, t. d. til Reykjavíkur, þar sem stærsti markaðurinn er, og þá greiðir bóndinn öðru sinni veltuútsvar af kjötinu eða mjólkurvörun- um og nú í bæjarsjóð Reykjavíkurbæjar, því að aftur verður sá kostnaður dreginn af verði fram- leiðsluvara. Ef bóndinn framleiddi vörur fyrir 150 þús. kr. og veltuútsvarið væri ákveðið 2% hér á Akureyri, drægjust 3000.00 krónur frá inn- legginu. Væru svo þessar vörur seldar annars staðar á landinu, drægist þar annar sams konar skattur frá. Nú keypti sami bóndi tilbúinn áburð, fóðurbæti og aðrar rekstrarvörur til bús síns fyrir sömu upphæð, eða 150 þús. kr., verður þá kaupfélag hans að standa skil á veltuútsvari til bæjarsjóðs, einnig af þeirri vöru„ og enn einar 3000.00 krónur til viðbótar. Þetta eru í sannleika harkalegar ráðstafanir gegn bændastéttinni og verða til þess, ef framkomið frumvarp stjórnar- innar verður lögfest, að soga fjármagnið úr sveitunum til bæjanna. Að sjálfsögðu ættu veltuútsvörin og falla viðkomandi sveitarfélagi í skaut, og væru þau þá lítið eitt réttlætanlegri. Hvarvetna snúast sveitamenn til varnar þess- um fyrirhuguðu ráðstöfunum. Fjöldafundir bændanna mótmæla þeim nær eindregið. Jafn- vel harðsvíruðustu Sjálfstæðismenn snúast gegn flokki sínum og greiða atkvæði með harðorðum mótmælum, samanber fundi bændafélaga á Hólmavaði og á Austurlandi, og frá fundi félags Eyfirðinga, sem síðar verður sagt frá hér í blaðinu. Niðurjöfnunarnefndir bæjanna hafa það þó verulega á valdi sínu, samkv. frumvarpi stjórn- arinnar, hversu veltuútsvarið er hátt á hverjum stað. Hvarvetna í Iýðræðislöndum er samvinnu- starfið viðurkennt af valdhöfunum og það verndað gegn ólióflegri skattpíningu. Svo hefur það einnig verið hér á landi. En svo undarlega hefur við brugðið, að í stað þess að ríkisvaldið veiti samvnnufélögunum starfsgrundvöll og skil- yrði til að starfa fyrir hagsmuni fjöldans, verða samvinnufélögin nú, samkvæmt hinu illræmda frumvarpi ríkisstjórnarinnar, að biðja niðurjöfn- unarnefndir kaupstaðanna að vernda sig fyrir landslögum. Daglega dynja verðhækkanimar yfir úr öllum áttum, síðast í gær hækkaði mjólk og mjólk- urvörur. Tvöföld aðflutningsgjöld, söluskattur, vaxtaokur og dýrtíðarflóðið vegna gengisfelling- arinnar, allt þetta eru þau höft á hvers konar framtak einstaklinga og félaga, sem stjórnar- flokkamir herða sem fastast í stað þess að leysa, eins og þeir lofuðu. Alveg sérstaklega koma hin- ar nýju ráðstafanir hart niður á bændum, enda eru þeir skattlagðir alveg sérstaklega eins og sýnt er hér að framan. .... JÓKAS JÓNSSON FRÁ HRIFLU: ... LISTASAFN A AKUREYRI Mætum árásinni í krafti samtakamáttarins Ég hef fyrir nokkrum vikum skrifað grein í Dag um afrek skör- unga, sem áttu heima á Akureyri um aldamótin. Frásögnin um þessa menn var að því leyti merki- leg, að á þeim umrædda tíma lagði Akureyri fratn, fyrir sókn þessara og rnargra annarra manna, verulegan skerf í frelsis- og um- bótabaráttu landsmanna. Síðan þá hefur Akureyri á margan hátt tek- ið hliðstæðan þátt í framfarabar- áttu landsins, og er þar ntargs að minnast. Margt er þó ógert, sem enn er auðvelt að franrkvæma. Þegar kaupstaður eins og Akur- eyri er viðurkenndur höfuðstaður í heilum fjórðungi, þurfa verkin að tala oft og mörgum sinnum. Mér hefur komið til hugar að benda Akureyrarbúum og Eyfirð- ingum á eitt verkefni, sem að vísu mun ekki kallast stórmál, en gæti þó orðið, ef vel væri frarn úr ráðið, til ánægju og gagns fyrir fólk, sem á heirna á Akureyri eða kemur þangað að sumarlagi. Bending ntín er sú, að andlegir og verald- legir leiðtogar Akureyrarbæjar taki ráð sín saman unt að koma á fót í kaupstaðnum safni nteð góðri íslenzkri list, sem verði opið nokkurn ltluta dags að sumarlagi meðan gestkvæmt er í bænum og sumarleyíi standa yfir. Bending mín er sú, að forráða- menn Akureyrar fari þess á leit við menntamálanefnd, að hún láni til sýningar á Akureyri all- mikið af listaverkum, sem safnið á og þarf ekki öll að nota sökutn rúmleysis lieinta fyrir. Ég leyfi ntér ennfrentur að benda á ltið tnikla og góða hús gagnfræðaskólaits. Það er fyrir margra liluta sakir prýðilega fallið til að verða að sumarlagi sýningar- staður íslenzkrar listar. Ég vil til stuðnings máli mínu segja frá litlu atviki um áhrif myndlistar á unga ntenn, og at- . vikið gerðist einmitt í Akureyrar- bæ. Fyrir skömmu minntist Ragn- ar Jóhannesson ritltöf. í blaði í liöfuðstaðnum atviks úr skólasögu sinni, þegar hann var nemandi í Menntaskólanum á Akureyri. — Sagði Ragnar, að í sal Mennta- skólans ltefðu verið mörggóð mál- verk. Elafði Sigurður skólameistari aflað þeirra. Eitt af þeint var mynd eftir Ásgrím Jónsson úr Norðurárdal. Þar sást Baula og Norðurá og fögur byggð vítt um kring. Ragnar skáld lýsti, ltversu þessi mynd hefði lifað í huga hans allan skólatíntann. Hann hafði leitazt við, þegar fundir eða annar mannfagnaður var í salnum, að sitja þannig, ef birtan var lientug, að hann gæti notið ]tar þeirrar dá- santlegu fegurðar, sem málarinn hafði ílutt inn í*skólahúsið. Mér þótti sagan falleg og sér- staklega ánægjuleg af þvi, að ntér var kunnugt um þau atvik, sem leiddu til að þetta málverk kont í Akureyrarskólann. Þegar gagn- fræðaskólanum á Möðruvöllum var breytt í menntaskóla, keypti menntamálastjórnin þetta mál- verk af Asgrínti Jónssyni fyrir 1200 „brennivíns“-krónur, eins og þá var komizt að orði, eftir að gróð- inn af áfengissektunt féll í sjóð menntamálaráðs og skyldi varið til listaverkakaupa. Vitnisburður Ragnars Jóhannessonar var í ltuga mínum mikil sönnun fyrir því, að það væri hyggilegt, að æskuntenn landsins ættu kost á að kynnast því bezta, sent til er í íslenzkri list strax á námsárunum. Bending mín um listasafn á Akureyri er byggð á þessari skoðun. Nú liáttar þessum málum svo, að menntantálaráð í Reykjavík hefur í 30 ár keypt mikið af ís- lenzkunt listaverkum. í fyrstu var nokkuð af þessum andlega auði lánað í skóla og aðrar stofnanir í almanna þágu víða um land, en þegar ríkið byggði þjóðntinjasafns húsið í Reykjavík, var mennta- ntálaráði afhent efsta hæð hússins í því skyni að þar myndaðist visir að listasafni íslands. Sú 'skipan ltefur lika komizt á, en ríkið á ntiklu meira af góðunt listaverkum lteldur en hægt er að koma fyrir í þessu safni. Meginhluti málverka ríkisins nú er geymdur í myrkra- stofu. Hefur auk þess verið nokk- urt los á forræði safnsins, þannig að af og til ltefur safnverkunutn verið raðað í geyntslu einu sinni eða oítar á ári, til þess að liægt væri að ltafa þar yfirlitssýningar á verkunt íslenzkra listamanna. Það er að vísu mikilsverð framkvæntd en nokkuð dýr að því leyti, að vegna þessara stórbreytinga hefur engin festa komizt á listasafn í Reykjavík, en vonandi ntun frarn úr því rakna áður en langt urn líðurA Eins og sjá ntá af þessari frásögn er framkvæmanlegt fyrir mennta- málaráð að hafa nokkur útibú annars staðar á landinu, öll nteð góðunt listaverkum. Þar við bæt- ist, að Ásgrímur lieitinn Jónsson gaf ríkinu ntörg hundruð málverk, sem eru nú innibyrgð í húsi lians og bíða þess að yfir þau verði byggt sérstakt safn. Sennilegt má telja, að það væri ekki brot á gjafa brcfi Ásgrínts, þó að nokkuð af þeint forða væri til sýnis í safni á Akureyri. Eftir því sem ég veit bezt, standa fjölntargar bjartar og fallegar kennslustofur gagnfræðaskólans á Akureyri auðar sumarlangt. Ríkið á nú þegar nógu mikið af ágætum listaverkum til þess að fylla marg- ar stofur í skólanum, ef tiltækilegt þætti að flytja listaverkin norður í þcsstt skyni. Á vetrum yrði að geyma ntyndaforðann í góðri og öruggri geymslu, þar sent væri jafn oggóður ltiti og engin eldhætta. Á ltverju vori væri liægt að skipta unt nteira eða minna af safninu. Reksturskostnaður getur verið lít- ill, aðeins gæzla í tvo eða þrjá ntánuði að sumarlagi. Eftir reynsl- unni í Reykjavík væri ekki ástæða til að ltafa safnið opið nenta nokkra stund síðari liluta dags. Listasafnið í Reykjavík á svo mikið af verkunt Ásgríms, Kjar- vals, Jóns Stefánssonar og Blön- dals, að sýnishorn af verkunt þess- ara manna myndu gefa gestum, er litu inn í salinn, glögga hugmynd um list þeirra. Þá á safnið ntjög mikið af verkunt hinna yngri mál- ara og myndhöggvara, þar á nteðal ríkulegan forða bæði af atomlist og klessumálverkunt. Sennilega myndi þykja sjálfsagt allra hluta vegna að sýnishorn af þeim verk- um væru líka á suntarsýningum á Akureyri. Ef til þess kentur, að áhugafólki á Akureyri þyki bending mín þess verð, að ltenni sé gauntur gefinn, þá myndi fyrst þurfa að undirbúa tnálið heintafyrir. Forráðantenn bæjar og gagnfræðaskóla þurfa að beita sér fyrir nýmælunum. Síðar yrðu forráðantenn Akureyrar að snúa sér til menntamálaráðs ög fara fram á velviljað samstarf þess um framkvæmdina. Ég geri ráð fyrir að nienntamálaráð ntyndi telja sér skylt að verða við svo líf- rænni og sanngjarnri ósk, en ekki hef ég nein völd í þeirri stofnun, en mæli hér eftir því sem mér þykir sennilegt um aðgerðir valdra manna, sem gegna ábyrgðarstöðu. Mér þykir fullvíst, að ef slík til- raun lánast eins og efni geta stað- ið til, þá ntyndu síðar rísa íleiri útibú frá listaverkasafninu i Rvík í öðrum landshlutum. Menntamálaráð gerði fyrir fá- eiitunt missirum tilraun til að sýna allmörg listaverk á tilteknum stöð- um, en ég hygg að sú framkvæntd ltafi ekki gefizt eins vel og til var ætlazt. Það er töluvert erfitt að Oytja málverk langar leiðir, eins og vegir eru á íslandi, og tnikill kostnaður við umbúðir o. s. frv. Nokkur hætta er á að listaverkin skemmist við ílutning á vondum vegunt. Aítur á ntóti virðist mér, að nteð tillögunni um útibú á Ak- ureyri væri í þessu efni hægt að sigla fram hjá flestum skerjum. Húsið, sem Akureyrarbær getur notað, er fyrirtaks gott á allan liátt bæði um öryggi og birtu. Það ntun vera ónotað allan sumartímann og flutningur á listaverkunum sjó- Ieiðis einu sinni á ári, lítill unt- búðakostnaður og skentmdtr svo til fyrirbyggðar. Læt ég svo úttalað um þetfa. mál að sinni. Mér þykir líklegt, að • þessi bending verði tekin til ,at- . hugunar og að í ár eða á næstu árurn verði ltafnar framkvæmdir til að hafa á Akureyri sumarlangt öllum bæjarbúum og gestum til athugunar og yndisauka mikið. og síbreytilegt safn beztu íslenzkrár listar, síðan Sigurður málari ruddi hina þyrnum stráðu listainaiins- braut. Ræða Jóns Sigurðssonar í Yzta-Felli á hátíðis- degi verkalýðsins, 1. maí síðastliðinn Fyrir 40 árum hófust stjórn- málasamtök vinnandi stétta, bænda og verkamanna. Fyrir þriðjungi aldar, árið 1927, kom- ust þau til valda allt fram til ársins 1958 voru þessi samtök voldugasta stjórnmálaflið í landinu. Þau stóðu fyrir hinni miklu sókn til bættra lífskjara og aukinnar menningar á öllum sviðum. — Samtök bænda og verkamanna í kaupstöðum hafa gjörbylt öllu mannlífi í land- inu. Víst er um það, að aldrei í okkar sögu hafa orðið slíkar framfarir. Engin þjóð mun á jafnskömmum tíma hafa aukið jafnmikið sín lífsþægindi, auk þess að vinna á öllum sviðum stórvirki, sem verða framtíð- inni að notum. Stórhýsi og stórfyrirtæki hafa verið reist til almannaþarfa. Meginhluti þjóðarinnar býr nú í nýjum húsum og nú í fyrsta sinn rísa hús úr varanlegu efni. Síminn, útvarpið og rafmagnið er komið til meirihluta fólksins og bindur þjóðina saman sem eitt heimili. Mestu máli skiptir það þó að framleiðslutækin hafa gjörbreytzt, þannig að hvert handtak, sem nú er unnið, að framleiðslu til lands og-sjávar og í iðnaði, skilar nú márgföld- um áfköstum við það, sem áður var. Fólkinu í veröldinni fjölgar með ótrúlegum hraða, öflun matvæla veldur miklum áhyggj- um. Flest gömlu menningar- löndin eru fúllræktuð, þar minnka ræktunarlönd árlega vegna þess sem tekið er undir hús og athafnasvæði vaxandi Jónas Jónsson frá Hriflu átti frumkvæði að stofnun Dags fyrir röskum fjórum áratugum, og hefur blaðið oft notið hans síðan. Og enn sendir hann blaðinu hugvekju til Norðlend- inga. — Jónas Jónsson varð 75 ára 1. maí sl. 1 tilefni af því sendir Dagur honum innilegar árnaðaróskir og tekur undir þessi orð eins af fyrri ritstjórum Dags um þennan mesta rit- snilling okkar tíma og ótrauða og gáfaða baráttumann: „Jónas er síðastur fulltrúi þeirrar fylkingar afreksmanna, sem á viðreisnaröldinni orkuðu byltingum í þjóðmálastefnum íslands.“ fólksfjölda. Fiskimiðin erjast í grennd við fjölbýlli löndin. Olía og kol og aðrar orkulindir eru á þrotum. Enginn jafn fá- mennur hópur í heiminum mun framleiða nándar nærri jafn mikið magn matvæla á mann sem íslenzkir sjómenn og bændur. Nágrannaþjóðir okkar búa í löndum við minnkandi mögu- leika. Við höfum ótæmandi skil- yrði til þess að auka okkar landsnytjar. Við stækkum okk- ar land með þrautseigri bar- áttu fyrir víðari landhelgi. Að- eins örlítill hluti af hinni frjóu gróðurmold okkar er ennþá yrktur. Við kunnum ráð til þess að græða sandana og ör- æfin og rækta nytjaskóga, þar sem áður voru hrjóstur í brött- um hlíðum. Aðeins örlítill hluti vatnsaflsins er ennþá virkjaður, og svo er einnig um jarðhitann. Vorið 1959 var hið blíðasta og grózkumesta sem eg man. En á sjálfan þjóðhátíðardaginn, 17. júní gerði gjörningaveður, svo sem kominn væri þorri. Við bændur gátum óttast daginn þann, að allt líf, gróðurinn og lifandi peningur, sem við höfð- um verið að hlynna að allt vor- ið, væri í heljargreipum. En sól- in sigraði, öllu var borgið. En ef gróðurinn og fénaðurinn hefði ekki verið styrktur með lífsþrótti ræktunarinnar, hefði illa farið. Nú stendur yfir í stjórnmála- lífinu, stórhríðarbylur, með ofsastormi, frosti og fannburði, sviplíkur viðbrögðum veðurfars ins, sent urðu á þjóðhátíðinni í fyrra. Heljarmáttur heims- skautaloftsins í norðri olli þá bylnum. En það er aðeins vanhyggja okkar, sem veldur óveðri stjórn málanna, sem nú geisar og gengur yfir þjóðina. Þeir, sem þjóðin treysti, hafa brugðizt. Þeir, sem nú hafa völdin halda því fram, að hin mikla framför síðustu ára sé háskaleg, hana beri að stöðva. Þeir vilja ekki viðurkenna, að þjóðinni líður nú betur en nokkru sinni fyrr og hún á nú betri tæki til hvers konar menningar- og aúðöflun- ar. Þeir halda því fram, að fjár- festinguna verði að stöðva. En fjárfesting er á flestum sviðum sparnaður. Það er að segja verðmæti eru geymd til fram- tíðarnota. Þeir segja, að bæta skuli hlut- fallið milli neyzlu og fram- leiðslu einvörðungu með minnkandi neyzlu, ekki með aukinni sköpun verðmæta. Þeir segjast ætla að bæta efnahag þjóðarinnar með því að skerða kjör almennings, gera hann svo fátækan að hann verði að minnka eyðslu sína. Utgjöld okkar til heimilisþarfa vaxa daglega. Þessi varan, eða þessi almannaþjónustan hækkar í dag í verði, hin á morgun. En tekjur okkar, vinnulaun bónd- ans eða verkamannsins, mega ekki hækka. Stjórnin vill að við séum fátækir, eyðum litlu, hættum að hugsa um að rækta jörð, byggja hús, kaupa skip og báta og veiðarfæri eða vélar, sem auka afköst vinnunnar. Alveg sérstaka alúð leggur stjórnarstefnan við það, að hamla sjálfsbjargarviðleitni æskunnar. Aðgerðir hennar banna fátækum mönnum að leita sér menntunar erlendis, eða halda þar áfram námi. Þær banna ungum hjónum að stofna sjálfstætt heimili í sveit eða bæ. Við frumbýlingsbóndann, sem vantar bæði ræktun, vél- Jón Sigurðsson, Yztafelli. ar og bústofn á við nágrannana, segir stjórnarstefnan: Þú skalt halda áfram, ungi maður, að vera fátækari heldur en gamli bóndinn, nágranni þinn, og vinna með úreltum tækjum meðan hann stundar nýtízku búskap. Allar efnahagsráðstafanirnar miða að því að færa skipulagið að því sem var fyrir 40 árum, áður en bændur og verkamenn hófu samstöðu í stjórnmálum. Allt miðar þetta að því að gera hina fátæku fátækari og hina ríku ríkari. Þegar bónda norð- ur í Köldukinn eða verkamanni á Akureyri eru greiddar þús- und krónur í dýrtíðarbætur með lækkun tekjuskatts, fá há- launamennirnir í Reykjavík, þeir sem stefnunni ráða, ef til vill 30—50 þúsundir í sams kon- ar bætur. Það er opinbert leyndarmál, viðurkennt af sjálfum stjórnar- flokkunum, að kaupmenn munu geta dregið til sín að meira eða minna leyti þann söluskatt, sem þeim er skipað að taka af okk- ur, stungið honum í eigin vasa og auðgað sjálfa sig. En kaupfélögin hljóta að borgar skattinn sem þau leggja á neytendur sína og fá litla borgun fyrir að innheimta hann.. Innstæðumaðurinn á að fá hærri vexti af fé sínu en áður, svo að hann geti safnað sér meiri innstæðu og orðið ríkari. Hinn fátæki á að borga hærri skuldavexti, þó að það kunni að verða til þess- að skuldir hans vaxi og hann verði enn fátæk- ari. Stjórnarstefnan leggur alveg sérstaka áherzlu á það að hnekkja samvinnufélögunum. Útsvarslagafrumvarpið með veltuútsvarið á að verða svipan, sem ríður þeim að fullu. Ekki minna en sex sveitar- eða bæjarfélög geta skattlagt sömu vöruna á ýmsum fram- leiðslustigum. Með þeim er Reykjavík gefið vald til að leggja hátt veltuútsvar á allar norðlenzkar framleiðsluvörur sem eru seldar þar. Ef einhver Norðlendingur getur, þrátt fyrir aðgerðir stjórnarinnar, sparað nokkra aura og lagt þá í banka, þá er honum það frjálst, en það má bara ekki lána þá hér fyrir norðan, þeir eiga að fara til Reykjavíkur. Eg hef ekki tíma til að rök- styðja betur það, sem öllum ætti að vera Ijóst, að stjórnar- stefnan er árás á lífskjör al- mennings, hindrun á sókn vinn- andi manna til aukirinar menn- ingar og vaxandi framleiðslu. Nokkrir af þeim, er verkamenn bæjanna treysta, hafar brugðizt og gengið í lið með afturhalds- öflunum. Þetta verða frjáls- lyndir verkamenn að athuga og velja sér nýja menn í þeirra stað. Aðgerðir stjórnarinnar komu yfir framsókn þjóðarinnar sem stórhríðarbylur á algróna jörð um Jónsmessuskeið. 40 ára framfarir byggðust allar á stjórnmálasamvinnu vinnandi manna í bæjum og sveitum. — Harðviðrið, sem nú gengur yfir í stjórnmálunum, stafar af því að þessi samvinna brást. Eina ráðið til þess að bæta skaðann, sem harðviðrið hlýtur að valda, er sú að efla þessa samvinnu, og gera hana sterkari en nokkru sinni fyrr. í Þingeyjarsýslu og við Eyja- fjörð hófst samvinna vinnandi manna í verzlunarmálum, í þessum héröðum hefur hún jafnan verið sterkust. Nú hafa þau verið dæmd til að vera eitt kjördæmi. Látum nú afturhaldið finna, að einnig hér sé að vænta forystu um varnir gegn ofurvaldi auðmagnsins í höfuðstaðnum, varnir, sem séu byggðar á sterkri forystu fyrir samvinnu vinnandi manna í stjórnmálum, sem breiðist út um allt landið, græði sárin, sem núverandi harðviðri stjórnmál- anna skapar, svo að framundan sé grózkuríkt surnar í menn- ingu íslendinga. «iiiiiniiii 1111111 n n ii 111111111111111111111111 imimiiimiti* I HEIMSÓKN 1 I K. F. R. I Eins og áður hefur verið get- ið í blaðinu kom hingað urn sið- ustu helgi lið frá KFR. Á laug- ardag lék það við KA í íþrótta- húsi Menntaskólans og var sá leikur mjög skemmtilegur og endaði með jafntefli, 55:55 stig- Á sunnudag fóru Reykvíking- ar og Akureyringar til Húsavík- ur og léku þar í stórglæsilegum íþróttasal, er nýlega hefur ver- ið tekinn í notkun. Húsið var þéttskipað áhorfendum, sem flestir sáu körfuknattleik í fyrsta sinn og virtust skemmta sér ágætlega. Leikurinn var mjög spennandi og lauk með sigri KFR, 72 stigum, IBA gerði 57 stig. ÞANKAR OG ÞYÐINGAR SPJALL UM HITT OG ÞETTA. Nú verður líklega hlé næstu daga og engin auglýsing glymjandi frá Rukkskrifstofu Ríkisútvarpsins um 30 króna hegningarvexti, verði útvarpsnotendum einum degi of seinir með gjaldið. Það er búið, sem búið er, og þeir, sem gleymt hafa greiðslu, mega nú búast við þjón- um laga og réttar með lögtaksöxina reidda um öxl, en aðmíráll rukksins fyrir sunnan mun telja peninga og undirbúa tundurskeytabáta sína til næstu ferðar um öldur ljósvakans. En 30 kr. dráttarvextir, ef menn greiða þessar 300 kr. t. d. 10. maí? Kr. 30 af kr. 300 í 10 daga; hve miklir árs- vextir eru það? Geta ráðherrar og rukkarar reiknað þetta dæmi? Jæja, menn anda nú alltaf léttar í hléum á milli stríða, og auglýsingaherferðinni ætti nú eitthvað að linna næstu daga. En svo er ýmsum fyrir að þakka, að margt heyrist fleira í útvarpi en þessi kæra og margnefnda auglýsing. Stjórnarvöldin auglýsa stundum, eða einhverjir á þeirra vegum. Mjög stutt er síðan heyrðist tilkynning til bænda um innflutning á dieselrafstöðvum. Mér hlýnaði reglu- lega um hjartaræturnar, er eg heyrði, að sveitamenn þyrftu að greiða 15 þús. krónur fyrirfram, og það þó nokkru áður en þeir fengju vélarnar. — Þetta minnti mig nefnilega á ánægjulegar frásagnir margra kunn- ingja minna, sem fengið hafa sér bíla, dráttarvélar og ýmsa þarflega hluti á undanförnum árum og þurftu að borga heilmikið um leið og þeir pöntuðu. Venjulega hafa ekki liðið nema svo sem 6—-14 mánuðir frá pöntun og þar til sækja mátti gripinn til Reykjavíkur. Eg var hálfhræddur um, að viðreisnartillögur ríkisstjórnar okkar allra myndu kannski blaka óvart við þessu greiðslufyrirkomulagi, en gott e.r, að óttinn var ástæðu- laus. En svo að snúið sé að öðru málefni; hve lengi geta þulir lesið upp greiddar tilkynningar og auglýsingar kaupsýslumanna án þess að anda? Það var nú öðru hvoru megin við páskahátíðina, að einhver sprettharður þulur las á að gizka 25 tylftir til- kynninga á undan kvöldfréttum og lauk, held eg, við síðustu tilkynninguna á slaginu 8, og þá andaði hann. Á milli tveggja tilkynningá var eitthvað innan við 1/10 úr sek. Byrjað var á lestra þeirrar næstu svona rétt áður en hinni var lokið. Þannig virtist mér þetta og minnti þeysingurinn langhelzt á þoturnar, sem fara hrað ar en hljóðið. Og hvað var svo auglýst og tilkynnt þetta kvöld? Veit það ekki. Þetta rann allt saman í einn kökk. Útvarpið ætti að hafa „keppnir“ í íþróttinni að hráð- tafsa. Já, nú koma mér í hug blessaðir íþróttarféttaritararn- ir. Þeir tala og skrifa mjög um það, að þessi eða hinn hafi „æft vel“. Æft hvað? „Hann hefur æft ntikið í vet- ur.“ Já, svo að eg snúi mér strax að efninu; eru menn alveg hættir að æfa SIG? Bezt er að hætta ritstörfum og skrúfa heldur frá tæk- inu. Kannski eg verði svo heppinn að lenda á musica sacra, musica nova, musica longa, rnusica alinea eða þá módettu fyrir hamoniku og banjó eftir hið fræga tón- skáld Bæjara, Otto Snobbestian von Krumschpring, en eftir hann hefur aldrei verið leikið neitt ennþá, a. m. k. ekki hér á landi. I. VERÐLAUN. Fyrir skömmu fékk málverk nokkurt 1. verðlaun á sýningu í París. Er sýningunni var lokið, tók húsvörðurinn eftir því, að málverkið sneri öfugt — og hafði gert það alla tíð! Hann benti forsvarsmönnum húss og sýningar á þá staðreynd, að stafir listamannsins voru öfugir efst í horninu öðrum megin. Jú, ekki neituðu þeir. En gerðu þéir nokkuð? Viðurkenndu þeir mistök? Nei, auðvitað ekki. LÍKA KENNARASKORTUR ÞAR. I Danmörku vantar á þessu ári um 2550 barnakennara í stöður víðs vegar um landið. Léleg launakjör eru talin valda hér miklu um, en einnig skortur á kennaraskólum. SJÓNVARP í NOREGI. Hinar reglulegu sjónvarpssendingar byrja í Noregi þann 20. ágúst í sumar. Verður sent bæði frá Ósló og Bergen. Hingað til hefur aðeins verið sjónvarpað til reynslu þar í landi.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.